Þjóðviljinn - 17.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.05.1956, Blaðsíða 1
Sjálfboðaliðar ^ eru beðnir að hafa sambaad við kosningaskrifstofuna í Tjarnargötu 20 til þess aði vinna ýms störf til undir— búnings kosningunum. | Danskur flokksforingi hvetur til að Islendingum verði skilað handritunum Hansen forsœfisráSherra neifar aS faka handrifamáliS upp aS nýju Aksel Larsen, foringi Kommúnistaflokks Danmerkur, 1 lýsti yfir á þingi í Kaupmannaliöfn í gær, aö hann teldi aö nú væri tími til kominn fyrir dönsku ríkisstjórnina aö hefjast handa um að afhenda íslendingum handritin. Larsen hafði borið fram fyr- irspurn um handritamálið til H. C. Hansens, forsætisráðherra ríkisstjórnar sósíaldemókrata, og kom hún til umræðu í gær. Deiluna verður að leysa Larsen spurði, hvort ríkis- stjórnin hefði ekki í hyggju að eiga frumkvæði að því að hand- Rœða afvopn- un í Moskva Mollet og Pineau, forsætisráð- herra og utanríkisráðherra Frakklands, sátu lengi dags í gær á fundum með Búlganín forsætisráðherra og öðrum æðstu mönnum Sovétríkjanna. I tilkynningu sem gefin var út í Kreml í gærkvöldi segir, að fyrst hafi heimsmálin verið rædd vítt og breitt og síðan hafi átt sér stað mjög opin- skáar viðræður um afvopnunar- málin. Fraickar í fylgdarliði ráð- herranna sögðu fréttamönnum, að tónninn í viðræðunum hefði verið mjög vinsamlegur og ekki örlað á karpi. í veizlu sem Búlg- anín hélt skoraði Mollet í ræðu á forustumenn Sovétríkjanna að taka höndum saman við Frakka að ryðja úr vegi höml- um sem enn væru á að hugsan- ir og fólk kæmust óhindrað ianda milli. Kjarnorkusprengja reynd Brezk kjarnorkusprengja var sprengd í gær á Monte Bello eyjum við norðvesturströnd Ástraliu. Sukarno, forseti Indónesíu, kom í gær í opinbera heimsókn til Washington. ritamálið yrði leyst. Benti hann á, að það hefði nú legið í þagn- argildi í tvö ár. Þessa deilu verður að leysa á þann hátt að báðar þjóðir geti vel við unað, sagði Larsen. Eliki lengur á dagskrá Hansen svaráði, að árið 1954 hefðu Islendingar ekki getað fallizt á tillögu Hedtofts, þá- verandi forsætisráðherra, um að handritin yrðu sameign beggja þjóðanna, Þá hefði Hedtoft lýst yfir að málið væri ekki lengur á dagskrá af Dana hálfu og við það sæti. Danir væru þó enn til viðræðu um handritamálið. Afstaða íslendinga eðlileg ^Larsen kvaðst álíta eðlilegt, að Islendingar hefðu ekki getað fellt sig við tillöguna um sam- eign á handritunum. Það þýddi þó ekki að ekkert væri hægt að gera í málinu. Nú væri heppi- legur tími fyrir dönsku ríkis- stjórnina að hefjast handa um að skila Islendingum handritun- um. Spurði hann forsætisráð- herrann, hvort hann væri fáan- legur til að hefja viðræður um Sendiherra beðinn að vera sjúkur Sir Charles Peake, sendiherra Bretlands í Aþenu, hefur gert grein fyrir, hvers vegna hann var ekki viðstaddur þegar Georg Grikkjakonungur tók á móti Heuss, forseta VesturrÞýzka- lands. Segist Peake hafa verið búinn að þiggja boðið en þá hafi utanríkisráðherra Grikk- lands skýrt sér frá að heppi- legast væri að hann yrði lasinn og gæti ekki komið því gð búast mætti við að honum yrði sýnd fyrirlitning sökum framferðis Breta á Kýpur. Aksel Larsen málið við dönsku stjórnmála- flokkana. Hansen svaraði, að hann teldi slíkar viðræður ekki tímabærar, nú stæðu kosningar fyrir dyr- um á íslandi. Taka upp saiu- Siaiaðl viA Mina Ríkisstjórn Egyptalands k kvað í gær að taka upp stjórn- málasamband við kínversku rík isstjórnina í Peking. Egypta- land er fyrsta arabaríkið sem tekur upp stjórnmálasamband við Peking. Stefna Alþýðuflokksins: engan verkalýðsfulítrúa á þingi Gylli bar sigurorð af Eggerti í átökunum um annað sætið •1 » 1 Mikil átök eru nú innan Hræöslubandalagsins um framboðið í Reykjavík. Fulltrúaráö Framsóknar hefur sem kunnúgt er samþykkt Rannveigu í þriöja sætiö, og í fyrradag hélt fulltrúaráö Alþýöuflokksins fund og ui öu þar grimmileg átök um annaö sætiö milli Gylfa og Eggerts Þorsteinssonar. Hafði Gylfi meira fylgi á fundinum en samþykkt var aö gefa Eggerti kost á fjórða sætinu! Albýðuflokkurinn hefur sem kunnugt er fylgt þeirri megin- reglu i framboðum sínum að eng'an mann úr verkalýðshreyf- ingunni mætti hafa í kjöri. Frambjóðendur til þessa eru Emil Jónsson vitamálastjóri, Guðmundur í. Guðmundsson bæjarfógeti, Friðjón Skarphéð- insson bæjarfógeti, Gunniaugur Þórðarson rádimeytisfulltrúi og fyrrverandi forsetaritari, Bene- dikt Gröndai áróðursstjóri Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, Pétur Pétursson skrifstofustjóri Sendinefnd A.S.Í. komin til Moskva á heimleið Sendinefnd Alþýðusam- bandsins sem boðin var til Sovétríkjanna er nú koinin aftur til Moskva úr ferðalagi sínu um Sovétríkin, og barst Þjóðviljanum um það svo- hljóðandi skeyti í gær frá fararstjóranum: Komin aftur til Moskva. Vellíðan. Sigurvin Símasambandslaust við Austfirði Staurar brotnuðu í óveðrinu á Austur- landi í fyrrinótt Reyðarfirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. 1 gœr (þriðjudag) gerði hvassviðri og krapahríð sem hélzt í nótt og var jörð alhvít í morgun. Töluverðar símaskemmdir urðu af völdum óveð- ursins og nokkrir staurar brotnuðu. Talsambandslaust er við Reylcjavík og Akureyri. Mlkil fækkun boðuð í brezka hernum Hervæðingin er að siiga þjóðina. segir Macmillan fjármálaráðherra Bretum er nauöugur einn kostur aö fækka verulega mönnum í herafla sínum, sagöi Harold Macmillan, fjár- málaráöherra Bretlands, í ræöu í gær. brezkum'iðnaði og eina leiðin til að ráða bót á honum væri að fækka í hernum. V-sprengjutilraun írestað enn á ný Stjórnendur vetnissprengju- ■tilráunar Baiidaríkjanna á Kyrrahafi tilkynntu í gær að enn hefði verið frestað í sólar- hring vegna veðurs að varpa vetnissprengju úr flugvél. Kom- ið er á þriðju viku síðan varpa átti sprengjunni, en því hefur verið frestað hvað eftir annað og veðurfari alltaf horið við. Macmillan sagði, að Bretum væri um megn að bera til lengd- ar jafn þunga hervæðingar- byrði og þeir hefðu gert und- anfarin ár. Brezkt atvinnulíf myndi sligast ef reynt væri til langframa að halda úti fjöl- meniium hér og vinna jafn- framt af kappi að því að fylgj- ast með nýjustu tækni í vopna- smíðum. Ráðherrann sagði, að sér blandaðist ekki hugur um að Bretar ættu að taka þánn kost að fækka verulega möpnum und- ir vopnum en leggja meginá- herzlu á að dragast ekki afturúr öðrurn stórveldum í smíði nýj- ustu og fullkomnustu vopna. Skortur á vinnuafli háði nú og' fyrrverandi verðgæzlust.ióri,, Áki Jakobsson forstjóri og h»g-~ fræðingrur. Verkalýðsfulltrúarnir reknir Á síðasta kjörtímabili voru tveir fulitrúar úr verkalýðs- hreyfingunni á þingi fyrir Al- þýðuflokkinn. Hannibai Valdi- marsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, og Eggert Þor- steinsson, formaður Múrarafé- lags Reykjavíkur. Hannibal Valdimarsson hefur nú verið rekinn úr flokknum. og Eggert Þorsteinsson hefur verið rekinn úr kjördæmi sínu, Seyðisfirði, þar þurfti einn Framsóknarfor- stjórinn að komast að. Hefur þessi framkoma að vonum vak- ið mikla athygli, ekki sízt með- al þess íólks úr verkalýðshreyf- ingunni sem hingað til hefur fylgt Alþýðuflokknum að mál- Allt kom fyrir ekki Mikil átök hafa orðið um þetta atriði innan AlþýðuBokks- ins i Reykjavík. Hér ætluðu hægri forsprakkarnir að hafa í efstu sætunum Harald Guð- mundsson, forstjóra Tryggingar- stofnunarinnar, og Gylfa Þ. Gíslason, prófessor, bankaráðs- mann og margt og margt fleira. Forustumenn Alþýðuflokksins úr verkalýðshreyfingunni gerðu hins vegar kröfu til þess að ein- hver úr þeirra hópi yrði valinn í annað sæti listans og studdu flestir þeirra Eggert Þorsteins- son. Voru haidnir margir fund- ir um málið í uppstillingar- nefndinni en þeim iauk svo að Gylfi fékk öruggan meirihluta. í fyrradag var svo haldinn. fundur í fulltrúaráðinu, eins og áður segir', og urðu þar hörð átök. Lýstu fulltrúar úr verka- lýðshreyfingunni yfir því á fundinum að Alþýðuflokkurinu gertapaði fylgi launþega í bæn- um ef hann héldi sömu stefnu i framboðsmálunum. En allt kom, fyrir ekki; G.vlfi v,ar kos- inn í 2. sætið af talsverðum meirihluta, en Eggert — sem hefur þó verið ölium mönnum þægari hægri klíkunni — var gefinn. kostur á fjórða sæti, næst undir Rannveigu! Mjög mikil óánægja kom einnig fram á fundinum með þá til- högun að hafa liannveigu Þor- steinsdóttur í þriðja sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.