Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 1
Sunnudagur 7. júní 1964 — 29. árgangur — 126. tölublað. Farmiðar / Borgarfjarð arferðina □ Við minnum á skemmtiferð Sósíalistafélags Reykjavíkur um efri byggðir Borgarfjarðar sunnudaginn 14. júní. Tekið er á móti farmiðapöntunum í skrifstofu félagsins, Tjarnargötu 20, sími 17510, og í Ferðaskrifstofunni Landsýn, Týsgötu 3, sími 22890. Ferðaskrif- stofan veitir jafnframt allar upplýsingar um ferðina og afgreiðir farmiða. KEFLAVIKURGANGA 21. JUNI □ Miðnefnd Samtaka hernámsandis,taeð-^ * inga samþykkti nýlega að efna til Keflavík- urgöngu sunnudaginn 2 1. júní og útifundar í Reykjavík að kvöldi þess dags. Jafnframt var ákveðið að efna í sumar til fundahalda víða um land til undirbúnings landsfundi hernáms- andstæðinga sem haldinn verður við Mývatn helgina 5.—6. september í haust. Frá þessai greinir í fréttatil- kynningu frá Samtökum her- námsandstasðinga sem Þjóðvilj- anum barst í gær, en þar er ennfremur komizt svo að orði: Ttlar um merka nýjung í upp- Hingað til lands er kominn mjög kunnur danskur læknir, dr, Ole Bentzen frá Árósum í boði Zontaklúbbs Reykjavíkur og barnaverndarnefndar og mun hann flytja hér fyrirlestur í hátíðasal Háskólans á morg- un kl. 8.30, cr hann nefnir; Det handicapede barn og Samfund- et. Dr. Bentzen er yfirlæknir við Hörecentralet í Árósum og hef- ur gerzt forgöngumaður um það að meðhöndla börn sem á ein- hvern hátt eru hindruð, svo sem vegna heyrnarleysis, eða heymardeyfu, blindu eða ann- arrar líkamlegrar eða andlegrar fötlunar, á annan hátt en gert Framhald á 2. síðu. I í dag er blaðið 16 síður og að verulegu leyti helg- að sjómannadeginum. — Sunnudagur og Óska- stundin fylgja blaðinu að venju, fjölbreytt að efni. I Vegna árlegrar skemmti- ferðar starfsfólks Þjóð- viljans kemur blaðið ekki út á þriðjudaginn. Næsta blað Þjóðviljans kemur út á miðvikudag. KEFLAVfKURGANGAN 1964 er farin á tuttugu ára afmæli íslenzka lýðveldisins. Með þess- ari miklu kröfugöngu vilja göngumenh beina athygli þjóðar sinnar að þeirri staðreynd, að hersetan veitir okkur enga vernd, en kallar tortímingar- hættu yfir meirhluta lands- manna, ef til styrjaldar dreg- ur. Höfuðkrafa Keflavíkur- göngunnar er enn sem fyrr: Herinn burt og ævarandi hlut- leysi fslands! Það er jafnframt tilgang- ur göngumanna að vara við áformum rikisstjórnarinnar um enn frekari útvíkkun her- námsins og mótmæla yfirlý*t- um fyrirætlunum um bygg- ingu flotastöðvar í Hvalfirði á vegum Atlanzhafsbanda- lagsins. Hinn erlendi her, sem í land- inu situr, hefur nú gerzt svo nærgöngull íslenzku menningar- lífi, að slíks eru engin dæmi í sögu þjóðarinnar. Með sjónvarp- ið að vopni, sterkasta áróðurs- tæki nútímans, hafa Bandaríkja- menn skapað sér aðstöðu til að móta viðhorf íslendinga, þekk- ingu þeirra og hugsunarhátt í amerískum anda. Engin önnur sjálfstæð menningarþjóð hefur þolað slíka innrás í þjóðlíf sitt. KEFLAVfKURGANGAN 1964 er farin til að ítreka þau sannindi, að hemám hugarfarsins, ísmeygi- legt og seigdrepandi. er engu minni voði íslenzku sjálfstæði en þráseta bandarískra 6tríðsmanna í áratugi. Skrifstofa hernámsandstæð- inga í Mjóstræti 3 mun stjórna undirbúningi göngunnar og skrá fólk til þátttöku. Fyrst um sinn er skrifstofan opin frá 14.-18.30 alla virka daga. Sími skrifstofunnar er 24701“. Hversdagsönn á Grandagarði Hér eru þrír hásetar á Rifsnesinu og eru þessa daga að vinna um borð í skipinu við und- irbúning síldveiðanna fyrir Norðurlandi. Þeir halda norður á miðin annað kvöld. Þeir heita Gísli Már Ólafsson frá Reykjavík, Eyjólfur Ágústsson frá ísafirði og Albert Stefáns- son frá Reykjavík. — Fleiri svipmyndir úr hversdagsönn sjó- manna á Grandagarði þessa daga eru birtar á 12. síðu í tilefni dagsins. — (Ljósm. Þjóðviljinn G.M.). Samningar hér syðra byrja væntanlega / þessari viku I DAG er ekki einungis Sjó- mannadagur heidur og opn- unardagur listahátíðar þeirr- ar er Bandalag íslenzkra listamanna gengst fyrir í til- efni 20 ára afmælis lýðveld- isins. HÁTÍÐIN verður sett í Háskóla- bíói kl. 1.30 af Jóni Þórarins- syni, formanni bandalagsins. Ávörp flytja Geir Hallgríms- son borgarstjóri og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra. Aðalræðuna flytur Halldór Laxness, en hann hélt einnig ræðu sem fræg er orðin á fyrsta Listamanna- þingi fyrir réttum tuttugu ár- um. Þórbergur Þórðarson, Guðmundur Böðvarsson og Gnðmundur Hagalín lesa úr verkum sínum og flutt verð- ur íónlist eftir Pál ísólfsson. Klukkan 4 í DAG opnar Ragn- ar Jónsson myndlistar- og bókasýningu sem haldnar eru i Sölum Listasafns rikisins og Bogasal. Þann dag eru þær opnar gestum en almenn- ingi frá og með mánudegi. Um kvöldið er hátíðasýning á óperettunni Sardasfurstinn- an í Þjóðleikhúsinu. Á MÁNUDAGSKVÖLD halda þeir Vladímir Asjkenazi og Kristinn Hallsson tónleika í Háskólabíó og flytja verk eft- ir Beethoven og Schumann. Sama dag er opnuð sýning á íslenzkri byggingarlist að Laugavegi 26. Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD er sýnt x Iðnó nýtt leikrit eftir Einar Pálsson, Brunnir Kolskógar, en fyrir sýningu lesa þrír rithöfundar úr verknm siu- um. ★ Þjóðviljinn hafði í gær tal af Eðvarð Sigurðssyni, formanni Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík, og spurði hann eftir undirbúningi samninga hjá fé- laginu. ☆ ☆ ☆ ★ Eðvarð kvað samningana vera í undirbúningi hjá stjórn félags- ins og trúnaðarmannaráði, og taldi hann Iíklegt að formlegar viðræður við atvinnurekendur gætu hafizt um miðja þessa viku. En búast má við að samningarnir taki nokkurn tima. þar sem þeir eru mjög yfirgripsmiklir og. í samningum Dagsbrúnar eru fjöl- mörg atriði, sem ekki koma til greina í samningum annarra fé- laga. ☆ ☆ ☆ ★ Þá er þess að vænta að samn- ingar við önnur félög á Suður- og Vesturlandi hefjist bráðiega. Leiðrétting: 1 frásögn ÞjóðvOjans I gær af meginatriðum samkomulagsins við rikisstjórnina varð ein mein- leg villa. Þar sem rætt er um vinnutímann á bls. 9, segir, að dagvinnutíminn styttist um 15 mínútur með óskertu kaupi. Þetta er rangt og á að vera, að eftirvinnutíminn styttist um 15 mínútur með óskertu heildar- kaupi. Eru lesendur beðnir af- sökunar á þessum mistökum. SALA MIÐA /2 FLOKKI HÞ 1964 £R AÐ HEFJAST ■ Undanfarna daga hefur Ferið unnið að því að senda út miða í 2. flokki Happ- drættis Þjóðviljans 1964, en dráttur í þeim flokki fer fram 5. !júlí n.k. Eins og mönnum er kunnugt hefur happdrættið í ár verið sam- einað styrktarmannakerfi Þjóðviljans þannig að þeim sem tekið hafa að sér að styrkja blaðið með ákveðinni fjárhæð árlega eru sendir miðar í hgrr" ’ "'finU fyrir þessa upphæð og skiptist gr’eiðslan því í femt, þar eð flokkamir í happdrættinu eru fjórir. Fjöldi miða verður sá sami og í 1. flokki happdrættisins eða 25 þúsund og verð hvers miða kr. 50. — Vinningamir verða hins vegar sex og er heildarverð- mæti þeirra krómxr 166 þúsund. Aðalvinningurinn að þessu sinni er TRABANT-fólksbíll af stationgerð að verðmæti krónur 78.405.00. Hefur á skömmum tíma selzt meira af þessari bfla- tegund hér á landi en dæmi eru til um áður «m nokkum annan b£U Aukavinningar eru fimm þar af fjórar sumarleyfisferðir til út- landa. Fjrsta ferðin er átján daga íerð til Yalta. Lagt verður af stað í ferðina 10. ágúst og flogið til London. Þaðan verður haldið til Vínar daginn eftir en frá Vín verður farið með fljóta- skipi til Svartahafs. Liggur leið- in í gegnum fimm lönd og verð- ur höfð viðkoma í allmörgum borgum. Til Yalta verður komið 17. ágúst en þar verður dvalizt í viku tíma. Síðan verður haldið sömu leið til baka og komið heim affcur- 28. ágúst. Önnur ferðin hefst 21. ágúst. Flogið verður til Kaupmanna- hafnar og stanzað þar í tvo daga en síðan flogið til Con- stanza í Rúmeníu sem er falleg- ur hafnarbær við Svartahaf. Gist verður á hóteli á hinni frægu baðströnd Mamaia og þaðan geta menn skroppið til nærliggjandi borga við Svartahaf ef þeir kjósa .Eftir hálfsmánaðardvöl við Svartahaf verður flogið heim aftur um Kaupmannahöfn. Þriðja ferðin hefst 17. júlí. Er fyrst farið til Kaupmannahafnar og dvalizt þar í þrjá daga en síðan verður flogið til Búdapest. Frá Búdapest verður ekið með ferðabílum til hótels í Siofolk við Balatonvat.n en þar verður dvalizt þrjá daga í Búdapest og síðan flogið heim um K-höfn. Fjórða ferðin er 21 dags ferð til Júgóslavíu. Lagt verður af stað 5. september og flogið til Munchen 7. september verður haldið þaðan með langferðabíl og hefst þar með hálfsmánaðar ferðalag um Júgóslavíu, þar sem m.a. verður dvalizt í fjóra daga á baðströndinni Dubrovnik, perlu Adriahafsins. Heimleiðis verður haldið um Munchen og Lúxem- borg. Loks er svo fimmti aukavinn- ingurinn sem er ferðaútbúnaður fyrir 15 þúsund krónur. tjald, svefnpoki, prímus o.fl. Skrifstofa happdrættisins verð- ur að Týsgötu 3, sími 17514. op- in daglega klukkan 9-12 og 1 -P nema laúgardaga klukkan 9-12. Samningarnir einróma samþykktir ó Akureyri Verkalýðsfélagið Eining á Ak- ureyri hélt félagsfund í fyrra- kvöld til þess að fjalla um hina nýju samninga. Björn Jónsson, formaður félagsins rakti gang samningaviðræðnaxma og skýrði hina nýju samninga, sem síðan voru samþykktir einróma með öllum atkvæðum fundarmanna. Fyrsta síldin til Neskaupstaðar Fyrsta síldin á sumrin' barst til síldarverksmiðjunn ar í Neskaupstað i gærmorg un. Var það Kópur RE me 600 til 650 mál, sem hau fékk á miðunum við Langa Héðan fara níu bátar á síld. Það eru Björg, Daiaröst, Gló- faxi, Gúllfaxi, Hafrún, Haf- þór, Stefán Ben„ Sæfaxi og Þráinn. Enginn af þessum bátum hefur lagt upp ennþá, en flestir fara norður eftir helg- ina. — h.g.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.