Þjóðviljinn - 16.05.1954, Síða 10
10) — JWÓÐVILJENN— gunnudagur 16. mai 1954
INNAN
VIÐ
MÚRVEGGINN
EFTIR A. J. CRONIN
Oftar en einu sinni eftir þetta var hann að því kom-
inn að spyrja hann út úr um þetta, en kynleg hlé-
drægni, sem stafaði af aga þeim sem hún hafði beitt
hann, kom í veg fyrir það. Það var óhugsandi að neitt
væri gruggugt við þetta. En samt var hann undrandi og
hann fór að reyna að leita skýringar á hinni óskiljan-
legu framkomu hennar í atburðum ævi sinnar. En þar
var ekkert óhreint né óljóst.
Fyrstu fimm ár ævi sinnar hafði hann dvalizt í Norður-
Englandi, í Tynecastle, fæðingarborg sinni: Óljósar
minningar tengdar hamarshöggum og blístri á morgn-
ana. Hann minntist föður síns eins og í þoku, fjörugs
og vingjamlegs manns sem leiddi hann á sunnudögum
út að tjörninni til að sigla litlum bréfbátum, settist með
hann á skuggsælan bekk í garðinuni og teiknaði allt er
í kringum hann var, fólk, hunda, hesta, tré, — skemmti-
iegar teikningar sem fylltu barnshugann unaði, og þeg-
ar sunnudagarnir voru liðnir og virku dagarnir runnu
upp, færði hann honum marglitar sykjurkúlur, jaröar-
ber, gula banana, safamiklar perur jafnfallegar og þær
voru ljúffengar, framleiðslu sælgætisverksmiðjunnar,
sem hann var sölumaður hjá.
Eftir að hann varð fimm ára höfðu þau flutt til
Worthley 1 Midland: minningin var grárri og ekki eins
ljúf, blandin reyk og regni og flutningum, stálverk-
smiðjur og þreytuleg andlit foreldranna sem endaði meöj
brottför föðurins í verzlunarferð til Suðuf-Ameríku. Æ,
hve ömurlegt að missa hinn góða félaga og hve eftir-
væntingin var ljúfsár og svo — eins og til að láta kvíða
barnsins rætast — kom hið ólýsanlega áfall, þe’gar
fréttist um dauða hans í járnbrautarslýsi í grennd við
Buenos Aires.
Eftir það hafði þunglyndur snáði, tæpra sex ára,
flutzt til Belfast. Hér hafði móðir hans fengið atvinnu
á bæjarskrifstofunum með ómetanlegri aðstoð Emman-
úels Flemings. Launin voru lág, en atvinnan var örugg
og ekkjan hafði getað búið í skaplegu húsnæði og með
dæmalausri sparsemi og sjálfsafneitun hafði hún getað
menntað son sinn. Og nú, eftir fimmtán ára þrotlaust
strit, var hann í þann veginn að ljúka háskólanámi.
Þegar Páll leit til baka fannst honum sem líf þeirra
i Belfast hefði verið mjög einangrað. Þegar frá voru
taldar hinar tíðu kirkjuferðir hennar, fór hún aldrei út.
Að undanskildum séra Fleming og Ellu dóttur hans, átti
hún enga kunningja. Hún þekkti nágrannana varla í
sjón. í háskólanum hafði hann aldrei tengzt vináttu-
böndum við neinn, vegna þess að hann hafði hugboð
um að mcður hans væri það ekki að skapi. Oft tók
hann þetta nærri sér, en liann var sér meðvitandi um
hve hann var skuldbundinn henni og því þoldi hann
þetta.
Fram að þessu hafði hann talið þetta fálæti móður-
innar stafa af trúhneigð hennar og guðhræðslu. En þeg-
ar hann ’oraut heilann um hina undarlegu framkomu
hennar nýverið, fór hann að velta því fyrir sér hvort
orsakirnar gætu verið aðrar. Hann minntist annars at-
viks: fyrir ári hafði honum hlotnazt sá heiður að mega
keppa í landskeppni í rugby milli írlands og Englands.
Móður hans hefði vissulega átt að þykja sómi að því.
Samt sem áður hafði hún þverneitað að hann tæki þátt
í keppninni. Hvers vegna? Honum var það mikil ráð-
gáta þá. Nú datt honum í hug að það ætti sér ein-
hverja skýringu. Þegar hann hugsaði um lífsferil henn-
ar, einangrun hennar og fálæti, hvernig hún forðaðist
að kynnast öðru fólki og setti allt sitt traust á guð al-
máttugan, varð honum allt í einu óhugnanlega ljóst, að
þetta gat verið líf manneskju sem hafði einhverju að
leyna.
Á laugardaginn, sem var hálfur frídagur, kom hún
heim úr vinnu sinni klukkan tvö. Hann var þá stað-
ráðinn í að fá málið upplýst. Það var farið að rigna,
hún skildi regnhiífina eftir í anddyrinu, gekk inn í setu-
stofuna þar sem hann sat og fletti biöðum í bók. Hon-
um varð hverft við þegar hann sá hana: andlit hennar
var náfölt. En hún virtist róleg.
„Ertu búinn að borða, góði minn?“
,^Ég fékk mér brauðsneið í mötuneytinu. En þú?“
„Ella Fleming hitaði mér kókó“.
Hann leit snöggt á hana.
„Fórstu þangað enn einu sinni?“
Hún settist niður með þreytusvip.
„Já, Páll, ég fór þangað enn einu sinni. í von um
styrk og leiðbeiningar".
Það varð þögn, síðan rétti hann úr sér og greip þétt
um stólbríkurnar. '
„Mamma, þetta getur ekki haldið svona áfram. Það
er eitthvað að. Segðu mér, fékkstu vottorðið í morgun?“
,,Nei, góði minn. Nei. Ég skrifaði aldrei“.
Blóðið þaut fram í kinnar hans.
„Hvers vegna ekki?“
„Af því að ég hafði það á vísum stað allan tímann.
Ég sagði þér ósatt. Ég er með það í töskunni minni“ .
Það kom eðlilegur litur á kinnar hans. Hann horfði
undrandi á hana, meðan hún fálmaði niður 1 töskuna
í kjöltu sér og tók upp samanbrotið, blágrátt skjal.
„í öll þessi ár hef ég reynt að halda þessu leyndu fyrir
þér, Páll. Fyrst í stað hélt ég að mér tækist það aldrei,
það var eríitt og sárt. Hvert fótatak í stiganum, hver
rödd á götunni fyllti mig kvíða um þinn hag. Og þegar
árin liðu og þú eltist og þroskaðist fór ég að ímynda
mér að með guðs hjálp heföi mér tekizt þetta. En það
GLtMS
OC CAM^ ,
Karl einn, sem bœði var mikill
matmaður og sælkeri, sóttist
eftir þvi að vera í sem flestum
veizlum og erfidrykkjum. Lá
það orð á, að ekki nægði hon-
um það eitt, er hann gæti kom-
ið ofan i sig við borðið, he'dur
léti hann ýmia’.egt renna niður í
vasá s:na, þannig að lítið bæri
á. Einhverju sinni, þegar rætt
var um kaffibrauð og ljúffengi
hinna ýmsu brauðtegunda, sagði
karlinn:
Eg felli mig nú eiginlega vel
■við allt kaffibrauð, hverju nafni
sem það nefnist, en mér er
einna minnst gefið um rjóma-
terturnar, þær fara svo bölvan-
lega með vasana.
Ný innheimtuaðferð hefur verið
uppgötvuð. Það bar þannig tiil
að sá er hafði lánað kom að
má i við skuldunautinn og
krafði hann um greiðslu.
Eg get ekki borgað núna, var
svar hans eins og venju’ega.
Ef þú ekki borgar núna, og það
refja'aust, þá fer ég til allra
hinna sem þú skuldar og segi
þeim að nú hafirðu borgað mér.
eimilisþattur
Að vísu er salat enn nokkuð
dýrt, en það stendur vonandi
til bóta. Revnið að tilreiða það
með salatolíu og borðediki og
notið það með kjöti og fiski.
Það þarf aðeins örlitið en þetta
er mjög Ijúffengt. Einnig er
það afbragð út í súrmjólk eða
útþynnt skyr. Rifnar gulræt
ur má einnig borða með öllum
mögulegum mat pg mörg börn
eru sólgin i það. Líka er hægl
Salat á foorðfð
Um þetta leyti árs þarf mað-
ur á öllum þeim vítamínum
að halda sem fáanleg eru, og
ef miðdegismaturinn er fátæk-
ur að vítamínum, þá er tilvalið
að bæta það upp með salati..
að búa til salat úr hráu blóm
káli eða hvítkáli. Þegar ma.ð-
ur er kominn upp á lag með
að tilreiða salöt úr nýju græn-
meti, kemst maður fljótiega að
raun um að þaí er afar auð-
veit og hægt er að nota allt
mögulegt grænmeti í salöt. —
Framh á 11. síðu.
Bönd og
daufur
Þegar talað er um að bönd
og slaufur séu í tízku, dettur
manni ósjálfrátt í hug cfhlai-
inn kjóll með pífum og krúsí-
dúllum. En bönd og slaufur
Stálskálar
Danir eru farnir að fram'eiða
fallegar svartar stálskálar með sem tízkan í dag býður upp á
skærlitu emalje að innan, t.d.
sítrónugulu, blágrænu og rauð-
gulu. Skálarnar eru mjög fal
legar og- þola allt upp í 80(
stiga hita og eru því
til að nota undir rétti seir
hita á í ofni. Þær eru fram-
leiddar í mörgum stærðum o£
verðið er skaplegt að því er
virðist. Þettá ætti að
orðið vinsæl nýjung.
RCLLUTEKTA
3 eggjahvítur stífþeyttar,
g sykur þeytt í. Síðan er
rauðunum, 125 g kartöflumjöli
og 2 tsk, lyftidufti hrært vel
saman við og deiginu hellt í vel-
smurt pappírsform á stærð við
venjulega bökunarplötu. Kakan
bökuð við góðan hita í ca 10
mínútur, snúið rösklega við á
bréf sem sykri er stráð þétt á og
pappírsformið tekið utan af
henni. Kakan smurð með þunnu
lagi af sultutaui, sveskjumauki
eða kökukremi og síðan vaf-
in þétt og rösklega saman frá
breiðari hiiðinni.
eru af allt öðru tagi. Böndin
eru þvert á móti notuð á lát
iausa og slétta kjóla. Á m\ nd
inni er sléttur rósóttur kjób
sem skreyttur er með hreiðu
silkibandi, sem eru hiírar um
leið. A kjólnum er vítt laus-
rykkt pils, og eina skrautið
á honum er silkibandið og
sjálft mynstrið. Gattegno hef
ur búið kjólinn til og við tók-
um hann u{>p úr Jardin des
Modes.
Hér er mynd af slopp sem
ótrúlega auðveit er að sauma.
Hann er úr skempitiiega rönd-
óttu frottéefni, og Jeanne Prad-
els, sem er höfundurinn, hefur
gætt bess að sloppurinn er jafn
fallegur með belti pg án, og
einnig má nota hann með beiti
að framan og lausu baki, eins
og oft er haft á kápum. Auð*
veit er að láta litla sjalkrag-
ann fara vel og hvítu hnapp-
arnir fjórir ioka hoaum að
franian. Ermarnar eru með
breiðum uppslögpm og eru
hálflangar, en þegar uppsiögin
eru brett niður era ermarnar
langar. Þetta er' hentug og
þægileg flík, sem jafnvel við-
i/aninorar craA’u cunnin