Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Mannorðshreinsun
Rannsókn danska þjóðminjasafnsins á sjlfursjóðnum
frá Miðhúsum er lokið, eins og greint var frá í fjölmiðlum
um helgina. Rannsóknin leiddi í ljós að efnasamsetning
silfurs í öllum sjóðnum á sér hliðstæður í óvefengdum
silfursjóðum frá víkingaöld. Gripimir, fjörutíu og fjórir,
bera skýr einkenni vikingaaldarsmíði, bæði hvað varðar
stíl og tækni með einni undantekningu. Efniviður þess
grips er þó einnig vikingaaldarsilfur.
Það kemur fram í greinargerð þjóðminjaráðs að rann-
sókn sjóðsins gefi ekki tilefni til að álykta að blekkingum
hafi verið beitt í tengslum við fund silfursjóðsins. Með
þessari rannsóknamiðurstöðu og yfirlýsingum þjóð-
minjaráðs er mannorð fmnenda silfursjóðsins, hjónanna
á Miðhúsum, hreinsað.
Fyrrverandi formaður þjóðminjaráðs kraíöist rann-
sóknar á silfursjóðnum í kjölfar skýrslu bresks sérfræð-
ings. Sá taldi fullvíst að hluti sjóðsins væri seinni tíma
smíð og hann því falsaður. Rannsókn Bretans var gerð
vegna grunsemda starfsmanns Þjóðminjasafnsins um að
líkur væru á að hluti sjóðsins væri nútímasmíð.
Mál þetta hefur verið hið erfiðasta enda Miðhúsa-
sjóðurinn stærsti gangsilfursjóður sem fundist hefur á
íslandi. Honum var því skipað í öndvegi meðal helstu
þjóðargersema íslendinga í sýningarsölum Þjóðminja-
safnsins eftir að hann fannst árið 1980. Það var því áfall
fyrir alla þegar það spurðist að efasemdir væm um upp-
mna sjóðsins.
Það er því mjög mikilvægt að niðurstaða er fengin
eftir nákvæma rannsókn danska þjóðminjasafnsins. Nið-
urstaðan er léttir og einkum fyrir finnendur sjóðsins.
Hlynur HaUdórsson á Miðhúsum, sem ásamt konu sinni,
Eddu Bjömsdóttur, fann sjóðinn, hefur lýst yfir feginleik
sínum þótt niðurstaða dönsku sérfræðinganna hafi ekki
komið á óvart. En tíminn hafi verið erfiður. Hann sagði
í blaðaviðtali fyrir réttu ári að það lægi í augum uppi
„að menn telji að ég hafi falsað þetta“. Þótt ekkert hafi
verið sagt beint hafa hjónin legið undir ámæli um að
hafa hugsanlega verið viðriðin meinta fólsun sjóðsins.
Þetta mál hefur skaðað Þjóðminjasafnið og um leið
var varpað nokkmm skugga á starfsheiður bæði Kristj-
áns Eldjárns, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta, og Þórs
Magnússonar þjóðminjavarðar. Þeir komu fyrstir að
rannsókn málsins og efuðust ekki um að hér væri um
víkingasilfursjóð að ræða. Rannsókn á silfursjóðnum fór
fram á meðan Þór var í leyfi frá störfum þjóðminjavarð-
ar. Niðurstaða dönsku sérfræðinganna nú er því fagnað-
arefni fyrir þjóðminjavörð og ekki síður aðstandendur
Kristjáns Eldjáms. Vísindaheiður þeirra er ekki vefengd-
ur. Þór Magnússon viðurkennir hins vegar að orðstír
safnsins hafi beðið hnekki vegna málsins. Komi til mál-
sóknar gegn safninu vegna ærumeiðinga verði á því tek-
ið.
Miðhúsahjónin hafa einmitt boðað að þau muni fara
í meiðyrðamál gegn Þjóðminjasafninu og einstökum
starfsmönnum þess vegna alls sem á undan er gengið.
Núverandi þjóðminjavörður segir að einstakir starfs-
menn safnsins hafi látið óheppileg orð falla. Núverandi
formaður þjóðminjaráðs segir ennfremur, eftir að niður-
staða dönsku sérfræðinganna lá fyrir, að umtal og ásak-
anir einstakra starfsmanna hafi verið til mikilla vand-
ræða fyrir safnið og mál sé að linni.
Það er því eðlilegt að hjónin leiti réttar síns fyrir dóm-
stólum og fái mannorð sitt hreinsað þar með formlegum
hætti. Jónas Haraldsson
„Stöðugt hallar undan fæti i húsnæðismálum. Fjölskyldum sem ráða við húsnæðiskaup fækkar og þeim fjölg-
ar sem glima við mikinn greiðsluvanda."
Flotið að feigðarósi
Húsnæðiskerfið skapar greiðslu-
vanda, veldur skorti á lánsfjár-
magni og fækkar þeim sem ráöa
viö húsnæðiskaup. Margir af
grundvallarþáttum kerfisins eru
stórgallaðir og verður að laga. Þar
á meðal er hin óhugnanlega fjár-
þörf. Moka verður fé í botnlausa
hít kerfisins næstu 20 ár uns það
bindur yfir 300 milljarða. Hin stöð-
uga íjárþörf mun um áratuga skeiö
auka skuldasöfnun heimilanna.
Gallar í húsnæðis-
lánakerfinu
Óðum rennur upp fyrir mönnum
að mikilvægir gallar eru í húsnæð
islánakerfinu. Við blasir vaxandi
greiðsluvandi húsnæðiskaupenda,
skortur á lánsfjármagni og háir
vextir. Fjölskyldum sem ráða við
húsnæðiskaup fækkar og þeim
fjölgar sem glíma við mikinn
greiðsluvanda. Vandinn hittir verst
ungt fólk að kaupa sína fyrstu eign.
Skuldir fjölskyldna aukast stöðugt
og ekki er fyrirsjáanlegur bati.
Rekja má bróðurpart skuldasöfn-
unarinnar til húsnæðislána. Menn
lýsa áhyggjum af neikvæðum
áhrifum húsbréfaútgáfu á lánsfiár-
markaðinn. Húsnæðismarkaöur-
inn dregur til sín óhemjumikið
fiármagn og ekkert lát er á þörf-
inni. Undanfarin ár hefur orka
ráðamanna beinst aö því að verja
húsbréfakerfið og hindra breyting-
ar á því. Þeim ætti þó að vera löngu
ljóst að kerfið sjálft skapar mikið
af þeim vanda sem áður er lýst.
Endurskoöa verður grundvallar-
þætti þess og bjóða nýja valkosti.
Risastórir lánasjóðir
Húsbréfakerfið er þannig upp-
byggt að lán endurgreiðast mjög
hægt, svo það mun um langa fram-
tíö binda óhemjumikið fiármagn.
Lántakendur endurgreiða nú ein-
ungis þriðjung af höfuðstólnum
fyrstu 15 árin. Fyrstu árin er nán-
Kjallariim
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
ast engin endurgreiðsla. Enn hafa
minna en 3% af öllu fé sem runnið
hefur til húsnæðislána síðasta ára-
tuginn veriö endurgreidd. Hús-
bréfakerfiö á enn eftir að taka til
sín hundrað milljarða fram um
aldamót. Fé þess verður næstu ára-
tugina bundið í gömlum veölánum.
Innan tveggja áratuga mun hús-
bréfakerfiö binda 300 milljarða af
lánsfiármagni. Þessi óhemju mikla
fiárþörf er „hönnunargalli" og al-
gjörlega óþörf. Hana má minnka
mjög mikið meö því að nota aðrar
gerðir lána en nú tíðkast. Verð-
tryggð fasteignalán með jöfnum
afborgunum væru til dæmis betri.
Endurgreiðslur af þeim eru 135%
hærri en af húsbréfalánum fyrstu
10 árin svo fiórðungi minna fé
þyrfti til að mæta sömu lánsfiár-
þörf og núverandi kerfi. Enn hag-
stæðari eru þó óverðtryggð fast-
eignaveðlán eins og tíðkast erlend-
is. Þau endurgreiðast svo hratt að
komast mætti af með 40% minna
fiármagn en húsbréfakerfið. Jafn-
vel þó óverðtryggðu lánin væru
90% af söluverði mætti komast af
með 20% minna fiármagn.
Skuldasöfnun heimilanna
Stöðug skuldasöfnun heimilanna
er afleiðing þess sem áður er lýst.
Fé bundið í húsnæðislánum kemur
fram sem skuldir á skattfram-
tölum. Hagtölur sýna stöðugt vax-
andi skuldasöfnun því lán hús-
bréfakerfisins eru helstu skuldir
heimilanna. Fjölskyldur sem fengu
húsbréfalán 1990 skulda enn um
95% af þeim. Skuldir heimilanna
munu í óbreyttu lánakerfi aukast
langt fram á næstu öld. Margir vilja
leysa greiðsluvanda heimilanna
með því að lengja lánstíma hús-
bréfalána. Þessi hugmynd er þver-
sögn. „Lengri“ lán greiðast enn
hægar upp en hin „skemmri".
Skuldasöfnun heimilanna mundi
því aukast en ekki minnka. Fjár-
þörf húsbréfakerfisins mun aukast
um 20% viö lengingu lánstímans
og skuldir heimilanna hækka að
sama skapi.
Stefán Ingólfsson
„Margir vilja leysa greiðsluvanda
heimilanna með því að lengja lánstíma
húsbréfalána. Þessi hugmynd er þver-
sögn.“
Skoöanir annarra
Ræða forsætisráðherra
„Það athyglisverða við ræðuhöld af þessu tagi er
satt að segja ekki hvað var sagt heldur hver sagði
það. Guðmundur á Bæ? Páll frá Höllustööum? Hjör-
leifur Guttormsson? Hvaða þjóðernissósíalisti sem
er - hefði getað fiutt þessa ræöu; og verið klappað lof
í lófa fyrir í Tímanum og Þjóðviljanum (eða Viku-
blaðinu). Þeir eiga reyndar höfundarrétt að þessari
ræðu.“ Jón Baldvin Hannibalsson í Alþbl. 30. júni.
Bónus til þingmanna
„Að lokum þetta: Launa á þingheim og einstaka
þingmenn fyrir frammistöðu þeirra á þingi. Þannig
má vel borga þingmönnum ríflegan bónus fyrir að
ná verðmætum samningi eins og nýju álveri eða
álíka búhnykk. Bónus af þessum toga gæti numið
nokkrum milljónum króna á kjaft ef því er að skipta.
Og síöast en ekki síst mætti gauka vænum aukabita
að þingheimi fyrir að ná saman hallalausum fiárlög-
um og lítinn hundraðshlut ef hagnaður verður á rík-
ÍSSjÓðÍ.“ Ásgeir Hannes Eiríksson í Tímanum 30. júní.
Flokkum sorp
„Ekki þarf að fiölyrða um gildi endurvinnslu heim-
ilissorps. „Endurvinnslan sparar urðunarstaði,
verndar skógana og er orkusparandi,“ segir Ás-
mundur Reykdal, stöðvarstjóri Sorpu, í blaðinu í
gær. Endurvinnsla dagblaðapappírs er þáttur í við-
leitni til að ganga betur um auðlindir jarðar en gert
hefur verið.
Viðhorf almennings ræður úrslitum um það hvort
framhald verður á tilraunaverkefninu, sem kallað
er „endurtekið efni“. Flestir ættu að átta sig á mikil-
vægi verkefnisins. Samanborið við langtímaáhrif
endurvinnslu - orkusparnað, minni mengun og varð-
veislu skóganna - er fyrirhöfnin lítil við að flokka
dagblöð og annað prentmál frá öðru sorpi og taka
með í gáminn, um leið og keypt er inn til heimilis-
ins.“ Úr leiðara Mbl. 30. júní.