Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Side 29
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995 41 Fréttir Valdimar Sverrisson með fimmta lax sumarsins úr Staöarhólsá í Dölum á laugardaginn en veiðst hafa tiu laxar og fimm bleikjur síðan áin var opnuð fyrirhelgi. DV-mynd G.Bender Elliðaárnar: Stórganga ínótt - laxinn tekur illa Laxarnir hafa heldur betur komið í stórstraumnum síðustu daga. í Ell- iöaánum var allt vitlaust í gærmorg- un, lax var um allt neðarlega í ánni. Líklega hefur komið 300 laxa ganga í nótt, það var lax við lax í fossinum og 112 laxar fóru í gegnum teljarann. En laxinn tekur agn veiðimanna ekki nógu vel þessa dagana í Elliðaánum enda vatnið lítið í ánni og minkar um alla á neðarlega. „Það er ekki von að laxinn taki, hann er stressaður og fer undan i maðkinum þegar hann kemur. Það veiddust ekki nema 5 laxar í morg- un,“ sagði Júlíus Jónsson í gær við , Elliðaárnar. „Það er heilmikið af laxi hérna í fossinum en hann tekur ekki hjá okkur flugurnar enn þá. Ætli það séu ekki 50-60 laxar í fossinum," sagði Kolbeinn Grímsson en hann kastaði flugunni grimmt í fossinn. „Það er lax viö lax hérna á Breið- unni en þeir taka illa. Það komu yfir 100 laxar í gegnum teljarann í nótt,“ sagði Jón Einarsson en hann reyndi fluguna eins og Kolbeinn í fossinum. Það eru komnir rétt 40 laxar i Ell- iðaánum og hann er 10,5 pund sá stærsti sem Bjarnfreður Olafsson veiddi á maðk. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri veiddi 7,5 punda lax á maðk í fossinum en það Ivar borgarstjóradagur og veiddust 9 laxar. Tvöfölduðu veiðina í Laxá í Leirársveit „Veiðin gekk vel hjá okkur í Laxá . í Leirársveit, við fengum 45 laxa holl- iö og það voru komnir 45 laxar þegar við mættum," sagði Haukur Geir Garðarsson í gær en hann var að koma úr Laxá í Leirársveit og var að fara í Vesturdalsá í Vopnafirði til að opna hana. „Það var töluvert af laxi að ganga í strauminn en við fengum þessa laxa á maðk og flugu í Deiwa-hollinu en það eru félagar í landsliðinu. Stærsti laxinn er 15 pund enn þá en ég sá feiknavænan fisk í Vaðstrengnum," sagði Haukur Geir enn fremur. Laxinn farinn að veiðast „Þetta er allt að koma hjá okkur, laxinn er farinn að veiðast, fyrsta hollið veiddi tvo laxa og fimm bleikj- ur. Næsta veiddi íjóra laxa og eina bleikju. Laxarnir sem hafa veiöst eru allir vænir," sagði Sæmundur Kristj- ánsson á bökkum Hvolsár og Staðar- hólsár í Dölum í gær. „Það eru komnir laxar í báðar árn- ar og bleikjan er byrjuð að hellast' inn. í morgun voru 30 rígvænar í kistunni. Það er gott vatn í ánum og öll skilyrði fyrir hendi. Veiðimenn sem voru að í morgun fengu lax á klukkutíma fresti í Staðarhólsánni," sagði Sæmundur í lokin. Veiddu 8 laxa í Stóru-Laxá Veiðin er öll að koma til í Stóru- Laxá í Hreppum en veiðimenn, sem voru á svæði eitt og tvö á laugardag- inn, veiddu 8 laxa. „Veiðiskapurinn gekk mjög vel hjá okkur, við fengum 8 laxa og þetta voru fiskar frá 10 upp í 17 pund,“ sagði Sigurður Þóroddsson í gær, en hann var að koma úr Stóru-Laxá í Hreppum með þeim Jens Ingólfssyni og Herði Guðjónssyni. „Við vorum með tvær stangir og við misstum mikið af fiski. Það var devon, túbur og spúnn sem gáfu okk- ur þessa veiði. Flesta fengum við í Flatastreng, fjóra, svo Skarðsstreng tvo, einn í Ófærustreng og einn Kóngsstreng. Sá stærsti veiddist í Ófærustrengnum, þessi 17 punda. Það voru hjón á þriðju stönginni og þau fengu einn lax. Það var töluvert af fiski að ganga,“ sagði Sigurður í lokin. Stóra-Laxá í Hreppum hefur gefið kringum 35 laxa og veiðimenn, sem voru á efsta svæðinu fyrir fáum dög- um, náðu aðeins einum laxi en settu í fimm. í Hólmahylnum voru 10-12 laxar en þeir tóku grannt. tímarit fyrir alla A NÆSTA SÖLUSTAÐ SÍMA 563 2700 Tilkyririingar Leikhús Hússtjórnarskólanum í Reykjavík slitið Hússtjórnarskólanum í Reykjavík var slitiö 27. maí. Skólinn hefur veriö rekinn þannig undanfarin ár að á haustönn hafa veriö haldin námskeiö í fatasaumi, mat- reiöslu, útsaumi og vefnaði. Þessi nám- skeiö hafa staðið mislengi, frá einum degi upp í fimm vikur. Á vorönn er rekin hússtjórnardeild í fimm mánuði og geta 16 nemendur fengið inni á heimavist. Vegna mikillar aösóknar aö hússtjórnar- deildinni hefur verið ákveöiö að reka hana líka á haustönn en námskeiðin veröa áfram eftir því sem húsrými gefur tilefni til. Aktu eins og þú vilt l&o3' 0«UM EINS OG Mtl að aórir aki! ) <&1<B LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Rokkóperan ' Jesús Kristur SUPERSTAR ettir Tim Rice og Andrew Loyd Webber Frumsýning töstudaginn 14. júli, örtá sæti laus, laugardaginn 15/7, sunnud. 16/7. Forsala aðgöngumiöa hafin. Mióasalan veröur opinfrá kl. 15-20 alla daga og einnig tekið á móti miöapöntunum í sima 658-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Til norske borgere bosatt pá Island KOMMUNESTYRE- OG F YLKESTIN GS V ALG 1995 Mandag 11. september 1995 er det kommunestyre- og fylkest- ingsvalg i Norge. (I enkelte kommuner ogsá 10. september.) I folge den norske valgloven har norske statsborgere som har fylt 18 ár, eller som fyller 18 ár senest 31. desember 1995, og som er bosatt utenfor Norge, stemmerett dersom de noen gang har státt innfort i Folkeregisteret i Norge. Utenlandsoppholdets varighet er uten betydning nár det gjelder stemmerett, og det er heller ikke noe krav om at man má ha bodd i Norge et bestemt antall ár. Personer som har vært innfort i Folkeregisteret som bosatt i Norge én gang i lopet av de siste 10 ár for valgdagen, manntallsfores automat- isk i den kommen i Norge de flyttet fra. Personer som har mer enn 10 árs registrert utenlandsopphold (f.eks. bodd pá Is- land fra for 1985), má soke om á bli innfort i manntallet i ut- flytningskommunen. Slik soknad má være mottatt i valgstyret i denne kommunen innan 1. august 1995. Soknadsskjema om innforing i manntallet kan fás i Den norske ambassade i Reykjavik, generalkonsulatet i Reykjavik, og de norske kons- ulatene i Akureyri, Isafjördur, Seydisfjördur og Vestmanna- eyar. Forhándsstemme kan avgis i Den norske ambassade i Reykja- vik og Det norske konsulatet i Akureyri (tlf. 461 2500) fra og med 3. juli 1995. Forhándsstemmen má avgis sá tidlig at den kan ná fram til valgstyret i hjemstedskommunen pr. post innen 11. september 1995. Sporsmál vedrorcnde forhándsstemmegivning kan rettes til Den norske ambassaden. Kgl. Norsk Ambassade Fjólugötu 17,101 R. ■ Tlf.: 551 3065 & 551 3175 • Fax: 5529553 Til norskra ríkisborgara sem búsettir eru á íslandi SVEITARSTJÓRNAR- OG FYLKISÞINGKOSNIGNAR 1995 Mánudaginn 11. september 1995 fara fram sveitar- og fylkis- þingskosningar í Noregi. (í sumum sveitarfélögum fer kosn- ing einnig fram 10. september.) Samkvæmt norskum kosningalögum hafa þeir norskir ríkis- borgarar, sem náð hafa 18 ára aldri, eða verða 18 ára hið síðasta hinn 31. desember 1995 og búsettir eru erlendis, kosn- ingarétt hafi þeir einhvern tíma verið skráðir í þjóðskrá í Noregi. Tímalengd dvalar erlendis hefur éngin áhrif á kosningarétt- inn. Þess er heldur ekki krafist, að búseta í Noregi hafi staðið í tiltekinn árafjölda. Þeir, sem skráðir hafa verið í þjóðskrá í Noregi með búsetu þar á síðastliðnum 10 árum, færast sjálf- krafa inn í manntal í því sveitarfélagi í Noregi, sem flutt var frá. Þeir Norðmenn, sem átt hafa lögheimili utan Noregs lengur en 10 ár, verða að sækja um að vera skráðir í manntal í því sveitar- félagi, sem flutt var frá (t.d. þeir, sem búið hafa á íslandi leng- ur en 10 ár). Umræddar umsóknir verða að liggja fyrir hjá kjörstjórn við- komandi sveitarfélags fyrir 1. ágúst 1995. Umsóknareyðublöð þar að lútandi eru fyrirliggjandi hjá Norska sendiráððinu í Reykjavík, hjá aðalræðismanni Noregs í Reykjavík og hjá ræðismönnum Noregs á Akureyri, ísafirði, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum. Utankjörstaðarkosning fer aðeins frain í Norska sendiráðinu í Reykjavík og hjá norsku ræðismannsskrifstofunni á Akur- eyri (sími 461 2500) frá og með 3. júlí 1995. Utankjörstaðar- atkvæði verða að hafa borist kjörstjórn í viðkomandi um- dærrii með pósti í síðasta lagi fyrir 11. september 1995. Norska sendiráðið í Reykjavík gefur allar nánari upplýsingar um utankjörstaðaratkvæðagreiðsluna. Norska sendiráðið Fjólugötu 17 -101 R. ■ S. 551 3065 & 551 3175 • Fax 552 9553 IH H H iy?jiiií DV 904-1700 Verö aðeins 39,90 mín. _lj Fótbolti 2 Handbolti 3 j Körfubolti 41 Enski boltinn 5[ ítalski boltinn 6 Þýski boltinn 71 Önnur úrslit 8[ NBA-deildin 1\ Vikutilboð stórmarkaðanna 2 Uppskriftir jl[ Læknavaktin 2 [ Apótek 3 j Gengi 4Wy e] gz&y [ £ [&I 1 Dagskrá Sjónvarps 2 [ Dagskrá Stöðvar 2 3 [ Dagskrá rásar 1 4 i Myndbandalisti vikunnar - topp 20 ■ 5] Myndbandagagnrýni 6 ísl. listinn -topp 40 7 [ Tónlistargagnrýni 8 j Nýjustu myndböndin 9 [ Gervihnattardagskrá lj Krár 2 ) Dansstaðir 3 j Leikhús 4 j Leikhúsgagnrýni 51 Bíó _6J Kvikmyndagagnrýni 6 1 Lottó 2 [ Víkingalottó 3! Getraunir mmií aiSVIII DV 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.