Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Side 18
18 MÁNUDAGUR 3. JÚLl 1995 ■ ■ Mfc zz zz sssssa ií gga mm mm m mm mm — r ÆKk rMi NCVVðliA/E 9 0 4 * 1 7 0 0 kr. 39.90 min. Don't lose contact with the world. Call 904-1700 and hear the latest in world news in English or Danish. h VÆ NEW&./A/E ____________ 9 0 4 * 1 7 0 0 Mandeville of1 i___tzur^JizoczDr-sj Hártoppar fyrir karlmenn og konur Verið velkomin að sjá nýjustu gerðina. Hártopparnir eru sniðnir ofan i hárlausa blettinn svo ekki þarf að raka burtu meira og minna af eigin hári eins og stóru standardhártopparnir krefjast. Notað er hár af Evrópumönnum í öllum toppunum frá Mandeville of London. Upplýsingar á staðnum Sérfræðingur frá Mandeville of London, John Clifton, verður staddur hjá okkur þessa viku. RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG sími 551-3010 Til sýnls og sölu Cherokee Limited, 4,0 lítra vél, árg. 1991, ekinn 46.000 km, 5 dyra, sjálfskiptur, útv/segulb., leður- áklæði, silfurgrár, rafm. í rúðum, speglar og læsing, raf- drifnir stólar, vökva- og veltistýri, álfelgur og fl. Verð kr. 2.450.000. Ath. skipti á ódýrari. Ford Explorer XLT, 4,0 lítra vél, árg. 1991, 5 dyra, sjálfskiptur, ekinn 98.000 km, vínrauður/silfur, rafd. í rúðum, speglar og læsingar, vökva- og veltistýri, ný dekk, álfelgur, útv/segulb. og fl. Verð kr. 2.400.000. Ath.I Skipti á ódýrari. Opið laugardaga 12.00-16.00. Faxafeni 8 - Sími 515-7000 Merming Fuglafrúin eftir Riu Eing. Hvítir hvalir eftir Hartmut Eing. Goðmögn og draumveruleiki - Ria og Hartmut Eing í Hafnarborg Cuxhaven er vinabær Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Sýning hjónanna Riu og Hartmut Eing er liður í vina- bæjasamskiptunum og hafa hafnfirskir listamenn sýnt í Cuxhaven á sambærilegan hátt. Það verður að segj- ast að sýning þeirra Eing-hjóna kemur skemmtilega á óvart því Cuxhaven er ekki beinlínis á hvers manns vörum þegar rætt er um listir. Það er fremur að staður- inn sé þekktur sem hafnarborg og löndunarstaður ís- lenskra millilandaskipa. En af myndverkum þeirra Eing-hjóna að dæma ríkir súrrealískur ævintýraandi í þessari hafnarborg í Þýskalandi og nú hafa þau hjón freistað þess að flytja þann anda með sér í hina hafn- firsku Hafnarborg. Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Draumkenndur blær liðins tíma Ria Eing sýnir í Sverrissal 46 skúlptúra, samsetta úr fundnum hlutum. Skúlptúrarnir hafa yfirbragö notaðra og úrsérgenginna muna og er samsetningu þeirra þannig háttað að minnir helst á ljóðrænar og draumkenndar samsetningar súrrealistanna. Einkum koma þeir Gironella og Matta upp í hugann. Ria kann þá list aö gera málamiðlanir á milli hins fundna hlut- ar og þess sem innra augað „sér“. Þannig birtist and- lit á verki nr. 12, Leikleiða, sem þó er málaö þannig á hlutinn aö svo virðist sem það hafi alltaf verið þar. Mörg verka Riu eru smágerð og flókin, en sammerkt með þeim öllum er blær liðins tíma sem birtist líkt og draumveruleiki. Mörg verkanna minna á leikföng eða eru byggð á leikföngum. Ævintýri fyrir ungar stúlkur (nr. 28) er gott dæmi um slíkt verk. Þar birtist jafnframt sterk malerísk taug listakonunnar. Sú taug verður þó enn rammari í kaffistofu þar sem eru til sýnis 15 málverk listakonunnar. Ria Eing hefur afar sérstaka málunartækni sem minnir á tækni gömlu flæmsku meistaranna. Þar byggir hún upp flötinn í mörgum lögum og afraksturinn er í senn alþýðlegt, fíngert og gamalgróið handverk. Sérstaklega eru myndir nr. 50, Apynja, og 53, Einmana hús, eftirtektar- verðar vegna yfirbragðs sem rímar fyllilega viö draumkennda hluti listakonunnar í Sverrissal. Þrjú augu og tvö tungl Hartmut Eing sýnir 31 málverk í aðalsalnum og í anddyri. Verk hans hafa um margt áþekkan tón og verk Riu. Bæði viðhafa skrifaðar tölur í verkum sínum og nokkurs konar útreikning. Einnig er yfirbragðið draumkennt og næsta goðsagnalegt hjá báðum. Hartmut er þó talsvert meiri prímitívisti og sverja verk hans sig nokkuð í ætt við verk Pauls Klee og mexíkóska málarans Rufmos Tamayo. Líkt og einnig sér stað í verkum Riu svífur ljóðið hér yfir vötnum. Sögusviðið er hafnarborgin þar sem hvalir koma á land. Þeir hafa stundum þrjú eða fleiri augu og þá eru jafnvel tvö tungl á lofti, annað þeirra sofandi eins og í Mexíkó. Húsin við höfnina eru há og þar eru fáir gluggar og engir á neðstu hæðunum. Það býr einhver óútskýrð ógn yfir sviðinu en glaðværðin og gálgahú- morinn er ávailt á næsta leiti. Þetta er leiksýning þar sem fáránleikinn og draumurinn eru í aðalhlutverkum og hið daglega amstur verður að litríku en þrungnu baksviði. Hvað þetta varðar eru myndir eins og nr. 9, Jónsmessunótt, 16, Tunglfangarar í haldi, 22, Erfið- leikar í Visby, og 26, Fiskaleikhús, alveg einstaklega skemmtileg verk sem hafa tU aö bera ríka stemningu samhliða innlifun í það ljóðræna í hversdagsleikanum. Hér er um að ræða einhverja eftirtektarveröustu sýningu erlendra listamanna hér á landi á síðustu árum. Sýning þeirra Eing-hjóna í Hafnarborg stendur til 17. júlí. Hringiðan Eðalvagnasýning á Árbæjarsafni Hin árlega eðalvagnasýning Fornbílaklúbbs íslands var haldin nú um helgina á Árbæjarsafni. Sýndir voru bílar frá þriðja áratugnum fram til ársins 1960 og gafst fólki kostur á að skoða gripina, auk þess sem áhuga- samir gátu spurt aðstandendur sýningarinnar um bílana. DV-mynd VSJ Að baða sig í ánni Þeir Ágúst Már Og Þorgrímur Tjörvi baða sig og hundinn Oliver reglulega í Bergá í Nesjum þegar veðrið er gott. Þessi mynd var tekin þegar hópur hestamanna, sem sóttu fjórðungsmót Austurlands nú um helgina, reið að Skógey í Hornafirði þar sem grillað var og sungið, enda hestamenn frægir fyr- irgleðiogglaum. DV-myndEJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.