Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995
Spurningin
Getur þú hugsað þér að
vinna í fiski?
Elín Ólafsdóttir ritari: Já, mér
fmnst það eins og hver önnur vinna,
ég hef unnið í fiski.
Unnur Magnadóttir nemi: Nei,
það er leiðinlegt.
Bjarki Sigurðsson nemi: Já, ég
held að það sé vel borgað og betra
en garðrækt.
Magnús Magnússon nemi: Já, það
er ekki verra en annað og betur
borgað en unglingavinnan.
Bragi Ársælsson rafvirki: Já, ég
hef oft unnið í fiski og það er ágætt.
Sigurður Ólafsson málari: Já,
frekar en að vera atvinnulaus.
Lesendur
Má ekki rfkið eiga neina stofnun sem er vel rekin og skilar hagnaði? spyr bréfritari m.a.
Búnaðarbankinn seld-
ur fyrir hálfvirði?
Guðmundur Daðason skrifar:
„Ef ég væri einráður hér myndi
ég bjóða öllum íslendingum Búnað-
arbankann til sölu á lágu verði, um
það bil hálfvirði,“ sagði Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra. Rök-
stuðningur hans fyrir sölunni á
bankanum var sá að hankinn hefði
verið vel rekinn og því góð byrjun
fyrir einkavæðinguna. (Mbl. 6. des.
1991).
í Morgunblaðinu 6. aprO 1995 seg-
ir fjármálaráðherra: „Ég tel augljóst
að þessi breyting á rekstrarformi
rikisviðskiptabankanna hljóti að
verða á næsta þingi. Það sem styrk-
ir trú mína að svo verði er yfirlýs-
ing Halldórs Ásgrímssonar sem hef-
ur sagt að hann telji að eigi að
breyta formi þessara banka.“
Eru framsóknarmenn nú tilbúnir
að selja peningamönnum og ef til
vill bröskurum Búnaðarbankann
fyrir hálfvirði? Fólk sem fær greidd
vinnulaun samkvæmt láglaunatöxt-
unum, t.d. Dagsbrúnartaxta, sem er
nú almennur kauptaxti, kr. 46.846 á
mánuði, hækkandi upp í kr. 51.065
eftir 10 ár, hefur engin ráð á að
kaupa banka, þó að þvi verði gefínn
kostur á honum fyrir hálfvirði.
En hvemig stendur svo á því að
það er eins og ríkið megi ekki eiga
neina stofnun eða fyrirtæki sem er
vel rekið og skilar hagnaði? Það er
talið að ríkisbönkum gefist kostur á
hagstæðari lánum en öðrum bönk-
um vegna ríkisábyrgðarinnar og
ætti það að vera meðmæli með því
rekstrarformi.
Ríkisstjórnin telur sig hafa áhuga
á að halda vöxtum í lágmarki, sem
er líka nauðsynlegt vegna atvinnu-
fyrirtækjanna og hinna mörgu
skuldugu einstaklinga, svo og til að
halda verðbólgunni niðri. Stendur
ekki stjórnin betur að vígi með það
áform ef bankamir eru ríkisreknir?
Og ennfremur þegar bankastjórar
Seðlabankans styðja einnig að halda
vöxtum lágum?
Tæknihindranir og ESB
Jón Guðmundsson skrifar:
Á vinnustað mínum er talsvert
rætt um þann atburð er íslenska
loftferðaeftirlitið hefti brottfor út-
lendrar leiguflugvélar og olli 90 ís-
lenskum farþegum töfum og erfið-
leikum. Þetta hefur ekki hlotið
mikla umfjöllun fjölmiðla hér. En
þarna er þó á ferð merkilegt atvik
sem skiptir neytendur máli. Svo er
að sjá að þarna hafi ómerkileg átylla
varið notuð af miklu offorsi án ann-
ars sýnilegs tilgangs en að gagnast
Flugleiðum.
Flestir virðast gera sér að góðu
útskýringar samgönguráðuneytis-
ins sem ganga út á að stórkostlega
nauðsyn hafi borið til að fá pappíra
um að flugið samræmdist reglum
Evrópusambandsins. En m.a. sú
staöreynd að yfirvöld töfðu brottför
flugvélarinnar í næstum 2 klst. eftir
að „pappírunum" var framvísað gef-
ur tilefni til að taka yfirlýsingar
ráðuneytisins ekki allt of alvarleg-
ar.
Það lá fyrir að flugvélin hafði
a.m.k. tvisvar tekið upp farþega í
Bretlandi en Bretar eru einmitt að-
ilar að ESB. Þar sem flugvélin upp-
fyllti ESB-reglurnar í Bretlandi
hlaut hún að gera það hér líka eins
og kom á daginn. Tæknihindrunin
virðist því undarleg.
Það væri fróðlegt fyrir fjölmiðla
að kanna hvort það tíðkist enn að
einstakir starfsmenn loftferðaeftir-
litsins njóti farmiðahlunninda hjá
Flugleiðum. Enn fróðlegra væri þó
að vita hvort menn geri sér grein
fyrir hvaða augum slík hlunnindi
væru litin hjá Evrópusambandinu.
Tónskáldið úr Vestmannaeyjum
R.L.A. skrifar:
Það er merkilegt hve við íslend-
ingar, ekki fleiri en við erum, eigum
marga ágæta listamenn. Ég ætla
ekki að gera neina úttekt á þessu
viðamikla efni hér en langar til að
minnast á eitt hinna mörgu tón-
skálda sem hafa gert garðinn fræg-
an og samið lög sem eru og verða
lengi enn leikin og sungin. Ég á hér
við tónskáldið úr Eyjum, Oddgeir
Kristjánsson, stjórnanda Lúðra-
sveitar Vestmannaeyja (frá 1939 til
æviloka, 1966) og fyrrum skólastjóra
tónlistarskólans í Eyjum.
Líklega komast fáir ef nokkrir
listamenn jafnnálægt almenningi og
þau tónskáld sem semja lög sem
verða vinsæl, ná að lifa og eru sung-
in eða leikin daglega einhvers stað-
ar, jafnvel rauluð með sjáifum sér
eða í huganum. Þetta eiga nokkur
íslensk tónskáld sameiginlegt. Ég
held þó að segja megi, án þess að
hallað sé á aðra ágæta tónsmiði hér-
lenda, að Oddgeir heitinn Kristjáns-
Oddgeir Kristjánsson, tónskáld í
Vestmannaeyjum, f. 1911, d. 1966.
son í Vestmannaeyjum hafi náð
lengst þeirra allra hvað þetta snert-
ir, a.m.k. fram á þennan dag.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar
ég hlustaði enn einu sinni á safn
laga hans undir samheitinu „Und-
urfagra ævintýr“ sem gefið var út
árið 1991 af Svövu Guðjónsdóttur og
Vestmannaeyingum. Þama er um
að ræða 32 laga Oddgeirs og segja
má að þau hafi öll náð þvílíkum vin-
sældum að sérhver íslendingur, sem
náð hefur fullorðinsaldri, kunni lög-
in og haldi upp á þau. Það sem mest
er um vert og hefur líklega gert lög
Oddgeirs svo lífseig er að þau eru -
ef þannig má til orða taka - svo kór-
rétt samin og búa yfir miklu næmi
sem veldur því að áheyrandinn
verður opinn fyrir móttöku tón-
anna.
Það sem ég vildi að endingu segja
er að mér finnst alltaf að Oddgeir
Kristjánsson standi uppi líkt og
einskonar íslenskur Cole Porter
þeirra Bandaríkjamanna, sé okkar
helsta alþýðutónskáld á þessari öld.
Svo mörg eru þau orð og sælir eru
þeir sem hlýða á tónlist Oddgeirs
heitins um mörg ókomin ár.
Bændur og
neytendur
Kristján Jónsson skrifar:
Ég vil taka undir þá umræðu
sem hefur bryddað á undanfarið,
að bændur og neytendur fari að
láta til sín taka sameiginlega í
stað þess að bændur þurfi sífellt
að fylgja að milliliðum í sinni at-
vinnugrein. Milliliðirnir, t.d.
sláturhúsin, og sá kostnaður sem
þar skapast eru einn helsti agnú-
inn á að koma kjötafurðum á
markaö hérlendis og bjóða þær
við þvi verði sem almenningur
getur greitt. Neysluvenjur eru að
breytast, mikið rétt, en dilkakjöt
og nautakjöt má nýta í flesta
hina nýrri rétti sem yngra fólk
hefur áhuga fyrir. Hér er um
sameiginlega hagsmuni neyt-
enda og bænda að ræða.
Óþörf
upptalning
Helgi skrifar:
Ósköp er hvimleitt hve ríkis-
fjölmiðlarnir eru iðnir við að
dreifa upplýsingum sem engan
varðar. Eg tek dæmi: Á eftir sér-
hverjum fréttatíma ver RÚV
hálfri mínútu i aö telja upp
hverjir komu á sinum tíma að
því að hanna umgjörð þáttarins.
Hvern varðar um þetta? Eða þá
hver sé tæknimaður í útvarps-
þætti? Því þá ekki aöra starfs-
menn? Ég er ekki að segja að
starf tæknimanns sé ómerki-
legra en hvert annað, skil bara
ekki hvers vegna haft er orð á
þeim sérstaklega. Blöðin láta sér
nægja að geta nafns blaðamanna,
en ekki setjara, útlitshönnuða,
prentara eða prófarkalesara.
Annað: Hvers vegna skyldi vera
farið að greina frá heiti þeirra
sem lesa veðurspár í útvarpið?
Eru þetta prívat spár þeirra? Er
tekin persónuleg ábyrgð á spán-
um? Og af hveiju er þá ekki sagt
hver sé tæknimaður við upplest-
urinn?
Of háir Lottó-
vinningar
Edda hringdi:
Mér finnst fáránlegt af for-
ráðamönnum Lottó að hafa fýrir-
komulagið þannig að potturinn
gangi ekki út skipti eftir skipti
og síðan fái kannski einn aðili
allan pottinn, þetta frá 12 og upp
í 19 milljónir ef því er aö skipta.
Væri ekki betra, minna og jafh-
ara, ein milljón eða tvær? Menn
væru ekkert síður áfjáðir að
spila með um nokkra milljón
króna vinninga og líklega
myndu miklu fleiri kaupa mið-
ana eftir allt.
Kínaferðir
og sjónvarps-
stöðvar
Egill skrifar:
Mér þykir orðið uppi typpið á
þjóðarsálinni þessa stundina.
Við förum í víking til Kína að
gera framtíðarsamninga um
eggjabakka og gefa Kínverjum
vals fyrir mannréttindabrot í
sömu andrá. Og svo er allt að
fyllast af sjónvarpsstöðvum.
Ekki færri en fimm standa til
boða með haustinu. Er okkur
bara ekki allt mögulegt, íslend-
ingum. Og hvað næst? Stöðva
kjarnorkutilraunir Frakka eða
Bosníu-Serbana?
Stöðvum
ósómann
Lára hringdi:
Enn linnir ekki óspektunum í
miðbæ Reykjavíkur. Þarna er
kominn helsti vettvangur fyrir
erlenda ferðamenn til að hoifa á
drykkjulæti unglinga og ofbeldi
sem framið er fyrir opnum tjöld-
um. Þrjár líkamsárásir sl. helgi
og 70 unglingar í athvarf. Stöðv-
um nú ósómann í eitt skipti fyr-
ir öll með öllum tiltækum ráð-
um.