Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 42
42
i—
Þ JÓÐ VILJINN
Jólin 1948
Bragi Sveinsson:
' r 'jf '
Sundriðið yfir Jökulsá á Fjöllum
Jökulsá á Fjöllum hefur löngum verið talin óreið á
milli fjalls og fjöru, enda munu fáir hafa lagt sig í faðm-
lög hennar að nauðsynjalausu.
Þó hafa einstaka afburða hestar fleytt eigendum sínum
klakklaust yfir hana. Þannig er þess getið, að Magnús
nokkur Gislason, skagfirzkur meraprangari, hafi sund-
riðið hana rétt neðan við ferjustaðinri hjá Ferjubakka í
öxarfirði, þegar Öxfirðingar ætluðu að taka hann hönd-
um fyrir svik, sem hann hafði beitt þá.
En kunnust er þó reið Hannesar Lárusar Þorsteins-
sonar, prests á Víðihóli, yfir Jökulsá um hávetur laust
fyrir jól 1889. Skal sagt frá þessu ferðalagi hans nokkuð
nánar-
Hannes var prestur á Hólsfjöllum 1886—’96 og átti
heima á Víðihóli lengst af og mun hafa verið þar í hús-
mennsku, því að hann kvæntist ekki og var aldrei við
búskap. Hann var fjölhæfur atgervismaður, kjarkmikill
og ófeilinn, en drykkfeldur í meira lagi.
Þá bjó á Víðihóli Jón Árnason frá Staðarlóni í öxar-
firði. Sonur hans hét Eiríkur. Hann var sullaveikur og
var komið að Möðrudal til lækninga, en hann lézt þar
eftir stutta dvöl 1. nóv. 1889 og var jarðsettur í Möðru-
dal sunnudaginn 10. nóv. af Hannesi presti, því að Möðru-
dalur lá þá undir Víðihólsþing. Um kvöldið reið Hannes
prestur áleiðis heim til sín og með honum Árni bróðir
Eiriks og ennfremur Kristján Kristjánsson mágur þeirra
bræðra, sá er síðar fluttist til Ameríku.
Þeir urðu nokkuð hreifir af víni og prestur töluvert
drukkinn. Þegar þeir koma að Grímsstöðum á Fjöllum um
Ihiðaftahleyti, varð þeihi sundurorða, því að þeir mágar
vildu ríða heim að Grímsstöðum, en prestur vildi halda
áfram heim. Reið séra Hannes þar frá þeim ofan við
Grímsstaði vestur yfir sandöldurnar vestan við túnið á
Gömlu Grímsst. Viðihóll er í stefnu frá Grímsstöðum rétt
anstan við hánorður, en prestur reið alltaf vestar og
vestar þvert af leið, og sást síðast til hans, að mann
pg hest bar við himin í skini kvöldsólarinnar á sand-
öldunum austan við Jökulsá.
Þegar Kristján Kristjánsson kom heim að Grímsstöð-
um, var hann spurður, hver hefð; riðið frá þeim. Sagði
hann, að það hefði verið séra Hannes og bætti við, að
hann mundi skila sér, Eftir það fóru þeir mágar leiðar
sinnar, og var ekki meiri gaumur gefinn að ferð þeirra
félaga.
En það er frá presti að segja, að hann reið leiðar
sinnar, þar til hann kom að Jökulsá. Hélt hann þá,‘að
hann væri kominn að svo nefndri Hólsselsvatnsleysu, sem
vera átti á leið hans að Víðihálsi. Bar hvorttveggja til,
að sjón prests hefur ekki verið í sem beztu lagi og anhað
hitt, að undir sól hefur verið að sjá.
Reið prestur þvi umsvifalaust á kaf. Má nærri geta,
hvemig honum hefur orðið við og hve notalegt baðið
hefur verið.
Á þessum slóðum rennur árin í stokk milli malaipia,
en fellur þó meira að vesturlandinu, og hefur það váfa-
laust orðið presti til bjargar.
Enginn er til frásagnar um þessa sundreið, því a5
fáorður var prestur jafnan um hana, en hitt er víst
að þar hefur verið að ræða um baráttu upp á líf og
dauða. Hrossið, sem prestur reið, var hestur afburða
traustur og vanur svaðilförum prests, og hefur hann .því
verið betur fallinn í volkið en ella. Bárust þeir prestur
með straumnum niður eftir, en náðu loks landi að vestan-
verðu í svo kölluðum Kollhólalindum. Kalt hefur vérið
fyrir prest að koma upp úr ísköldu jökulvatninu í héið-
ríkju og hörkufrosti með Jökulsá að baki, en MýVatns-
örævi endalaus fram undan.
Eins og áður er sagt, var prcsttir drukkinn, þegar
hann reið frá félögum sínum, en vafalaust hcfur runhið
af honum í baðinu, svo að hann hefur hlotið að átta sig,
á meðan hann var í ánnt Nokkru neðar með ánni er
sæluhús, sem reist var 1884. Þangað leitaði nú prestur og
iét þar fyrirberast. Kofinn var í þann tima í góðu standi,
en ekki var hægt að tendra þar eld. Ferjur tvær voru þá
við Jökulsá, önnur að austan, en hin að vestan.. En
hvernig sem á því stóð, þá tók prestur ekki ferjuna, sem
hans megin árinnar var, heldur hirðist hann í kofanum
fram á miðvikudag. Þá loks rak hanr. hestinn í ána og tók
ferjuna, komst klakklaust yfir og reið í skyndi heim,
enda hafði hann þá verið matarlaus frá því á sunnUdag
og ekki líklegt, að fötin hafi verið þomuð á honum.
Skömmu eftir að prestur var farinn úr sæluhúsiiiú,
kom þar að ánni Jóhannes Jónatansson póstur. Saknaði
hann þar vinar í stað, er hann sá, að ferjan var farin
og slóð eftir hest lá út í ána, Lét hann nú fyrirberast í