Þjóðviljinn - 22.02.1955, Side 7

Þjóðviljinn - 22.02.1955, Side 7
Þriðjudagur 22. febrúar 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (7 i DAGSBRÚNARVERKAMAÐUR SKRIFAR OP1Ð BRÉF til dr. Benjamíns Eiríkssonar Að veita atvinnu- vegunum forstöðu íslenzka atvinnurekendastétt- in er ekki lengur fær um að veita helztu atvinnuvegunum forstöðu. Hinn gamli dugnaður hennar er að þrotum kominn. í dag leggja stóratvinnurekend- urnir meiri áherzlu á brask, fjárpiógsstarfsemi og annan þjóðníðingshátt. Sjómannaverk- fallið í Vestmannaeyjum sann- ar þetta, einnig starfsemi fé- laga eins og S.Í.F. Þetta félag ætti nú að heita: Félag upp- gjafa útvegsmanna. F. U. Ú. Þetta félag liiir á því að taka útflutningstoll af saltfiski. Þetta félag er grunað um það, að taka stóran hluta af heild- artekjum þjóðarinnar og leggja hann á erlenda banka sem sína eigin eign. Þetta félag hefur áður verið sakað um það, að koma í veg fyrir, að íslendingar fái hækkað verð fyrr fiskinn á erlendum markaði. Hækkun- ina hefur það svo, í skjóli einkaleyfis síns á að flytja út saltfisk, lagt á erlendan banka. Enginn veit, hvað þetta félag hefur dregið mikið til sín af heildartekjum þjóðarinnar. Annarlegt hlutverk Við verkamenn höfum um það hugboð, að Framkvæmda- bankanum, sem þér veitið for- stöðu, sé ætlað mjög annarlegt hlutverk. Tortryggni okkar i garð slíkra stofnana er fylli- lega eðlileg. Slíkar stofnanir reka auðmenn Bandaríkjanna um allan heim. Það er með að- stoð hliðstæðra stofnana, að þessum auðmönnum og auð- hringum tekst svo oft að leggja undir sig heilu landshlutana af löndum annarra þjóða, lands- hluta með námum og blómleg- um atvinnurekstri. En allt slíkt hefur endað með því, að verka- menn og meginþorri viðkom- andi þjóða hefur verið ofur- seldur í hendur þessara auð- hringa. Það er mjög sennilegt og í raun og veru rökrétt áfram- haid af marshallhjálpinni, að þér, bankastjóri Framkvæmda- bankans, verðið látnir aðstoða bandaríska auðmenn og auð- hringa til þess að ná tökum á íslenzkum atvinnuvegum, t. d. slá eign sinni á íslenzk fallvötn eða aflstöðvar og verksmiðj- ur, sem myndu koma til með að fá afl sitt frá þeim, en undir því falska yfirskyni, að íslend- ingar geti ekki lengur átt í svo stórum framkvæmdum upp á eigin spýtur. Samkvæmt Marshallsamn- ingnum, sem Bjarni Benedikts- son undirritaði fyrir fslands hönd 3. júlí 1948, er íslending- um skylt að afhenda auðmönn- um Bandaríkjanna yfirráðin yfir íslenzku atvinnulifi. Og þennan samning er ómögulegt að misskilja. Enda var þessi samningur undirritaður án þess að utanríkismálanefnd fengi að koma nálægt þessu máli, ennþá síður Alþingi. 6. apríl 1948 segir ameríska tímaritið United States Inform- ation: „Uppörvun bandarísks einkafjármagns til fjárfestingar í V-Evrópu er í samræmi við grundvallarreglur og markmið bandarísku marshallhjálparinn- ar. Það er stefnumark Banda- ríkjastjómar að fá bandarískt einkaauðmagn til að koma í stað beinnar aðstoðar Banda- Fimmti hluti ríkjastjómar, ef ekki alveg, þá að nokkm leyti". Þetta getur enginn misskilið heldur. Og Framkvæmdabank- ann er ekki heldur hægt að misskilja. Að vísu verður íslenzku auð- mannastéttinni boðinn hluti í þessum stórvirkjum þar sem um íslenzkt landsvæði er að ræða. Þó íslenzka auðmannastétt- in sé ekki lengur fær um að veita atvinnuvegunum forstöðu, þá er ekki þar með sagt, að sú bandaríska eigi að taka við. Þetta mál verður aðeins leyst með stjómmálalegri vinstri samvinnu. Það eru stjórnmála- menn úr vinstri flokkunum, sem eiga að taka við forustunni í atvinnulífi þjóðarinnar. Þekking yðar á samhengi hlutanna Jæja, nú fer ég að ljúka þessu bréfi. Upphaflega skrif- aði ég þetta bréf til þess að sýna yður fram á, að atvinnu- stéttimar þekkja samhengi hlutanna, en ekki þér. Og að siðgæðistilfinningu yðar er mjög ábótavant en ekki at- vinnustéttanna. Þér virðist alls ekki gera yð- ur grein fyrir orsökum og af- leiðingum hlutanna. Þér gæt- uð því með sanni kallað hag- fræðina: „Hin döpru vísindi“. Ég les hagfræðina m. a. til þess að gera mér grein fyrir orsökum og afleiðingu hlutanna, en hagfræði er yðar sérgrein. Áður en ég lýk þessu bréfi langar mig til þess að spyrja yður að einu. í gengislækkunar- frumvarpinu III. kafla segið þér: „Verðhækkunin eða dýr- tíðin er sú aðferð, sem eykur peningatekjur þjóðarinnar og skapar þvi á óbeinan hátt nægi- lega aukningu sparifjár og gróða til þess að vega upp á móti aukningunni í fjárfesting- unni og hallarekstrinum á hverjum tíma.“ (Leturbreyting yðar). Segið mér nú í einlægni, herra doktor, skiljið þér þetta sjálfur? Þetta verðið þér að gera upp við yður sjálfan. Hagfræðingur, sem hefur skrifað bók á enska tungu upp á næstum því 500 bl. verður að geta sýnt fram á það, að hann sé hagfræðingur í sjálfu lífinu. Þér hafið skrifað bók á ensku um „höfuðatriði“ hagfræðinnar Outline of an eco- nomic theory. Bókin er í stóru broti, og er prentuð hér heima. Hversvegna er verið að kosta upp á slíka útgáfu? Því mátti ekki skrifa þessa bók á íslenzku fyrst útgefandinn er íslenzkur? Er bókin prentuð fyrir amerísk- an markað? Af þrennum orsök- um verður þessi bók ekki keypt hér. í fyrsta lagi er hún skrifuð á ensku, í öðru lagi er hún ekki nógu ljós, í þriðja lagi <|r minna keypt af bókum en áður vegna dýrtíðarinnar, sem er að nokkru leyti yðar verk. Matur, húsnæði og klæði verður að ganga fyrir dýrum bókum. — Það er enginn vandi að láta^ jöfnur ganga upp í bók, en það er oft erfiðara í lifinu sjálfu. Áður en ég slæ botninn í bréfið, ætla ég að koma með eitt dæmi, sem myndi nægja til þess að kalla hvaða hagfræð- ing sem er: Moðhausasérfræð- ing íhaldsins. Ég er ekki að mælast til þess, að þér fáið þetta viðurnefni. Ég er á móti því að uppnefna fólk. En það myndu ýmsir fá verra viður- nefni fyrir minni bjánaskap. í Morgunbl. 7. jan. í kaflan- um um Fjármagn og tæknileg- ar framfarir segið þér: „Hefði þjóðin um aldamótin átt að velja á milli þess að fá togara- flota í stað seglskipanna annars vegar eða launþegasamtökin hins vegar, þá hygg ég, að tog- ararnir hefðu reynzt máttugri tæki til þess að bæta lífskjör hennar." Það vita flestir, sem eitthvað hafa kynnt sér hagfræði og Pliinto* G°ðkunningi okkar, Poul Reum- o V ll^jct \jimild. og einn kunnasti gamanleik- ari Danmerkur, Osvald Helmuth, efndu fyrir skömmu til sameiginlegVar skemmtunar í Kaupmannahöfn til ágóða fyrir sjúkan listamann. Hlífðu peir sér hvergi og sungu m.a. Gluntana sarrtan, og þótti skemmtun þeirra hið mesta góðgæti. þjóðfélagsfræði, að verkalýðs- samtökirj hafa aldrei orðið til á undan þeim þjóðfélagsaðstæð- um, er fæða af sér slík skipu- lögð samtök. „Handmylnunni fylgir þjóð- félag með aðalhöfðingjum, gufumylnunni þjóðfélag með iðnaðarauðkýfingum", segir Karl Marx í bók sinni Eymd heimspekinnar. Vegna þess að þér eruð orðinn andkommúnisti getið þér lesið bókina Verka- lýðshreyfing nútímans eftir Finn Moe. Lesið kaflana um iðnbyltinguna og upphaf verka- lýðshreyfingarinnar á Englandi. í þessum köflum getið þér prófað þekkingu yður á sam- hengi hlutanna. Eflaust munið þér sannfærast um það, að iðn- byltingin var undanfari hinnar skipulögðu verkalýðshreyfing- ar, en ekki skipulögð verka- lýðshreyfing undanfari iðnbylt- k 3 ingarinnar. í fáum orðum sagt skrifið þér ekki eins og vísindamaður. Skrif yðar eru svo óljós, þau minna helzt á galdraþulu. En einhversstaðar stendur það í bókum lærðra manna, að galdr- ar séu upphaf visinda. Dagsbrúnarverkamaður. (Helztu heimildir: Alþingis- tíðindin, Landsbanki íslands (skýrslur), Hagtíðindi, Fjár- málatíðindi, Réttur, tímarit um þjóðfélagsmál, Morgun- blaðið, Þjóðviljinn, Verka- lýðshreyfing nútímans eftir Finn Moe, Launavinna og auðmagn eftir Karl Marx, Das Elend der Philosophie; Wages, price and profit bæði ritin eftir Karl Marx. Outline of an economic the- _ ory eftir dr. Benjamín Ei- riksson og Hagfræði eftir prófessor Ólaf Björnsson). „Faðir íslenzkrar alþýðufræðslu“ Þingsályktunartillaga um að minnzt verði 200. ártíðar Jóns Þorkels- sonar skólameistara, 5. mal 1959 4 Gunnar M. Magnúss flytur á þingi tillögu um minningu Jóns Þorkelssonar skóla- meistara, og er hún á þessa leið: „Alþingi ályktar að kjósa 5 manna nefnd, einn mann frá hverjum þingflokki, til þess að gera tillögur um, á hvern hátt Jóns Þorkelssonar skóla- meistara, „föður íslenzkrar al- þýðufræðslu“, verði makleg- ast og virðulegast minnzt á 200 ára ártíð hans, að f jórum árum liðnum, 5. maí 1959. Nefndin skal hafa Iokið störf- um og skilað tillögum fyrir næsta samkomudag reglulegs Alþingis, 8. október 1955.“ í greinargerð segir: „Á 18. öldinni, sem er sann- arlega viðreisnaröld þjóðarinn- ar eftir langvarandi niðurlæg- ingu og kúgun, komu fram margir og mikilhæfir menn, sem beittu starfskröftum sín- um og hæfileikum til þess að lyfta þjóðinni til menningar og velmegunar jafnt í verklegum efnum og framkvæmdum sem á andlegum sviðum. Einn gagnmerkasti maður þeirrar aldar, og þó að litið sé yfir iengra svið sögunnar, er tvímælalaust Jón Þorkelsson skólameistari. Varla mun of- mælt, að störf hans, tillögur og ráðstafanir ýmsar skipi hon- um sæti við hlið Skúla Magnús- sonar sem annars mesta fram- fara- og viðreisnarmanns 18. aldarinnar, og varpa þau orð engri rýrð á aðra ágæta menn aldarinnar. En störf og tillögur Jóns Þorkelssonar skólameist- ara voru þess eðlis, að það tók langan tima unz þær kæmust í framkvæmd, og sumar þeirra eru að komast fyrst í fram- kvæmd á vorum dögum. Svo langt var Jón Þorkelsson á und- an samtið sinni. En Jón Þor- kelsson skólameistari liggur enn óbættur hjá garði. Jón Þorkelsson hefur verið kallaður „faðir alþýðufræðsl- unnar á íslandi“. Hann helgaði líf sitt menningarmálum þjóð- arinnar og gaf allar eigur sín- ar til „stofnunar, þar sem allra aumustu og fátækustu börn » Kjalarnesþingi skyldu fá kristi- legt uppeldi, þar með talið hús- næði, klæði og fæði, þangað til þau gætu séð fyrir sér sjálf'* (Thorkilliis j óðurinn). Jón Þorkelsson — JohanneS Thorkillius — fæddist í Innri- Njarðvík i Gullbringusýslu árið 1697. Úr Skálholtsskóla útskrif- aðist hann 18 ára, efstur í skól- anum. Jón biskup Vídalín veitti þessum gáfaða pilti mikla at- hygli og tók hann strax fyrir kennara í Skálholti. Jón sigldi um tvítugt og settist í Kaup- mannahafnarháskóla, las einnig eitt ár við háskólann í Kiel. Eftir 10 ára dvöl erlendis var hann orðinn einn mesti lær- dómsmaður þjóðarinnar og tal- inn mesta latínuskáld íslend- inga fyrr og síðar, Hann hafði lagt stund á málfræði og guð- fræði, mælskufræði, skáldskap- arvísindi, stærðfræði, grasa- fræði, læknisfræði, eðlisfræði og þjóðréttarvísindi. Eftir hann Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.