Dagblaðið Vísir - DV

Dato
  • forrige månedseptember 1995næste måned
    mationtofr
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sljórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsíngastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVIK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Gamaldags íhaldsstjórn Smíði flárlagafrumvarpsins er svo langt komin, að meginlínur þess eru komnar í ljós. Þær einkennast af lítils háttar hækkun skatta og lítils háttar minnkun þjónustu án þess að draga verulega úr haUanum á rekstri ríkisins. Þær einkennast af plástrum hér og þar. Það er einmitt einkenni ríkisstjómarinnar, að hún tekur ekki í alvöru á hlutum, heldur fer hér og þar und- an í flæmingi og reynir annars staðar að halda í horf- inu. Hún er ríkisstjóm óbreytts ástands, hvert sem það er á hverjum tíma. Hún er íhaldsstjóm í gömlum stíl. Ríkisstjómin minnir á ríkisstjómir sömu flokka, sem vom oft við völd fyrir viðreisnarárin. Þá var ekki heldur tekið á neinu og ísland dróst aftur úr öðrum löndum, sem voru að jafna sig eftir heimsstyrjöldina. Uppskurður á þjóðfélaginu varð að bíða viðreisnar- stjómarinnar. Að undanfömu hafa ríkisstjómir í öðrum löndum verið að taka tímamótaákvarðanir um aðild að íjölþjóð- legum efnahagssamtökum og um að breyta þjónustu- og skattamynztri til samræmis við breyttar áherzlur og minni getu til að standa undir fyrra velferðarkerfi. Þannig hafa til dæmis Norðurlönd reynt að taka þátt í Evrópu og breyta kostnaði við innviði þjóðfélagsins til að tryggja framtíðarstöðu sína. Ekkert slíkt hefur ver- iö reynt hér á landi, enda virðist aftur komin til valda sú hugsun, að erlendar formúlur gildi afls ekki hér. Almennt voru íslendingar þeirrar skoðunar fyrir við- reisn, að reglur þjóðfélagsins ættu að vera aðrar hér á landi en í nálægum löndum. Hér ættu að vera höft og bönn, meðan frelsi gæti átt við annars staðar. Það kom fólki á óvart, að viðreisnin gat breytt þessu. íhaldssemi ríkisstjómarinnar feflur að sjónarmiðum íhaldssamrar þjóðar, sem er vön að búa ein að sínu úti í hafi og hefur enga trú á útlendum hagfræðikenning- um, aflra sízt þeim, sem lykta af frjálshyggju af ein- hverju tagi, pólitískri, efhahagslegri eða atvinnulegri. Hér vill fólk ekki taka þátt í Evrópusambandinu. Hér vill fólk ekki fara eftir undirrituðum samningum um fjölþjóðlegt viðskiptafrelsi. Hér vill fólk ekki hætta rík- isrekstri landbúnaðar. Hér vill fólk varðveita kvótana. Hér vifl fólk hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf verið. Ríkisstjómin og þjóðin vilja ekki vinna fyrir nýrri viðreisn þjóðfélagsins í stíl nágrannaþjóðanna, heldur bíða að hefðbundnum, íslenzkum hætti eftir nýjum happdrættisvinningum á borð við blessuð stríðin. Nú hefur menn um skeið dreymt um ný álver og stækkun álvera. í flárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er káfað í vandamálin án þess að takast á við þau. Farnar em spamaðarleiðir, sem em þess eðlis, að þær hafa að fyrri reynslu tihneigingu til að mistakast og leiða til aukins halla á flárlögum. Og skattar hækka enn einu sinni. Þetta þætti léleg frammistaða í nágrannalöndunum. Hér á landi mun hins vegar ríkja ffiður, af því að plástrar ríkisstjórnarinnar em í samræmi við íhalds- saman vilja þjóðar, sem telur embættismennsku í kerf- inu vera æðra þróunarstig en athafhaþrá utan þess. Ríkisstjómin er nær eingöngu skipuð fólki, sem enga eða nærri enga reynslu hefur af viðskipahlið atvinnu- lífsins. Hún er skipuð fólki, sem hefur nærri alla starfsævi sína verið á launum hjá hinu opinbera. Ráð- herramir eru fyrst og fremst embættismenn og alls engir athafnamenn. Einhvern tíma munu íhaldsstíflur stjórnar og þjóðar bresta og ný viðreisn koma okkur aftur í samband við nútímann. En það gerist ekki á þessu kjörtímabili. Jónas Kristjánsson I nærri 40 ára gamalli stefnuyfirlýsingu ASI-þings við kjarasamningagerð má finna leið sem aldrei hefur komist til framkvæmda. ^ Urelt skipulag vinnumarkaðsmála Til að jafna kjör í þjóðfélaginu er nauðsynlegt að leita nýrra leiða við kjarasamningagerð. Það er ein forsendan fyrir því að hægt sé að bæta hlut láglaunahópanna á raunhæfan hátt í kjarasamningum og taka á misréttinu í launamálum kynjanna. Ný leið við kjarasamningagerð Þó orsakanna sé víða að leita í lágum launum og misskiptingunni í tekjuskiptingunni er nokkuð ljóst að tvöfalt launakerfi, fyrirkomulag kjarasamningagerða og úrelt skipulag verkalýðshreyfingarinn- ar vegur þar þungt. Á vinnustöð- unum er fólk í mörgum stéttarfé- lögum, sem bæði leiðir til óhag- kvæmni fyrir fyrirtækin og ýtir undir misrétti og óréttlæti í tekju- skiptingunni. Ætla má að ef allir þeir sem vinna í sömu starfsgrein eða á sama vinnustað væru í einu og sama starfsgreinafélaginu, sem yrði lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör starfsmanna, myndi það stuðla að því að jafna kjörin og tekjuskiptinguna í þjóð- félaginu. Þessa leið við kjarasamn- ingagerð má m.a. finna í nærri 40 ára gamalli stefnuyfirlýsingu ASÍ- þings, sem aldrei hefur komist til framkvæmda. @Fyr-Frank-Milli: Mismunun afnumin Ekkert mælir heldur með því aö opinberir starfsmenn og starfs- menn á almenna vinnumarkaðin- um séu í mismunandi stéttarfélög- um. Það er því rétt að kanna í sam- Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður ráði við verkalýðshreyfinguna hvort ekki sé tímabært að afnema mismun á opinberum og almenn- um vinnumarkaði. Störf, menntun og ábyrgð eru svipuð hvort sem launamaðurinn starfar í opinberri þjónustu eða á almenna vinnu- markaðinum. Þessi tvískipting hefur skekkt allt launakerfið og leitt til mikiUar mismununar í launum og réttindamálum. Þannig hefur ríkisvaldið í sam- keppni um vinnuaflið við almenna vinnumarkaðinn tekið þátt í hinu tvöfalda launakerfi, með alls konar duldum greiðslum, sem m.a. hefur aukið launamismun kynjanna verulega. Einnig er ljóst að t.a.m. lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna umfram réttindi á almenna vinnumarkaðinum hcifa leitt til þess að launum hjá hinu opinbera hefur verið haldið niðri. Einföldun, samræmingu og jöfn- un launakjara í þjóðfélaginu væri hægt að ná fram með sameiginlegu starfsgreinafélagi sem myndi ná til starfsmanna í opinberri þjónustu og á almenna vinnumarkaðinum. Annars heldur landflóttinn áfram Með þessari róttæku breytingu á skipulagi vinnumarkaðsmála og verkalýðshreyfingarinnar yrði tek- ið upp nýtt skipulag sem grund- vallaðist á vinnustaðnum og starfsgreinafélögum, þar sem allir launþegar á einum og sama vinnu- stað eru í sama félagi án tillits tO starfa eða sérgreina. Að auki þyrfti að vinna að því að auka at- vinnulýðræöi, t.d. með því að starfsfólk stórra almenningshluta- félaga fái fulltrúa í stjórn þessara félaga. Brýnt er einnig að stemma stigu við síaukinni misnotkun á verk- takafyrirkomulaginu í þeirri mynd að launafólk sé skyldað til að gerast verktakar. Með því fyrir- komulagi hefur atvinnurekendum tekist að svipta starfsfólk ýmsum þeim réttindum sem áunnist hafa með áratugabaráttu launafólks. Þessi nýja leið við kjarasamn- ingagerð, sem hér hefur veriö lýst, myndi leiöa til öflugri samstöðu launafólks sem mótvægi við sterk samtök atvinnurekenda og ríkis- valdið sem vinnuveitanda. Verka- lýðshreyfingin verður að hafa dug í sér til að leita nýrra leiða sem skilar fólki betri kjörum og jafnar hér tekjuskiptinguna. Skammar- lega lágir launataxtar launafólks, sem varla ná atvinnuleysisbótum, eru staðfesting þess að verkalýðs- hreyfingin verður að breyta sínum vinnubrögðum. Annars gefst fólk upp og landflóttinn heldur áfram. Jóhanna Sigurðardóttir „Einföldun, samræmingu og jöfnun launa- kjara í þjóðfélaginu væri hægt að ná fram með sameiginlegu starfsgreinafélagi sem myndi ná til starfsmanna í opinberri þjón- ustu og á almenna vinnumarkaðinum.“ Skoðanir annarra Okutækjatryggingar „Það eru englh ný sannindi að iðgjöld í ökutækja- tryggingum eru afar mismunandi milli landa. Sé lit- ið til ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu einu sést þetta afar glöggtö.ö.ó.öí þessu sambandi er rétt að ít- reka að_mörg þessara evrópsku vátryggingarfélaga eru með starfsemi á sviði ökutækjatrygginga í mörg- um Evrópuríkjum. Þau iðgjöld, sem þessi félög bjóða erlendis taka að sjálfsögðu mið af aðstæðum í heimaríki ökutækisins en ekki í heimaríki vátrygg- ingafélagsins." Sigmar Ármannsson í Mbl. 5. sept. Lögmálsþrælar „Hvað sem líður þörf íslensks þjóðarbús fyrir auk- inn afla úr sjó og hvað sem það kanna að varða rekstur alltof stórs togaraflota, sem ofnýtti heima- slóðir jafnört og þær stækkuðu í 30 ára landhelgis- stríði við stórveldi Evrópu, og hvort sem íslenskir útgerðarmenn eru þess háttar lögmálsþrælar í al- þjoðarétti, að fyrir þeim er „allt leyfilegt sem ekki er bannað“, þá réttlætir ekkert af þessu þann siðferðis- brest, að þykjast ekki sjá rökin fýrir því að Norð- mönnum mislíki smuguveiðar í Barentshafi." Ingvar Gíslason í Tímanum 5. sept. Stórbýli á hlutabréfamarkað „Nú sitja bændaforingjar og fulltrúar ríkisstjórn- ar slímsetur við aö skipta niður milli framleiðenda þeirri auðlind að framleiða landbúnaðarvörur fyrir landsmenn og láta ríkissjóð borgaö.ö.ö.óAð sjálf- sögðu skynjar fólk í sveitum hvert stefnir. Stórbýlin sem verið er að byggja grunninn undir með þessu hljóta í framtíðinni að fara á almennan hlutabréfa- markað og þá geta þeir sem bolmagn hafa til fengið sinn skerf af þessari auðlind. Ef kerfið þróast sem horfir munu þau hlutabréf verða ávísun á greiðslur úr ríkissjóði og verður þá hringavitleysan fullkomn- uð.“ Arnór Benónýsson í Alþbl. 5. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 202. tölublað (06.09.1995)
https://timarit.is/issue/196278

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

202. tölublað (06.09.1995)

Handlinger: