Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 14
J4 SlÐA ÞJÓÐVILIINN FimmtudagUr 11. apríl 1963 Ef ég fæ ekki að vera, þá þarf hún ekki á öðru að halda en líkkistu. Rödd hennar var svo lág að Garnet gat ekki heyrt til hennar, en nógu há til að Charles heyrði hvert orð. — Og það verða tvær manneskjur í þeirri kistu, herra Hale, barn bróður yðar líka. Ég geri ráð fyrir að yður hafi þótt vaent um bróður yðar. Barnið er hið eina sem þér eigið eftir hann. Charles gaf frá sér hálfkæft hljóð. En hann tók sig á: *— Ég væri yður þakklátur, sagði hann. — ef þér rædduð ekki mál sem yður koma ekki við. Og ég mælist til þess að þér hverfið héðan úr húsinu fyrir birtingu. — Florinda fer ekki héðan úr húsinu, Charles. sagði John, — fyrr en Garnet er úr allri hættu. — Nei, herra Hale, það geri ég ekki, sagði Florinda róleg. — En ég skal segja yður hvað ég hef í hyggju. Ég dvelst í þessum tveim herbergjum. sem Garnet hefur umráð yfir og ég skal engan láta sjá mig. John getur fært okkur matinn. Ég fer aftur til Garnetar núna og Hárgreiðslan P E R M A. Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- Ismegin Simi 14662. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEIND OG DÓDÓ. Laugavegi li. sími 24616. Hárgreiðslustofan SÓLEY Sólvallagötu 72 Sími 14853. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 sími 14656. Nuddstofa á sama stað. 22997 • Grettisgötu 62 ég skal ekki koma fram í gang- inn fyrr en ég fer alfarin. John spurði: — Sættirðu þig við það. Charles? John uppgötvaði að hann hélt um byssuskeptið meðan hann tlaði. Hann hafði ekki gert það vitandi vits, en þó varð hann alls ekki undrandi. Hann hefði verið reiðubúinn að skjóta Charles ef hann reyndi að fjar- lægja Florindu með valdi. Og Charles vissi að hann var það. Charles sagði við Florindu: — Er þetta loforð? — Já. herra minn. — Jæja, þá megið þér vera, sagði hann með yfiriæti. Jafnblíðlega og áður sagði Florinda: — í>að er vinsamlegt af yður Ég skal gera mitt bezta. Góða nótt, herra minn. Hún gekk aftur inn í svefn- herbergið og lokaði hljóðlega á eftir sér. John sagði: — Jæja, Charles. ég skal gera það sem með þarf. Án þess að bíða eftir svari fór Jo.hn inn í svefnherbergið aftur. lokaði dyrunum og setti slána fyrir. Hann setti vatns- krukkuna á borðið og gekk til Florjndu. Hún stóð þarna og dró andann ótt og titt, hnef- arnir voru krepptir og varirnar titruðu af reiði. John brosti við. — Segðu það bara. sagði hann. Florinda hristi höfuðið. Hún leit á rúmið. Garnet hafði vakn- að við raddirnar. — Mig iang- ar til að tala vjð þig, sagði Florinda við John, tók um hönd hans og dró hann með sér inn í næsta herbergi. Með lágrj röddu sagði hún: — John. vill hann ekki að henni batni? — Nei. — En ég hélt að þegar ég minnti hann á bamið ■— þú sagðir að hann heíði elskað Oli- ver — — En þetta verður hennar barn. skilurðu það ekki? Charl- es myndi fúslega gera sitt til að hún yrði heilbrigð núna, ef hann vissi, að hún myndi deyja af barnsförum og hann fengi síðan að eiga barn Olivers Qg eiga það á sama hátt og hann átti Oliver. En ef hann fær ekki að eiga barnið, þá vill hann ekki heldur að það fæð- ist. Þá sagði Florinda það sem hennj bjó í brjósti. Orðaforði hennar var eins og John hafði áður sagt; stórkostlegur. Hann brosti við: — Líður þér betur núna? — Það getur varla heitið, John, hefur þessi maður nokk- um táma fengið einhverja mein- semd í höfuðið? — Ég veit ekki hvort það er höfutðið eða hjartað eða bara lifrih. Ég veit það eitt að svona er hann. Þaið varð stutt þögn. Florinda bægði frá sér umhugsuninni um Chaxrles. — Garnet er aumlega á sig komjn, John. Við verðum að leggjla hart að okkur. — Eigum við að fara inn til hennar núna? —■ Já, en vertu alveg hljóð- ur þangað til hún sofnar aft- ur. Þau fóru inn í svefnherberg- ið. Garnet bylti sér til í rúm- inu. Florinda settist hjá rúminu og iór að strjúka henni um ennjlð. Hún strauk mjúklega þvert yfir ennið og niður gagn- augun og upp í hárið. Garnet reynidi að segja eitthvað. — Hvað — kallaði hann — þig? — Hann kallaði mig allra- gagn, vina mín. Það er mjög fínt til orða tekið. Ég held hann hafi ekki séð mjög mikið af heiminum. — Florinda, hann — þú —. Orðón köfnuðu í kjökri. Svo fór hún að hósta. Blóðdropi kom í annað munnvikið. Florinda þerraði hann burt með votu handklæðinu. — Reyndu ekki að tala meira, Garnet. Mér stendur alveg á sama hvað Charles segir. Rödd hennar var lág og róandi. — Veslings karlinn, það liggur við ég vorkenni honum. Ég held hann hafi ekki haft mikla á- nægju af lífinu. Hann hefur víst aldrei setið með stúlku í fanginu sem hefur sagt honum að hann væri indæll og góður. Lokaðu augunum. Andaðu djúpt. Þú skalt bara sofa. Þú mátt sofa eins lengi og þú vilt. John er hér og ég er hér og við förum ekkj frá þér. Hún talaði og talaði og rö<M- in var silkimjúk og seíandi. Loks slakaði Garnet á og sofnaði aftur. Florinda kom til Johns sem sat á veggbekknum. — Við gkiflum biða fáeinar mínútur svo að hún festi svefn- inn almennilega, hvíslaði hún. Þ'a’u biðu. Ekkert heyrðist nema fótaspark í hrossi. Eftii' dálitla stund sagði Florinda: — Klukkan? — Gerðu svo vel. Hann fékk henni úrið sitt. — Settu lampann á borðið, svo að ég geti séð klukkuna. Settu eitthvað á milli lampans og augna hennar. Hún settist aftur hjá Garn- etu. Varlega stakk hún skeið- inni niður í vatnið, lét vatnið renna af henni og strauk var- ir Garnetar með votri skeiðinni. Garnet hreyfði sig ekki. Flor- inda leit á klukkuna og eftir fimm mínútur vætti hún skeið- ina aftur og strauk henni um þurrar varir sjúklingsins. Eftir þrjú skipti gaf hún John merki- Hann kom alveg að hennl og laut niður svo að hún gæti hvíslað í eyra honum: — Þú sérð hvað ég er að gera? — Já. — Við verðum að gera þetta á fimrn mínútna fresti alla nóttina, allan daginn á morgun og aðra nótt. Nema þegar hún er vakandi. Þegar hún vaknar verðum við að hætta, svo að hún fái engan grun um hvað við erum að gera. En hún er svo örþreytt að hún sefur megn- ið af tímanum. Við verðum að halda vörunum á henni rökum. Þegar dálitil stund er liðin mun hún kyngja dropa án þess að vita af því, og honum kastar hún ekki upp. Maginn á henn er í slíku uppnámi að hún heldur engu niðri ef hún veit að hún fær eitthvað. John Kinkaði kolli. — Á ég að taka við? — Nei, það er bezt ég geri þetta fyrst í stað. Ég veit hvemig á að gera það. Er ekki einhver staður þar sem þú get- ur sofið? — Hitt herbergið, þar sem töskurnar okkar eru. Hvemig verður með þig? — Ég verð hér kyrr. Þegar ég held mér ekki lengur vak- andi, þá læt ég þig vita. Við verðum að skiptast á. John var sammála þessu. Florinda vætti skeiðina aftur og strauk varir Garnetar. Hún hreyfði sig ekki. John kom með dót Florindu og sagðj að hún skyldi fara í þægilegri föt, svo að hún þreytt- ist síður. Florjnda notaði milli- bilin til að fara i náttkjólinn og sloppinn sem hún hafði haft með sér. Hún tók úr sér hár- nálarnar og hristi niður hárið. John fann ullarteppi í skápn- um og íagðist til svefns í dag- stofu Garnetar. Það var að birta af degi þeg- ar Florinda vakti hann. — Ég er orðin skjálfhent, sagði hún. — Það er bezt þú takir við. Hann settist upp: — Hvernig líður henni? — Hún vaknaði einu sinni og ég talaði við hana og fékk hana til að sofna aftur. Komdu inn þá get ég séð. hvort þú hefur lag á þessu. John fór inn j svefnherberg- ið og fór að væta varimar á SKOTTA © King Feafarea Synjicate, fae.,1662. Worid righta rtaerveA Geturðu ekki hlustað á útvarpið í annarri stofu? Ég er orðin þreytt í handleggnum. YDNDUÐ FALLEG ODYR Sfauvþórjónsson &co Jlafmætrœti 4- ÉG NOTA NIVEA! EN ÞÉR? Núið Nivea á and- litið að kveldi: Þá verður morgunrakstur- inn þægilegri og auð- veldari. Og eftir rakst- ur hefur Nivea dásamleg áhrif. Gott er að til er NIVEA! Nivea inniheldur Euce- rit — efni skylt húðfit- unni — frá því stafa hin gððu áhrif þess. Þær eru allar þráar. Þú verður að láta hana vita, hver er húsbóndinn. Maðurinn hefur rétt til þess að krefjast skilyrðislausrar hlýðni. Taktu hana réttum tökum og hún þekkir stöðn sína. Það sem við karlmennirnir segjum. Það gengur, Andrés frændi. Rétt, annars verðum við að hvessa að norðan. Vefðu upp dagblaðið og gefðu henni skell. Hef opnað \ lækningastofu á Klapparstíg 25. , \ Sérgrein: Lyflækningar og meltingarsjúk- dómar. — Viðtalstími kl. 3.—5 e.h. alla virka daga og eftir um't’ali. — Sími 112 28. ' •] HAUKUR JÓNASSON, læknir. - /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.