Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 16
Við Grandagarð Hér eru austfirzkir sjó- menn og eru þeir flestir ættaðir frá Seyðisfirði og eru hluti af áhðfninni á Víði SU. Þeir eru þama að mála skilrúmsplanka í verbúð á Grandagarði og verða áreið- anlega að vanda sig undir skipstjóm Sigurðar Magnús- sonar frá Eskifirði. VíðirSU þykir oft fínasta skipið í flot-anum og er rómuð öll reglusemi og snyrtimennska um borð og er stundum kall- að flaggskipið í síldarflotan- um og enginn rennir glæsi- legar að bryggju. Hér á myndinni em Ár- mann EJinarsson Sigurður Þórðarson, Hörður Þórhails- son, Guðmundur Helgason, Þorleifur Eiríksson, Eirikur Jónsson, stýrimaður og Víð- ir Sigurðsson. Þeir halda norður næstu daga. Nótin tekin um borð. Fremst sést á kollinn á Jóni Tím.( þá Gísli Hermannsson, Bjarni Pálsson og Lúðvík Einarsson. Annasamt heíur verði niður á Grandagarði undanfarna daga við undirbúning norðurfarar og leggur meginflotinn upp eftir þessa helgi og öslar þá út úr höfninni og tekur stefnuna norð- ur á bóginn og þreytir enn kapp við síldar- ævintýrið mikla fyrir Norðurlandi. Allir bíða í ofvæni eftir hvernig árar á mið- unum og heill þjóðarbúskapur dansar eftir þeim úrslitum. Nokkrar svipmyndiir úr önn hversdagsins eru birtar hér neðan af Grandgarði og eru hér sjómenn hvaðanæva af landinu og allir verða þeir komnir norður á miðin næstu daga. Það voru margir sólskinsdagar í síðustu viku og þessi einkennilega spenna þegar komin í and- rúmsloftið, sem fylgir eltingaleiknum við hinn duttlungafulla fisk og á klukkutíma fresti bár- ust fengsælar aflafréttir af miðunum við Langa- nes. Þetta forskot á sæluna hjá öðrum sjómönn- um norður við Dumashaf verkaði sem sprengja í hugarheimi þessara sjómanna niður á Granda- garði og margir höfðu í huga dýrmæti augna- bliksins. Það er fengsæld hinna fyrstu daga á miðun- um í kapphlaupi sumarsins og þætti sumum skrýtið í íþróttaheiminum, ef sumir byrjuðu að hlaupa undan öðrum að ákveðnu marki. Allt er þó óráðið enn um síldarverðið í sum- ar og kannski hefur verið beðið eftir þessu andrúmslofti sjómanna til bess að hindra þá frekar til þess að mótmæla lágu síldarverði. Sjómannsævin er ekki þrautalaust brauðstrit. og reynist alltaf hörkuerfið, og bera sjómenn oft skarðan hlut frá borði eftir langan og strang- an vinnudag. Mönnum verður oft starsýnt á toppskipin og aflasælan hlut þar og gleyma meginfylkingunni á flotanum, sem hefur fyrir mörgum stórum fjölskyldum að sjá á tímum óða- verðbólgu. Mættu þeir bera gæfu til þess að styrkja sam- heldni sína í þeirri baráttu og bera þar með réttlátan hlut frá borði. Þess óskum við þeim til handa í tilefni dags- ins. MYNDIR OG TEXTI: G.M. Þeir voru önnum kafnir um borð í Hafrúnu frá Bol- ungavik að undirbúa sig til norðurfarar og unnu þeir hmtt á dekldnu. Skipstjórinn heitir Bene- dikt Ágústsson og er hér á myndinni í munstruðu peys- unni fyrir miðju. Benedikt er bróðir Haraldar á Guð- mundi Þórðarsyni og eru þetta hörkuduglegir afla- menn og eru ættaðir frá Hólmavík. Þeir halda hóf á morgun með konum sánum á Hótel Sögu og skella sér síð- &n norður í síldarævintýrið. Hér á myndinni eru Pétur Jóhannesson frá Bíldudal, Stefán Eyfjörð frá Grenivik, Júlíus Ágústsson, bróðir Benedikts, Hjalti Gíslason, gamall togaraskipstjóri frá Reykjavík, Benedikt Bjöms- son frá Hólmavík, Alfreð Friðgeirsson frá Húsavík, Guðni Sigþorsston, frá Reykjavík, Ólafur Gunnars- son frá Þingeyri og Baldur Guðmundsson ættaður frá Aþavatni. ☆ ☆ ☆ Skagamenn þykja góðir sjómenn og er Ihér mynd af hluta af áhöfninni á Jör- undi n. Þeir voru að mála og liðka spilið um borð í skipinu við Grandagarð í vikunni og sögðust bíða eftir slippplássi. Allir em þeir frá Akranesi að undanskild- um Sveini Guðmundssyni, þrettán ára syni Guðmundar Jörundssonar. Það er óráðið . hvort hann fer norður. ívkip- stjóri á bátnum er hinn góð- kunni aflamaður Runólfur Hallfreðsson. Hann var áður með Skími frá Akranesi og fylgdi skipshöfnin honum yfir á nýja bátinn. Þeir heita Guðmundur Jónsson, Ævar Guðmunds- son, Sveinn, Bjami Jónsson með son sinn Bjaraa, Garð- ár Kjartansson og Gunn- laugur Magnússon. Þeir halda norður á þriðjudaginn. I aa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.