Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995 Fréttir Ung kona strauk af geðdeild Landspítalans í flórða sinn: Maður er alveg varnarlaus - segir uppeldisfaðir konunnar „Starfsfólkið getur ekki verið starf. sínu vaxið fyrst það gerist hvað eftir annað að fólk, sem á að vera þarna í gæslu, gengur út án þess aö neitt sé gert. Þessi uppeldisdóttir mín var sett þarna inn í nauðungarvistun enda getur hún verið hættuleg sér og umhverfi sínu. Maður er þess vegna alveg varnarlaus þegar hún virðist geta gengið út hvenær sem hún vill,“ segir Jóngeir Magnússon en uppeldisdóttir hans er nú strokin út af geðdeild Landspítalans í fjórða sinn. Konan, sem nú er 28 ára, hefur frá þrettán ára aldri átt við áfengis- og fíkniefnavandamál að stríða. Hún hefur fariö hvaö eftir annað í með- ferð en engin þeirra hefur borið til- ætlaðan árangur. Á allra síðustu árum hefur sigið verulega á ógæfu- hliðina og að undanförnu hefur hún ekki þegið meðferð óþvinguð. Sam- kvæmt læknaskýrslum er hún dóm- greindarlaus á ástand sitt og með- ferðarþörf, í „manísku" ástandi og greinilega sjálfri sér hættuleg, auk þess sem komið hafa fram einkenni um geðhvarfasjúkdóm, þunglyndi og geöhæð. Jóngeir og móðir stúlkunnar, Guð- rún PétursdQttir, fóru því fram á að hún yrði svipt sjálfræði og í kjölfar þess var konan sett í nauðungarvist- un á geðdeild Landspítalans. Þar hefur hún sýnt ofbeldishneigð, haft hótanir í frammi og ráðist á starfs- Stuttar fréttir Vantarmat Enn er beðið eftir mati á tjóni sem varö á fiskmjölsverksmiðju Vestdalsmjöls á Seyðisfirði i snjó- flóði í vetur er leið. Unnið hefur verið að lagfæringum á verk- smiðjunni og vonast er til að hægt verði að bræða þar loðnu í haust. Umferðaröngþveiti Mikið umferðaröngþveiti myndaöist við gatnamót Vestur- landsvegar og Höfðabakka í gær. Liöin helgi er venjulega næst- mesta feröahelgi sumarsins. Þeg- ar fólk tók að streyma til borgar- innar síðdegis myndaðíst um- ferðarteppa á gatnamótunum. „Það er öllum Ijóst sem þekkja til málsins, læknum og öðrum, að hún getur ekki verið í eðlilegri umgengni við annað fólk. Hún á að vera lokuð inni á geðdeild meðan reynt er að fá úrlausn hennar mála,“ segja hjónin Jóngeir og Guðrún. Skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að ef sjálfræðissvipting standi fyrir dyrum eigi sjúklingur í nauðungarvistun ekki að geta sloppið út. DV-mynd SIS Spítalinn á ekki að vera f angelsi - segir Jón G. Stefánsson, yfirlæknir á geödeild Landspítalans „Ef við teljum að það sé nauðsynlegt að halda fólki inni þá reynum við að gera þaö en við getum það ekki i öll- um tilfellum. Við erum í raun ekki útbúin til þess, hvorki í mannafla né öörum útbúnaði,11 sagði Jón G. Stef- ánsson í samtali við DV. Jón sagði að meginmarkmið deild- Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já _xj Nel Jtj r ö d d FÓLKSINS 904-1600 Má nota íslenska fánann sem svuntu? Alllr I »t»fr»na karflnu ma6 tftnvalnlma g»ta nýtt »ér þ»»»« þjftnmtu. arinnar væri að verða fólki til gagns og góðs frekar en að halda því inni en sagði jafnframt að í sumum tilfell- um gæti það veriö fólki fyrir bestu að vera lokað inni. „Við erum meö deildir hérna þar sem eru læstar dyr en það eru nú samt ekki öruggar vistarverur ef fólk má ekki sleppa út. Gluggarnir eru til dæmis ekki tryggir og ýmislegt fleira gerir þessar deildir ekki hundrað prósent öruggar. í eina tíö var fólk látið klæða sig úr öllu og síðan sett inn í eins konar klefa eöa sellur. Það er hins vegar löngu liðin tíð og við hvorki getum né viljum fara út í svoleiðis hluti," sagði Jón. Aðspurður sagði Jón að ramm- gerðara húsnæði eða bætt aðstaða til þess aö halda fólki inni væri ekki endilega efst á óskalistanum. „Slíkur útbúnaður gæti auðveld- lega komið niður á öðru starfi sem við erum að vinna sem byggist á því að allt umhverfi sé manneskjulegt, hlýlegt og notalegt. Auk þess virðist ekki skipta máli hversu rammgerðar svona byggingar eru, fólk er alltaf að strjúka," sagði Jón. -GMB NIÐURSTAÐA L .n X iundirmann sinn? JÁ 31% .r S d FÓLKSIN 99-16-00 Heilbrigðisráðuneytið: Ábyrgðin hlýtur að vera spítalans segir Guðjón Magnússon skrifstofustjóri „Ef það er búið aö svipta mann- eskju sjálfræði eða slíkt stendur fyrir dyrum er það algerlega á ábyrgð spít- alans að viðkomandi sleppi ekki úr nauðungarvistun. Sýna verður nauðsynlega aðgæslu þar óg gera það sem gera þarf til þess að viökomandi sleppi ekki út. Ef einstaklingurinn er hins vegar sjálfráöa er hann í sjálfu sér í fullum rétti til þess að útskrifa sig þegar hann vill,“ sagði Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráöu- neytinu, þegar DV hafði samband við hann vegna málsins. Guðjón tók fram að hann þekkti þetta einstaka mál ekkert og það væri erfitt að tjá sig um það sérstak- lega. Hann taldi hins vegar að þetta ætti að vera hin almenna regla. „Ef einstaklingur er tekinn inn á spítalann á þeirri forsendu aö það sé búið að svipta hann sjálfræði eða það standi til þá hlýtur ábyrgð spítalans aö vera mikil ef slíkur einstaklingur sleppur út. Sérstaklega ef ástæða sjálfræðissviptingarinnar er sú að viðkomandi getur verið hættulegur sjálfum sér eða öðrum,“ sagði Guö- jón. GMB fólk. Þegar hún hefur sloppið út hef- ur hún alltaf fundist fljótlega aftur og verið lögð inn gegn eigin vilja. Það var svo í maí síðastliðnum að hún strauk í fjórða sinn og það eina sem frést hefur af henni síðan þá er að lögreglan í sænska bænum Malmö handtók hana fyrir reiðhjólastuld en sleppti henni aftur. „Maður hlýtur að spyrja sig hver sé ábyrgur. Hjá ráðuneytinu er mér sagt að geðdeild Landspítalans eigi að vera örugg vistun en yfirmenn á spítalanum segja að þetta sé ekki fangelsi og þvi geti þeir ekki gert neitt. Það er engu líkara en yfirmenn á Landspítalanum séu í aðra röndina fegnir að losna viö hana, að minnsta kosti hafa þeir ekkert gert til þess aö hafa upp á henni. Þegar fólk strýk- ur úr vistun sem þessari fer lögregl- an undir venjulegum kringumstæð- um að huga að viðkomandi, eins og það er orðaö. En þar sem hún er komin út úr landinu er ekkert gert nema yfir- menn spítalans leggi fram beiðni um að hennar skuli leitað og þá mun lögreglan í Svíþjóð væntanlega huga að henni. Landspítalinn hefur hins vegar ekki viljað leggja fram slíka beiðni og þess vegna er hún þarna úti i löndum, sennilega í mjög slæmu ástandi, ef hún er þá enn þá hérna megin hornsins," sagði Jóngeir. -GMB Stuttar fréttir Silfurslagur Þórarinn Eldjárn rithöfundur hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis yfir meöferð mennta- málaráðuneytisins á silfurmál- inu svonefnda. Hann telur að veg- ið hafi verið að starfsheiðri fóöur síns, Kristjáns Eldjárns, fyrrver- andi þjóðminjavarðar og forseta íslands. Nafngreining Hjónín í Miðhúsum hafa nafn- greint þá menn sem þau telja ábyrga fyrir ærumeiðingum í sinn garð. Þetta eru þeir VO- hjálmur Örn, fomminjafræðing- ur á Þjóðminjasafninu, prófessor Sveinbjörn Rafnsson, sem var formaður fornleifanefndar, Ólaf- ur Ásgeirsson, fyrrum formaður þjóðminjaráðs, og Guðmundur Magnússon sem var settur for- stöðumaður Þjóðminjasafnsins þegar þetta mál kom upp. Flugfélagakaup Stefnt er að því að islandsflug kaupi þriðjung í Flugfélagi Aust- urlands, með það fyrir augum að flugfélögin taki upp nána sam- vinnu. Flugleiðir hf. eiga fimmt- ung hlutafjár f Flugfélagi Austur- lands. Kvikasilfursmengun Kvikasilfursmengun er meiri í sjófuglum hér við land en fuglum annars staöar á norðurslóðum. Fréttastofa RÚV skýrði frá þess- um fréttum. Áifasteinadeilur Frægur álfasteinn, á móts við Grafarholt, - rétt utan borgar- markanna, er enn einu sinni kominn í fréttirnar vegna vega- framkvæmda. Færa verður stein- inn vegna breikkunar Vestur- landsvegar. Þegar núverandi vegur var lagöur urðu líka deilur um álfastein sem þá var færður til. Steinninn er skráður sem borgarminjar. Stöð 2 skýrði frá þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.