Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 50
50
þjóðviljinn
Jólin 1948
Trébráðan
Einu sinni fyrir löngu síðan var brúða.
Hún var bara úr tré. Á hana var málað sól-
bjart hár, rósrauðar kinnar og fætur og hend-
ur gular.
Þessi brúða var mjög einmana brúða, því
að hún átti enga mömmu, sem þótti vænt um
hana, og ekkert hús til að búa í. Hún bara bjó
í búðarglugga. Þar stóð hún alla daga og
allar nætur meðal annarra leikfanga og beið
þess, að einhver kæmi og keypti sig. En það
var ekki að sjá, að börn, sem komu inn í
búðina, væru hrifin af henni. Þau kusu frem-
ur brúðu með raunverulegu hári, sem þau
gátu hnýtt hárborða í, eða berar ,,celluloid“-
brúður, sem þau gátu baðað.
En einn yndislegan sólskinsdag kom Sús-
anna litla skoppandi niður götuna, með fall-
ega, rauða tösku í hendinni — og í töskunni
var spegilfagur krónupeningur. Sigga litla,
vinstúlka hennar hafði gefið henni krónuna
í afmælisgjöf — og auðvitað ætlaði hún að
kaupa fyrir hana brúðu.
Súsanna vissi vel, hvað hún vildi og datt
því ekki í hug að líta í búðargluggaana, held-
ur fór beint inn í búðina og að búðarborðinu.
Afgreiðslumaðurinn sagði: „Góðan daginn,
ungfrú, hvað get ég gert fyrir þig í dag?“ Og
Súsanna brosti sínu fallegasta brosi og sagði:
„Eg hefi eignast heila krónu, og ætla að
kaupa mér brúðu.“
Afgreiðslumaðurinn sýndi Súsönnu allar
þær tegundir af brúðum, sem hann hafði:
svertingjabrúður, brúður með hár og brúður
með ekkert .hár, troðnar brúður og brúður
Við vildum svo gjarnan vita, að hann hefði
haft nóga peninga og allt, sem peningar geta
veitt. En hinn raunalegi sannleikur er, að
þessi vndislegi listamaður var alla ævi feim-
iijn og óframfærinn og sárfátækur.
Franz Schubert samdi 650 tónverk og önn-
ur lög. Hann dó á bezta aldri, en nafn hans
og afrek í heimi tónlistarinnar lifir enn og
mun lifa um ókominn aldur meðal þeirra,
sém tóplist unna.
holar innan. En Súsönnu líkaði engin þeirra.
Þá náði afgreiðslumaðurinn í lang fallegustu
og beztu brúðuna, sem stóð inni í glerskáp
— og ekki var sýnd, nema allra beztu við-
skiptavinunum. Hún var í rauðum silkikjól,
gat lokað augum og sagt „ma-ma“ ef henni
var snúið við. En Súsönnu líkaði hún heldur
ekki.
Afgreiðslumaðurinn andvarpaði og sagði:
„Jæja, nú er aðeins ein brúða eftir. Eg skal
fara og ná í hana.“ Og hann fór og náði í
trébrúðuna, sem var úti í glugganum.
Þegar Súsanna sá hana, klappaði hún sam-
an lófunum, hoppaði af gleði, hló og sagði:
„Ó, mikið er hún yndisleg! Þessa brúðu get
ég saumað á og klætt. Og hvað hárið er fall-
ega ljósbjart og kinnarnar rauðar!“
Afgreiðslumaðurinn setti brúðuna í kassa
og um kassann setti hann brúnan pappír.
Þegar Súsanna kom heim, tók hún brúðuna
/ úr umbúðunum, setti hana á gólfið og sagði:
,,Jæja, góða mín, þú átt að vera dóttir mín
og ég mamma þín — og nú ætla ég að skíra
þig. Við skulum sjá. Jú, ég held ég láti þig
heita Önnu Maríu. — Og brúðan brosti með
sjálfri sér, því að henni fundust nöfnin falleg
og Súsanna ágæt mamma.
En Anna María mátti ekki vera ber. Sús-
anna heklaði hvíta nærklukku og þræddi
blátt band í hálsmálið til prýðis. Síðan saum-
aði hún henni buxur og setti fallegar hvítar
blúndur á skálmarnar — eins og allar fínar
buxur höfðu. Því næst saumaði hún appel-
sínu-gúla svuntu, hneppta fallegum gler-
hnöppum á öxlunum. Og síðast saumaði hún
undur-fallegan sumarkjól úr efni, sem gekk
af kiólnum hennar sjálfrar. Hann var með
kraga og belti, og svo skreytti hún hann
blómum.
Þegar Súsanna var búin að klæða Önnu
Maríu eins og henni líkaði, faðmaði hún
hana að sér og kallaði hana ýmsum gælu-
nöfnum. Og Anna María var mjög hamingju-
söm, því að nú átti hún möramu, sem þótti
vænt um hana og hús til að búa í, . ,