Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 38

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 38
T Þ JÓÐV.IL JINN Jólin 1948 ÐAGUR AUSTAN: r' Við tveir erum sennilega jafn ólíkir og hin aust- ræna speki og hin vestræna fávizka, en þó hafa forlögin gert okkur að nókkurs konar þjáningar- bræðrum. Vi'ð enxm fangar í sama fangelsi, etum sama hafragraut, rúgbrauð, skemmd jarðepli, fisk,, úldið kjöt og annað snarl, sem fellur af borðum hinna betri,' og þeir hógværu jústisagentar hrísta fram úr ermum sínum af ,náð og miskunn í nafni réttlætis og kærleika. En þó lifum við hver sínu lífi innan þessara bölvuðu múra, sem í allri sinni þöglu nekt hafa orðið vitni að fádæma hörku, hrottaskap óg kynferðislegu svínaríi, falsi, hræsni, undirferli og hugleysi, löglegum þjófnuðum, ránum og andleg- um morðum. Við eigum báðir að verða betri þjóð- félagsþegnar. Menn gera gys að honum og kalla hann vitlaus- an, en hann brosir aðeíns góðlátlega og kinkar til þeirra kolli, með vorkunn í fjarlægum augum. Hann einn veit hve hatramt sá eldur 'hefur brunn- ið, sém lagði hið raunverulega líf hans í rústir og þyrlaði djöfullegri ösku um hans músíkalska sálarlíf. Og svo heldur hann áfram sínu eirðar- lausa rölti, álútur og hugsandi. Oft virði ég hann fyrir mér, þar sem ég sé hann standa álútan, með magrar og langar hendur djúpt í vösunum og stara hugsandi á ekki neitt. Eg veit að hugur hans er þá fjarlægur og hann er eins dularfullpr og óráðin gáta hinnar yztu tilveru. Eg veit að fangelsið hefur haft slæm áhrif á hann og við höfum báðir verið hér lengi, en ég 'hef ekki hugmynd um hve lengi hann á að vera hér, hvað mig snertir, þá hef ég látið öll ártöl falla burtu Úr almannakinu. Stundum hefur hann ' komið til mín og spurt um álit mitt á hinum og öðrum hugrenningum sínum, sem þó helzt hafa verið heimspekilegar hug- leiðingar um gang tilverunnar, stjörnur og mikla menn, líf og starf látinna stjömufræðinga og tón- skálda, og á dimmum nóttum, er hann liggur and- vaka, slær hjarta hans í takt við allt líf og starf þess- ara manna; hann á meira að segja oft löng sam- töl við þá, sem endað hafa , hvassri roðasennu — aldrei 'samt milli hans og tónskáldanna, heldiír hans og stjörnuspámannanna, því állir eru þeir’ spámenn. Þessir astrologar koma til þess að lesa framtíð hans í himintunglunum, en þar sem hanh er einnig mikill stjömuspámaður, þer þeim ékki alltaf saman — en, sem betur fer, er það mjög sjaldan. '" Klefinn háns er við hliðina á mínum klefa. Á' stjörnubjörtum nóttum hef ég hrokkið upp við b,ergmál af snöggum öskrum. og þeim hefur fylgt runa af skömmum og ljótum orðum ; þá þyk- ist ég vita með vissu, að nú hafi slegizt. upp.. ék- vinskapinn hjá honum og þeim gömlu; spádóm- arnir ekki verið jákvæðir, eða þá að hann hefur verið mjög upptekinn við að semja litlar lýriskar melodíur með tónskáldunum og hinir ónáðað. Það hefur stundum gengið svo langt, að hánn hefur kall- að á næturvörðinn og beðið hann að reka þennán bölvaða óþjóðalýð út frá sér. Oft hefi ég hugsað, hversvegna þessi ungi maður væri ekki látinn vera undir læknishendi; en þá hef ég minnzt þess, að hér er enginn veikur 'nema hann sé alvarlega veikur, helzt rúmfastur, allt annað er uppgerð. Hér þekkist ekki hugtákið „elsku mamma“ og ef menn vilja verða vitlausir, þá, þeir. um það. Helzta hugtakið hér virðist vera líkam- leg vinna ,og andleg fátækt, og það er staðfest með ströngustu innilokunum fyrir ýfifleítt ekki neitt, án bókakosts eða annarra viðfangsefna, og tií þess að ekki 'hallist á, þá er matarskammturinh skorinn það mjög við nögl að sultur má heita. Þetta hefur þjáningarbróðir minn fengið að reyná í ríkum inæli, því hann tók upp á þeim skolla að .verða veikur í tvo mánuði og var þá lokaður inni dag og nótt í einni' blessunarríkri og réttlátri 'lotu, ári þess að koma út í ferskt loft. Slíkan rnunað, sem ferskt loft, fær enginn hér sem er innilokaður, hversu lengi sem það er og hversu þjáður af skít og' loftleysi sem hann er. Etfir innilokunina var hann magur, mjög föíur og veiklulegur og ennþá dularfyllri en áðurj og hann hélt áfram að stika. um í nokkurskoriar leiðsíu, riiéð’ hendur djúpt í vösum, álútur, hugsandí, stundum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.