Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 4
A SfÐA ÞJÓÐVILnNN DHHMUMN Ctgcfandi: Samdningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson Cáb.), Siguröur Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavðrðust 19. Sími 17-500 (5 línur) Askriftarverð kr. 90 á mánuðL Á sjómannadaginn jslenzkum sjómönnum hæfir ekki annað en mes’ti stórhugur og heiðasta bjartsýni sem með þjóð- inni býr. Þeir eiga skilið befra þjóðfélag en það sem hrifsar með gírugum höndum mestöll þau verðmæti sem vinna þeirra skilar í land, en læt- ur sjómennina sjálfa búa oftar en hitt við skarð- an hlut. Svo mjög er allt nútímalíf íslenzku þjóð- arinnar byggt á starfi sjómanna og því háð að þeir yilji og geti haldið því áfram að sækja sjávarafla, að eðlilegt má teljast að sjómenn væru forréttinda- s’tétt íslenzkra atvinnustétta, bæru mest út býtum og fengju öll skilyrði til að búa við góð kjör og njóta menningarlífs og alls þess öryggis sem þjóð- félagið getur framast tryggt þeim. J^angt er frá að svo sé nú, gagnvarf s'jómannas'tétt landsins vantar mikið á að þjóðfélagsheildin geri skyldu sína. Þó sjómenn vinni oft nótt með degi, á vinnutíma og við aðstæður sem engri ann- arri vinnustétt er boðið, eru tekjur þeirra gjarna íaldar eftir og meira að segja haldið uppi skrif- stofubáknum og samtökum í landi sem virðast 'félja það verkefni sitt að hafa af sjómönhum' samningsbundið kaup. Sjálfan sjómannadaginn "vírðíst ýmsum það aukaatriði hvort sjómenn eru heima til að gera sér glaðan dag. Skipin eru drif- ín út fyrir hátíðina. í ræðum manna í dag mun það að vísu enn koma í ljós að ýmsir menn í landi eru því fegnir að sjómannastéttin skuli vera til, en óþarfi er það og smekkleysa að tefla fram á sjó- mannadegi þeim ráðherra, sem sjómenn þekkja undir nafninu gerðardómsmálaráðherra. gtórhugur og bjartsýni mótaði nýsköpunars'fe’fn- una, sem Einari Olgeirssyni og Sósíalistaflokkn- um tókst að gera að stjórnarstefnu skamma hríð í stríðslokin, og varð til þess að gerbreyta íslenzku efnahagslífi með tilkomu glæsilegs togara- og bátaflota og fiskiðnaðarfyrirtækja í landi. Stór- hugur og bjartsýni réð því, að Lúðvík Jósepssyni og Alþýðubandalaginu tóks't áratug síðar, 1958, að knýja fram stækkun landhelginnar í tólf mílur, og afla nýrra skipa sem færa enn mikla björg í land. Stórátak þarf einnig á þessum áratug til efl- ingar sjávarútvegi og fiskiðnaði á íslandi, þrátt fyrir öra endurnýjun bátaflotans og hina nýju veiðitækni. Öflun nýfízku togaraflota og fiski- rannsóknaskips, skipulagning stóraukinna haf- og fiskirannsókna, endurskoðun skólamála skip- stjórnarmanna og vélstjóra eru aðkallandi verk- efni. Og síðas't en ekki sízt: Bæta verður svo um munar kjör og alla aðstöðu sjómanna, finna nýjar leiðir til að aflétta vinnuþrælkun og stytta hinn óhæfilega langa vinnutíma á sjónum, koma á löngum landfríum með kaupi, gera þjóðfélagsleg- ar ráðstafanir, sem auðvelduðu sjómönnum að finna atvinnu í landi við sitt hæfi þegar aldur færist yfir og tryggði þeim áhyggjulausa elli. Með þessu er gripið á nokkrum málum sem hugleiða þarf oftar en á sjómannadaginn og gera verður að veruleika í lífi íslenzkra sjómanna, vegna vel- farnaðar þjóðarinnar allrar. — s. Laugardagur 6. júní 1964 SKÁKÞÁTTURINN !★★★★★★★★★! Ritstjóri: ÓLAFUR BJÖRNSSON Millisvæðamótii hálfnað Hvítt: Benkö. Svart: Larsen. tJr 6. rnnferð. 1. g3 — g6, 2. Bg2 — Bg7, 3. d4 — c5, 4. c3 — cxd4, 5. cxd4 — Rf6. (Með d5 gat svartur komið upp samlokustöðu en hvítur er þá leik á und-an). 6. e4 — 0—0, 7. Rc3 —d6, 8. Rge2 — (Ef hvítur leikur 8. f4 svarar svartur með 8. —e5). 8. — Db6, 9. 0—0 — Rc6. (Hvítur hefur öflugt mið- borð en svörtu mennirnir eru vel etaðsettir. Ef hvítur reynir leiki eins og Hbl og h3 er svarið e5). 10. d5 — Re5, 11. h3 — Bd7, 12. b3 — Hfc8, 13. Be3 — Da5. (Einnig kom Da6 til greina en þá hefur svartur ekki eins góðan þrýsting á c3 ef hvítur léki nú 14. f4 — þá Hxc3, 15. Rxc3 — Dxc3, 16. Bd4 — Dxg3, 17. fxe5 — Bxíh3). 14. Bd4 — g5, 15. Dd2 — h6. (Ef 15. — Bxh3 þá 16. Dxg5). 16. f4 — gxf4, 17. gxf4 — Rg6, 18. e5 — Rh5. 19. e6 — fxe6, 20. dxe6 — Bb5, 21. Bxg7 — Rxg7, 22. Dd5 — Db6f, 23. Kh2 — Hxc3, 24. Rxc3 — Bxfl, 25. Hxfl — Hf8, 26. Dd3 — Rxf4, 27. Hxf4 — Hxf4, 28. Rd5 —Dd4, 29. Rxe7f — Kf8, 30. Rg6t — Kg8. (Ekki 30. — Ke8?? vegna Db5t o. s. frv.). 31. Re7t — Kf8, 32. Rg6t — Kg8. Jafntefli. (Hvítur getur ekki teflt til vinnings t.d. 33. Rxf4 — Dxf4f, 34. Dg3 — Dxg3t, 35. Kxg3 — b6, 36. Bd5 — Kf8 og hvítur er í taphættu vegna veikleikans á e6). V V V 1 eftirfarandi skák nær hvítur fljótlega undirtökunum og hinn öfiugi leikur 20. d5 færir honum vinningsstöðu, þótt svartur flýtti fyrir úr- slitunum með 20. — Rc5. Hvitt: Spasskí. Svart: Fouguelman. 9. umferð. 1. e4 — c6, 2. d4 — d5, 3. Rc3 — dxe4, 4. Rxol — Bf5, 5. Rg3 — Bg6, 6. Bc4 — Rf6, 7. Ggle2 — e6, 8. h4 — Rh5, 9. Rxh5 — Bxh5, 10. f3 — h6, 11. Rf4 — Bd6, 12. De2 — Bxf4, 13. Bxf4 — Rd7, 14. g4 — Bg6, 15. 0—0—0 — Df6, 16. Bd6 — 0—0—0, 17. Bb3 — h5, 18. De3 — Hhg8, 19. Bf4 — De7, 20. d5 — Rc5, 21. d6. Gefið. V V V Hvítt: Tal. Svart: Smyslof. 5. umferð. 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0—0 — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — 0—0, 8. c3 — d6, 9. h3 — Ra5, 10. Bc2 — c5, 11. d4 — Rc6, 12. Rd2 — Db6, 13. dxc5 — dxcð, 14. Larsen Rfl — Be6, 15. Re3 — Had8, 16. De2 — c4, 17. Rf5 — Bxf5, 18. exf5 — Hfe8, 19. Rg5 — Bc5, 20. Re4 — Rxe4, 21. Bxe4 — Re7, 22. Df3 — Hd6, 23. b4 — cxb3, 24. axb3 — b4, 25. cxb4 — Dxb4, 26. Ba3 — Db6, 27. Bxc5 — Dxc5, 28. Hecl — Bb6, 29. Ha4 — Hd4, 30. Dc3 — g6, 31. fxg6 — hxg6, 32. Dc7 — Dxc7, 33. Hxc7 — Hf8, 34. Hxd4 — exd4, 35. Bd3 — a5, 36. Hd8--------Kfl, jafntefiL BAKATTA VID HJÁTRÚNA Það er ekki haegt að segja. að karlinn sé hjátrúarfullur, en hann er sérvitur gagnvart ýms- um teiknum á láði og legi, sagði stýrimaðurinnn á Ásþór RE og hló langt niðri í sér. Við ætluðum að fara á þriðjudagskvöldið norður á miðin, og við vorum komnir um borð og karlinn segir svona við mig. Jæja, — strákar minir. Er ekki allt klárt til brottfarar. _Ég fór í huganum yfir út- búnaðinn og taldi þetta svo upp fyrir karlinn, og okkur kom saman um að vantaði eina kaðalhönk. Það var sent i land eftir hönkinni og þegar hún kom um borð, þá var klukkan fimm mínútur yfir tólf á miðnætti. Jæja, — þá sleppum við. segi ég við karlinn. Hann lítur á klukkuna og skimar upp á vesturhimininn og púar út úr sér. Fallegt er veðrið. Við förum þó hvergi. Það var nefniiega kominn miðvikudagur og karlinn byrj- ar aldrei vertíð á miðvikudög- um og mánudögum. Við stork- um ekki forlögunum, drengir mínir. Ailir fóru heim til kvenna sinna á nýjan leik. Það er nefnilega miðvikudag- ur í dag sagði stýrimaðurinn og hallaði sér notalega yfir borðstokkinn í sólskininu. Þó átti karlinn í baráttu við sjálfan sig, og vegur þar á móti dýrmæti augnabliks- ins að vera með þeim fyrstu á miðin og fá svolftið forskot í kapphlaupi sumarsins. En svona géta vissar reglur rist djúpt í sálarlífinu og svona menn taka vissulega mark á hlutunum, og myndu sumir kalla þetta hjátrú og þó vil ég ekki kalla þetta hjátrú. Sama gildir á vetrarvertíð og gæti ég sagt dæmisögu um það. Við erum kannski staddir við Jökul og erum að gera allt klárt á dekkinu áður en við leggjum netin. Komdu væni minn hinað upp í brúna og taktu við stýrinu, kallar hann til mín niður á dekkið. Hvað gerir svo karlinn? Hann snarast í bólið og fær sér blund. Hann er nefnilega draum- spakur. Þama púar hann í kojunni í fimm mínútur og þá á ég að vekja hann. Hann snarast fram úr eftir þenn- an kríublund og kemur á stjómpallinn og klórar sér á kollinum og lítur upp á vest- urloftið. Við leggjum ekki hér og stefnan er tekin á önnur mið og þar þarf kannski ann- an kríublund til þess að úr- skurða lögnina. Og við er- um fengsælir þar. Eitthvað er þetta, ctg reyni ég ekki að skýra þetta út frek- ar. Annars segi ég fyrir mig persónulega að mér er illa við að fara norður á miðin áður en búið er að ákveða síld- arverðið Hér eru þeir þungir á brúnina stýrimaðurinn og vélstjórinn á Ásþór RE við Grandagarð síðastliðinn miðviloidag. Þeir eru nú komnir norður á miðin. Talið frá vinstri: Eggert Einars- son, vélstjóri og Baldvin Árnason, stýrim. (Ljósm. Þjv. G.M). En hvað getur Þeir ráða bara mann og maður ið á góðum bát, um vik að sýna um samheldni á um. Ég er leiður maður gert? annan stýri- missir pláss- það er erfitt félögum sín- svona stund- og mér finnst ég vera að bregðast félögum minum að rjúka svona norður. Þeir bíða lika með að ákveða síldarverðið þangað til byrj- að er að veiða síldina og vilja helzt fá. sjómennina út á mið- in og tilkynna þeim þá dreifð- um út um allan sjó, kaup og kjör sumarsins og hvemig eiga þeir þá að mótmæla kjöf- unum? Ég er hræddur um að við verðum hlunnfamir, og það ' er einkennilegt hvað þeir eru seinir á ferðinni með síldar- verðið. En við höldum norður í nótt. H.F. mSKlPAFÍLAQ ÍSLANDS sendir sjómönnum, hvar sem þeir eru stadd- ir, og aðstandendum þeirra BEZTU HAMINGJUÖSKIR á sjómannadaginn og árnar þeim allra heilla í framtíðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.