Þjóðviljinn - 24.11.1959, Side 9
EJ
Þriðjudagur 24. uóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Sjú En-Iæ, forsætisráðherra Iíína, og IIó Lung, varaforsætisráðherra, í hópi kínverskra íþrótta-
nianna, scm bætt hafa landsmetin á síðustu árum. Iþróttamennirnir, sem á myndinni sjást,
leggja stuiid á hinar ýmsu greinar íþrótta: frjálsar íþróttir, sund, Iyftingar, skotfimi, fjall-
göngur, fallhlífarstökk, borðtennis og mödelilug.
Frá tólíía ársþingi Frjálsíþróttasambands íslands:
Á laugardag var 12. þing
Frjálsiiþróttasambands Islands
sett að Grundarstíg 2, og voru
þar komnir fulltrúar frá 8
sambön,dum, sem að FRÍ
standa, með 37 atkvæði.
Setti formaður FRl þingið og
bauð fulltrúa velkomna. Minnt-
ist hann Helga frá Brennu sem
féll frá á árinu, en hann var
mikill áhugamaður um frjálsar
iþróttir og forystumaður um
langt skeið. Risu menn úr sæt-
um til að minnast þessa fallna
forystumanns.
Brynjólfur Ingólfsson flutti
skýrslu sambandsins og var
hún hin fróðlegasta og sýndi að
stjórnin hefur haft mörg járn
í eldinum og unnið mjög vel að
því að efla sambandið við aðr-
ar þjóðir. Sagði Brynjólfur að
tekizt hefði að ná samkomu-
lagi við Austurþjóðverja um
það að B-lið þeirra keppi við
A-lið okkar, og fara ókkar
menn til A.-Þýzkalands næsta
haust, en Þjóðverjar koma
hingað 1961. Keppnin næsta
ár er ákveðin 11.—12. sept.
Brynjólfur sagði ennfremur,
að Pólverjar væru áhugasamir
um samvinnu, en hún gæti ekki
hafizt fyrr en árið 1961, þar
sem keppnistímabilið næsta ár
værj ákveðið.
Þá liggur fyrir boð um
keppni milli Manitoba og ís-
lands síðari hluta júlí 1960, en
ekki liggur neitt fyrir um fjár-
hagshliðina á því boði.
Verða síðar birtir kaflar úr
skýrslu stjórnarinnar.
Einnig verður síðar vikið að
skýrslum útbreiðslunefndar og
laga- og lei'kreglnanefndar, sem
fluttar voru af formönnum
nefndanna.
Stjórnin endurkosin
Stjórn sambandsins var end-
urkjörin, nema hvað Guðm.
Sigurjónsson, sem lengi hefur
verið varaformaður FRt og
Bragi Friðriksson formaður
útbreiðslunefndar, báðust und-
an endurkosningu.
Var öll stjórnin kosin mót-
atkvæðalaust, en hana skipa
nú:
Brynjólfur Ingólfsson for-
maður og meðstjórnendur: Lár-
ur Halldórsson, Jóhannes
Sölvason og Jóhann Bernhard.
Stefán Kristjánsson formaður
laganefndar og Örn Eiðsson
formaður útbreiðslunefndar.i
Varamenn: Kjartan Guð-
mundsson, Ingi Þorsteinsson og
Jón M. Gutlnundsson. Þorgils
Guðmundsson varaformaður
laganefndar og Einar Kristj-
ánsson varaform. útbreiðslu-
nefndar.
I dómstól FRÍ voru kosnir:
Jóhann Bernhard, Jón M. Guð-
mundsson og Þórarinn Magn-
ússon.
Endurskoðendur voru kosnir:
Gunnar Vagnsson og Ármann
Pétursson.
Mörg mál og tillögur voru
bornar fram og samþykktar
og verður þeirra getið hér nán-
ar síðar.
Ágiísta setti met á 50 m og
sigraði Weiss í Haínarfirði
Á föstudagskvöldið keppti
austurþýzka sundfólkið sem hér
er í boði Ármanns, í Hafnar-
firði og var 'keppnin skemmti-
leg og náðist góður árangur
I sumum greinum, Ágústa
vann Weiss á 100 m skrið-
sundi og Ágústa setti einnig
met í 50 m skriðsundi og var
tíminn 29,4 sek. sem er mjög
góður árangur. Átti hún sjálf
eldra metið sem var 30,1.
Hefur Ágústa sýnt að hún er
þegar í mjög góðri þjálfun og
árangur hennar í þessum sund-
um mjög góður.
Konrad Enke synti 200 m á
betri tíma en í Sundhöll
Reykjavíkur eða á 2,40,4. I
100 m bringusundi kvenna
sýndi Sigrún Sigurðardóttir enn
einu sinni að hún er í stöðugri
framför, og sigraðj hún hina
ágætu Hrafnhildi Guðmunds-
dóttur, methafann í greininni,
og var það skemmtilegt einvígi
á milli þeirra.
Annars var bezti árangur
þessi:
50 m skriðsund kvenna:
Ágústa Þorsteinsdóttir Á, 29,4
Hrafnhildur Guðm. IR 35,1
100 m skriðsund kvenna:
Ágústa Þorsteinsd. Á 1,06,7
G. Weiss A.-Þ. 1,07,9
100 in bringusund kvenna:
Sigrún Sigurðard. SH, 1,28,6
Hrafnhildur Guðm. iR, 1,29,6
200 m flugsund karla:
Jiirgen Dietze A.-Þ 2.42.7
Guðmundur Gíslason IR, 2,52,0
200 m bringusund karla:
Konrad Enke A.-Þ. 2,40,4
Einar Kristinsson Á, 2,51,6
200 m skriðsund karla:
Frank Wigand A.-Þ., 2,10,1
Guðmundur Gíslason ÍR, 2,16,6
100 m baksund karla:
Jurgen Dietze A.-Þ. 1,08,8
Frank Wigand A.-Þ. 1,09,3
50 m skriðsund drengja:
Þorsteinn Ingólfsson ÍR 29,2
Birgir R. Jónsson Á 29,4
100 m skriðsund drengja:
Þorsteinn Ingólfsson ÍR 1,24,9
Sigurður Ingólfsson Á 1,27,4
Bjargvættur
Framhaid af 5. síðu
bera lof á piltinn fyrir að bjarga
lífi Adenauers. Beyersdorf kom
þá ásamt jafnaldra sínum og
skólafélaga til lögreglustöðvar-
innar í Munchen og afhenti þar
pakka, sem bar utanáskrift Ad-
enauers kanzlara. Ókunnur mað-
ur hafði beðið piltana að láta
pakkann í póst á póststofu að-
aljárnbrautarstöðvarinnar í borg-
inni.
Það kom í ljós, að pakkinn var
hlaðinn sprengiefni, sem sprakk
þegar hann var opnaður.
Sprengjusérfræðingur lögregl-
unnar beið bana þegar hann
opnaði pakkann.
Edward sonur minn
Framhald af 6 síðu.
Valur skýrt og skorinort og
dæmir þó ekki, niannlegur
skilningur og gerhygli ein-
kennir leik hans. I höndum
kimnisnauðs leikara gæti
Arnold orðið með öllu óþol-
andi, en Valur gleymir sízt
hinum skopiegu hliðum;
þróttmikil kímni hans fær
miklu orkað. Öll er túlkun
hans laus við tilgerð og öfga,
hér er af nærfærni slegið á
marga strengi.
Ekki er síður mikils vert
um svipmikinn og innilegan
leik Regínu Þórðardóttur,
hun lýsir dapurlegum ævi-
ferli frú Holt af sannri við-
kvæmni og ósviknu raunsæi,
góð og geðþekk kona sem
‘unir glöð við lítil efni, en
verður því óhamingjusamari
sem hún er auðugri: eigin-
maður og sonur leggja líf
hennar í auðn. Við sjáum
Ijóst hvernig vonbrigðin og
örvæntingin breyta hinni
ungu heilbrigðu konu í
drykkjusjúkling, hún verður
æ veikari á taugum, æstari í
skapi, öil vera hennar sem
opin kvika. Ævilok hennar
túikar Regína af djúpri inn-
lifun og svo hnitmiðaðri
leikni og sérstætt má kalla,
örlög hinnar ólánsömu hefð-
arkonu hljóta að fá á þá sem
á lilýða.
Hlutverk hjónanna eru
girnileg viðfangs þrátt fyrir
allan reyfarabrag, en um vin
þeirra Parker lækni gegnir
öfugu máli. Hann kemur mik-
’ð við sögu, en er svo hvers-
dagsleg persóna og flatn-
eskjuleg af höfundanna hálfu
að jafnvel Róbert Arnfinns-
son getur ekki bjargað hon-
um með eðlilegum og geð-
feldum ieik; Parker verður
aldrei annað en leiðinlegt
góðmenni og ógerlegt að
skapa hugtæka mannlýsingu
úr svo feysknum efniviði. 1
annan stað varð ólánsmaður-
inn Harry Soames mjög lif-
andi og minnisverður í
snjallri og hnitmiðaðri túlkun
Rúriks Haraldssonar, leikur-
inn þrunginn sannfæringar-
krafti, ríkur að áhrifamiklum
blæbrigðum, stór í eniðum;
Harry Soames er eflaust
meðal beztu afreka hins mik-
ilhæfa leikara.
Edward er að sjálfsögðu
settur i dýran og frægan
einkaskóla og rekinn þaðan
fyrir óknytti og ósæmilega
hegðun; en hinn voldugi og
elungni faðir hans beitir of-
beldi að vanda, kaupir skól-
ann og kúgar yfirboðarana
til hlýðni. Þetta velsamida at-
riði naut sín ekki til fullrar
hlítar, leikstjórinn gerir hlut
skólans of lítilmótlegan til
þess að átökin verði eðlileg
og sterk. Kennararnir tveir,
Baldvin Halldórseon og Helgi
Skúlason, eru ekki annað en
skrípamyndir, skoplegar að
vísu, en ósamboðnar hinni
virðulegu stofnun; skóla-
meistarinn Haraldur Björns-
son er réttilega fyrirmann-
legur maður og ekörulegur,
en ofleikur á köflum. Svipaðs
misskilnings gætir víðar, til
dæmis er Bessi Bjarnason svo
afkáralega hrumur og hlægi-
legur þjónn að hann „stelur“
ósjálfrátt heilu atriði.
Mörg emáhlutverk önnur
eru í leiknum, og vel á ýms*
um haldið. Margrét Guð-
mundsdóttir er einlæg og
sönn í góðu gervi alþýðu-
stú'kunnar ungu sem verður
barnshafandi of völdum Ed‘
wards, saklaus og viðfeidin
eins og hún á að vera. Klem-
enz Jónsson er líka mjög
sannfærandi í hlutverki
einkaritarans, strokinn og
enskur á ytra borði, alger
augnaþjónn og skósveinn
herra síns. Bryndís Péturs-
dóttir sómir sér vel sem kona
Edwards, einkum í lokin; Jón
Aðiis er virðulegur sérfræð-
ingur í voðvasjúkdómum og
Þorgrímur Einarsson eðlileg-
ur einkanjósnari. Loks fer ný
og kornung ieikkona, Þóra
Eyjalín Gísladóttir með all-
mikið hlutverk, hún er ritari
og síðar hjákona hins foi-
ríka lávarðar. Þóra er gervi-
leg og «kýrmælt og reynir
eftir föngum að iýsa fra:n-
girni og veraldarmennsku
hinnar glæsilegu stúlku, en er
nokkuð tilgerðarleg og sann-
færir ekki, enda fáir smiðir
í fyrsta sinn.
Leiktjöldin hefur Gunnar
Bjarnason málað, og er þar
um mikið og vandasamt verk
að ræða. Stofurnar eru sox
alls og eiga meðal annars að
sýna þær ævintýralegu breyt-
ingar sem verða á högum.
Arnolds Holts; þeim tilgangí
er ekki náð. Þokkalegri lítilli
íbúð Holts í fyrsta þætti er
ágætlega lýst, en skrifetofa
hins volduga auðjöfurs mjög
fátækleg og ótæk með ölliu
og um salinn mikla á heimiii
hans sem einmitt á að vitra
ljósast um há metorð og gíf-
urlegan auð gegnir svipuðu:
máli. Húsgögnin eru ekki
heldur til fyrirmyndar, £
miðju gólfi í vietarveru þess-
ari stendur sófi svo naumur
á alla vegu að tæpast rúmrr
tvo menn.
Leikstjóri er Indriði Waare-
og er þegar drepið á einstök
atriði sem betur mættu fara.
Þegar á allt er litið er góð-
ur heildarsvipur á þessarí
sýningu, átökin víðaet eins r-
hrifamikil og sterk og til má
ætlast og skipað í hlutverk rf
glöggsýni, enda vakti leikur-
inn mikla ánægju leikgesta.
Á frumsýningu var minnzt
tuttugu og fimm ára leika -
mælis Regínu Þórðardóttur,
hinnar mikiihæfu og ástsæhi
leikkonu. Áhorfen(Jur fögn-
uðu henni í leikbyrjun með
löngu lófaklappi og hyllta
hana ákaft og innilega í lok-
in; Guðlaugur Rósinkranz oj
Valur Gíslason fluttu henni
hjartnæm ávörp, þakkir og
blóm, en listakonan svaraði
með stuttri fallegri ræðu og
þakkaði öllum samstarf
mönnum sínum og áhorfend-
um; að endingu var allt sviö-
ið þakið blómum. Þjóðviljin i:
hefur áður minnzt þessara.
tímamóta á farsælum leikferb;
Regínu Þórðardóttur, og hér
gefst því miður hvorki tírr i
né rúm til að rifja upp af-
rek hennar og gifturíkan hh t:
í sögu is’enzkrar leiklista ,
ég leyfi mér aðeins að flytja.
henni einlægar þakkir, árm.
henni mikilla heilla.
ÁHj. ,