Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA HÓÐVHJTNN SuTrrmdagttr 7. júní 1964 Gróa Biarnadóttir Kveðjuorð Gróa Bjarnadóttir var fædd 14 ágúst 1878 að Neðri-Hrepp í Skorradal og andaðist 2. jún( 1964 að Elliheimilinu Grund í Reykjavík og verður til grafar borin á morgun Hún fór til Noregs ung að aldri og giftist þar "Daníel Daníelssyni hótel- eiganda 1902 og eignuðust þau einn son, Árna. Eftir dauða manns síns fluttist hún heim til Islands. 1907 giftist hún á ný. Þorvarði Þorvarðssyni prensmiðjustjóra og eignuðust þau fjóra syni: Þorvarð, Ólaf, Gunnar og Bjarna. Ennfremur ólu þau upp tvö fósturböm: Ingibjörgu Sigurgeirsdóttur og Baldur Georgs, — og eftir að Gróa missti Árna son sinn. ól hún upp dóttur hans, Helgu. Reyndist Gróa þeim öllum sem bezta móðir. Síðari mann sinn missti Gróa 1936 og hefur hún einnig orðið að sjá á bak öll- um souum sfnum nema Gunn- ari. Kjartan sonur Þorvarðar af fyrra hjónabandi, dvaldi og hjá þeim hjónum lengst af og reyndist Gróa honum eins og hinum fósturbörnunum, unz hann dó 1935. ----------------------------------3> Hætta nú við frestunina! BRUSSEL 5/6 — Haft er eftir góðum heimildum í Brussel, að ráðherrafundur Efnahagsbanda- lagsins muni trúlega breyta | þeirri ákvörðun sinni, að bíða í hálft ár með að fastákveða sameiginlegt kornverð innan ■ bandalagsins. Á fundi sínum á miðvikudag hafði ráðherrafundurinn sam- þykkt að fresta ákvörðun f þessu harðvítuga dedumáh + bandalagsins fram til 15. des-1 ember næstkomandi. ' Gróa Bjarnadóttir var stór- brotin kona, er tók öllum þessum raunum sínum sem hetja. Ég kom til hennar 17 ára að aldri og átti hjá henni heimili um nokkurt skeið. Tengdumst við vináttuböndum er héldu alla ævina. Ég kynnt- ist því öllum hennar góðu hlið- um: dugnaðinum í daglegu starfi, listamennskunni í hann- yrðum og hetjuskapnum i raununum Slík listakona var hún 1 handavinnu, að eitt af því, sem henni féll þyngst i ellinni, var þegar hún gat ekki lengur saumað sín listaverk, ssm hún af örlæti miklu gaf ættingjum og vinum. Síðasta hálfan annan áratug ævinn- ar bjó hún ásamt sonardóttur sinni, Helgu, og Katrínu, dótt- ur Ingibjargar, með fósturdótt- ur sinni Ingibjörgu, er hún hafði reynzt svo vel. og reynd- ist Ingibjörg henni þannig í elli og sjúkdómi þessara ára að aldrei verður fullþakkað. Ég þakka þér,- Gróa mín, allt sem þú hefur verið mér og mínum um ævina. Minning þín mun Hfa í hjörtum okkar allra, sem kynntust þér og lærðú að meta þíg. " Sigríður Þorvarðardóttir. Pyrirlesfnr Pramhald af X síðu. hefur verið til þessa. Leggur hanin áherzlu á að ná til barn- anna sem allra yngstra til þess að hjálpa þeim að komast yfir fötlun sína og gera þau að full- gildum og nýtum þjóðfélags- þegnum. Vill hann ekki léta loka þau inni á sérskólum fyr- ir blinda, heyrnarlausa og mál- lausa, heldur ala þau' upp í sem eðlilegustu umhverfi og láta þau ganga í venjulega skóla með öðrum börnum, þó að þau sem mest eru fötluð þurfi að fá tilsögn í bekkjum. Hefur þessari skipun þegar verið kom- ið á í Árósum fyrir forgöngu dr. Bentzens og gefið góða raun. Vel- vilji Tíminn segir réttilega i gær að samkvæmt samkomulag- inu nýja verði kaupmáttur launanna lægri en vert væri og heldur áfram: „Hins vegar hefði árangurinn vissu- lega getað orðið meiri, ef velviljuð stjórnarvöid hefðu setið hinumegin við samn- ingaborðið." Þeir sem sátu andspænis fulltrúum verk- lýðssamtakanna við samn- ingaborðið voru ekki aðeins málsvarar ríkisstjórnarinnar og Vinnuveitendasambands íslands, heldur og valdamikl- ir Framsóknarmenn frá Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna. Höfðu þeir sig bæði í frammi þegar fjallað var um heildarsam- komulaeið og eins er gengið var frá samningum félaganna fyrir norðan og austan. Hins vegar þekktust Framsóknar- leiðtogarnir ekki úr á afstöðu sinni og skoðunum: þeir stóðu með ríkisstjórninni og Vinnu- veitendasambandinu í einu og öllu og voru sízt til við- tals um það að auka kaup- mátt launanna. Það er rétt hjá Tímanum að betri árangnr hefði náðsl ef Framséknarleiðtogarnír sem sátu hinumegin við samningaborðið hefðu verið velviljaðir. Barátta Morgunblaðsins Morgunbiaðið segir i gær að samkomulagið við AI- þýðusambandið sé „í sam- ræmi við margra ára baráttu blaðsins". Það er nú líkast til. Mönnum er ekki úr minni liðið hversu ákaflega Moirg- unblaðið hefur barizt fyrir því að greiddar væru vísi- tölubætur á kaup. Ekki hefur það heldur farið fram hjá neinum hversu mjög Morg- unblaðið nefur áfeilzt stjórn- arþingmennina fyrir að sam- þykkja ekki tillögur Alþýðu- bandalagsins um aukið orlof. Ævinlega þegar Alþýðubanda- lagsmenn hafa krafizt á þingi verulegra umbóta í húsnæðis- málum hafa þeir átt hauk í horni þar sem Morgunblaðið er, svo að ekki sé minnzt á baráttu Alþýðubandalagsins fyrir styttum vinnutíma og viku- eða mánaðar-greiðslum á kaupi. Það væri sannarlega rauna- legt ef einhverjir hefðu gleymt hinum ómetanlega stuðningi Morgunbiaðsins á þessum sviðum Væri ekki ráð að sérprenta allar þessar ágætu greinar? — Austri. SKRIFSTOFA SKEMMTIKRAFTA PÉTUR PÉTURSSON Rússneski píanósnillingnr- VLADIMIR ASHKENAZY Píanótónleikar í Háskólabíói miðviku- daginn 10. júní kl. 9 e.h. Efnisskrá: Mozart: Sónata í a moll K 310 Stíhumann: Fantasía í C dúr Op.. 17 Moussorgsky: Myndir á sýningu. VLADIMIR ASHKENAZY og MALCOLM FRAGER Samleikur á tvö píanó í Háskólabiói fimmtudag- inn 18. júni kl. 9 e.h. Bandariski píanósnilling- . urinn MALCOLM FRAGER Píanótónleikar í Hóskólabíói mánudaginn 22. júní kl. 9 e.h. Efnisskrá: Haydn: Sónata No. 38 í Es dúr. Schumann: Sónata í g moll Op. 22. Brahms: Valsar Op. 39. Bartok: Sónata (1926). Aðgöngumiðasala og pantanir hjá Lárusi Blön- dal, Eymundsson og Máli og menningu. Vélskóflustjóri Maður vanur vélskóflustörfum óskast. VÉLSKÓFLAN h.f. Höfðatúni 2. — Sími 22184. orlofsdvöl ý+Húsmæður i Kópavogi at- hugið að orlofstíminn fer í hönd. Allar upplýsingar um orlofsdvöl á sumri komanda eru veittar í Félagsheimili Kópavogs n.k. mánudag. þriðjudag og miðvikudag kl. 8 — 1C e. h. og í símum ’*t ■'A+V'J ÓDÝRSKÓ- FATNAÐUR SELJUM Á MORGUN OG NÆSTU DAGA: KARLMANNASKÓ úr leðri með gúmmí- og leðursóla. Vandaðar gerðir fyrir kr. 232,00 og kr. 296,00. KARLMANNA- SANDALA með formsóla fyrir kr. 270,00. INNISKÓ (tátiljur) fyrir kvenfólk fyrir kr. 65,00. MOKKASÍNUR fyrir kvenfólk fyrir kr. 110,00. SLÉTTBOTNAÐA KVENSKÓ með gúmmísóla fyrir kr. 198,00. SLÉTTBOTNAÐAR TÖFFLUR fyrir kvenfólk fyrir kr. 98,00. SLÉTTBOTN AÐ A KVENSKÓ úr leðri fyrir kr. 198,00. TELPNASKÓ úr leðri, stærðir 27—34 fyrír kr. 165,00. HVÍTBOTNAÐA GOMMÍSKÓ drengja, allar stærðir fyrir kr. 72,00 — 83,00. . ... SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR ito'An IððSG Laugavegi 100. j -i. wóbw m. SUiK Erum kaupendur að öllum tegundum fisks til frystingar, söltunar og herzlu. Kaupum einnig síld og hrogn. Seljum beitusíld, saltsíld, hraðfrystan, saltaðan, y hertan fisk og ís. Hraðfrystihús Kefiavikur KEFLAYÍK. Símar 2095 og 1104. T'V ti - .T'-fWi Vi ■• ' -•' 3**- Ti 30 - 'K+rrí m9é JL % .0 % Í4F, 4-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.