Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 15
Þ JÖÐVIL JINN J$n 1.948 ferSínVii minni vestur. Það var veturinn 1883. Eg var þá á 16. árinu Þá fóru allir vestur að Djúpi, sem vettlingi gátu valdið til að bjarga sér. Við fórum þá'sex frá sama bænum, (það var tvíbýli). Við fórum frá Bakkastekk, skammt fyrir innan Ljótunnarstaði, 18 saman á tveim bátum og rérum inn í Steingrímsfjörð og inn að Hrófbergi í Stein- grímsfirði. Við fórum af stað snemma morguns og 'komum ekki fyrr en um nóttina að Hrófbergi eftir 16rr-17 stunda ferð. Við settum bátana og leituðum síðan. náttstaðar í fjárhúsi. Það var 'hörkufrost og opið með tóftardyrunum, trekkur í gegn og því mjög kalt í húsinu um nóttina. Um morguninn fengum viði.ágætar mþttökur á bænum, heitt .kaffij en átum okkar' eigið nesti. Frá Hróf'bergi íórum við að Hól- um í Staðardal Þar <bjó Steingrímur, ágætur maður." Við fórum styztu leið — yfir Hólatagl, en þar uppi várj gaddúr og höfðu flestir skíðasleða. Á Sótávörðuhæð á miðri Steingrímsfjarðanheiði fer að' halla vestúr af og þar settumst við á sleðana. Húsbóndi minn var fararstjóri. Þegar kom niður undir Lágadal stöðvaði hann hópinn til þess að vita hvernig .gengi. Kom þá í. ljós að einn manninn vant- aði. Voru þá sendir tveir Ólafar, Ólafur Jónsson á Ljótunnarstöðum og Ólafur nokkur innan úr Hrúta- fifði, til að leita mannsins. Fundu þeir hann, hafði hanp <þá bæði iýnt sleða sínum og vettlingum. Héld- um við síðan að Lágadal og lágum þar lí heyhlöðu , um nóttina. Það var ógurlega köld vist fyrir löður- ýsveitta menn að setjast þar að. Um morguninn feng- um við káffi’á bænum, -. Dáginn eftir vorum við komnir 'það neðarlega í jf^ggðina að orðið var svo autt að við gátum ekki diegið sleðana. Fengum við þá hesta undir farang- urinn út á Langadalsströnd. Á Hamri fengum við -þát. Böskustu mennirnir voru látnir róa farangrin- um, en ál'lir stráklingarnir voru látnir ganga inn fyr- il'ir, kriTfgúm Kaldalón og út að svonefndum Bæjum • í Unaðsdal. Við komum þangað seint um kvöldið og var skíþt' á'bæina. Við fengum einhverja hressingu um kyöldið, en enga um morguninn. Nestið okkar var allt í bátnum! Þaðari gengum við út í Unaðsdal. v Alílr ætluðum við í Æðey og fórum þangað á báti. Þétta var á skírdag og það er í eina skiptið á æv- inni, sem ég minnist iþess að mér var illa við hús- lestur, en þegar við komum í Æðey var verið að lesa húslesturinn, og við fengum ekkert að éta fyrr en honum var lokið. Eg minnist þess ekki að hafa 15 Á norðurhorni Hrútafells. Sér niður í dalinn, er liggur. milli þess og Langjökuls, og yfir á Langjökul. orðið þreyttari né svengri á ævinni en í þetta skipti. ~ Þetta var byrjunin á leið minni út í heiminn. f Þrjár vikur á leiðinni úr Dölum að Djúpi — Segðu mér eitthvað fleira af vetrarferðum þín- um. — Kannske ég segi þér þá frá næstu ferðinni. Það var árið eftir á þorra. Við fórum að Dönustöðum í Laxárdal og daginn eftir komumst við að Leysingja- - stöðum í Hvammssveit, Það var mikil útsynnings- tíð og færðin mjög vond. Þriðja daginn fórum við að Hvítadal í Saurbæ til Guðbrandar er þar 'bjó, Færð- in á Svínadal var voðaleg. Alltaf snjór í mitt lær.i. Eg var yngstur í hópnum og bar 30 pund. Þaðan fórum við að Tjaldanesi og sjóveg yfir að Króks- í fjarðarnesi og fengum hinar beztu móttökur hjá Ólafi Næst fórum við að Kinnarstöðum 'í Reyk- hólasveit og þaðan að Hjöllum í Þorskafirði. Þegar þangað var komið þótti ráðlegast til að rata að fara ekki Kollabúðardal, fara heldur Fjalldali. ; Færðin var enn slæm, snjórinn var oft í hné. Við hvíldum okkur í sæluhúsi á leiðinni. Það var hurð- arlaust og urðum við að skríða inn. Komum þangað löðursveittir og uppgefnir. Það var farið að rökkva og leiðin ekki hálfnuð. Það var ráðgazt um hvort yið,'| ættum að setjast að eða halda áfram. Þótt við va&irL: um löðursveittir voru skórnir okkar gaddfrosnir-;prg§ við treystumst ekki til að halda á okkur hita um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.