Þjóðviljinn - 13.06.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.06.1962, Blaðsíða 6
Frá dcild Islands á norrænu heimilisidnaðarsýningunni í Danmörku 1953. í Reykjavík í júlí Nörrænt heimilisiðnaðarþing verður haldið hér í Reykjavík dagana 28. 29. og 30. júlí í sum- ar. Samtímis og eí til vill nökkuð lengur, verður hér sýn- ing á heimilisiðnaði írá öllum Norðurlöndunum. Þing og sýn- ir^g verða í Iðnskólanum í Reykjavik. Eins og mörgum er kunnugt hafa heimilisiðnaðarfélög á ; iNorðurlöndum með sér sam- band og' ' samvinnu nokkra. 'r:í>riðja hvert ár hittast fulltrú- • ar Norðurlanda til fundar eða þinghalds um þessi mál, svo og annað þa'ð heimilisiðnaðarfólk, sem komið getur því við að mæta, og hafa með sér úrval heimilisiðnaðar frá hverju iandi, sem svo er sýnt á sam- eiginlegri sýningu, hvert land með sína deild. Gefst þannig færi á að skoða nýjungar og bera saman árangur frá síðustu sýningu, jafnframt því, að rædd eru á þinginu ýrrts mál og vandamál heimilisiðnaðarins, fyrirlestrar haldnir og fræðsla önnur ýmiskonar. Þing þessi eru þannig 15. 'hvert ár í hverju Norðurland- anna fyrir sig. Var haldið á Is- lándi í fyrsta sinn árið 1948, (6. þingið) og svo nú aftur 14 árum síðar (11. þingið). Veltur því á miklu að vel takist, þar sem svo langt er milli þings cg okkur gefst ekki tækifæri aft- ur fyrr en að 15 árum liðnum, að bjóða heim eða standa fyrir slíkri norrænni samvinnu. Heimilisiðnaðarfélag Islands hefur fullan hug á að vel megi takast og hefur fyrir löngu haf- ið undirbúning að þingi og sýn- ingu þessari og þá ekki sízt að sýningardeild íslands, og hafa þegar fyrir nokkuð löngu ver- ið send bréf til kvenfélagasam- banda um allt land um söfnun og val muna. Þá er einnig löngu hafinn undirbúningur að móttöku hinna mörgu erlendu gesta, sem væntanlega verða um 150, og með íslenzku heim- ilisiðnaðarfólki líklega nálægt 200. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur vinsamlegast tekið að sér að útvega hótelherbergi handa hinum útlendu gestum, svo og að undirbúa og sjá um hópferð- ir þeírra um 'landið. Félagar í Heimilisiðnaðarfé- lagi íslands eru velkcmnir til þings þessa og væri æskilegt að tilkynnt væri þátttaka. Dag- skrá þingsins er að verða til- NYLON regnfrakkar Verð aðeins kr. 575.00. Verzlunin Miklatorgi. F'orstöðukonustaða Staða forstöðukonu í Vífilsstaðahæli er laus til umsóknar. Laun íamkvæmt VIII. flokki launalaga. Umsóknir með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 15. júlí njk. SKRIFSTOFA RlKlSSPlTALANNA. búin og mun verða send félög- um Heimilisiðnaðarfélagsins, svo og einnig listi um ferðir þær, er farnar verða um og eft- ir þingið, sem að vísu eru að- allega gerðar fyrir hina erlendu gesti, en íslenzkir heimilisiðn- aðarfélagar eru einnig vel- komnir til að taka þátt í. Eigi síður er æskilegt, að þeir, sem eiga fallega og vand- aða heimagerða muni, helzt nýja eða frá síðari árum, gefi kost á þeim til sýningar og til- kynni þáð til stjórnar kvenfé- laganna á hverjum stað, utan Reykjavíkur, en þau eru beðin að sjá úm val munanna og senda þá til sýningarnefndar. I Reykjavík má tilkynna og senda muni beint til Heimilis- iðnaðarfélags Islands og helzt senda ljósmynd eða lýsingu með tilkynningu. Munir þurfa að vera ltomnir til sýningar- nefndar í Reykjavík í síöasta lagi í lok júní. Eigi er alveg öruggt að allir innsendir munir komi með á sýninguna. Bæði verður val nokkurt við uppsetningu sýn- ingarinnar, eins og gert er um sýningar hinna Norðurland- anna, og svo er sýningarrými heldur ekki ótakmarkað. — Heimilisiðnaðarfélagið tryggir alla innsenda muni, frá því þeir fara frá eiganda eða send- anda, þar til þeir koma til hans aftur, það er: frá byrjun júní til loka ágúst. — Gert er ráð fyrir að sýning- ardeild Islands sýni að veru- legu leyti ullarvörur, enda Is- land jafnan talið „ullarlandið" í þessu norræna samstarfi og hlutur eða framsaga íslands á þinginu einmitt um ullina, not- kunarmöguleika, gæði og kennslu í ullarmeðferð og tó- vinnu. Aðrir munir eru þó einnig æskilegir til fjölbreytni, svo sem: Útsaumur gerður úr ísl. efni, svo og munir úr foeini, horni, tré eða málmi. — Muni getur hver og einn sent, hvort sem er heimilisiðnaðarfé- lagi eða ekki, eða mætir á þingi eða ekki. — Tilkynningu um þátttöku um sýningarmuni svo og fyrirspurnir má senda til út- sölustaðar H.I. í Reykjavík. Það er: Islenzkur heimilisiðnaður, Laufásvegi 2. Reykjavík. Merkt: Sýningin. Nemendasamband Mennta- skólans í Reyk javík Árshátíð nemendasambandsins verður haldin að Hótel Borg Iaugardaginn 16. júní 1962 og hefst með borðhaldi kl. 7 s.d. Aðgöngumiðar , verða seldir að - Hótel Borg (suðurdyr) fimmiudáginn 14. júní og föstudagirjn .15. júní kl.'i 5—17 s.d. ST JÖÍtNIN Samkvæmisklæðnaður. Stórkostleg verðlœkkun Hjólbarðar og slön# Stærð: Strigalög: Verð méð söluskatti: 560x15x4 kr. 783.00 640x15x4 — 976.00 670x15x6 — 1.082.00 700x15x6 — 1.407.00 820x15x6 — 1.781.00 500x16x4 - — 744.00 600x16x6 — 1.141.00 650x16x6 (gróf) — 1.258.00 750x16x6 — 1.864.00 650x20x8 — 1.993.00 750x20x10 — 3.109.00 900x20x12 — 4.862.00 1000x20x12 — 6.126.00 1100x20x14 — 6.904.00 1200x20x16 — 8.865.00 1200x20x16 (gróf) .. -r 9.274.00 MARS TRADING COMPANY H.F Klapparstíg 20, Sími 1-7373. Söngfólk óskast PÓLÝFÓNKÓRINN getur bætt við nokkrum söngkröftum fyrir næsta starfsár. Vinsamlegast hringið í síma 2-30-61 iklukkan 7 til 8 á kvöldin. Höfum til sölu eftirfaldar spóntegundir: Teak Greni Mahogny Beyki Oregon-pine Abachi Smíðastofa JÓNASAR SÓLMUNDSSONAR Sími 16672. U P P B 0 Ð Húseignin nr. 28 við Pósthúsabraut á Akranesi, ásamt til- heyrandi lóð og mannvirkjum, verður boðin upp og seld á nauðungaruppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri, fimmtú- daginn 14. júní 1962, kl. 16.00. BÆJA RFÓGETINN A AKRANESI. 0) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13. júní 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.