Þjóðviljinn - 26.03.1964, Page 10
IQ SlÐA ------------------------------------------------- ÞJðÐVILJINN ---------------- ----------------------- Fimmtudagur 26. marz 1964
Frá Lárusi Jóhannessyni
vegna athugasemdar FÞ
Vegna þess að Þjóðviljinn
hefur í morgun birt „athuga-
semd“ þá, sem Frjáls þjóð
sendi útvarpi og dagblöðum 20.
þ.m. til birtingar, vil ég biðja
hann að birta orðrétt umsókn
mína um lausn frá embætti
mínu, sem hæstaréttardómari
sem ég sendi dómsmálaráðherra
7. marz sl. Er hún svohljóð-
andi:
Til Dómsmálaráðherrans I
Keykjavík.
„Með skipunarbréfi dags. 29.
apríl 1960 var ég skipaður
hæstaréttardómari frá 1. mai
s.á. að telja. Ég var þá hæsta-
réttarlögmaður, hafði haft
opna skrifstofu og umfangs-
mikil viðskipti í 34 ár og
beindist aðalstarfsemi mín að
fjármáiastarfsemi og fasteigna-
sölu. Aðal bankasamband mitt
var Búnaðarbanki íslands, en
ég hafði viðskipti við alla aðra
banka hér í Reykjavik.
Sætti þessi skipun engri
gagnrýni, svo að ég viti til,
enda hafði ég verið formaður
Lögmannafélags íslands í 13
ár samfleytt og var á 50 ára
afmæli þess í desember 1961
kjörinn heiðursfélagi þess.
Mér féll starf mitt í Hæsta-
rétti vel og var gott samkomu-
lag milli mín og samdómenda
minna.
Síðast í júnímánuði sl. var
ég, eftir röð, kjörinn forseti
réttarins fyrir tímabilið frá 1.
september 1963 tii 31. ágúst
1964.
Það kojn nokkrum sinnum
fyrir, að dómendur réttarins
og úrskurðir hans og dómar
voru gagnrýndir í blaðaskrif-
um og sögðu samdómendur
mínir mér strax og ég kom í
réttinn, að álit þeirra væri,
að hæstaréttardómarar gætu
ekki staðið í blaðadeilum og
áð þéir yrðu að taka með þögn
og þolinmæði blaðaárásum á
sig og réttinn.
Eins og yður er kunnugt um,
herra dómsmálaráðherra, hef
ég frá því 7. september sl.
legið undir stöðugum ósönnum
og órökstuddum árásum og að-
dróttunum af hálfu viku-
blaðs hér í borg, sem nefnist
Frjáls þjóð, fyrir alls konar
lagabrot og glæpi, sem ég á
að hafa framið bæði fyrir og
eftir að ég tók sæti í Hæsta-
rétti.
Þessum árásum vil ég ekki
una og hef því höfðað meið-
yrðamál gegn Frjálsri þjóð og
aðstandendum hennar. Svo
gegndarlausar og margháttað-
ar sem árásir blaðsins hafa
verið má ætla að málaferli út
af þeim verði langvinn, enda
viðbúið að þeim verði svarað
með nýjum æsiskrifum til að
skapa óróa um Hæstarétt eins
og stofnað hefur verið til með
hinum síendurteknu árásum á
mig.
f því vil ég engan þátt
eiga og æski því þess að þér,
hæstvirti dómsmálaráðherra,
leggið til við forseta íslands,
að hann veiti mér lausn frá
embætti mínu sem hæstarétt-
ardómari samkv. 61. gr. stjórn-
arskrár lýðveldisins íslands nr.
33, 17. júní 1944.
Virðingarfyllst:
Lárus Jóhannesson".
Daginn áður hafði ég látið
birta ábyrgðarmanni blaðsins
Einari Braga rithöfundi, stefnu
í meiðyrðamáli á hendur hon-
um og stjórn félagsins vegna
hinna ómaklegu og svæsnu
árása blaðsins á mig. Kemur
mál þetta fyrir bæjarþing 31.
marz n.k.
Ég varð vegna fyrningar-
frests og vegna þess að af-
greiðsla blaðsins neitaði mér
um nægilega mörg eintök af
blöðum þeim, sem ærumeið-
ingarnar birtust í að tak-
marka málið við blöð þau, sem
út komu frá 7. september til
5. október 1963.
Síðan hef ég fengið eftirfar-
andi yfirlýsingu frá stjóm út-
gáfufélagsins „Huginn“, sem
ekki var löglega skrásett fyrr
en 26. febrúar 1964:
„Við undirritaðir lýsum þvi
yfir. að Lárusi Jóhannessyni
fyrrv. hæstaréttardómara er
ekki nauðsynlegt að afhenda
okkur í réttinum eintök af
þeim blöðum Frjálsrar þjóðar,
sem hann á lögum samkvæmt
að afhenda stefndum í máli
því, er hann hefur höfðað eða
höfða kann gegn okkur út af
skrifum blaðsins um hin svo-
kölluðu víxilmál.
Reykjavík. 14. marz 1964.
Kristján Jóhannesson Dalbraut
1, Haraldur Henrýsson Kambs-
vegi 12, Einar Bragi Bjarnar-
stig 4, Sigurjón Þorbergsson
Lokastíg 4, Stefán Pálsson
Stýrimannastíg 14, Ingimar
Jónsson Grettisgötu 77“.
Ég hef undirbúið nýja stefnu
í meiðyrðamáli gegn sömu að
ilum fyrir ærumeiðingar í
blöðunum frá 12. október til
áramóta og aðra á Berg Sig-
urbjörnsson, sem tók við af
Einari Braga sem ábyrgðar-
maður blaðsins um sl. áramót,
fyrir ærumeiðingar i blaðinu
frá áramótum til dagsins í
dag, en vegna réttarleyfis
þess, er skapast af páskahelg-
inni, koma þau mál ekki í
rétt fyrr en fyrri hluta næsta
mánaðar.
Með þökk fyrir birtinguna.
Reykjavík, 25. marz 1964
Virðingarfyllst
Lárus Jóhannesson.
Jack Ruby
Framhald af 9. siðu.
í Dallas, sem var viðstaddur
þegar Kennedy var myrtur.
Worrell staðhæfði afdráttarlaust
að hann hefði heyrt fjögurskot,
en ekki þrjú, eins og FBI held-
ur fram að skotið hafi verið.
Vitnisburður Worrells hefur nú
verið skjalfestur og hann stað-
festir eitt meginatriðið í skýrlsu
minni, þ.e. að fyrsta skotinu
var skotið frá brúnni, en hin-
um þremur frá bókageymsl-
unni.
Tíðinda að vænta
Enda þótt opinberir aðilar í
Washington neiti því enn að
Oswald hafi haft nokkra vltorðs-
menn, virðist mega ráða það
af ýmsu, að rannsóknarnefnd
Warrens sé farin að taka æ
meira mark á sönnunargögnum
sem stinga í stúf við hina op-
inberu kenningu.
Ég er ekki einn um þá skoð-
un að innan skamms megi bú-
ast við miklum tíðindum af
starfi rannsóknarnefndarinnar.
Þau kynni sem ég hef
haft af mönnum í Was-
hington hafa aukið trú mína á
að nefnd Warrens kunni að
komast til botns í þessu geysi-
erfiða og margslungna máli og
ég fór þaðan aftur öllu von-
betri en ég kom þangað.
ASVALLAGÖTU 69.
Sími 2-15-15 og 2-15-16.
Kvöldsími 2-15-16.
TIL SÖLU:
4 herbergja óvenju
skemmtileg og vönduð
íbúðarhæð í sambýlishúsi.
Allar innréttingur úr
teak. gólf teppalögð. Tvö
svefnherbergi, tvennar
svalir. Mjög gott útsýni.
5 herbergja íbúð f vestur-
bænum. Sólrík, sér hiti.
þrjú svefnherbergi.
2 herbergja íbúð nær full-
gerð á Seltjamarnesi, út-
borgun 250 þús.
5 herbergja III. hæð, inn-
dregin við Sólheima, 3
svefnherbergi, stórar stof-
ur. Svalir meðfram allri
suðurhlið íbúðarinnar.
teppalagt út i hom.
Harðviðarinnréttingar. Sér
þvottahús á hæðinni.
5 herbergja fbúð f Grænu-
hlíð. 3 svefnherbergi.
hitaveita.
5 herbergja fokheldar hæð-
ir á Seltjarnamesi. láns-
hæfar hjá Húsnæðismála-
stjórn. 3 íbúða hús.
Einbýlishús í Garðahreppi,
fokheld og lengra komin.
4 herbergja fbúð í sambýl-
ishúsi f Háaleitishverfi.
Selst tilbúin undir tré-
verk. Sér h'taveita. sól-
arsvalir
5 herbergja fbúð á Melun-
um. Endafbúð f 3 hæða
sambýlishúsi.
5 herbcrgja endaíbúð f
sambýlishúsi f Háaleitis-
hverfi. Sér hitaveita. f-
búðin selst tilbúin undir
tréverk og málningu. Góð
teikning.
4 herbergja stór risíbúð við
Kirkjuteig. Sólrík. Ekki
teljandi súð.
Raðhús f Alftamýri. Selst
fokhelt með hita, eða
tilbúið undir tréverk og
málningu Mjög rúmgott
hús
1
ÞÓRSGÖTU 1
Hádegisverður og kvöld-
verður frá kr 30.00.
Kaffi kökur og smurt
brauð allan daginn.
Opnum kl. 8 á morgnana.
Klapparstíg; 26.
Gleymið ekki að
mynda barnið.
AIMENNA
FASTEIGNASAiAW
UNDARGATA^SÍMrjmÓ
LÁRUS Þ. VALDIMARSSON
V A N T A K :
2ja, 3ja og 4ra herb. fbúð-
ir f smíðum eða nýjar,
einnig eldri íbúðir í borg-
inni og Kópavogi.
T I L S ö L U :
2ja herb. íbúð við Lang-
holtsveg. 1. veðréttur laus.
2ja herb. ný fbúð við Ás-
braut, glæsilegar innrétt-
ingar.
3ja herb. hæð við Efsta-
sund, sér inngangur, sér
hiti.
3 ja herb. góð kjallaraíbúð
við Kvisthaga, sér inn-
gangur, sér hiti.
3ja herb. risfbúð við Lauga-
veg, sér hitaveita.
3ja herb. íbúð við Mið-
stræti.
3ja herb. nýstandsett hæð
við Hverfisg. laus strax.
3ja herb. risfbúð við Mava-
hlfð.
4ra herb. nýleg efri hæð
við Garðsenda. sér inn-
gangur, stórar svalir.
4ra herb. ný og glæsileg
íbúð í háhýsi við Sól-
heima, teppalögð, tvenn-
ar svalir, hagkvæm kjör.
Steinhús við Langholtsveg
4ra herb. íbúð í risi, 3ja
herb. fbúð á hæð með
herbergi í kjallara, 800
ferm. lóð, 1. veðréttur
laus f báðum íbúðunum.
Timburhús. jámklætt, hæð
og ris á steyptum kjall-
ara við öldugötu, húsið er
ein 3ja herb. fbúð og fjór-
ar 2ja herb. íbúðir. Eign-
arlóð, allt laust 14. maf.
Byggingarlóðir, hæðir og
einbýlishús í smíðum í
Kópavogi.
Tii söiu
Byggingarlóðir, eignarlóðir
á góðum stað f Skerja-
firði. — Nánari upplýs-
ingar gefur
Fasteignasalan
Tjamargötu 14.
Símar: 20625 og 23987.
Tii sölu m.a.
2ja herb. góð kjallaraíbúð i
Vesturbæ. Sér hiti og sér
inngangur.
2ja hcrb. íbúð á 11. hæð i
Austurbrún.
2ja hcrb. íbúð í kjallara við
Blönduhlíð. Laus strax.
2ja hcrb. risíbúð i steinhúsi.
3ja herb. íbúð f nýju húsi
f Austurbæ. Helzt f skipt-
um fyrir 2ja herb. Jbúð
f Vesturbæ.
3ja herb. góð íbúð í kiall-
ara við Drápuhlíð.
3ja hcrb. íbúð á hæð við
Vallargerði.
3ja herb. íbúðir á hæðum
við Hverfisgötu.
3ja herb. íbúð á 2. hæð við
Lönguhlíð.
4ra herb. íbúð á hæð við
Lokastíg.
4ra herb. fbúð á haeð við
Háaleitisbraut.
4ra herb. íbúð við Kirkju-
teig.
5 herb. fbúð á hæð við
Rauðalæk.
5 herb. íbúð á hæð við
Kleppsveg.
5 herb. íbúðir á hæð við
Goðheima.
5 hcrb. íbúðir á hæð við
Asgarð.
6 herb. íbúðir við Fellsmúla
og Háaleitisbraut.
fbúðir f smíðum og einbýl-
ishús.
Fasteignasalan
Tjarnargötu 14.
Simar: 20625 og 23987.
Ullaríðnaður
Viljum ráða nú þegar 2 duglega menn til vinnu
við spunavél og ullartætara. Nánari upplýsingar
í verksmiðjunni fyrir hádegi laugardaginn 28.
marz.
Ullarverksmiðjan Framtíðin
e*v.....
v•••* wvwvsy.-.v.— •• ■. A- sssssv.. .. . s s. •
SPARNEYTINN-12.1065. SÆTI
í nýafstaðinni sparnaðarkeppni með 5 lítra í benzíngeymi óku CITROEN AMI6 130 km. — CITROÉN 2CV
129,5 km. — CITROEN ID 19, 113 km. og PANHARD 90 km.
ÞÆGILEGUR
CITROEN bílarnir hafa sérlega mjúkan fjaðraútbúnað sem ekki á sinn líka, algjörlega innilokaður og
varinn fyrir vatni og óhreinindum. Gólfið algjörlega flatt vegna framhjóladrifsins.
FALLEGUR
Fremstu snillingar franska bílaiðnaðarins hafa teiknað CITROEN.
HAGKVÆMUR
CITROEN-bílarnir eru það fullkomnasta sem þekkist í bílaiðnaði heimsins hvað snertir einfaldleika,
fegurð og hagkvæmni um allan útbúnað bílsins.
Umboð SÓLFELL H.F. Aðalstræti 8, — Sími 14606.
TÚNAHVERFIER LAUST-mmm SÍM117500