Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 30
30
ÞJÓÐVILJINN
Jólin 1948
versti og fom í skapi. Er allt eins víst að ein lífseig-
asta fylgja íslenzkrar einangrunar, gestrisnin, sé
honrnn svo runnin í blóð að manninum hafi vart ver-
ið sjálfrátt um þessi ótímabæru veizluhöld, fremur
en hitt að hann hafi beinlínis viljað virða að vsttugi
þá augljósu bendingu sem skynsamir’ menn sáu fel-
ast í fyrirkomulagi hinnar margauglýstu vígslu-
hátíðar að Bessastöðum. Og þó er ekki á karlinn
ætlandi í þessu.efná né öðrum. Þess er skemmst að
minnast að hann hélt uppi þrálátum og hlálegum
áróðri fyrir því að nota fagrar pg traustar bergteg-
undir íslenzkar til húsagerðar og skrauts hér á landi
á meðan rétt stjómarvöld vom örmurn kafin við það
á myrkustu hættutímum styrjaldaráranna að safna
í híbýli íslenzkra fyrirmanna husgögnum úr dánar-
búum útlends andatrúarfólks. Á sama hátt vakti
bóndi þessi á sér leiðinlega at'hygli með því að bregða
búi til að gerast í verki málsvari einkaframtaks
og frjálsrar verzlunar, löngu eftir að ýmsir helztu
kaupsýslumenn höfuðstaðarins höfðu til hlítar
lært allt annað F í allt öðru stafrófi viðskiptalífsins.
Nú víkur sögunni enn á Reykjanes. Laugardaginn
30. október var ég staddur suður á Vatnsleysuströnd
á heimili einyrkja bónda. Þegar ég hafði lokið erindi
mínu undir klukkan tíu um kvöldið fannst mér kom-
inn tími til heimferðar fyrir mig, enda skynsamlegur
háttatími í sveit. Veiti ég því þá athygli að bóndinn
sem verið hafði að gegningum úti við fram að þessu
er kominn í betri fötin, kastar kveðju á fólkið og
sj.ingur sálmabók í vasann um leið og hann snarast
út í náttmyrkrið. Frétti ég eftir hvert næturferð
bóndans væri heitið með slíkt veganesti og var tjáð
að þá um kvöldið ætti að vera söngæfing hjá kirkju-
kór' sóknarinnar. Virtist mér þetta fagur vottur um
fjörugt og lifandi safnaðarlíf að hálfsjötugur bóndi
sem eyddi ævi sinni á sjó fyrir daga vökulaganna
ákyldi leggja þetta við 16 stunda erfiðan og erdlsam-
an vinnúdag. (Söngur í sveitakirkju er ekki launað
. starf). Óskaði ég sóknarpresti, sem vígðist ungur og
óreyndur til þessara þinga, til hamingju með þennan
góða árangurr;í frjálsu kirkjulegu starfi.
Til þess aðiífirra sjálfan sig hugsanlegum áburði
um trúarlegt ofstæki vill höfundur þessarar greinar
taka fram að hann hefur ekki verið félagsmaður í
þeim lögskipuðu samtökum sem kallast Þjóðkirkja
íslands síðan hann varð fullveðja, né í nokkru öðru
kirkju- eða trúarfélagi. Einnig skal þess getið, að
hann hefur jafnan aðhyllzt fremur hina þokkafullu
. sumargrænu mildi íslenzkra torfbæja en þá snoðnu
sandfáðu tign sem auðkennir fornegypzk steinhús, og
telur vandamál íslenzkra mannabústaða tímábærára
verkefni félagsmála vorra heldur en ráðgátúr út-
lendra konungagrafa. Hitt skal ekki síður játað að
hann hefur frá blautu bamsbeini borið djúpa yirð-
ingu fyrir þeirri trú alþýðu sem lýsir sér í óteljandi
sjálfboðnum þögulum kærleiksverkum. " "7
Þá er að segja frá biskupi. Síðustu viku október-
mánaðar varð heyrinkunnugt í Reykjavík og viðar
að eitthvað mikið og óvenjulegt stæði til á' Bessa-
stöðum handan Skerjaf jarðar, enda hélt forseti mik-
inn blaðamannafund hjá sér hinn 28. okt. með til-
heyrandi veizlu (þar sem gestum var borið smurt
brauð og viskí). Var blaðamönnum afhent til birt-
ingar fjölritað plagg um sumt varðandi kirkjuna og
breytingar á henni í tíð núverandi valdamanna, og
mun öll þessi kurteisi hafa átt að tryggja frpmt
umtal blaðanna um fyrirtækið, og góðviljaða
túlkun á því sem á eftir færi. En al-
menningur vissi samk\*æmt auglýsingum, að sér-
stök vígsluhátíð átti að fara fram'á Bessastaða-
kirkju vegna þess að lokið var í bili hinum umdeildu,
undarlegu og kostnaðarsömu breytingum á húsinu.
Hefur biskupi án efa þótt mikið við liggja að athöfn
þessi yrði hin eftirminnilegasta, og má telja víst að
hann hafði notið fulltingis staðarhaldarans i þeirri
viðleitni, enda völdu þeir til vígslunnar einmitt sama
daginn og Marteinn Lúther hóf siðabótiria,
Venjulega mun látið nægja að prófastar eða sókn-
arprestar fremji þá athöfn sem er talin viðeigandi í
gömlum kirkjum að Iokinni meiriháttar viðgerð, en
annars mun ákvörðun um slíkt vera á valdi safnaðar-
stjórnar. Bessastaðakdrkja er éngin undantekning í
þessu efni. Hún hefur frá fornu fari verið bænda-
kirkja, og þótt hún yrði ríkiseign árið 1941 þegar
Sigurður Jónasson gaf ríkinu jörðina fyrir sálu sinni,
varð engin breyting á aðstöðu safnaðarins. Kirkjan
er eftir sem áður sóknarkirkja og graftarkirkja
Bessastaðasóknar, og lýtur stjórn safnaðarins um
allar kirkjulegar athafnir, þótt húsið lúti eins og
önnur forsjá og umhirðu staðarhaldarans, enda er
honum heimilt að krefja sóknarmenn um venjuleg
kirkjugjöld. Menn skyldu því ætla að söfnuðurinn
hefði fyrstur fengið að fagna guðshúsi sínu endur-
heimtu eftir hinar seinlegu breytingar og staðið
fyrir hinum kirkjulega þætti hátíðahaldanna, en sú
varð ekki raunin.
Þrír æðstu menn íslands: Biskup Þjóðkirkjunnar,
forseti ríkisins og forsætisráðherra höfðu ákveðið