Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Qupperneq 32
FRÉTTASKOTIÐ
562*2525
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma
562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700
BLAÐAAFGREIÐSLA 0G
ÁSKRIFT ER 0PIN:
Laugardaga: 6-14
Sunnudaga: lokað
Mánudaga: 6-20
Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAOA*
AFGREIÐSLU: 563 2777
KL. 6-8 LAUGARDAGS-Ofi MANUDAGSMORGNA
Frjálst,6háð dagblaö
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995.
Gýmis-málið:
Vandræða-
gangurinn
heldur
áfram
„Nei, við erum ekki búnir að taka
ákvörðun um hvort Hinrik Bragason
fer í keppnisbann vegna Gýmis-
málsins," sagði Guðmundur Jóns-
son, formaður Landssambands
hestamanna, í morgun.
í ljósi þess að keppni á fjórðungs-
mótinu á Höfn hefst í dag og Hinrik
Bragason er þar skráður til keppni,
var Guðmundur spurður hvort þeir
ætluðu þá að humma þetta mál fram
af sér.
„Ja, við höfum svo sem ekki fengiö
neitt í hendur frá ríkissaksóknara
um málið. Við höfum bara heyrt um
þetta. Þetta er því ekki alveg einfalt
mál að eiga við.“
Þið hélduð stjórnarfund í fyrra dag
um staðsetningu landsmótsins 1998.
Var Gýmismálið ekkert rætt þar?
„Það bar lítillega á góma, en þá var
málið ekki komið á þetta stig, ákær-
an kom ekki fyrr en eftir þann fund,“
sagði Guðmundur Jónsson.
„Það er ekki búið að birta Hinriki
'ákæruna, það hefur ekki náðst í
hann. Á meðan svo er og við höfum
heldur ekki fengið að sjá hvað í
ákærunni felst getum við ekki tekið
ákvörðun í málinu. Við bíðum því
eftir að fá að sjá ákæruna. Jú, við
gerum okkur grein fyrir því að málið
er að skaða okkur erlendis," sagði
Jón Albert Sigurbjörnsson. formað-
ur Hestaíþróttasambands íslands, í
morgun.
Landsmóthesta-
mannaá
Melgerðismelum
Stjórn Landssambands hesta-
manna hefur ákveðið aö Landsmót
hestamanna, sem haldið verður 1998,
fari fram á Melgerðismelum í Eyja-
firði. Skagfirðingar sóttu einnig um
að halda mótið á Vindheimamelum.
Valið á Melgerðismelum er skilyrt
því að eigendur svæðisins byggi upp
fullnægjandi aðstöðu fyrir landsmót
hestamanna fyrir 10 milljónir króna.
Vélhjólaslys
Vélhjólaslys varð fyrir botni Hval-
fjarðar í gærkvöld. Minnsta þyrla
Landhelgisgæslunnar flutti öku-
mann vélhjólsins á slysadeild en ekki
► fengust upplýsingar um líðan hans í
morgun. -pp
LOKI
Magnast nú atvinnuleysið
í Firðinum!
Getum vel
m x x
i|||| ||Mj|A
- seglr Guðjón A. Kristjánsson og vinnuveitendur eru sáttir
Samningar tókust í nótt milli yf- Guðjón A. Kristjánsson, formað- lega ánægður með samningimi
irmanna á kaupskipum og vinnu- ur Farmanna- og fiskimannasam- þegar DV ræddi við hann i morgun.
veitenda þeirra. Skrifað var undir bandsins, sagðist í samtali við DV „í samnmgnum voru jafnframt
samninginn í Karphúsinu um vera nokkuð sáttur við samning- svipaðir skilmálar og í ísal-samn-
klukkan hálfQögur eftir tæplega inn. „Það er samið um smálagfær- ingnum. Þar er kveðið á um einn
sex klukkustunda fund. Launalið- ingar að auki,“ sagði Guðjón án heildarkjarasamning með sameig-
ur samningsins er í takt við ný- þess að vilja fara nánar út í þá inlegri atkvæðagreiðslu sem skipt-
gerða samninga við starfsmenn ál- sálma. ir miklu máli. Það var tekið á
versins í Straumsvík, eða launa- „Ég tel að það megi vel við samn- nokkrum starfstengdum þáttum.
hækkun upp á um 11,4% að meðal- inginn una út gildistímann. Hann T.d. er núna tekiö tillit til heildar-
tali á samningstímanum sem er til er mjög sambærilegur þeim samn- starfstíma stýrimanna hjá sömu
áramóta 1996/1997. Verkfaili, sem ingi sem gerður var við undirmenn útgerð, án þess þó að starfsaldur-
staðið hefur yfir síðan á mánudag, á kaupskipum,“ sagöi Guðjón. þrepum sé fjölgað eöa þeim breytt.
hefur verið frestað til 1. ágúst nk. Þórður Magnússon, fram- Þetta þýðir að það launahlutfall,
eða þegar atkvæðagreiðsla hefur kvæmdastjóri flármálasviðs Eim- sem talið var vera á milh báts-
fariðframogniðurstaðaliggurfyr- skips, sem sat í forsæti samninga- mannsogþriöjastýrimanns.erlag-
ir. nefndar vinnuveitenda, var bæri- færtaðhluta,“sagðiÞórður. -bjb
Hestamenn úr Suðursveit og Öræfum á leið á fjórðungsmót á Fornustekkum nálægt Höfn. Þeir sem lengst eru
að komnir hafa lagt rúmlega 120 kílómetra að baki. DV-mynd EJ
Veðrið á morgun:
Bjartviðri
eða
þokusúld
Á morgun er spáð vestan- og
norðvestankalda. Þokusúld verð-
ur með köflum við norðurströnd-
ina en annars bjartviðri. Hiti
veröur 6 til 20 stig, svalast á an-
nesjum fyrir norðan en hlýjast
suðaustan- og austanlands.
Veðrið í dag er á bls. 36
Akureyri
\ j ■' \ L Veginum um Sölvadal 'yar lokað í gærkvöldi/ Óttást var aö skriður féllu á veginn.
DV
Aurskriður í Sölvadal:
Heyrðum
hvininn af
fyrri skriðunni
„Við vorum inni þegar fyrri skrið-
an féll en heyrðum hvininn í henni
og fórum út. Það var óskemmtileg
lífsreynsla að horfa á þá seinni koma,
en hún var 500 til 600 metra breið,“
sagði Egill Þórólfsson, bóndi að Þor-
móðsstöðum í Sölvadal.
Tvær aurskriður féllu um 100
metra sunnan við bæinn síðdegis í
gær. Seinni og stærri skriðan féll
yfir litla steinsteypta virkjun en um
klukkustund áður höfðu menn verið
við vinnu í henni. Virkjunin var ekki
sjáanleg í morgun en skriðan hafði
einnig fallið yfir fimmtung ræktaðs
lands á jörðinni.
Egill yfirgaf Þormóðsstaði í gær-
kvöld en hann gerir ráð fyrir að tjón-
ið nemi hundruðum þúsunda króna,
ef ekki milljónum. Veginum um
Sölvadal var lokað í gærkvöld af ótta
viðaðfleiriskriður. -pp
Bæjarsfjóranum
sagt upp störf um
Ráðningarsamningi Magnúsar
Jóns Árnasonar, bæjarstjóra í Hafn-
arfirði, var sagt upp af meirihluta
bæjarráðs í Hafnarfirði í gær. Upp-
sögnin var samþykkt af fulltrúum
Alþýðuílokks í ráðinu og Jóhanni
G. Bergþórssyni.
í vikunni buðu þeir Jóhann og Ell-
ert Borgar Þorvaldsson fulltrúum
Sjálfstæðisflokksins að koma með
sér í meirihlutaviðræður við Alþýðu-
flokkinn en því boði var hafnað á
miðvikudaginn. í svari Magnúsar
Gunnarssonar, oddvita flokksins,
segir að Sjálfstæðisflokknum hafi
ekki borist formleg ósk frá Alþýðu-
flokknum um viðræður. Berist slik
ósk fari þær fram undir forystu odd-
vita flokksins, enda séu ekki aðrar
viðræðurígangiásamatíma. -kaa
NSK
KÚLULEGUR
PomIxpii
SuAuríandsbraut 10. S. 686499.