Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 12
HÖÐVILIINN Sunnudagur 7. júní 1964 J2 SIÐA I TILEFNI SJÓMANNADAGSINS sendum vér sjómannastéttinni vorar beztu hamingjuóskir. EIMSKIPAFÉLAG REYKJA VÍKUR íslenzkir sjómenn Af tilefni Sjómannadagsins sendir SJÖMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR ykkur sínar beztu hamingjuóskir, þakkar ykkur gott starf á liðnum árum og óskar ykkur allra heilla í framtíðinni. SJÓMANNAFÉLAG REYKJA VIKUR SENDUM SJÖMANNASTETTINNI HEILLAÖSKIR í TILEFNI SJÖMANNADAGSINS Brunabótafé/ag Islands Sími 24425. Sendinefnd SÞ til Kambodja NEW YORK 5/6 — Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað á fundi sínum í gær að senda þriggja manna nefnd til Kam- bodja og Suður-Víetnam. Skal nefnd þessi gera tillögur um það. á hvem hátt megi hindra það að landamæraóeirðirnar hefjist á ný. Skýrslu sinhi skal nefndin hafa skilað innan 45 daga. Líklegt er talið, að nefndar- menn verði frá Marokkó, Gull- ströndinni og Brasilíu. Það voru fulltrúar Gullstrandarinnaf og Marokkó, sem báru fram þá til- lögu í ráðinu, að slík nefnd væri skipuð. Fulltrúar Sovétríkjanna gagnrýndu í fyrstu mjög þessa tillögu, en féllust síðan á hana og var hún samþykkt einróma. Styðja Dðlskn Laostillöguna VIENTIANE 5/6 — Hersveitir Pathet Lao hófu á föstudag sókn á stöðvar hlutleysissinna á Krukkusléttunni. Kouprasith Abhay, hershöfð- ingi sá, er stjómaði valdaráni hægri manna i Vientiane hinn 19. apríl síðastliðinn, skýrði svo frá, að árásin hafi byrjað kl. þrjú um nóttina eftir staðar- tíma. Hershöfðinginn kvað bar- daga halda áfram og reyni hlut- leysissinnar að halda stöðvum sínum á hæðinni Phou Khoutt, sem þeir náðu af Pathet Lao fyrir um það bil viku. jr A SJÓMANNADAGI sendum vér sjómannastéttinni vorar beztu NN hamingjuóskir. r SÖLUSAMBAND ISLENZKRA FISKF R AMLEIÐEN D A. Hótar landgöngu á Kýpur ANKARA 5/6 — Utanríkisráð- herra Tyrklands, F. C, Erklin. Iysti því yfir í dag, að ef svo haldi fram sem nú stefndi, sé það augljóst mál. að Tyrkir verði að ganga á land á Kýp- ur. Stjórnmálafréttaritarar f Ankara benda f þessu sam- handi á það,- að Kýpurdeilan sé nú í miðdepli stjórnmálanna í Tyrklandi. Sérstaklega hafi betta orðið áberandi eftir að Makarfos forseti samþykkti herskyldu á eynni og fréttir tóku að berast af því, að Grikkir á eynni séu teknir að flytja inn vopn. Það var í gærkvöld, sem Kýpurstjóm tilkynnti það, að hún hefði ákveðið að kalla til herþjónustu gríska Kýpurbúa á aldrinum 18—20 ára. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum. að hér sé um fjögur þúsund manna lið að ræða. Kýpur- stjórn rökstyður þessa ákvörð- un með því, að ógnað sé sjálf- stæði eyjarinnar. Á Kýpur hefur allt verið rólegt í dag. Þó hefur heyrzt skothríð í einu af úthverfum Nicosiu og í Kyrinia-fjöllum, en ekkert er nánar vitað um þau vopnaviðskipti, ef einhver eru. Flugmannaverk- fall vofir yfir Svíum STOKKHÖLMI 576 — Likur eru nú á því, að flugstarfsmenn j Svíþjóð hefji verkfall. Flug- mannafélagið hefur áður hót- að tímabundnu verkfalli hjá félagiinu Linjeflyg, sem eink- um annast innanlandsflug. Hefst verkfallið 11. og 12. júní svo fremi ekki verði gengið að kröf- um flugmanna um fimm daga vinnuviku. Á föstudag svaraði svo félagið með því að lýsa verkbanni á flugmennina. sem eru yfir 80 að tölu. frá og með 13. júní ef þeir geri al- vöru úr verkfallshótun sinni. Með þessu hefur hlaupið slík harka í deiluna, að haft er eftir góðum heimildum að erf- itt kunni að reynast að finna leiðir til samkomulags. Samn- ingaviðræður hefjast á mánu- Sjómannasam- ■ band Íslands sendir íslenzkum sjómönnum beztu hamingjuóskir á Sjómanna- daginn og árnar þeim allra heilla i framtíðinni. NauðungaruppboB verður haldið að Skúlagötu 4, hér í borg (neðstu hæð). eftir kröfu ríkisútvarpsins þriðjudaginn 9. júni n.k. kl. 1,30 e.h. Setdir verða nokkrir tugir af notuðum útvarpstækjum o. fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Til hamingju með hátíðina. Kexverksmiðjan ESJA Hafíð þér athugað 1. — að það er tiltölulega mjög ódýrí að ferðast með strandferðaskipum vorum í kringum land. Fátt veitir betri kynni af landi og þjóð. 2. — að siglingaleið m.s. „Heklu“ að sumr- inu til Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur er mjög skemmtileg og far- gjöldin hófleg. Skipaútgerð ríkisins 'BT Sendum íslenzkum sjómönnum ■IB beztu hamingjuóskir á Sjómannadaginn. SJÓKLÆÐAGERÐ ÍSLANDS HÆ fe

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.