Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 9
Sunnudagur 7. júní 1964 ÞIÖÐVILIINN SIÐA g Kristján Jónsson, formaður Sjómannafél. Hafnarfjarðar: Kaup og kjör togarasjó- manna verða að batna aawaa > ■ ■• '8% •': ■ - wmm KMM Kristján Jónsson, formaður Sjómannaféags Hafnarfjarðar, skrifaði grein þá sem hér er birt fyrir sjómannablað sem koma átti út í vetur. Eftir að hún var skrifuð var gert bráðabirgðasamkomulag um hækkun á fastakaupi togara- manna og öðrum kaupliðum um 15% en samningarnir ó- breyttir að öðru leyti og er greinin í fullu gildi hvað snert gildandi togarasamninga og fluttar nokkrar tiilögur um breytingar. 1 síðustu samningum var fiskverð til sjómann-a þegar landað er Iheima hækkað og aiga sjómenn nú að fá sama verð og útgerðarmenn. Þetta þýddi nokkra kauphækkim þegar landað er heima. Á ísfiskveiðum fyrir erlend- an markað var frádráttar- ir gagnrýnina á gildandi tog- arasamningum, og tillögurnar um breytingar á þeim, þegar þeir næst verða teknir í heild til endurskoðunar. Kaup togarasjómanna hefur sizt verið of hátt á undanförn- um arum, og það hefur ekki reynzt endingargott í sívax- andi viðreisnardyrtið. Hér skulu rædd nokkur atriði nú- Togarar. Sýldur reiði á togara. prósentan vegna löndunar- kostnaðar hækkuð úr 17% í 25%. Þetta þýðir, að þrátt fyrir hækkun á fastakaupi er það sem háseti ber úr být- um í flestum söluferðum minna nú en var eftir eldri samningum. Ef samningamir eru athug- aðir sést strax, að þar er margt sem þarf lagfæringa við. Ég vildi nefna hér he>:tu breytingar sem ég tel að gera þyrfti á samningunum, og rök- styðja þær hverja fyrir sig. 1. grein. Um fastakaup Hækka þarf fostakaupið til samræmis við hækkað kaup- gjald í landinu. En ég legg til, að á eftir kaupliðnum komi ný málsgrein, þannig: Hafi sjómaður sem samningur þessi tekur til, verið alls í eitt ár eða lengur í starfi hjá sömu útgerð, skai mánaðarkaup hans vera 1000 krónum hærra en að fnaman segir. Þetta þýðir að vanur maður þótt hann sé ekki skráður netamaður, hefur heldur hærra kaup en óvaningur eða menn sem fara einn eða tvo túm á togara þegar bezt selst. 2. og 3. grein. Um ísfiskveiðar. Eg legg til að 2. málsgrein 2. greinar og þriðja málsgrein 3. greinar verði þannig: „Afla- verðlaun þessi skiptast í 31 stað.“ Og ný málsgrein verði þannig: „Séu hásetar fæn-i en venja er skiptist fastakaup og aflaverðlaun þeirra sem á vant- ar jafnt á milli háseta, neta- manna og bátsmanns.“ Sjó- menn vita, að þegar farið er út með of fáa menn, lendir aukin vinna á 'hásetunum. Það er því eðlilegt að þeir Mjóti einnig kaup þeirra sem á vantar. Þarna þarf einnig að hækka aflaprósentu skipverja, sem lækkuð var í síðustu samn- ingum. Það er hægt að gera á tvennan hátl: Með því að hækka sldptaprósentuna eða með því að lækka frádráttar- prósentuna. 4. grein. Um saltfiskveiðar. Þar þarf að hækka afla- verðlaun í samræmi við hækk- að ealtfiskverð. 1 samræmi vdð breytingar á 2. og 3. grein verði áttunda málsgrein 4. greinar svo: „Nú eru færri menn á skipi en 38 og skipt- ist þá aflaverðlaun og fasta- kaup þeirra sem á vantar jafnt á milli háseta, neta- manna og bátsmanns.“ 6. og 7. grein. Um lýsið Aflaverðlaun af lýsi þurfa að hækka í samræmi við hækkað lýsisverð. 11. grein. Um siglingeT og siglinga- !eyfi 1 siðustu samningum varð Framhaid á 11. síðu. Brýn nauðsyn skipulegrar fiskileitar fyrir togarana Geir Gunnarsson, alþingismaður: Það hefur löngum reynzt örðugt að koma meirihluta Alþingis í skilning um nauðsyn ríflegra framlaga til fiski- og hafrannsókna, enda þótt flestir viðurkenni í orði hve gífurlega þýðingu þau mál hafi fyrir fiskveið- ámar og þar með alla afkomu þjðarinnar. Geir Gunn- arson flutti í vetur breytingartillögu við fjárlagafrum- varpið um hækkun á framlaginu til fiskileitar, síldar- rannsókna og veiðitilrauna, og var sannarlega ekki far- ið fram á mikið, aðeins 15 miljónir króna. Stórhugur meirihluta Alþingis reyndist samt ekki meiri en svo að tillagaái var felld. Hér fer á eftir kafli úr ræðu Geirs, þar sem hann rök- styður m. a. nauðsyn skipulegrar fiskileitar fyxir togara- flotann. .. .. Togarinn Þorsteinn Þorskabítur hefur verið við fiskileit undanfarið. Þá hefi ég á 16. grein einn- ig gert tillögu um hækkun á framlagi til fiskileitar, síldar- rannsókna og veiðitilrauna úr 9.000.000 kr. í 15 miljón kr. Næstum allur útflutningur okkar er fiskur og fiskafurðir, öll okkar afkoma er því háð þeim afla, sem dreginn er úr sjó. Á meðan við höfum ek'ki lagt meiri áherzlu en nú á fullvinnslu fisks og höfum því ekki þær verksmiiðjur og tæki sem þarf til þess að marg- falda verðmæti aflamagnsins, leggjum í staðinn alla áherzlu á aukningu fiskiskipaflotans verðum við enn um skeið að treysta á aflamagnið nær ein- göngu og byggjum við í raun- inni meðan svo er allar okkar vonir um aukna þjóðarfram- leiðslu á síauknu aflamagnS. Þetta er hættuleg stefna, sem þarf að breytast í þá átt, atí við hættum að keppa fyrst og fremst eftir sífellt meira afla- magni, því að þar getur há- markið legið skemmra undan en ofkkur grunar. En í dag er staðreyndin er ekki verður framhjá gengið sú, að það er aflamagnið sem ræður mestu um afkomuna. Þess vegna verðum við í samræmi við það að gera skipulegar ráðstafanir til þess að auðvelda fiskliskipum okkar að ná hámarksafköstum, jafnt með fiskileit og tilraunum með nýja veiðitækni. Einkum er orðið knýjandi að togara- aflanum verði sinnt að þessu leyti. Afkoma togaranna hefur um nokkuð langt árabil verið svo léleg, að jafnan liggur við stöðvun. Samt hefur á sama tíma svo stórlega verið dregið úr því að sinnt sé fiski- leit fyrir þá, að segja má að sú þjónusta sé úr sögunni. Vegna þess hversu útbúnaði togara er áfátt um geymslu aflans miiðað við skip rnargra annarra þjóða, sem útbúa sín skip frystivélum og vinna afl- ann um borð, þá er þeim mjög erfitt um vik að sækja á f jarlæg mið, án þess að hafa upplýsingar um veiðiborfur á einstökum svæðum þar. Nýj- ustu togaramir okkar eru þó upphaflega byggðir að stærð- inni lil sérstaklega til þess að sækja langt tlil fanga. En þegar Iangt er sótt og geymslumöguleikar litlir er sá tími sem togaramir geta ver- ið að veiðum á miðunum mjög takmarkaður og því alveg undir hælinn lagt hvort þeir hitta á þau svæði á víðáttu- miklum miðum eins og Ný- fundnalandsmiðunum þar sem helzt er afla að fá, en hann get.ur að sjálfsögðu venið mjög mismunandi á einstök- um stöðum á miðunum. Til þess að auka aflavon togaranna þurfa þeir að hafa stuðning af skipi, sem fyrst og fremst fer um veiðisvæðin og leitar að fiski, en of mdkið hefir verið um það, að hafi fliskileitarskip verið sent af stað þá hefir það um of leit- azt við að fá sjálft afla en farið þeim mun minna um svæðin. Erlendar þjóðir sem stunda að staðaldri veiðar við Nýfundn.aland hafa a. m. k. sumar hverjar leitarskip, sem einungis leita að fiski og færa sig af svæðunum og á önnur þegar fliskiskipin koma á stað- inn eftir tilvisun þeirra. Ég hefi orðið var við að togarasjómönnum finnst máli þeirra allt of lítið sinnt og þykir mikill munur vera á þjónustunni við vélbátaflot- ann að þessu leyti t.d. á síld- veiðum á sumnin, þegar bæði skipum og flugvélum er beitt við síldarleit. Togarasjómenn kvarta j'afnvel yfir því, að fá ekki svo mikið sem upp- lýsingar um legu hafíssins á þeim svæðum sem þeir þurfa að fara um. Þessum málum þarf að sinna betur og til þess þarf að veita fé. Það má vera að stundum þykí slík stai-fsemi dýr en það er líka dýrt að láta hvern togara með fullri áhöfn þjálfaðri til veiða og öll veiðitæki þurfa að eyða mestum tíma sínum í leit að upplýsingum sem sérstakt leitarskip gæti veitt öllum flotanum. Það segir líka lítið um veiði- möguleika á Nýfundnalands- miðum þótt einn togari fari þangað og leiti að fiski á þeim vdðáttumiklu miðum ör- fáa daga sem hann hefir til þess, og fáii svo ef til vill lítinn afla og verði að snúa heim. En árangurinn af þeirri för eru einu upplýsingarnar og verður jafnvel dómur hjá öllum toriraflotanum um veiðihorfur á þessum fjarlægu miðum. Vandamál togaraútgerðar- innar eru mjög alvarleg, og það er á því fullkomin nauð- syn að aukin verði framlög til fiskJileitar ef það mætti verða til þess að bæta hag hennar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.