Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Side 6
6 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995 Fréttir Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK: Meira magn af loðnu en við héldum fyrst nær öll loðnuskipin komin á miðin út af Kolbeinsey „Okkur sýndist fyrst að ekki væri um mikiö loðnumagn aö ræða. En það virðist sem okkur hafi skjátlast og að um mun meiri loðnu sé að ræða á miðunum norður af Kolbeins- ey en við ætluðum. Ég er ekki að segja að þetta sé neitt ofsamagn en það lítur ágætlega út. Við erum bún- ir að fá 850 lestir í tveimur köstum. Þriðja kastið er nú á síðunni og mér sýnist það vera best,“ sagði Viöar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK, í samtali við DV í gær. Hann sagði að nær allur loðnu- veiðiflotinn, um 30 skip, væri kom- inn á miðin rétt noröur af Kolbeinsey og að þau væru flest að fá góðan afla Hann sagði að loðnan væri af réttum árgangi en að hún væri horuð. Það væri alveg ljóst að hún heföi ekki verið í neinu æti að ráði. „Sjórinn norður af landinu er og hefur verið óvenjulega kaldur í vor og sumar. Þess vegna er allt um það bil tveimur til þremur vikum á eftir miðað við venjulegt árferði. Því má gera ráð fyrir að loðnan verði komin í betra ástand eftir hálfan mánuð eða svo,“ sagði Viðar. Hann sagði að auðvelt væri að komast norðar og austar til loðnu- leitar en vestur af væri ekkert nema hafís. Flotinn haföi leitað norðar og austar en ekkert fundið. „Menn eru aö vona að loðnan haldi sig vestur í Grænlandssundi undir hafisnum sem hylur allt það svæði,“ sagði Viðar. Það hefur gerst einstaka sinnum á undanförnum árum að loðnan hefur ekki fundist en komið svo á miðin út af Austfjörðum öllum á óvart. Við- ar sagðist ekki trúaður á að það gerð- ist núna. Menn hefðu trú á að loðnan væri á svæðinu vestur af landinu. Þar væri ekkert hægt að athafna sig fyrr en hafísinn væri horfinn. Sútun á fiskroði að heflast á Sauðárkróki: Sterkasta leður sem hægt er að búa til Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er hægt að nota fiskroðið í allt sem hægt er að nota annað leður í, s.s. fatnað, húsgögn, skó og margt fleira," sögðu þeir Gísli Eymarsson og Karl Bjarnason hjá Sjávarleðri hf. á Sauðárkróki sem mun innan skamms hefja sútun á ýmiss konar fiskroði. Sjávarleður hf. var stofnað sérstak- lega um þessa starfsemi en eigendur þess eru Loðskinn hf„ Sauöárkróks- bær og íslenska umboðssalan. Nú er verið að vinna að söfnun hlutafjár sem verður 35 milljónir króna, og þá er verið að kaupa tæki erlendis frá sem nota á við sútunina. í áætlunum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að súta um 200 þúsund roð á ári, og fyrst um sinn verður roðið af hlýra og steinbít. Fleiri fisktegund- ir eru undir smásjánni, s.s. lax og þorskur, og þykir roöiö af laxinum t.d. henta mjög vel til sútunar. „Fiskroð verður að sútun lokinni það sterkasta leður sem hægt er að búa til,“ sögðu þeir Gísli og Karl. Þeir segja að tilraunaframleiðsla sem þeir hafa sent frá sér hafi líkaö geysi- lega vel en úr roðum frá þeim hefur ýmislegt verið framleitt, s.s. áklæði á húsgögn, skór og margt fleira. í áætlunum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að veltan á næsta ári nemi um 54 milljónum króna og starfs- menn verði 8-10. Þá er gengið út frá að fyrir hvert kg af roði muni fyrir- Karl Bjarnason og Gísli Eymarsson með roð af ýmsum tegundum fiska sem til greina kemur að súta. DV-mynd gk tækið greiða um 100 krónur til fisk- rokið út og líkað mjög vel, enda höf- verkunarhúsanna. „Við erum bjart- um við vandað mjög til alls undir- sýnir, öll tilraunaframleiðslan hefur búnings," sögðu þeir Karl og Gísli. Nýjarreglurum afgreiðslu lyfja Um helgina tóku gildi nýjar reglur um afgreiðslu lyfia. Þær gefa sjúklingum kost á að spara meö því að velja ódýr samheita- lyf. Samkvæmt reglugerðinni er lyQafræðingum skylt að kynna sjúklingum þann möguleika að velja ódýrara samheitalyf sé það fyrir hendi. Greiðslur almannatrygginga í lyíjakostnaði veröa þannig frá 1. ágúst næstkomandi að svo kaflað viömiðunarverð verður tekið upp. Þaö miðast við smásöluverð ódýrasta samsvarandi lyfs, að viðbættum 5 prósentum. Vilji sjúklingur nota dýrara lyf verður hann að greiða mismuninn sjálf- ur. Þetta kerfi hefur verið tekið upp á Norðurlöndunum. Reynslan þar sýnir að lyfjaverö lækkar fljótlega niður í viðmiðunarverð. Shellstöðin á Akranesi: Þakskýlið lekur Damel Ólaísson, DV, Akraneai: Gailar hafa komið í Ijós í þak- skýli hinnar nýju bensínstöðvar Skeljungs við Skagabraut og hef- ur orðið vart við mikinn ieka þar sem bensíniö er afgreitt. Aðalá- stæðan fyrir lekanum er sú, að sögn eins starfsmanns Akurs, sem hefur séð um bygginguna, aö í útboðslýsingu var ekki gert ráö fyrir að kítta þyrfti í sam- skeyti á plötum en mikill halli er á þakinu. Starfsmenn Akurs hafa nú kitt- að í samskeyti og bætt við nöglum í plötur til að koma í veg fyrir lekann. Kvótasvindl: Því miður koma of mörg mál upp hér á landi - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra „Ég sá þetta bara í fréttum en hef ekki fengið neitt nánari upplýsingar um þetta mál. Ef þetta er veiði innan þeirra landhelgi þá er þetta innanrík- ismál Norömanna en ef þetta er úr sameiginlegum stofnum er öðru máli aö gegna en við íslendingar höfum nú ekki alveg hreinan skjöld í þeim efnurn," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra aðspurður hvort hann hefði eitthvað kynnt sér kvótasvindi Norðmanna sem greint var frá í fréttum DV á dögunum. Þar eru Norðmenn sakaðir um að hafa falsað veiðitölur og muni miklu á tölum um afla og síðan útfluttan fisk. Þorsteinn var spurður hvort hann teldi að eitthvað sambærilegt væri aö gerast hér á landi í kvótamál- unum. „Því er að minnsta kosti haldiö fram af sjómönnum að svindlað sé í kvótamálunum. Fiskistofa fylgist stööugt með þessum málum og því miður kemur hún of oft upp um menn í þeim efnum," sagði sjávarút- vegsráðherra. Hann sagði það vera viðvarandi verkefni hjá Fiskistofu að fylgjast með þessu máli. Hann sagðist ekki þora að segja neitt til um hversu mikið eða víðtækt kvótasvindlið væri á íslandi. Ráðherra var þá spurður hvort ein- hverjar sérstakar aðgerðir væru í bígerð gegn kvótasvindli. „Það má segja að um sé að ræða sérstakar aðgerðir hverju sinni þeg- ar Fiskistofa fær grunsemdir og tek- ur á slíkum málum," sagði Þorsteinn. Sandkom dv Endurtekning? Þegarþessar línurvorurit- aðarvoruúrslit leiksung- mennaliða Skagamanná: OgÞprsí 18-liða úrslitum Mjólkurbikar- keppninnarí knattspyrnu ekki ijós. Hins vegarvarljóst hver yrði móthcrji sigurvegara þess leiks í 8-liða úrslitum. Sandkomsrit- ari típpar á sigur Skagamanna á Þórsurum og samkvæmt þ ví munu þeir fá Fram í 8-liða úrslitum. Reglur KSÍ gera það að verkum að Skaga- memi gætu teflt fram í þeim leik 7 leikmönnum af 11 sem töpuðu fyrir Fram í 16-liða úrslitum. Ef eitthvað heitir „replay ‘' í fótbolta þá er það þetta! Annars tala gárungar um að þetta sé útpælt hjá Skagamönnum til að koma tveimur liðum í Evrópu- keppnina! Mjólkursýra Þettabikar- bullhjáKSÍ nærengutali. Efviðgerum ráðfýrirað ungraennalið Þórshafisigrað Skagamennsl., fostudagskvöld ognorðan- menn leggi |)á Framí8-liöa úrslitumþá gæti þaö mætt a-liði Þórs í undanúr- slitum ef „öldungarnir" sigra KR- inga í 8-líða úrslitum! Svo vitnað sé í fyrrnefnda gárunga þá hafa þeir bent á þá snilld Skagamanna að geta styrkt b-liöið með a-liðinu. Þannig geti KR-ingar beitt svipaðri taktík og styrkt a-liðið meö b-liðinu! En að lok- um skal líka skotið á a-lið Skaga- manna. Þeir duttu út úr Mjólkurbik- amum gegn Safamýrarliðinu þ ví þeir héldu að þetta væri mjólkursýru- keppni! Gamall jarð- fræðingur Yfiriallt annað. Eyfirð- ingarfengual- deilisaðhorfai aurinnfyrir helgiþegar heljarinnar aurskriðaféllí Söivadal. iætta erauðvitað ekkimáltilað gera grínað; endaurðu þarna mikil náttúruspjöll en sem bet- ur fer engin slys á fólki. Það er hreint með ólíkindum hvað þessi haröi vet- ur ætlar að hafa lengi áhrif. í tilefhi af skriðunum tók fréttamaður út- varps viðtal við jaröfræðing nokk- urn. Hann hafði farið á vettvang og kynntséraöstæður. Fréttamaðurinn spurðijarðfræðinginn hvort hann hefði einhvern tímann séð aðra eins hreyfinguájarövegi. Þásagðijarð- fræðingurinn eitthvað á þessa leið: „Ég hef ekki séð neitt þessu líkt síöan fyrir ísöld." Það hlýtur að vera farið að slá í þennan jaröfraeðing! Klerkaflækjur Allterfalliðí Ijúfalöðhjá klerkastétt ; iandsins. Þann- ighefurklerk- urinnifjang- holtskirkju, FIóklKristins- son.náðsáitum viðJónStef- ánsson organ- ista.m.a.með þvíaðskerma orgelið af. Allt gott um það að segja. Þá hefúr Flóki iörast ummæla sinna um biskup í fjölmiðlum þannig að allt er orðið gott á ný, Nánast um leíð og prestastefnu lauk fór biskup til Landsíns helga þannig að hann gat varla skipt um betri vettvang! Á með- an lætin stóöu yfir samdi óneíhdur hagyrðingurþessa: Ef að prestar vildu vinna sín verk 1 kærleiksanda, myndu þeir síður flóka finna og flæktir þannig standa. Umsjón; Björn Jóhann Björnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.