Þjóðviljinn - 20.04.1969, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.04.1969, Blaðsíða 7
Sunniudagiur 20. apríl 1969 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Frá vinstri: Eiínborg Elbergsdóttir, Halldóra Elbergsdóttir og Fríða Valdimarsdóttir setja í dósir. Nýstárlegur niðursuðuvarníngur. . . Reynum að pranga þessu inn á Tékka! Sennilega er Niðursuðan I Grundarfirði eini staðurinn á ís- landi þar sem soðin er niður þorskilifur í dósir, a-m.k. hefur ekki heyrzt um það annarsstað- ar frá. Niðursuðan, sem Sófanías Ce- eilsson rekur, var stofnuð i fyrra og sauð þá niður rækjur og hefur nú hafið vinnslu á ný í vetur með lifur sem aðalhrá- efni. Sófanías hafði skroppið í Wmm. Bára Hallgrímsdóttir Ölöf Langdal t.v. og Þorbjörg Berg skera úr og flokka. Guðbjartur Cecilsson við suðuna. Hólminn, daginn sem blaðamað- ur Þjóðviljans kom að skoða starfsemina, en Gunnar Krist- jánsson verkstjóri skýrði fró vinnslunni, opnaði dós og bauð að smaklka, og sfcall það vottað hérmeð að varan bragðaðist prýðilega og reyndar allt öði*u vísi en við var búizt, virkaði ekki nærri eins feit og þorsk- lifur gerir venjulega. — Þetta er þrungið vítamín- um, sagði Gunnar. Þessvegna er fólkið í Grundarfirðinum svona fjöruigt! Lifrin er soðin með smávegis salti og sett í sams- konar dósdr og sardínur og vinna við þetta um 10 manns, þar af 8 konur. — Og hver kaupir svo bessa lifur? — Það er verið að reyna að pranga þessu inn á Tékka. Ég helf heyrt að þeir noti það of- an á brauð. Þeir kaupa annars óhemju magn af þorsklifur og hafa keypt mikið frá Danmörku hingað til, en við erurn að reyna að komast inn á þennan markað líka- Ingibjörg Hannesdóttir með þorskalifrardós Áhugaleikar- ar eiga eln- mitf að fást Wð góð verk Leikfélagið Grímnir í Stykk- ishólmi raeðst sannarlega ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur, er nú að æfa „Fando og Lis" eftir Arabal og „Lokaðar dyr‘‘ Sartres, frumsýning áætluð í Iok april. I Leikfélagið Grímnir var stofn- að vorið 1967 og hefur síðan starfað af miklum krafti, setti • fyrst upp „Lukkuriddarann", síðan „Tengdasonur óskast“ og . nú fyrir síðustu jól sýndi það „Allra meina bót“. Blaðamaður Þjóðviljans leit inn á æfingu eitt kvöldið og hitti þá Fando og Lis, Áma Pál Jóhannsson og önnu Droplaugu Erlingsdóttur, ásamt leikstjór- anium, Guðjóni Inga Sigurðssyni, sem líka setti upp Tengdason- inn hjá félaginu 4 sínum tíma. Æfingar voru að vísu á byrj- unarstigi. en þeim Áma og Droplaogu fannst hlutverkin skemmtileg. sögðu þau. og virt- ust engu kvíða. — Ertu ekkert hræddur um. að þetta sé of erfitt verk fyrir áhugaleikara, Guðjón? — Þau Ámi Páll og Droplaug, sem hér þurfa að lýsa samskipt- um hjóna, eru að vísu ung, 17 og 18 ára, og ha.fa ekki reynslu af hjónabandinu, en bau vom samt merkilega fljót að átta sig á andanum og meiningunni í leikritinu. Víst er þetta erfitt verk, en ég álít einmitt að áhugaleikarar eigi að fást við góð verk, því þau standa þá a.m.k. alltaf fyr- ir sínu. Það þartf á hinn bóginn mjög góða leikara til að setja upp slasm verk svo vel fari. Verst að fá ekki að sjá árang- urinn hjá þessu einbeitta fólki. Fjölgaði um 40 Ingvar Ragnarsson í St.ykK- isihólmi bað Þjóðviljann . að leiðrétta í Vesiturlandsblaði sínu þá frétt Tímans fyrir nokkm, að um 60 manns hefðu flúið Hólminn. Hefði Tíminn slegið þessu upp með stórri fyrirsögn, en aldrei leiðrétt. Sannleikurinn væri himsvegar sá, sagði Ingvar, að ibúum hefði þvert á móti fjölgað um 40. Nýmæli í hótelrekstrinum samtökum um að vinna að ferðamálum í héraðdnu, að ráð- ast í að gefa á næstunni út bækling á ensku um Borgar- fjarðarsvæðið. Til frekari kynn- ingar og þjónustu við gesti hó- telsins hef ég hugsað mér að taka upp á sumrin myndasýn- ingar á kvöldin, — þetta var reynt hér nokkmm sinnum í fyrra, einkurn ef vont var veð- ur, og var ákaflega vel þegið af erlendu gestunum. — Er hótelkostnaður á íslandi nú sambærilegur við verðið er- lendis? — Verðið á gistingu er raun- vemlega mjög lágt miðað við verð í Evrópu, en matarverðið Hótelið í Borgarnesi. Skipulögð ferðalög úr Reykja- vík með gistingu í Borgarnesi og hringferðum um nágranna- sveitirnar í 1—2 daga eru með- al nýmæla sem Hótel Borgarnes fitjar upp á í starfseminni I Geir Björnsson hótelstjóri sumar og ennfremur stendur til að taka upp f jöiskylduafslátt á gistingu. Það var Geir Bjömsson hót- elstjóri í Borgamesi sem skýrðd frá þessu í viðtali við Þjóðvilj- , ann og kvaðsrt hann fremur bjartsýnn á horfumar í sumar og siagðist búast við auknum ferðamanniastraumi til Jandsins — Gengislækkunin hjálpar þessu fólki, en á hinn bóginn er það mikill baggi fyrir hótelin, að lán úr Ferðamálasjóði hafia verið gengistryggð og hækka skuldirnar t. d. bara fyrir þetta hótel þessvegna um 250 þúsund krónur, og verður þetta erfitt fyrir marga, jafnvel hætt við að einhverjir verði að loka. Geir saigði að rekstur hótels- ins væri fremur þunigur, aðsðkn hefði ekki verið það mikil að sumrinu, en m.a. með áður- greimduim nýjungum ætlar hann nú að reyna að hæna fleiri ferðamenn að staðnum. — Ég hef hugsað mér þetta þannig, sagði Geir, að við höf- um fastar ferðir frá Reykjavík að kvöldi til, siðan gistir fólkið hér og við höldum uppi hring- ferðum fyrir það um Borgar- fjörðinn og ef vel gemgur um SnælMlsnesið annan daginn. Reynium við að fara af stað með er miklu hærra. Bæði er hrá- efnið sivo dýrt og úr of litlu að velja til að við getum að þessu leyti orðið samkeppnisfær við útlönd. Útlendingum sem hér gista finnst líka hart að mega ekki kaupa sér létt vín með mat eða vínstaup með kaffi, enda satt að segja óeðlilegt fyrir góð hó- tel að geta ekki selt gestum sínum þessar veitingar. Nú ligg- ur fyrir þinginu tillaga um að við fáum vínveitingaleyfi, þ.e. þau hótel sem hafa skilyrði til og taka á móti erlendum ferða- mönnum og á þetta að gilda yf- ir sumanmánuðina- Eins og þetta hefur verið hefur ekkert hótel, hversu fullkomið sem er, fengið vínvei ti ngaleyfi sé það á stað þar siem ekki er áfengisútsala.. Senni- lega verður þetta leyfi einskorð- að við hótelgesti. og áreiðanHega verður að mörgu leyti erfitt við það að eiga, en þetta er þó skref í rétta átt og hefur lengi verið baráttumál hjá hótelunum úti á landi. Geir segist að lotoum ætla að reyna að hæna fóik að hótelinu í sumar með sérstökum ráðum, m.a. með þvi að halda matar- verðinu niðri eins og mögiulegt er og með fjölskylduafslætti fyr- ir t. d. foreldra með börn. þessa starfsemi í somar og bind ég nokkrar vonir við hana, því þetta svæði. er mjög skemmiti- legt ferðaland, margt að skoða, og Borgames miðsvæðis- 1 sambandi við erlenda ferða- menn hef ég oft orðið var við að tilfinnanlega varatar bækling u-m Borgarfjörðinn á útlenzku og stendur nú til að bætt verði úr þessu. Ætla Lianskilúbburinn hér og Ungmennasamband Borgarijarðar, sem bundizt hafa Frá BorgarnesL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.