Þjóðviljinn - 17.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.05.1956, Blaðsíða 1
innifii iim Fimmtudagur 17. maí 1956 —- 21. árgangur — 110. tölublað Sjálfboðaliðar - eru beðnir að hafa sambaal við kosningaskrifstofuna í Tjarnargötu 20 tíl þess a8 vinna ýms störf til undir«* búnings kosningunum. | Danskur flokksforingi hvetur til að Islesidingum verði skilað handritunum Hansen forsœtisráSherra neitar að taka handrifamáliS upp aS nýju Aksel Larsen, foringi Kommúnístaflokks Danmerkur, lýsti yfir á þingi í Kaupmannahöfn í gær, að hann teldi að nú væri tími til kominn fyrir dönsku ríkisstjórnina að hefjast handa um að' afhenda íslendingum handritin. Larsen hafði borið fram fyr- irspurn um handritamálið til H. C. Hansens, forsætisráðherra ríkisstjórnar sósíaldemókrata, og kom hún til umræðu í gær. Ðeiluna verður að leysa Larsen spurði, hvort ríkis- stjórnin hefði ekki í hyggju að eiga frumkvæði að þvi að hand- Rœða af vopn- un í Moskva Mollet og Pineau, forsætisráð- iierra og utanríkisráðherra Frakklands, sátu lengi dags í gser á fundum með Búlganín forsætisráðherra og öðrum æðstu mönnum Sovétríkjanna. I tilkynningu sem gefin var út í Kreml í gærkvöldi segir, að fyrst hafi heimsmálin verið rædd vitt og breitt og síðan hafi átt sér stað mjög opin- skáar viðræður um afvopnunar- málin. Frakkar í f ylgdarliði ráð- herranna sögðu fréttamönnum, að tónninn í viðræðunum hefði verið mjög vinsamlegur og ekki örlað á karpi. 1 veizlu sem Búlg- anín hélt skoraði Mollet i ræðu á forustumenn Sovétríkjanna að taka höndum saman við Frakka að ryðja úr vegi höml- um sem enn væru á að hugsan- ir og fólk kæmust óhindrað landa milli. Kjarnorkusprengja reynd Brezk kjarnorkusprengja var sprengd í gær á Monte Bello eyjum við norðvesturströnd Ástralíu. Sukarno, forseti Indónesíu, kom í gær í opinbera heimsókn til Washington. ritamálið yrði leyst. Benti hann á, að það hefði nú legið í þagn- argildi í tvö ár. Þessa deilu verður að leysa á þann hátt að báðar þjóðir geti vel við unað, sagði Larsen. Ekki lengur á dagskrá Hansen svaráði, að árið 1954 hefðu Islendingar ekki getað fallizt á tillögu Hedtofts, þá- verandi forsætisráðherra, um að handritin yrðu sameign beggja þjóðanna. Þá hefði Hedtoft lýst yfir að málið væri ekki lengur á dagskrá af Dana hálfu og við það sæti. Danir væru þó enn til viðræðu um handritamálið. Afstaða Islendinga eðlileg Larsen kvaðst álíta eðlilegt, að Islendingar hefðu ekki getað fellt sig við tillöguna um sam- eign á handritunum. Það þýddi þó ekki að ekkert væri hægt að gera í málinu. Nú væri heppi- legur tími fyrir dönsku ríkis- stjórnina að hefjast handa um að skila Islendingum handritun- um. Spurði hann forsætisráð- herrann, hvort hann væri f áan- legur til að hef ja viðræður um Sendiherra beðinn að vera sjúkur Sir Charles Peake, sendiherra Bretlands í Aþenu, hefur gert grein fyrir, hvers vegna hann var ekki viðstaddur þegar Georg Grikkjakonungur tók á móti Heuss, forseta Vestur7Þýzka- lands. Segist Peake hafa verið búinn að þiggja boðið en þá hafi utanríkisráðherra Grikk- lands skýrt sér frá að heppi- legast væri að hann yrði lasinn og gæti ekki komið því 5,ð búast mætti við að honum yrði sýnd fyrirlitning sökum framferðis Breta á Kýpur. Stefna Alþýðuflokksins: engan verkalýðsfulltrúa á þingi Gylfi bar sigurorð aí Eggerti í átökunum um annað sætið Mikil átök eru nú innan Hræðslubandalagsins um framboðið í Reykjavík. FulltrúaráÖ Framsóknar hefur sem kunnúgt er samþykkt Rannveigu í þriðja sœtið, og í fyrradag hélt fulltrúaráö Alþýðuflokksins fund og uvðu þar grimmileg átök um annað sætið milli Gylfa og Eggerts Þorsteinssonar. Haföi Gylfi meira fylgi á fundinum en samþykkt var að gefa Eggerti kost á f jórða sætinu! Aksel Larsen málið við dönsku stjórnmála- flokkana. Hansen svaraði, að hann teldi slíkar viðræður ekki tímabærar, nú stæðu kosningar fyrir dyr- um á Islandi. Taka upp sam- band við liína Ríkisstjórn Egyptalands á- kvað í gær að taka upp stjórn- málasamband við kínversku rík- isstjórnina í Peking. Egypta- land er fyrsta arabaríkið sem tekur upp stjórnmálasamband við Peking. Alþýðuflokkurinn hefur sem kunnugt er fylgt þeirri megin- reglu í framboðum sínum að engan mann úr verkalýðshreyf- ingunni mætti hafa í kjöri. Frambjóðendur til þessa eru Emil Jónsson vitamálastjóri, Guðmundur í. Guðmundsson bæjarfógeti, Frjðjón Skarphéð- insson bæjarfógeti, Gunnlaugur Þórðarson ráðuneytisfulltrúi og fyrrverandi forsetaritari, Bene- dikt Gröndal áróðursstjóri Sain- bands íslenzkra samvinnufélaga, Pétur Pétursson skrifstofustjóri Sendinefnd A.S.Í. komin til Moskva á heimleið Sendinefnd Alþýðusam- bandsins sem boðin var til Sovétríkjanna er nú komin aftur til Moskva úr ferðalagi sínu um Sovétríkin, og barst Þjóðviljanum um það svo- hljóðandi skeyti í gær frá fararstjóranum: Komiu aftur til Moskva. Vellíðan. Sigurvin Símasambandslaust við Austf irði Staurar brotnuðu í óveðrinu á Austur- iandi í fyrrinótt Reyðarfirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. í' gær (þriðjudag) gerði hvassviðri og krapahríö sem hélzt í nótt og var jörð alhvít í morgun. Töluverðar símaskemmdir urðu af völdum óveð- ursins og nokkrir staurar brotnuðu. Talsambandslaust er við Reykjavík og Akureyri. inmuiifi Mikil fækkun boðuð í brezka hernum Hervæöingin ei að sliga þjóðina. segir Macmillan f jármáiaráðherra Bretum. er nauSugur einn kostur aö fækka verulega mönnum í herafla sínum, sagöi Harold Macmillan, fjár- málaráðherra Bretlands, í ræðu í gær. Macmillan sagði, að Bretum væri um megn að bera til lengd- ar jafn þunga hervæðingar- byrði og þeir hefðu gert und- anfarin ár. Brezkt atvinnulíf myndi sligast ef reynt væri til langframa að halda úti fjöl- mennum hér og vinna jafn- framt af kappi að því að fylgj- ast með nýjustu tækni í vopna- smíðum. Ráðherrann sagði, að sér blandaðist ekki hugur um að Bretar ættu að taka þann kost að fækka verulega möunum und- ir vopnum en leggja meginá- herzlu á að dragast ekki af turúr öðrum stórveldum í smiði nýj- ustu og fullkomnustu vopna. Skortur á vinnuafli háði nú brezkum'iðnaði og eina leiðin til að ráða bót á honum væri að fækka í hernum. V-sprengjutilraun frestað enn á ný Stjórnendur vetnissprengju- ¦tilraunar Baiidaríkjanna á Kyrrahafi tilkynntu í gær að ehn hefði verið frestað í sólar- hring vegna veðurs að varpa vetnissprengju úr flugvél. Kom- ið er á þriðjy viku siðan varpa átti sprengjunni, en því~ hefur verið frestað hvað eftir annað og veðurfari alltaf borið við. og' fyrrverandi verösæzlustióri^ Áki .Takobsson forstióri os lög-» fræðingur. Verkalýðsfulltrúarnir reknir Á síðasta kjörtímabili voru tveir fulltrúar úr verkalýðs- hreyfingunni á þingi fyrir Al- þýðuflokkinn. Hannibal Valdi- marsson, forseti Alþýðusam- » bands Islands, og Eggert Þor- steinsson, formaður Múrarafé- lags Reykjavíkur. Hannibal Valdimarsson hefur nú verið rekinn úr flokknum. og Eggert Þorsteinsson hefur verið rekinn úr kjördæmi sínu, Seyðisfirði, þar þurfti einn Framsóknarfor- stjórinn að komast að. Hefur þessi framkoma að vonum vak- ið mikla athygli, ekki sízt með- al þess fólks úr verkalýðshreyf- ingunni sem hingað til hefur fylgt Alþýðuflokknum að mál- um. Allt kom fyrir ekki Mikil átök hafa orðið um þetta atriði innan Alþýðuflokks- ins í Reykjavík. Hér ætluðu hægri forsprakkai'nir að hafa í efstu sætunum Harald Guð- mundsson, forstjóra Tryggingar- stofnunarinnar, og Gylf a Þ. Gíslason, prðfessor, bankaráðs- mann og margt og margt fleira. Forustumenn Alþýðuflokksins úr verkalýðshreyfingunni gerðu hins vegar kröfu til þess að ein- hver úr þeirra hópi yrði valinn í annað sæti listans . og studdu flestir þeirra Eggert Þorsteins- son. Voru haldnir margir fund- ir um málið í uppstiilingar- nefndinni en þeim lauk svo að Gylfi fékk öruggan meirihluta. í fyrradag var svo haldinn fundur i fulltrúaráðinu, eins og áður segir', ¦ og urðu þar hörð átök. Lýstu fulltrúar úr verka- lýðshreyfingunni yfir því á fundinum að Alþýðuflokkurinn gertapaði fylgi launþega í bæn- um ef hann héldi sömu stefnu í framboðsmálunum. En allt komv fyrir ekki; Gylfi var kos- inn x 2. sætið af talsverðum meirihiuta, en Eggert — sem hefur þó verið öllum mönnum. þægari hægri klíkunni — var gefinn- kostur á fjórða sæti, næst undir Rannveigu! Mjög mikil óánægja kom einnig fram á fundinum með þá til- högun að hafa Rannveigu Þor- steinsdóttur í þriðja sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavik,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.