Þjóðviljinn - 10.09.1958, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 10.09.1958, Qupperneq 9
4T ÓSKASTUNDIN Miðvikudagur 10. september — 4. árgangiir — 29. tölublaS, POSTHÓLFIÐ Kæra Óskastund! Ég hef alltaf ætlað að skrifa þér, en aldrei komið því í verk. Eg safna Óskastundinni og mér finnst voða gaman að lesa hana. Viltu birta textann Flökku-Jói, þegar þú get- ur. Mig langar mikið til að læra hann. Svo ætla ég að rugla stöfunum í nokkrum nöfnum og biðja þig að birta þau: 1. nagýgd, 2. faísf, 3. ímaar, 4. vkaióta S VÖR Ráðningar á gátum í síðasta blaði: 1. Vindur- inn, 3. Skugginn. >•••••«•••••••••••• Vertu blessuð og sæl Óskastund mín, Iivernig er skriftin? þín Rjörk, 10 ára. Kæra Óskastund! Ég þakka þér fyrir ail- ar ánægjustundirnar, sem þú hefur veitt mér í þessi tvö ár, sem ég er búin að safna þér. Mér finnst mjög gaman að framhaldssögunni Dansleikurinn eftirSelmu Lagerlöf og það væri gaman að fá fleiri þann- ig sögur. Ég er servíettu- safnari og safna líka glansmyndum, og hef á- huga á dægurlagatext- um. Mig langar til að biðja þig að birta fyrir mig textana Allt á floti, Mærin frá Mexicó og Stungið af. Ég ætla að senda þér leikrit og sögu með mynd. Þú verður að fyr- irgefa hvað það er illa teiknað. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni. Vertu blessuð og sæl, þín Kittý Dóra. Björk: Við þökkum þér fyrir bréfið og þrautina. Skriftin þín gæti verið betri. Á mörgum stöðum gleymir þú punkti ýfir i og kommu yfir ö og ó. Þetta er slæmt og hirðu- leysislegt, Eins gleymir þú ? á eftir beinni spurn- ingu. Allt þetta verður þú að laga í vetur, þegar þú ferð að ganga í skól- ann og einbeita þér að náminu. Annars er skemmtilegur stíll á. skrift þinni og hún er persónuleg. Það eru góð- ir kostir, sem þú skalt leggja rækt við. Kitty Dóra: Því miður erum við ekki í sam- bandi við neinn sérfræð- ing, er gæti lesið skap- gerðareinkenni manna úr rithönd þeirra. Slikir menn munu finnast hjá stærri og ríkari blöðum en okkar er. En við þurf- um engan rithandarsér- fræðing til að segja okk- ur að Kittý Dóra er á- reiðanlega dugleg og viljaföst stúlka, fyrst hún skrifar okkur langt bréf, sögu, leikrit og sendir þar að auki mynd. Bréfið er skrifað með skýrum, læsilegum stöf- um og stafsetning góð. LANDHELGl Eftir Sigríði Einarsdóttur frá Munaðarnesi: Hafblámans lielgi vafið hvítra jöklanna land. Þar sem. þitt gull eí grafið gnauðar báran við sand. Vafið sólhlýjiun vindum, varið ásælni skalt, laugað blátærum lindum iand mitt, en engiun falt. Alfrjáls eign þinna barna, undranna stórbrotna land. — Enn skín þín ástarstjarna, eim rís bára við sand. Prófessorinn í rökfræði: Gleraugun mín eru horf- in. Þar af leiðir, að ann- að hvort hefur þjófur .stolið þeim, eða þá að enginn þjófur hefur stolið þeim. Ef eng- inn þjófur hefur stolið þeim, þá væru þau ekki horfin. Þar af leiðir, að þjófur hefur stoljð þeim. Hafi nú þjófur stol- 'ið þeim, þá hefur hann annaðhvort þurft þeirrá með, eða hann hefur ekki þurft þeirra með. Ef hann hefði ekki þurft þeirra með því hefði hann þá átt að stela þeim? Þar af. leiðir, að han.n hefur þurft þeirra með. En ef hann hefur í þurít gieraugna með, þá RÖK- FRÆÐl hefir hann ekki getað séð, hvar þau voru. Þar af leiðir, að þjófur hef- ur ekkj stolið þeim, Og hér eru þau ekki, það sé ég. En hvernig get ég séð Mynd úr skólanum. það? Til þess að geta séð það, verð ég að hafa gleraugu á nefinu. Þar af leiðir, að ég hef þau á nefinu. — Og þar voru þau. Þann- ig hjálpaði rökfræðin honum til að finna gler- augun aftur. (Helga í Öskustónni.)' MYNDIN af auðkýfingnum Auðugur maður lét mála af 'sér mynd. Á myndjnni var hann næst- um því fríður, en í raun og veru var hann ljótur eins og skrattinn. Nú bauð auðkýfingurinn nokkrum vinum sínum. heim til að láta þá dást að myndinni. Sá fyrsti sagði: „En hve hatturjnn er vel Framhald á 2. síðu. Finnland vann unglingakeppni INorðurlanda í frjálsíþróttum Fyrir stuttu fór fram keppni í frjálsum íþróttum milli ung- lingalandsliða Noregs, Finnlands og Svíþjóðar; fór keppnin fram í Bergen í Noregi. Veður var ekki gott fyrri daginn, rigning og blautar brautir, en síðari daginn var þurrt og gott veður. Þó var árangur yfirleitt góður og í keppninni náðist betri árangur, en áður í 9 greinum. Finnland vann með miklum yf- irburðum, fékk 143 stig, Svíþjóð varð í öðru sæti með 132 st. og Noregur fékk 113 st. Finnland tapaði þó 7 stigum er 110 m grindahlaupari þeirra var dæmd- ur úr leik fyrir að setja annan fótinn út fyrir eina grindina. Finnarnir voru yfirleitt beztir í hlaupunum. Þeir unnu tvöfaldan sigur á 3000 m og þeir unnu einn- ig örugglega hindrunarhlaupið. Bezti maður Finnanna og sá sem fékk verðlaun sem slíkur var hástökkvarinn Henrik Hellen stökk 2.00 m. Bezti Norðmaðurinn var Jan Gulbrandsson sem átti mestan þáttinn í því að Noregur vann 1000 m boðhlaupið, og hann vann einnig bæði grindahlaupin. Svíinn Gústafsson var útnefnd- ur bezti Svíinn og fékk fyrir það sérstök verðlaun, sérstaklega fyrir sigur sinn í 400 m hlaupi. Til gamans fyrir íslenzka frjáls- íþróltadrengi og aðra þá sem gaman hafa af því að bera saman árangur unglinga okkar og þeirra sem komu fram á mótinu í Berg- en, verður hér getið bezta manns frá hverju landi í hverri grein og hvar í röðinni þeir voru: 110 m grindahlaup: 1. Jan Gulbrandson N 15,2 2. Ove Anderss.on S 15,4 5. Martti Setala F 16,2 100 m hlaup: 1. Sven Áke Lövgren S 10,6 Þýzk sveit jafnar heimsmet í 4x100 boðhlaupi Á móti sem nýlega var haldið í Köln í Vestur-Þýzkalandi jöfnuðu hinir frábæru spretthlauparar Þjóðverja heimsmet Bandaríkja- mannanna i 4x100 m boðhlaupi. Timi sveitarinnar var 39,5 sek., en það $r sami tími og sveit Bandaríkjamanna náði á O. L. í Melbourne 1956. Þjóðverjarnir bættu Evrópu- metið sem var 39,8 sek. og sett af Rússum. Hvorki meira né minna en 50 þús. áhorfendur voru viðstaddir mótið sem fór fram í flóðljósi. 2. Fred. Hulth N 4. Pauli Ny F 200 m hlaup: 1. Ove Jonsson S 2. Björn Berglund N 4. Seppo Kesti-Helia F 400 m hlaup: 1. Jan Olof Gustafsson S 2. Jens Chr. Berge N 4. Rayno Nordström F 800 m hlaup: 1. Raimo Nordström F 2. Jens Chr. Berge N 5. Bo Svensson S 1500 m hlaup: 1. Sakari Peltoniemi F 3. Sven Olof Larsson S 5. Thorleif Molaug N 3000 m hlaup: 1. Sakari Peltoniemi F 3. Bengt-Áke Olsson S 4. Kjell Teien N 400 m grindahlaup: 1. Jan Gulbrandson N 2. Pertto Arraviita F 3. Leif Iibrant S 1500 m hindrunarhlaup: 1. Easto Siren F 2. Leif Mossberg S , 5. Ole Ellefseter N Sleggjukast: 1. Arne Lothe N 2. Jan Erik Andersson S 3. Antti Matinolli F Langstökk: 1. Per Martin Haar N 2. Juani Oddema F 3. Tore Hedner S Stangarstökk: 1. Pentti Nikkula F 2. Lennart Flennemo S 5. Per Hytten N Kringlukast: 1. Alpo Nisula F — Miðvikudagur 10. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (31 10,9 11,0 22,2 22,3 23,0 49,5 49,7 50,4 1.54,8 1.55,0 1.57.5 3.58,0 3.59.7 4.03,4 8.32.8 8.35.8 8.41.8 53.3 55.4 55,4 4,17,10 4.18.5 4.28,2 53,71 52,54 52,16 7,07 7,03 7,03 4,10 3,90 3,60 44,46 3. Lars Haglund S 43,22 4. Björn Wisur N 42,47 Spjótkast: 1. Sven Hove N 67,85 2. Seppi Laakso F 64,04 3. Reino Tunberg S 63,04 Hástökk: 1. Henrik Hellen F 2,00 2. Jan Pettersson S 1,91 4. Hans Eikeland N 1,91 Kúluvarp: 1. Alpe Nisula F 15,97 2. Lennart Blyberg S , 14,22 5. Johan Fjærestad N 13,94 1000 m boðlilaup: 1. Noregur 1.53,8 2. Svíþjóð 1.59,7 3. Finnland 1.59,8 Ekki ráð nema í tíma sé tekið Eins og áður hefur verið frá sagt hér verður heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu eða loka- þáttur hennar í Chile 1962, og í tilefni af því og sem þáttur í und- irbúningnum ætlar enska lands- liðið í keppnisferðalag um Suður- Ameríku og keppir þar nokkra landsleiki næsta vor eða í maí 1959. Ákveðnir hafa verið þessir leikir: 13. maí við Brazilíu í Rio. 17. maí við Peru í Lima, 20. maí við Mexíkó og fer sá leikur fram í Mexikó City. Þá er ákveðinn leikur við Bandaríkjamenn 24. maí og mikill áhugi fyrir honum, því að það er í fyrsta sinn sem þe|ssi lönd ieika saman síðan Bandaríkin unnu Bretland í H.M. keppninni 1950, en það vakti heimsathygli. Úrslitin urðu 1:0 fyrir Bandaríkin, (í borginni Belo Horizonte i Brazilíu. Asplund setur Norðurlandamet ^ Á alþjóðlegu móti sem haldið var í Boorlange í Svíþjóð fyrir stuttu setti Svíinn Birgir Asp- lund nýtt Norðurlandamet og sænskt met í sleggjukasti og var árangur hans 63,12 m. Bezti árang- ur í öðrum greinum varð: Há- stökk Stepanoff, Sovét. 2,05, Pett- erson frá Svíþjóð varð annar með sömu hæð. Mal Spence frá Suður- Afríku vann 200 m á 21,3 sek. og landi hans D. Burger vann 110 m grindahlaup á 14,6. Sigurveg- ari í 5000 m hlaupi var Rússinn Pudoff á 14,23.2. Spjótkast vann. Kustnetsoff, Sové. 72,26, 800 m Peddlington frá Nýja-Sjálandi 1,51,3, 400 m Mal Spence Suður- Afríku, 47,1 sek.., 3000 m hindr- unarhlaup, Rsjisjin Sovét. 8,49,0, stangarstökk Lennard Lind Svl- þjóð 4,30 og Bulatoff hafði sörnu hæð. Kúluvarp Lipsnis SovéL 17,21, þrístökk V. Kreer Sovét. 15,20. L—ítið á merkin Ö—hætt er að treysta T—empó U—ndir öllum kringumstæðunt S—máfólkið þarf sitt: B—arnafatnaður tJ—tifatnaður Зa I—nnifatnaður. N—ánar að sjá í Hafnarfirði

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.