Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Page 11
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995 11 DV Meðan einkunnir eru ekki komnar í hús þurfa nemendur að greiða yfirdrátt- arvexti af námslánum sinum. Taflr á einkunnaskilum viö Háskólá íslands: Kosta nemendur hundruð þúsunda - forseti lagadeildar einn „prófslugsanna“ Slugs með einkunnaskil í Háskóla íslands veldur stúdentum miklu fjár- hagstjóni því meðan einkunnir eru ekki komnar í hús þurfa þeir að greiða yfirdráttarvexti af námslán- um sínum. Gera má ráð fyrir aö í vor hafi slugsið kostað nemendur hundr- uð þúsunda króna. í reglum um starfsemi HÍ er kveðið á um að kennurum beri að skila ein- kunnum innan þriggja vikna frá prófdegi. Fjöldi kennara hundsar hins vegar þessa reglu, sumir jafnvel ár eftir ár. Samkvæmt upplýsingum, sem DV aflaði sér hjá Háskóla ís- lands, var þessi regla brotin í tæplega 38 prósentum tilfella núna í vor. Alls voru haldin 432 próf í Háskól- anum í apríl og maí síðastliðnum. í einungis 270 tilfellum lágu prófniður- stöðurnar fyrir innan þriggja vikna frestsins. í 48 tilfellum voru kennar- ar meira en viku of seinir að skila einkunnunum og í 16 tilfellum voru þeir meira en tveimur vikum of sein- ir. í fjórum tilfellum voru kennarar meira en þremur vikum of seinir með einkunnaskilin. Einna algengast er aö einkunnaskil dragist á langinn í lagadeild, eða í 64 prósentum tilvika. í því sambandi vekur athygli að Þorgeir Örlygsson, deildarforseti lagadeildar, þverbraut þriggja vikna regluna og skilaði próf- einkunnum í eignarrétti fyrst sex vikum eftir prófdag, þremur vikum of seint. Mesti dráttur á einkunnaskilum í einstöku prófi var námskeið sem nefnist lífmælingar sem Einar Árna- son, prófessor í líffræði, hélt. Þar á bæ fóru einkunnaskil fyrst fram rúmlega átta vikum eftir prófdag, rúmlega 5 vikum of seint. Innan læknadeildar bar einnig mikið á að kennarar væru seinir með einkunnir, eða í 46 prósentum til- fella. Samkvæmt upplýsingum sem DV aflaði sér á skrifstofu deildarinn- ar var seinkunin að hluta til vegna mistaka á skrifstofunni og veikinda kennara. Taka ber fram að í einstaka tilfell- um má rekja tafir á einkunnaskilum til nemendanna sjálfra sem semja um skil á verkefnum eftir að próf hafa farið fram. Á það einkum við um greinar sem kreíjast verklegra æfinga. -kaa A myndinni eru tíu af hrossunum tólf sem voru á fjóröungsmótinu frá Ket- ilsstöðum á Völlum, en ekki var talið ráðlegt að bæta tveimur stóðhestum í hópinn. Frá vinstri eru Daníel Jónsson, Guðbjörg Anna Bergsdóttir, Berg- ur Jónsson, Jón Matthías Bergsson og Guðmundur Þorsteinn Bergsson. Guðbjörg er hæst dæmdi knapi í barnaflokki og Guðmundur yngsti knapi mótsins. DV-mynd E.J. Fjórðungsmótiö á Fomustekkum: Tólf hross frá sama bæ Tólf hross verða sýnd frá Ketils- stöðum á Völlum og var það mesti fjöldi frá einum bæ á fjóröungsmót- inu. Daníel Jónsson úr Reykjavík og Bergur Jónsson sáu um sýningu á níu hrossanna og voru með fimm hross að auki frá öðrum bæjum en börn Bergs voru með þrjú hross í ungknapakeppninni. Auglýst eftir vitni Lögreglan á Selfossi auglýsir eftir vitnum að árekstri tveggja bíla sem átti sér stað klukkan 16.30 á miðviku- dag á Kotströnd í Ölfusi. Um er að ræða fólksbíl og Nissanjeppa sem rákust saman. A sömu slóðum var hvít vörubifreið með tengivagn á leið austur. Er ökumaður hennar eða aðrir sem telja sig geta gefið upplýs- ingar um óhappið beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 482 1154. Fréttir Hörð viðbrögð vegna ummæla félagsmálaráðherra í bnmamálastjóradeilunni Með ólíkindum hvernig Páll tek- uráþessumáli - segir Gísli S. Einarsson, alþingismaður og fulltrúi í félagsmálanefnd Alþingis „Það er með ólíkindum að Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra, sem annars er ágætlega greindur maður, skuli taka þessa afstöðu i deilumál- unum í kringum brunamálastjóra. Hann hefur hlaupið illilega á sig í þessu máli. í skýrslu Ríkisendur- skoðunar eru talin upp 25 atriði sem hún telur að séu ekki í lagi hjá hon- um. Bæði stærri og smærri atriði. Þar ofan á bætist að félagsmálanefnd Alþingis hefur verið með samskipti brunamálastjóra, Bergsveins Gizur- arsonar og þeirra sem hafa verið að starfa að forvörnum, til umfjöllunar í lagaformi í 2 ár. Þess vegna er ekk- ert eðlilegra en að nefndin taki skýrslu Ríkisendurskoðunar til um- fjöllunar. Og ekki síst í ljósi þess að 15 manns, hvorki fleiri né færri, sem starfa á einhvern hátt við stjórnun Brunavarðaskólans eða hjá Bruna- málastofnun,hafa sagt af sér. Ég styð því Kristínu Ástgeirsdóttur, formann Gisli S. Einarsson er harðorður í garð Páls Péturssonar félagsmála- ráðherra. félagsmálanefndar Alþingis, full- komlega í því sem hún er að gera. Ég tel hana vera að vinna á þann eina og rétta máta sem félagsmála- nefnd á að gera og ekki síst í ljósi þess sem á undan er gengið,“ sagði Gísli S. Einarsson alþingismaður vegna ummæla Páls Péturssonar fé- lagsmálaráðherra í DV í gær. Páll sagði að meðferð félagsmála- nefndar á skýrslu Ríkisendurskoð- unar og yfirheyrslur, sem hann kall- aði svo, yfir fyrrverandi stjórn Brunamálastofnunar og fleirum minnti á amerískan sið viö meðferð svona mála. Hann sagði nefndina hafa kallað á Stöð 2 til að mynda fundinn. Gísli S. Einarsson segir þetta fjar- stæðu. Það hafl verið skýrt frá því í DV að fundur í félagsmálanefnd um skýrsluna stæði til og því hefðu allir fjölmiðlar vitað af þessum fundi. Það hafi enginn verið kallaður til. „Mér er það þess vegna óskiljanlegt hvernig Páll Pétursson félagsmála- ráðherra lætur í þessu máli,“ sagði Gísli S. Einarsson. 28" LITASJONVARP Hágceða Surround Nicam-Stereo! • Nicam Stereo Surround-hljómgæöi • ísienskt textavarp • Super Planar myndlampi • og margt fleira... ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 69.800 STGR. SÍÐUMÚLA 2 - SÍMI 568 9090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.