Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ19™ 39 Fréttir Fjölskylduhátíð Ferðafélagsins: Heilbrigð útivera f ólks á öllum aldri í Þórsmörk - álfadans stiginn við Skagfjörðsskála Á annað hundrað manns sóttu íjöl- skylduhátíð Ferðafélags íslands í Þórsmörk um helgina. Með hátíðinni vill félagið undirstrika þann vilja sinn að helga Þórsmörkina fólki sem vill stunda heilbrigöa útiveru en bægja öðrum frá sem gagngert hafa komið þangað til drykkju og óláta. Hátíðin fór fram við Skagfjörðs- skála í Langadal. Farið var með börn í auðveldar gönguferðir en aðrir fóru í leiðangra upp á fjöll í nágrenninu. Síðdegis á laugardaginn var efnt til ratleiks í dalnum sem fólst í því að leita uppi silfursjóð álfa. Um kvöldið var síðan haldin kvöldvaka þar sem meðal annars var stiginn allsér- kennilegur álfadans sem einna helst líkist svigi á skíðum. Veðurguðirnir léku á als oddi eftir að hafa skolað rykið af hátíðargest- um við komuna á svæðið. Var það mat aðstandenda og gesta að vel hefði tekist til við hátíðarhöldin enda allir staðráðnir í að skemmta sér vel. Þórsmörkin hefur í fjölda ára verið einn vinsælasti útivistarstaður landsmanna og árlega leggja tugþús- undir manna leið sína þangað. Þarna í skjóli jöklanna er mikil gróðurvin og fagrir fjallasalir hvert sem htið er. Fjöldi stikaðra gönguleiða er um svæðíð og yfir Krossá er göngubrú sem tryggir öllum örugga leið yfir ána. Auk gönguleiða um sjálfa Mörkina liggja fjölfarnar gönguleiðir frá mörkinni, annars vegar yfir Fimm- vörðuháls að Skógum og hins vegar um Emstrur, Álftavatn og Hrafn- tinnusker í Landmannalaugar. Ferðafélagið hefur reist fjölda skála á leiðinni milh Þórsmerkur og Land- mannalauga. Þá býður félagið upp á ferðir með leiðsögn á þessum leiðum og hafa slíkar ferðir notið -mikilla vinsældaáundanfórnumárum. -kaa A fjölskylduhátið Ferðafélags Islands í Þórsmörk um helgina var slegið á létta strengi á kvöldvöku sem haldin var á laugardagskvöldið. Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur: Ný rúta bætist í f lotann Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þegar þessi er kominn í flotann erum við sennilega með lægsta með- alaldur bíla hér á landi. Rútan verður notuð mikið í hópferðir og einnig í áætlunarferðir. Ég er njög ánægður me bíhnn. Þetta er mjög vandað hús og góð innrétting og mjög vel gengið frá öllu,“ sagði Steindór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sérleyfisbifreiða Keflavíkur. Fyrirtækið er þessa dagana að taka í notkun nýja og glæsilega rútu. Und- irvagninn er frá Benz en húsið frá Hollandi og er hið fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Rútan er búin flestum þeim þægindum sem menn geta hugsað sér og þá að sjálfsögðu með sjónvarpi og myndbandstæki. Rútan tekur 30 farþega og kostaði 12,5 mhljómr. Fyrirtækið hefur verið að yngja upp rútuflota sinn og selt 17 gamlar rútur á undanfórnum árum og keypt 14 nýjar í staðinn. Steindór Sigurðsson, framkvæmda- í Þórsmörk eru margar áhugaverðar gönguleiðir enda mörg fögur fjöll á stjóri Sérleyfisbifreiða Keflavikur, í svæðinu. Á myndinni eru göngugarpar á leið niður af Réttarfelli. nýjustu rútunni í flota fyrirtækisins. DV-myndir kaa DV-mynd ÆMK Parketveisla - lokaútkall! Eigum enn nokkurt magn af lítið gölluðu parketi á frábæru verði. Askur, 2 gerðir, beyki, eik, 5 gerðir. Verð frá 600-2.200 fm. ÓM búðin __________Grensásvegi 14, s. 568 1190. MINA KEYPTI 3\RGQ\R AF KÖKUKEFLUM í GEGNUM SMÁAUGLÝSINGAR DV A'JGLYSINGAR Opið: Virka daga kl. 9 - 22, Athugið! Smáauglýsingar í helgar- laugardaga kl. 9-14, blað DV verða að berast fyrir sunnudaga kl. 16 - 22. kl. 17 á föstudögum Síminn er 563-2700 Skila árangri!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.