Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.06.1964, Blaðsíða 8
Sunnudagur 7. júní 1964 8 «*»* ÞTOnmnmi □ Atburðir siðustu daga hafa aftur beint athygli manna að Suður-Kór- eru. Sagan frá 1960 þegar uppreisn stúdenta í Seúl varð til að hrekja hinn hataða einvald og Bandaríkjalepp Syngman Rhee frá völlum virðist vera að endurtaka sig. Bandaríkjamenn fá enn einu sinni að kenna á því, að það getur verið dýrt spaug að styðja til valda gerspillta glæframenn, sem einskis trausts njóta með þjóð sinni. Fyrirsögnin hér á síðunni er ekki samin á ritstjómarskrifstofum Þjóðviljans. Hún er þýðing á fyrirsögn greinar sem birtist í danska blaðinu „Information“, en það verður tæp- ast sakað um fjandskap við Bandaríkin og allra blaða ólíklegast til að bera þeim verr söguna en ástæða er til. Frásögnin hér á eftir styðst við þá grein. SUÐUR-KÓREA Landið þar sem allir hata Bandaríkin Bandaríkin sem annars höfðu i meira en nóg horn að líta i Asíu standa nú enn frammi fyrir meiriháttar vandræðum í Suður-Kóreu. Bandaríkin geta ekki horft aðgerðalaus á það sem gerist í Suður-Kóreu. Það er ekki að- eins að í landinu eru um 50.000 bandarískir hermenn, heldur hafa Bandaríkin ausið gífur- legum fjárfúlgum þangað, um og yfir 300 miljörðum króna síðan stríði lauk Þegar Syng- man Rhee var steypt af stóli skuldbundu Bandaríkin sig auk þess til að tryggja lýðræði í landinu. Þá skuldbindingu hafa þau ekki staðið við. enda var það kannski aldrei ætlunin. Valdarán Þegar Rhee einræðisherjra hafði verið steypt, tók við völdum John Myong Chang, sem talinn var einlægur lýð- ræðissinni og naut stuðnings þeirra afla. fyrst oS fremst há- skólastúdentanna í Seúl, sem risið höfðu gegn Rhee. Hann fékk þó ekki að sitja við völd í meira en eitt ár. Bandarikja- menn horfðu á það aðgerða- lausir að herforingjar tóku af honum völdin, enda þótt her Suður-Kóreu sé algerlega háð- ur þeim. Grunur lék á því, að bandaríska leyniþjónustan CIA, sem hvarvetna getur látið illt af sér leiða, hafi staðið að bakí uppreisn herforingjanna. Sem fyrri daginn tók Banda- ríkjastjórn þann kost að viður- kenna valdaránið, en hafði þó að fororði fyrir viðurkenning- unni, að hún gilti aðeins, ef herforingjarnir afsöluðu sér völdum áður en langt liði og gengju undir dóm þjóðarinnar í „frjálsum“ kosningum. Þann- ig skuldbatt hún sig til að stuðla að lýðræðisþróun í landinu. En hún stóð ekki við þá skuldbindingu. Lögreglurílci Herforingjamir komu upp lögregluríki, sem i engu var frábrugðið harðstjórn Syng- mans Rhee. Á sama hátt og Ngo Dinh Diem, hinn banda- ríski leppur í Suður-Vietnam, kom sér upp geysifjölmennri lögreglu og setti bróður sinn yfir hana, lét Chung Hee Park, forseti herforingjaklíkunnar, mág sinn, Kim Chang Pil, koma upp 30000 manna leynilög- reglu, og Pil varð brátt, eins og Nhu í Suður-Vietnam, hinn raunverulegi valdamaður lands- ins. Öðrum foringjum í hernum og flotanum mislíkaði þessi þróun. Þeir óttuðust valdafíkn Pils og kusu heldur þingræðis- stjórn, enda þótt hún væri að- eins til málamynda. Park lét undan þessum kröf- um þeirra, en þó aðeins í þeim tilgangi að tryggja sjálfum sér völdin. Hann boðaði að kosn- ingar skyldu fara fram í maí í fyrra, en um leið lagði hann fram nýja stjómarskrá, sem veitti forsetanum óskoruð völd. Samkvæmt henni hafði þingið enga hönd í bagga með stjórn landsins og forsetanum var heimilað að ógilda öll ákvæði um almenn mannréttindi, hve- nær sem honum þætti til hlýða. Og enginn var í vafa um að Park ætlaði sjálfum sér forsetaembættið. Hin nýja stjórnarskrá var lögð undir þjóðaratkvæða- greiðslu 17. desember 1962 og því lýst yfir að hún hefði ver- ið samþykkt. Úrslitin höfðu verið ráðin áður en gengið var til atkvæða. í febrúar boðaði Pil lögregluforingi að hann myndi bjóða sig fram í kosn- ingunum í mai, og um leið var tilkynnt að 2.600 nafngreindir menn myndu ekki fá að skipta sér af kosningunum. Þetta voru andstæðingar þeirra Parks og Pils, bæði meðal hinna frjálslyndari mennta- manna og innan hersins. Þá var mælirinn fullur og Park neyddist til að afturkalla þá tilkynningu og mágur hans, Pil, var neyddur til að fara úr landi. Ölga Ólgan magnaðist í landlnu og Park sá sitt óvænna. Hann gerði enn eina tilraun til að festa sig í sessi með valdbeit- ingu og boðaði 16. marz að hann hefði í hyggju að íresta öllum kosningum í fjögur ár. Stjórn Kennedys gat ekki lát- ið þetta afskiptalaust. And- stæðingar Parks minntu hana á fyrri fyrirheit og skuldbind- ingar, og talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Lincoln White, sagði nokkrum dögum eftir að Park hafði boðað frest- un kosninganna að „framleng- ing herforingjastjómarinnar í Suður-Kóreu myndi ógna traustu og áreiðanlegu stjórn- arfari" í Suður-Kóreu. Jafn- framt var Park tilkynnt að hann mætti eiga von á þvi að efnahagsaðstoð Bandaríkjanna yrði stórum skert, ef hann hætti ekki við fyrirætlun sína. Kosningasvik Park vissi hvað klukkan sló og kosningarnar til þjóðþings og forsetaembættis voru haldn- ar í október og nóvember í fyrra. En það kom enn einu sinni á daginn að Bandaríkj- unum var meira í mun að láta líta svo út á yfirborðinu að leppir þeirra nytu stuðnings þjóða sinna, heldur en að svo væri í raun og veru. Hvers konar brögðum var beitt í kosningunum, ofbeldi og svik- um. Þó náði Park kosningu að- eins með 300.000 atkvaeða FramhaJd á 11. síðu. Þessar myndir eru frá hinum sögulegu atburðum í Seúl, höfuðborg Kóreu, fyrir fjórum árum þegar hinn hataði leppur Bandaríkjanna, Syngman Rhee, var steypt af stóli. Þá eins og nú voru það stúdentar við háskólann í höfuðborginni sem fóru fremstir í flokki fyrir andstæðing- um harðstjórans. — MYNDIN hér að ofan sýnir stúdenta á götu í Seúl þegar uppreisnin gegn Bhee hófst. Þannig hefur einnig verið innhorfs í Seúl þessa dagana. 1960 var vopnaðri lögreglu og herliði einnig sigað gegn stúdentum, en þeir létu sér ekki segjast fremur en nú, en héldu baráttunni áfram þar til sigur var unninn. Það reyndist að vísu stundar- sigur og því hafa stúdentar aftur risið upp. MYNDIN sýnir byggingu eins af málgögnum ein- valdsherrans í ljósum logum. Nú sem þá hefur her og lögregla einræðisherra Suður-Kóreu beitt bandarískum vqpnum ge.'m vopnlausum múgnum, en þó orðið að lúta í lægra haldi. — MYNDIN sýnir tvoi bandaríska skriðdreka sem stúdentar náðu af hermönnum harðstjórans. -e

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.