Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 14
J4 SfÐÁ
ÞIÖÐVIIJINN
Sunnudagur T. Jftnl 1364
Þið
stúdentsárin
æskuglöð
EFTIR HANS SCHERFIG
hótunum. En engin svör berast.
Mogensen er sá eini sem gengur
upp í þessu ennþá. Hinum er
smám saman að finnast þetta
of bamalegt.
Drengimir hafa lengzt. Radd-
ir þeirra eru hrjúfar og undar-
legar. Og þeir þurfa ekki að
masta í söngtímunum hjá Matt-
heusi og geta komið klukkutíma
fyrr heim á fimmtudögum.
Þeir breyta líka um útlit á
ógeðfelldan hátt. Bólur og fíla-
penslar sækja á þá. Ellerström
er ekki lengur snotri. geðþekki
drengurinn með matrósakraga og
bera fótleggi. Nefið á honum er
farið að stækka án þess að aðrir
hlutir andlitsins hafi almennilega
við því. Og Blomme fer að kalla
hann Ellerström i stað skírnar-
nafnsins. Eðvarðs. Það er ills
viti.
Sá tími nálgast að maður
þarf að endumýja skímarheit
sitt og komast í kristinna manna
tölu.
Þeir fá frí nokkra tíma f viku
til að geta farið til spurninga.
Það er dásamlegur hvíldartimi
sem notaður er út f yztu æsar.
C)g frúin í Landamerkinu hagn-
ast vel á því.
Fermingarundirbúningurinn fer
ekki fram hjá neinum vejyjuleg-
um sóknarpresti. Flesta1 á hitm
kunni tízkuprestur að ferma.
Hinn vegsamaði prédikari brodd-
borgaranna, sem talar djarft og
oplnskátt um dægurmálin úr
ræðustólnum og fær ræður sín-
ar birtar sem kjallaragreinar f
Morgunblaðinu.
Glæsilegur og hrífandi per-
H'ÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðsln og
snyrtistofa STETVD og DÖDÖ
Langaveei 18 m. h. Oyfta)
SfMT 24(516.
P E R M A Garðsenda 21
SfMT 33968. Hárgreiðsln- og
snyrtistofa.
Dðmnr’ Hárgrefðsla *dð
allra hæfl.
TJARNARSTOFAN
TJamargðtn 10. Vonarstrætls-
megin. — SfMT 14662.
HÁRGRETOSLDSTOFA
AUSTDRBÆJAR
(Maria Gnðmundsdóttir)
Langavegi 13 — SÍMi 14656.
— Nuddstofa á sama stað —
sónuleiki. Gáfaður mælskumaður
með ótviræða leikhæfileika.
Fermingarbömum hans leiðist
ekki. Að minnsta kosti ekki
þeim drengjum sem ganga í
menntaskóla og hafa öll skilyrði
til að skilja inntak speki hans.
Það kemur fyrir að hann býð-
ur einstaka útvöldum heim til
sín i notalega og smekklega pip-
arsveinsíbúðina og lætur fram-
reiða te handa þeim og ræðir
við þá trúarbögð og mannleg
vandamál.
Foreldrum Hurrycanes þykir
dálítið leitt að sonur þeirra er
ekki meðal þessara útvöldu. —
Þú situr auðvitað steinþegjandi,
svo að presturinn tekur ekki
eftir þér, — segir móðir hans. —
23
Af hverju getur þú ekki líka
einhvemtíma sagt eitthvað
greindarlegt svo að hann veiti
þér athygli!
Einhvem sunnudag verða þeir
að fara í kirkju til að sýna ekki
þrestinum ókurteisi. Og það er
hreint ekki leiðinlegt, Presturinn
er glæsilegur með gáfulegt and-
lit sem ber..' við gömlu altaris-
töfluna af J-esú -á krossinum. Og
hann er með riddarakross á
svartri hempunni.
Ræða hans er andrík og stund-
um svo fyndin að fólk veit ekki
almennilega hvort það á að þora
að hlæja og klappa. Það er ekki
að undra þótt kirkjan hans sé
aUtaf troðfull af fólki. Og það
eru einkum konur sem dást að
honum í svo ríkum mæli, að
hann verður úr prédikunarstóln-
um að mælast til þess við þær.
að þær hætti að senda honum
sófapúða. Hann eigi þá þegar í
hundraðatali og hann komi ekki
fleirum fyrir heima hjá sér. —
Gefið heldur fátækum gjafir. Og
gefið þær i kyrrþey, svo að
hægri höndin viti ekki hvað sú
vinstrí gjörir. —
Þetta er dálítið annað en
Magnús gamii. Tímamir hjá hon-
um hafa bara gert trúarbrögðin
dálítið hlægileg. Og þeir hætta
ekki að stríða Magnúsi þótt þeir
gangi til prestsins. Það er hægt
a 9 æsa þennan gamla, prúða
mann og hann missir stjóm á
sér. Og þá fyllast þeir vandlæt-
ingu og spyrja: Er það kristilegt,
herra Magnús að slá með biblí-
unni? —
— 6g er gamali maður — seg-
ir Magnús. — Þið ættuð að
skammast ykkar. óþokkamir
ykkar!
Skólalífíð gengur 6inn gang.
Tímamir eru langir og frímínút-
umar stuttar. Fjörugir tímar hjá
Magnúsi og Marbendlinum. Og
tímar sem eru þrungnir ótta og
kvíða og taugaveiklun. Latínan
er verri en nokkur bjóst við.
Nýtt áhyggjuefni.
Latneska málfræðin er undur
rökvísi og snilldar. Latína er
ekki lengur töluð í heiminum, en
latneska málfræðin er tæki til
að þjálfa hugsunina. Nytsöm
þjálfun. Leikfimi fyrir heilann.
Æfingar og undirbúningur und-
ir það sem koma skal.
Allt er undirbúningur. Eftir
mörg ár verða þeir kannski bún-
ir að æfa sig. Og kannski fá
þeir þá einhver not fyrir æfing-
una.
Nú fer að líða að þvi að taka
þarf ákvörðun um val framtíð-
arstarfs. Næsta ár á að skipta
bekknum í nýmáladeild, klass-
íska máladeild og náttu- og
stærðfræðideild. Þá verður að
velja áhugaefnin og framtíðar-
6tarfið.
Hurrycane vill verða lögfræð-
ingur, segja foreldrar hans. Og
hann veit ekki með vissu hvað
lögfræðingur er og hefur ekkert
við það að athuga.
Fyrir aðra er valið erfiðara.
Theódór Amsted gæti hugsað sér
að verða landkönnuður. Það er
svo margt óþekkt fyrir utan skól-
ann og Uppsalagötu. Út í heim-
inn liggja langir þjóðvegir, sem
hann hefði gaman af að fara
eftir. Þar eru pýramídar og
skýjakljúfar og fjöll og frum-
skógar. Þar er Niagara og þar
eru gíraffar og fílar og tapfrar.
Og Kína og Kínverjamir og stóri
kínverski múrinn. Og Himalaya.
Af hverju skyldi maður ekki
skoða þetta allt saman og reyna
allt. Það er allt saman þama fyr-
ir handan og bíður og hleypur
ekkert burt. Er ekki sjálfsagt að
fara þangað? Heimurinn er varla
þama og bíður, bara til þess að
maður deyi án þess að hafa séð
hann.
En það er ekki hægt að stúd-
era til þess að verða landkönn-
uður, segja foreldrar hans. Theó-
dór, má ekki láta ímyndunarafiið
'hlaupa með sig í gönur. Hann
er orðinn svo stór. að hann verð-
ur að fara að hugsa skynsamlega.
Það getur vel verið að hann
geti einhvem tíma farið í ferða-
lag til útlanda. þegar hann er
orðinn stúdent. En maður verð-
ur að vera eitthvað. Það er ekki
hægt að vera bara til.
Maður verður að hafa stöðu
og sérgrein og embætti. Maður
hefur skyldur.
Hvað Mikael Mogensen viðvík-
ur, þá ætlar hann að fram-
kvæma eitthvað þýðingarmikið.
Hann vill vera maðurinn úr
Norðrinu, sem tekur allt föstum
tökum. Hinn mikli, einmana
maður sem heldur í þræðina i
kyrrþey.
^^íæm^langar^i^Jíess^að^era.
einn einhvemtíma. Heima í
Willemoesgötu eru svo mörg
systkini, sem leika sér í borð-
stofunni þegar hann er að lesa.
Og faðir hans situr í rauða sóf-
anum og horfir á hann og segir
honum að rétta úr bakinu ann-
ars verði hann borginn alla ævi.
Og móðir hans situr við borðs-
endann og saumar og segir: —
vertu ekki alltaf að klóra þér.
Sittu kyrr drengur og vertu ekki
alltaf að klóra þér i höfðinu.
Það eru ósköp að sjá þetta! —
Aðeins á saleminu er hann
einn. Hvemig geturðu hangið
þama þennan óratíma, segir
móðir hans. Hvað ertu eiginlega
að aðhafast þama frammi?
Mikael safnar myndum af
Napóleon. En hann vantar vegg
til að hengja þær á. Og hann
les bækur um Napóleon. en þú
ættir heldur að lesa lexíumar
þinar betur, segir faðir hans. —
En við erum einmitt að læra
um Napóleon núna. — Lestu þá
það sem stendur í mannkyns-
sögunni og sóaðu ekki tímanum
í óþaría skemmtilestur! —
Og ef hið ólíklegasta gerist að
Mikael er einn i stofunni nokkr-
ar mínútur, þá horfir Kristur
hryggur og ásakandi á hann of-
anaf veggnum. Guð sér allt. Það
er ekki hægt að féla sig fyrfr
homrm. Ekki einu sinni á kló-
settinu.
Haraldur Hom veit nákvæm-
lega hvað hann vili verða. Hann
vill verða Aladín. Snillingurinn
sem hinn dularíulli innblástur
kemur til eins og appelsína í
vefjarhött Hið glaða náttúru-
bam sem nær hinu þráða marki
fyrir tilstilli leyndra afla.
Hann er farinn að skrifa ljóð.
Og einhvem daginn ætlar hann
að skapa eitthvað mikið og nýtt
og ótrúlegt sem mannkynið mun
furða sig á. Og einhvemtíma
verður opnað Haraldar Hom-safn
með hlutum úr eigu hans og
minjagripum um hann, svo að
hann þarf að gæta þess mann-
kynsins vegna að ekkert fari til
Hjólbarðaviðgerðir
OPIÐ ALLA DAGA
(LlKA LAUGARDAGA
OG SUNNUDAGA)
FRÁ KL. 8 TIL 22.
Gúmmívinnustofan h/f
Sldpholtí 35, Rcykjavík.
Ég veit ekkí hvort ég þori að
vekja hann Andrésina. Hann
fékk sér smá feguróarblund.
Segðu honum bara hver sé í
símanum.
Jja ég fór og sagði honum
það.
Og hvað sagði hann?
Hann brosíi og sagði: En hvað
ég er hamingjusamur.
Já og hvað.gvo?
Svo sneri hann sér á hina
hliðina og fór að hrjóta.
.
3i i
SKOTTA
Væri þér sama þótt þú kjamsaðir ekki svona rétt á meðan beztu
ástarsenurnar standa yfir.
Frá Menntaskólanum
að Lagarvatni
Umsóknir um skólavist næsta vetur þurfa að berast
fyrir 1. júlí.
Umsóknum skal fylgja landsprófsskýrteini og skímar-
vottorð.
SKÓLAMEISTARI.
Síldarsöltunarstúlkur
Söltunarstöðina BJÖRG h/f, Raufarhöfn
vantar nokkrar góðar síldarsöltunarstúlk-
ur í sumar.
Fríar ferðir
Frítt húsnæði
Gott húsnæði
Kauptrygging
Ódýr fæðissala fyrir þær sem vilja.
Fullkominn söltunarbúnaður er léttir og
eykur afköstin. — Flokkunarvél — Afla-
skip leggja upp síld hjá okkur. — Upplýs-
ingar í síma 40692 og hjá BJÖRG h'/f,
Raufarhöfn.
FERÐIZT
MED
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og éín- i
staklingsferðir
REYNIÐ YIÐSKIPTIN
%
FERÐASKRIFSTOFAN
LAND S V N t
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA. B