Þjóðviljinn - 08.07.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.07.1969, Blaðsíða 4
4 SfÐA — SJÖ®V3£*Ensær — Þriðöwj^gur 8. jáK 1969. — málgagn sósíalisma, verkalýSshreyfingar og þjóSfrelsis — Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. AuglýsingastJ.: Olafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17500 -(5 línur). — Askriftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasðluverð kr. 10,00. Að þora að stjórna nséstu 25 árum þarf að byggja fleiri íbúðir á íslandi, en allar þær íbúðir, sem nú eru í notk- un, -segir Halldór Halldórsson, arkitekt ftram- kvsemdastjóri Húsnæðismálastofnunar ríkisins í athyglisverðri grein í 'síðasta hefti tímaritsins „Iðnaðarmál“. Halldór segir í grein sinni, að mið- að við fjölgun landsmanna og aðrar aðstæður sé nauðsynlegt, að áætla meðalþörf okkar níu nýjar íbúðir á hverja þúsund íbúa á ári, en á árunum 1960 -1966 voru byggðar hér 7,66 íbúðir á hverja eátt þúsund íbúa. Á tímabilinu 1960 - 1967 vantaði um 2.000 nýjar íbúðir til þess að eðlilegri þörf væri fullnægt, auk tæpra sjö þúsund íbúða fyrir þá, sem bjuggu með öðrum í íbúðum og íbúða seim höfðu verið teknar úr notkun. Það vantar því mörg þúsund íbúðir á þessu tímabili til þess að fullnægja þörfinni, en þá var einmitt byggt meira af fbúðum hér en síðar hefur orðið og varla nokk- ur byggingarstarfsemi í á<r. Til þess að vega upp vanrækslu liðinna ára þarf því að áliti Halldórs Halldónssonar að byggja 1800 íbúðir á ári næstu 12 árin. - --' - ' • gr þetta hægt? Halldór Halldórsgon bendir á ýmsar leiðir til þess að fjármagna slíkar bygg- ingarframkvæmdir. En miðað við að 1500 íbúðir næðu hinu almenna húsnæðislánakerfi telur Hall- dór, að þær mætti allar reisa með því fé sem fyrir er: í fyrsta lagi onætti spara 360 miljón- ir kr. við byggingu 1500 íbúða með skipulögðum framkvæmdum og endurtekningu sömu bygging- areininga 3-5 ár og langtímaáætlun. í öðru lagi bendir Halldór á hve opinber gjöld eru húsbyggj- endum þung í skauti. Væru tollar af byggingar- efni og söluskattar endurgreiddir húsbyggjendum sparaði það 180 milj. kr. við byggingu 1500 íbúða á ári. Loks er á það ben't, að til þess að hvetja til húsbygginga þurfi að lengja húsnæðismálalán ög gera þau viðráðanlegri fyrir húsbyggjendur. Telur arkitektinn að húsnæðiskostnaður einnar fjölskyldu megi ekki fara fram úr 15% af tekj- um hennar, sem jafngildir til að mynda 30 þús- undum af 200 þúsund króna launum, eða 2.500 kr. í húsaleigu á mánuði. Allir vita hve núverandi ástand er fjarri öllu slíku. JJúsnæðiskostnaðurinn er eitt erfiðasta vanda- mál hverrar fjölsfeyldu og hafa Breiðholtsíbúð- imar sýnt þetta mjög ljóslega á síðustu misserum. Til þess að leysa húsnæðisvandamálin þarf að gera ’risaátak, en það hefði einnig verulega at- vinnulega þýðingu. Með skipulagi og stjórn í þess- um málum er vafalaust unnt að leysa þau á við- unandi máta. Það verður að byggja bæði til eign- ar og leigu. „Það þarf að stjóma þessum málum markvisst með þjóðarhag að leiðarljósi. Og það þarf að þora að stjóma“, segir Halldór í lok grein- ar sinnar og undir þessi orð kunnáftumannsins tekur Þjóðviljinn eindregið. — sv. J tekið íslandsmófiS 1. deild. — ÍBK—ÍBA 2:0 Kefívíkingar hafa ná forystuna í 1. deild □ Með þessum 2:0 sigri yfir Akureyringium hafa Keflvíkingar tekið forust- una í deildarkeppninni og hafa hlotið 9 stig. Þeir hafa þó leikið einum leik fleira en Skagamenn sem eru næstir með 7 stig. ÍBK-lið- ið hefur tekið miklum fram- framförum frá því í vor, og þessi mikla sigursar- þess í mótinu. 4 leikir í röð, kemur skemmtilega á óvart. Leikurinn í KeÆlavík var á- gætlega leikinn en það var en,g- inn vafi á hvort liðið varbetra og er þessi sigur IBK sizt of stór. Fyrri hálfléikur var vér leikinn en sá síðari. Einkum var hann þófkenndari og meira um máðjuspil. Mjög sterkur hliðar- vindur var á meðan á leikn- um stóð, og skemmdi rckið fyrir því að liðin gætu sýnt sitt biezta. Þrátt fyrir nokkuð þunga sókn Keflvikinga áttu þedr ekki mörg marktækifæri í fyrri háif- ledk. J>að er edginlega ekki hægt að tala um nerna eitt uppdagt tækifæri, en ]mð var þegar Grétar Magnússon stóð fyrir opnu marki en skaut yfir. Akureyringar sóttu sig nokk- uð undir Idk hálfleiksins og síð- ustu mínútumar sóttu þeir mjög stíft en tókst þó ekki að.skora. Eins var það í byrjun þesssíð- ara, að ÍBV-ménn sóttu fást fyrstu 5-10 mínútumar en ekk- ert gekk. Uppúr því tökiu KefiLvíkinigar leikinn í sinar hendur og sóttu látlaust það sem eftir var leiks- ins, Fyrra mark sitt skoruðu þed-r þegar um það bil 20 mín- útur voru af síðari hálfleik Magnús Torfason sem kom inn fyrir Hörð Ragnarsson sem meidddst í leiknum sendi góð- an bolta til Jóns Ölafs, og hann sigraði_ Gunnair Austfjörð mið- vörð ÍBA í kapphllaupinu að markinu og skoraði framihjá Samúel markverði, sem hikaði í úthiaupinu, ein hefði annars ruáð boJtanum. Þetta mark verð- ur því að skrifa á reikning Saimúels, sem annars sitóð siig mjög vei í leiknum. Annað markið kóm lOmihút- um sdðar eftir að Máignús Torfa- son hafði tekið hórinspymu og nokkur þvaga hafðd myndazt fyrir fraimian mark ÍBA, þaðan hrökk boltinn til Sigurðar Al- bertssonar sem skoraði og inn- siglaði þar með sigurinn. Eins og áður segir átti Kefla- víkurliðið mrjög góðan leik og enginin veikur hlekkur var í liðinu. Einna beztan leik áttu þeir Kar'l Hermannsson og Jón Ölafur í framlínunnd, en Magn- ús Torfasion, Einar Gunnars- son og Vilhjálmur Skarþhéð- insson af vamairleikmönnúim að ógleymdum markvarðinum Þor- steini Ólafssyni. Hjá Akureyringum voru þéir Gunnar Austfjörð og Samúel markvörður beztu menn, og björguðu þesisir tveir liðinu frá enn staerra taipd. Dómari var Sveinn Kristjáns- son og dæmdi vel. — Ú. Þ. ÍslandsmótiS 1. deild. - Fram-ÍA 1-0 Ovænt og óréttlát úrslit □ Þessi sigur Fram yfir ÍA, toppliðinu í 1. deild, er sennilega óvæntustu úslitin í deildinni til þessa. Það er einnig sannast sagna að sigur Fram var vægast sagt ósanngjam, því svo miklu betri voru Skagamennirnir og svo miklir voru yfirburðir þeirra í leiknum, að það var ekkert nema kraftaverk sem kom í veg fyrir það að þeir-skoruðu 5-6 mörk í leiknum. Strax1 í byrjun tóku Skaga- menn leikinn í sínar hendur og fyrstu 15 mínútur ledksins var um hrreina sýningu af þeirra hálfu að ræða. Hvað eftir ann- að komst mark Fram í stór- Enn bætir Guð- mundur metin Ekkert lát er á metaregninu hjá Guðmundi Giíalasyni og bættust tvö við á sunnudaginn. Hann synti 400 m. fjórsund á 5:07,7, eldra metdð átti hann sjálfur; 5:08,5. 200 m. flugsund synti Guðmundur á 2:23,2, en eJdra miet haes var 2:28.0, sett árið 1966. í 400 m. fjórsundi kvenina sebti Sigrún Siggeirsdóttir stúlknamet 5:57,3 c@ Hélga Gunnarsdótti r setti telpnamet í 100 m. brinigusundi 1:23,2. Þá seifcti Ólafur Þ. Gunnlaugsson sveinamet í 200 m. flugsundii; 3:01,9. Ægir varðís- landsmeistari Sögulegu Islandsmóti í sund- knattleik lauk á sunnudag með sigri Ægis, sem vann Ármann í úrslitaleik með f jórum mörk- um gegn þrem. Ármann var- íslandsmeistari í fyrra. Arsþing HSÍ1969 Ársþing Handtonaittleikssiam- bands Islands fyrir áríð 1969 verður haldíð í Dómius Med- ica við Egilsgotu í Keykjavík, laugardaginn 4. október n. k. — Stjórnin. hættu, en fyrir einhvem hulinn vemdarkraft þá bjargaðist Fram- markið í hvert skipti. Þegar líða tók á leikinn, fóru Fram- arar að eiga eitt og eitt skyndi- upph.laup, en af engu þeirra stafaði nein hætta. Meðal opinna marktækifæra IA, í fyrri hálflieik, þá stóð Matthías Hallgrímsson tvívegis fyrir opnu marki, en bæði skot- in fóru framhjá og er það nær ósikiljanlegt hvemig hann fór að þvl að „brenna þama a£“. Framarar neyddust til að leika algjöran varnarledk og voru þeir lön,gum 8-9 í vörn og slíkan múr er erfitt að rjúfa. Á 35. mínútu áttu Framarar eitt af sínum örfáu skyndiupp- hlaupum og virtist lítil hætta af því stafa, þar sem 3 vamarleiK- menn ÍA voru á móti Einari Árnasyni úthcrja Fram einum. En fyrir einstæðan klaufa- skap þá voru þcir að væflast með boltann á miHi sín, þar tii Einar kom og birti hann af þeim, óð upp og skoraði, og sé bægt að tala um að Fram hafi átt marktækifæri í leiknum þá var þctta það eina. Við þetfca mari* dofnaði um stund yfir ÍA-liðinu, og varð leikurinn fram. til ledkshlés þóf- kenndur. En í síðari hálflleik hélt Skagaliðið áfram stórsókn sinni og það út allan hóMeik- inn, enda lögðusit Framárar al- gjörlega í vöm og gerðu vart tilraunir til sókna. En það var sama hveirsu góð marktækifæri lA-liðsins voru, boltinn vildi ekiki í netið og Fraimarar björguðu á hinn ó- trúlegasta hátt ro.a. tvivegis a BJtfmUw Það fler ekkert á miISi mála að lið Skagamanna er eittbezta liðið í 1. deild, e£ ekki það bezta og sivoma úrslit geta allit- a£ skeð, að betra liðið fái á sig klaufamark og tapi fyrir það leiknum. Það er varla hægt að taila um veikan hlekik í liði þeirra nema þá annan bakvörð- inn. I hinni bafcvarðarstöðuinni var að þessu sinni ungur og Mtt reyndiur lei<kmaður Guðjón Jóhannssom og stóð sigmjög vel, Þar er sammarlega mikið efni á ferðinni. Þeir Bjöm Lárusson, Guðjón Guðmundsson, Matthi- as og Benedikt Valtýsson voru beztu menn liðsins í þessuim leik enda reyndi lítið á vöm- ina en þeir Þröstur Stefiánsson og Jón Alfreðsson eru báðir mjög góðir léikmenn. Jón var að mínu viti full sókndjairfur í þessum leik og tók lianm oft á tíðum fullain þátt í sóknjnni, sem er alldjarft fyrirtæki, en hamn er ennþá komungur en á eflaiust eftir að nó langt. I Fram-liðinu bar að sjálf- sögðu mest á vamarledkmönn- unum, og bar Jóhannes Atla- som þar af, sem emdranær. Þá voru bakverðimir, Jóm Péturs- som og Björgvin Björgvinsson. báðir nöktouð drjúgir. Þorbergur Atlason bjargaðd oft meistará- lega í markdnu og á ef til vill stærstan þáttinn í sdgri Fram. í framlínunni bar miest 4 Ein- ari Ármasyni sem er fljótur og leikinn spilari, en ekki harð- ur afi sér, en e£ hann verður það, þá er hann orðinn einn af otokar beztu framlínumömnum. Dómiari var Guðmiundur Har- aldssom og dæmdi a£ miikiili snilld og hélt leiknum í fulluim skorðum, en nokkrum sdnnum ætlaði að sjóða uppúr. Guð- mundur er greinilega ednn okk- ar allra bezti dómari, enda hef- ur hann þá reynslu sem knatt- spymumaður sem nauðsynleg er til að verða aifburðagóður dóm- ari. — S.dór. WINTHER ÞRÍHIÓL VORU AÐ KOMA. FÁST í ÞREM STÆRÐUM. EINNIG REIÐHJÓL í ÖLLUM STÆRÖUM. ÖRNINN Spítalastíg 8. Sími 14661. Pósthólf 671.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.