Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Frá vinnustofunni a& Grundarstíg 11
Ein daman þarna kenndi mér
að þekkja á blindraspil og gaf
mér þau svo að skilnaði, hvað
guð launi henni fyrir. ún
sýndi mér einnig ritvél, sem
notuð er til að skrifa blindra-
letur. Það er mjög einfalt verk-
færi, sem gaman gæti verið
að læra að handfjalla. Svo
leiddi hún mig upp á loft og
sýndi mér bókasafnið. Þar er
líka danssalur, því blint fólk
er um margt nauðalíkt hinu
sjáandi, þótt margir sjáandi
menn eigi bágt með að skilja
það, meðal annars getur því
þótt gaman að fá sér snúning.
Eg tók bók úr einni hillunni
og vóg hana í hendi mér og
fannst sem hún myndi vera á
stærð við Vídalínspostillu.
Eg spurði stúlkuna, hvaða
bók þetta myndi vera.
Hún tók við bókinni og gaf
mér þær upplýsingar, að þetta
væri Marie Grúbbe eftir J. P.
Jakobsen, en þó aðeins annað
bindið. Svona eru þær fyrir-
ferðarmiklar og stórar í snið-
um, bækur hinna blindu.
í næstu hillu fyrir ofan
Marie Grubbe var Biblían.
Hún komst reyndar ekki öll
fyrir í einni hillu, þótt hún
væri um tveir metrar á lengd.
Nokkur bindi lágu ofan á hin-
Skúli Guðjónsson:
11
Það var eitt kvöld á síðast-
jliðnu sumri, að útliðnum túna-
jslætti., að .Elias Guðmundsson
;heimsótti mig.
Hér um slóðir er hann reynd-
jar ýmist kallaður Elli frá
jÞambárvöllum, Elli frá Brunná
;eða Eyrár-Elli; og er þó fátt
jeitt nefnt af þeim stöðum, þar
jsem Elli hefur komið við. Síð-
justu árin hefur hann meðal
iannats risið úr rekkju kl. 3
iflestar nætur og stuðlað að
jþvi að Reykvíkingar fengju
Þjóðviljann með morgunkaff-
iinu.
Eri úndanfarin ár hefur hann
jvarið' miklu af tómstundum
isínum til þess að lesa fyrir
jblinda íólkið á Grundarstíg 11,
og þar með komizt í tölu hinna
fáu manna, sem verða réttlát-
ir af verkum sínum, því ef
ekki verður komizt inn í
himnaríki með því að lesa fyr-
ir blint fólk, verður tæplega
hægt að vinna fyrir sáluhjálp
sinni með öðru móti.
Þegar Elli var setztur, segir
hann förmálalaust:
Það er bezt að byrja strax
á erindinu.
Nú, áttu kannski eitthvert
erindi. yið mig? segi ég. Eg hélt
þú værir, bara að koma í kurt-
eisisheimsókn.
Eg er eiginlega kominn til
þín sem nokkurs konar sendi-
herra. heldur EHi áfram. Fólk-
ið í Biindravinafélaginu bað
mig að; hitta þig og bera þér
•kveðju og þakklæti fyrir grein-
arnar þínar í Þjóðviljanum.
Hefur það heyrt þær? spurði
ég næstum, undrandi.
EHa finnst þetta víst dá-
lítið fávísleg spurning, því
hann pyr á móti, næstum
móðgaður,.
Heldurðu að ég hafi ekki
lesið allt fyrir það sem kemur
eftir þig í Þjóðviljanum?
Svo dregur hann hlað upp
úr vasa sínum og les iaf því
nokkrar spumingar, sem hinir
blindu vilja leggja fyrir mig,
meðal annars, hvort ég kunni
blindraletur, hvort ég eigi
blindraspil. og blindratommu-
stokk?
Öllu þessu verð ég að svara^
neitandi. Svona er maður ó-
kunnugur í heimi hinna blindu,
þrátt fyrir allt.
Að síðustu tekur svo Elli af
mér hátíðlegt loforð um að
heimsækja blinda fólkið á
Grundarstíg 11, þegar ég verði
á ferð í Reykjavík næst.
Hann hefur innt sendiherra-
starf sitt af hendi með prýði og
við snúum okkur að öðrum um-
talsefnum.
Og svo var það nokkru sið-
ar, að ég átti leið til Reykja-
víkur og þá efndi ég loforð
það, sem ég hafði gefið Elíasi
og leit inn á Grundarstíg 11.
Eg segi leit inn, þótt slikt sé
að vísu ekki réttilega að orði
komizt, en svona er málvenj-
an rík í manni frá gamalli tíð.
Þetta var í vinnutíma og ég
hef víst gert þarna dálítið verk-
fall, því fólkið kom til mín
hvert af öðru og heilsaði mér
og tók mér sem góðum vini.
Það leiddi mig milli bekkja og
borða og ég fór höndum um
burstana sem það var að binda.
Það setti í gang hinar marg-
víslegustu vélar, sem ég var þó
ef satt skal segja smeykur við,
meðan þær voru í gangi, og
mér virtist, sem það handléki
þessar yélar . á jafn hversdags-.
legan hátt og þegar ég dreg
ljáinn múm á hverfistemjnn,
um sem uppreist stóðu í hill-
unni.
Hvenær skyldi sá tími koma,
að ég hafi elju og tóm til að
læra blindraletur, hugsaði ég
m.eð sjálfum mér, þegar ég
gekk niður í vinnustofuna aft-
ur við hlið fylgjara míns.
Eg hefði gjarnan viljað doka
lengur við meðal þessa góða
fólks, en ég var tímabundinn
og varð að neita mér um þá
ánægju í þetta sinn.
En það sem ríkast hefur ver-
ið í huga mínum í sambandi
við þessa stuttu heimsókn er
stórhugur og bjartsýni íbúanna
á Grundarstíg 11. Það stingur
i svo átakanlega í stúf við sálar-
ástand ýmissa sjáandi manna,
einkum þeirra sem þykjast eiga
eitthvað undir sér, svo sem í
nefndum, ráðum, stjórnum ým-
iskonar allt frá ríkisstjórnum,
niður í stjórnir nautgripa-
ræktarfélaga í afskekktum
byggðum. Þetta er ekki hægt,
eða í bezta lagi: Það verður að
athuga málið, eru slagorð, sem
eru að lama starfsþrek mikils
hluta þess fólks, sem talinn er
vera líkamlega heill. Það er
helzt meðal fólks, sem rnisst
hefur eitthvað af starfsgetu
sinni, eins og t.d. meðal blindra
manna og berklaveikra, sem
glittir í jákvæð viðhorf til lífs-
ins og viðfangsefna þess.
Blindrafélagið hefur þegar
unnið stórvirki. Það hefur kom-
ið upp bækistöð fyrir starf-
semi sína að Grundarstíg 11,
keypti þar hús og stækkaði
allmikíð, og myndi margri
nefndinni eða ráðinu hafa þótt
þ.að mikil fífldirfska af nokkr-
um eignalausum blindum mönn-
um að ráðast í slíkt, og myndi
hafa sagt, ef þeirra ráða hefði
verið leitað, að þetta væri ekki
hægt, eða ef um verulega stór-
huga og velviljaða menn hefði
verið að ræða, að það þyrfti
að minnsta kosti að athuga
málið. En eign þessa mun fé-
lagið nú eiga skuldlaust.
Mætti því ætla, að félag
þetta væri ánægt með það, sem
Orðið er og hygði ekki á stór-
ræði að- sin'ni.
Sú er þó ekki raunin á.
Félagið er nú að hefja smíði
á stórhýsi, þangað sem það
mun flytja starfsemi sína í
fyllingu tímans. Þetta hús verð-
ur miklu stærra en svo, að vist-
fólkið að Grundarstíg 11 þurfi
á þvi öllu að halda. Þarna er
verið að búa öðru blindu fólki
atvinnuaðstöðu við þess hæfi
og skapa því þau þægmdi, sem
líf án Ijóss hefur upp á,. að
bjóða.
Blindrafélagið hefur nokkur
undanfarin ár haft merkjasölu
til ágóða fyrir starfsemi sína.
í byrjun nóvember.
Og enn á þessu hausti mun
það efna til slíkrar sölu.
Og nú þarf mikils við, því
húsið nýja kallar á mikla pen-
inga.
Og þegar ég nú skora á
Reykvíkinga og aðra, er þess-
ar línur lesa, að bregðast vel og
enn betur en áður við merkja-
sölu félagsins að þessu sinní,
þá skírskota ég ekki fyrst og-
fremst til mannkærleika, hjálp-
fýsi, hjartagæzku, fórnfýsi og
annarra kristilegra og hálf-
kristilegra dyggða, sem oft eru
nefndar við slík tækifæri.
Eg bendi aðeins á það, að
með því að kaupa þessi merkí
eru kaupendurnir að votta
þeim, sem að merkjasölunni
standa, verðskuldaða og sjálf-
sagða viðurkenningu fyrir
dugnað þeirra, framsýni og á-
ræði, ekki einungis um það
að sjá sjálfu sér farborða, held-
ur miklu fremur fyrir hitt að
búa þeim sem eins er ástatt.
fyrir skilyrði ‘tii að lifa lífi.
sínu. á sém eðlilegastan hátt.
Sumir segja í tíma og ótíma:
Þetta er ekki hægt, um við-
fangsefni, sem í raun og veru
eru ákaflega auðveld í fram-
kvæmd.
Aðrir vinna það sem í raun
og veru er óframkvæmanlegt,
frá venjulegum sjónarmiðum
séð, möglunar- og æðrulaust.
Undir slíkum kringumstæðum
getur það verið þeim er fram-
kvæmir hið óframkvæmanlega
geysileg uppörvun og hvatning.
ef hann fær þó ekki sé nerrja
pínulitla viðurkenningu um að
hann standi sig vel.
Slíka viðurkenningu gefst
mönnum kostur á að sýna
Blindrafélaginu, með því að
kaupa merki þess á morgun.
Thor Vilhjálmsson:
Bein þú örvum þínum í aðra átt“
n
„Fréttir Ríkisútvarpsins hafa
verið í algerum Morgunblaðs-
stíl að undanförnu“. Svo segir
í Þjóðviljanum í fyrradag.
Mætti ég sem kaupandi blaðs-
ins og efnismiðlari og hlustandi
á fréttir útvarpsins stinga upp
á því að Morgunblaðinu sé
sýnd fullmikil virðing með
samanburðinum en sannleikan-
um of lítil.
Helztu forsendur ofanskráðr-
ar ákæru munu vera þær að
ofbeldi hinna langþjálfuðu ný-
lendufanta brezkra og franskra
„heitir á máli fréttastofunnar“,
i segir blaðið: „landganga“. Mér
telst að í sama tölublaði Þjóð-
viljans sé á forsíðu notað sama
orðalag einum 7 — sjö — sinn-
um.
„Og fréttastofan hefur ekki
blygðazt sín fyrir að nota orð-
ið „lögregluaðgerðir" segir
blaðið enn; og heldur áfram:
„en sá munnsöfnuður er beinn
arfur frá þýzku nazistunum
í síðustu heimsstyrjöld". Hér
ey höggvið stórt en staðið tæpt.
Kannski mætti benda á að
þetta ískyggilega prð kom fyr-
ir í fréttum af ræðum Edens og
stefnubræði'a hans. Að breyta
því þýðir fölsun fréttar. í dag
flytur Þjóðviljinn leiðbeining-
ar mn fréttastarfsemi og nægir
að vísa þangað í stað þess að
teygja þetta.
Dylgjur um þjónustusemi
fréttamanna útvarpsins við
Bjama Benediktsson (væntan-
lega fyrrv. ráðherra) eru þeirr-
ar tegundar að ég vjl ekki
gremja sjálfan mig, óvarkáran
greinarhöfund né lesendur með
því að sinna slíkum firrum
Væri ekki rétt að virkja
þessa órósemi og beita vopnum
sínum fremur til fordæmingar
á níðingskap stórveldanna þessa
dagana, Rússa, Breta og
Frakka gagnvart litlu fólki sem
er eins og þú og ég.
Eða eigum við að kalla það
,,fadessur“ þegar alþýða land-
anna er kramin niður í götu-
steinana með skriðdrekum og
fólkið sprengt eins og flugur.
Fyrir hverju er þá verið að
berjast?
8, nóv ’56
Thor Vilhjálmsson.
Ég get því miður ekki verið
sammála Thor Vilhjálmssyni
um fréttaþjónustu ríkisútvarps-
ins. Ég skal sleppa málalenging-
um, enda mun flestum hlust-
endum í fersku minni hvernig
hörmungar Ungverja virtust
' -. ' - i ■ . ,
mældar á allt aðra vog en
hörmungar Egypta — og hvern-
ig er hægt að vega mannlega
þjáningu? í frásögn íslenzka
ríkisútvarpsins bergmálaði
fréttaflutningur Breta, er þeir
reyndu að fela framkomu sína
bak við framferði sovézka hers-
ins í Ungverjalandi. Og í sama
mund virtist ríkisútvarpið vera
orðið að fréttastofnun Sjálf-
stæðisflokksins, eins og þegar
það flutti með mikilli virðipgu
frásögn af hinum ósæmilega
fundi sem sá flokkur hélt í
nafni stúdenta og rithöfunda
s.l. sunnudag eða þuldi hvað
Ólafur Thors ætlaði að segja
á þingfundi. Ég gæti rakið
mörg dæmi önnur, en með
þessu móti hefur fréttastofa
ríkisútvarpsins orðið til þess að
aðstoða forsprakka Sjálfstæðis-
flokksins við að hagnýta er-
lend harmtíðindi til óþurftar-
verka hér heimafyrir. Ég er
sammála Thor um það að á-
stæðulaust er að elta ólar við
mistök — þau verða vonandi
Framhald á 11. síðu