Þjóðviljinn - 08.07.1969, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.07.1969, Blaðsíða 9
/ Þírtöjudagur 8. júlí 19©9 — Þ.TÓÐVTLJINTNI — SlÐA 0 Ráðstefna Framhald af 7. síðu. að samtökin skyldu véra opin stofnunum, félögum og félaga- samtökum, jafnt sem einstakl- ingum. 1 bráðabirgðastjóm voru kjöm ir: Helgi Hallgrímsson, Hjörtur E- Þórarinss. og Jóhann Skapta- son. Var stjórninni falið að gera uppkast að reglum samtakanna, er síðan yrði lagt fyrir fram- haldsstofnfundi; ennfremur áð huiga möguleika á svipaðri ráð- stéfmi í vestursýslum fjórðungs- ins. Ráðstefnunni lauk með nátt- úruskoðunarférð í Mývatnssveit, og tóku um 30 manns þátt í henni, þrátt fyrir óhagstaett veð- ur. (Fréttatilkynning frá stjóm samtakanna). GHAB-DALURINN Dauðir fískar i Rínarfíjóti Reglugerð Framhald af 7. síðu að því leyti sem aðstæður leyfa að mati sjúkrahússtjómar, en að öðru leyti eigi síðar en 1. apríl 1970. Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt ' af stjóm Sjúkrahússins í Húsavík, stað- festist hér með samkv. 3. mgr. 2. grein sjúkrahúsalaga nr. 54/1964 til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eft- irbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Dóms- og kirkjumálaTáðu- neytið, 11. apríl 1969. ' Jóhann Hafstein. Jón Thors. Námsleiðir Framhald af 1. síðu. hefur verið skipuð nefnd til að gera tillögur um „með hvaCa hætti sé nú begar í haust hægt að opna þeim, sem staðizt hafa gagnfræða- próf og Iandspróf fleiri námsleið- ir en þeir eiga nú kost á.“ I nefndinni eru Andri Isaksson, Bjami' Rristjánsson, Broddi Jó- hannesson, Helgi Elíasson, Jóhann S. Hannesson, Ólafur Þ. Kristjáns- son og Þór Sandiholt. Kennaranám 1 sömu fréttatilkynningu er greint frá netfndarskipun til þess að athuga nýskipan kennaranáms, en nefndin skal starfa í eitt ár. Fiskimál Framhald af 2. síðu. aðeins ef vilji og nægjanlegur manndómur eru fyrir hendi. Samkvæmt áreiðanlegum fréttum stunda Norðmenn ís- kóðsveiðamar í Norður-íshafi jöfnum höndum með flotvörpu og snurpinót. Fyrsti 500 smá- lesta farmurinn var tekinn með flotvörpu. — J-E.K. Þegar komið er í Ghab-dalinn í Sýrlandi verður fyrir augum einhver stórkostlegasta sýn sem hugsazt getur. Eftir að ekið hefur verið marga kílómetra yfir tilbreytingarlausa, guinaða eyði- mörk þar sem cinungis sjást nokkur bedúína-tjöld og nokkrir kindahópar, verður knöpp beygja á veginum, og þá stendur maður alveg óvænt og horfir niður yfir þysmikla frjósama sléttu, sem minnir fremur á skika af Hollandi en austur- lenzkan Sfcað. Meðan maður Iætur augun reika yfir plægða akra, trjálundi og þorp, sem eru tengd neti af áveituskurðum, fær maður á til- finninguna að hann hafi lent í annarri álfu. Og þó eru ekki nema tíu ár síðan þessi daiur var gagnslaust forarvatn — á stærð við Genf- arvaitn í Sviss — sem lá milli tveggja samsíða f jallhryggja, Amsarích og Zawíjch. Milli sef- hraukanna stóðu nokkrir dreifð- ir fiskimannakofar, en í upp- blásnum hliðunum kringum vatnið beittu nokkrir fjárhirðar hjörðum sínnm. Með þessari stórkostlegu rækt- unaráætlun — mestu þurrkun mýrlendis síðan Italir þurrkuðu 77.000 hektara . Pontine-flæði- landanna árið 1934 — verður Ghab-dalurinn, sem er 73,000 hektarar að flatarmáli, að frjó- samri og arðberandi sléttu ,þar sem urrið í traktorunum hefur að eilífu hrakið þúsund ára gamla þögnina burt. ,.Kraftaverkið“ í Ghab varð ekki á einni nóttu. Árið 1949 uppgötvuðu nokkrir jarðvegs- fræðingar, að forarvilpan í Ghab var ekki neitt venjulegt stöðu- vatn. Hún hafði myndazt fyrir mörgum öldum við það, að skriðulfall stíflaði norðurenda dalsins. Þessi stffla frá náttúr- unniar hendi hindraði eðlileget rennsli Orontes-fljóts eftir daln um frá suðri til norðurs. Þetta varð þess valdandi að vatns- borðið steig um nokkur fet með þeim afleiðingum að sléttan fór undir vatn. Eftir að vísinda- mennimár höfðu gert þessa upj>- götvun, tóku þeir jarðvegssýnis- horn á ýmsum stöðum á vatns- botninum. Tilraunir með þessi jarðvegssýnishom leiddu í Ijós, að jarðvegurinn væri mjög frjó- samur. Árið 1952 hóf hollenzkt fyrir- tæki sem hefur fyrirhleðslu flæðilanda að sérgrein, að gera uppdrátt af vatnasvæðinu t>g ári síðar að sprengja burt jarðvegg- Iðjufélagar Reykjavík Tekið er á móti umsóknum um orlofsdvöl iðnverkafólks að Svignaskarði sumarið 1969 á skrifstofu félagsins Skólavörðu- stíg 16. Stjóm orlofssjóðs Iðju. Ásitkær móðir okkar ANNA JÓNSDÓTTIR lézt að Hirafnistu að kvöldi 6. þ.m. — Jairðaríörin verð- ur ákveðin síðar. Árni Guðmundsson. Hafþór Guðmundsson. - Holland nálægra Austurlanda inn. Það leiddi til þess að vatnið á yfirborðinu streymdi burí. Því næst vár hafizt handa um að þurrka jarðveginn. Tvær stórar stíflur — örlnur við Mehardeh, hin við Asjarneh — voru gerðar til að hafa stjóm á rennsli fljótsins og veita vatni á það land sem átti að rækta. „Stöðuvatnið" horfið Þetta stórkostlega verkefni verður leitt til lykta með stuðn- ingi frá Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (FAO) og Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP). „Stöðuvatindð" er nú horfið- 1 staðinn sjást endalausar breiður af baðmullar-, maís- og hygg- ökrum, sem skornar eru sundur af húsurn, vegum og þorpum. 48.000 nýir íbúar — einkanlega fátækir bændur og fjárhirðar frá nálægum svæðum — tóku sér bólfestu á nýja svæðinu árið 1964. Afraksturinn var góður. Á ökrum með framburðarjarðvegi dafna baðmull og hveiti sériega vel. Bændumir hafa hver um sig fengið 2,5 hekfara af landi hjá ríkisstjórninni, sem rekur Ghab eins og eitt gríðarstiórt samvinnufélag- Traktorar, á- veitukerlfi og önnur landbúnað- aráhöld eru leigð bændunum, sem taka landskikana á leigu við verði sem fer eftir gæðum jarð- vegsins. Jarðvegurinn er þurrkaður með' geysistiórri „þurnkunarvél“ frá Hollandi. Hún getur grafið tveggja metra djúpan skurð á örfáum sekúndum og lagt fram- ræslupípur með um 4 metra hraða á mínútu. Þessi undravél, sem kostaði 3,6 miljónir króna og krefst fjögurra manna áhafn- ar, var send til Sýrlands ai£ UNDP sérstaklega fyrir Ghab- verkefnið og er eina vél sinnar tegundar í nálægum og miðlæg- u;m Austurlöndum. Traktorar, og allskonar landbúnaðarvélar — raðsáningarvélar, malarvagnar, ,,pay-scrapers“ (alhliða jarð- rækiarvél), sléttunarvélar og jarðýtur — eru Ix’ka í fullum Oísastormur I Ohio CLEVELAND 6/7 — Að minnsta kosti 14 manns létu líf sitt og 400 meiddust í stormi, sem geisaði yfir Ohio-fylki á sunnudags. morgun. Stormurinn olii tjóni fyrir miljónir dala. I borginni Vermilion, sem er sunnan við Erie-vatn, var 36 mönnum bjargað I þyriu af húsþökum, cr sjór flæddi inn yfir göturnar. Kvöldmáltíð aflýst HOUSTON 7/7 — Siá hug- mynd Nixons Bandaríkja- forseta að snæða með geim- förunum þremur kvöldið áður en Apollo ellefta verð- ur skotið á loft í heimssögu- lega mánaferð sína, vaktl áhyggjur þungar og stórar með ráðandi mönnum í geimferðastjóminni í IIous- ton. Læknar vöruðu við þessu þar eð forsetinn kynni að smita þremenn- ingana, en það gæti aftur kostað dýrar tafir. Þegar Nixon heyrði þetta, hætti hann við þessa fyrirhuguðu kvöldmáltíð. Skóp Gög og Gokke SANTA MONICA 6/7 — Látinn er í Santa Monica í Kaliforníu bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Leo McCarey, 70 ára gamall. Það var McCarey, sem á sínum tíma skóp gaman- leikarapar það, sem íslend- ingum er kunnast undir nafninu „Gög og Gokke“. gangi í þessum dal, sem áður var svo hljóður og ófrjór. Jafnframt er sífellt verið að gera tilraunir með nýjar afurðir á sérstiökum, afmörkuðum svæðum, og standa bæði sýrlenzkir búnaðarlfræðing- ar og FAO-sérfræðingar að þeim. Ltokatakmarkið er að gera . Ghab að fyrirmynd landbúnað- arþróunarinnar, ekki einungis í . Sýrlandi, heldur einnig í ná- grannalöndunum. Annað „Ghab“ er þegar í uppsiglingu í Sýrlandi, i dalnum við Evfrates-fljót, og er ætlunin að stjóma rennsli þess með stiórri stíflu. Verið er að gera kannanir, áður en þurrkun og ræktun stórra flædi- landa getur hafizt. Ghab- og Evfrates-dalimir erd tiltölulega litlir blettir á landa- bréfýnu, þröng og takmörkuð svæði í samanburði við víðáttu- mikil eyðimerkursvæði Sýrlands. En hér er hafin þróun sem leiða kann til þess að stór eyðimerk ursvæði verði að auðugum grassléttum og ræktarlöndum. (Frá S-Þ.). Fyrir nokkru var eiturefnum kastað í Rínarfljót svo fiskur í ánni drapst unnvörpum. — Á myndinni sést hvar verið er að hreinsa ána af dauðum fiskum sem flutu þar upp. Án orða Bankastjórar halda fund BASEL 7/7 — Aðalbankastjórar vesturlanda hittust í Basel á sunnudag til þess að ræða um alþjóðapeningamál, en með þeim málum er enn fylgzt af óttablöndnum áhuga víða á vest- urlöndum. Stjómmálafréttaritar- ar segja, þó að þessar viðræður bankastjóranna séu ekki jafn mikilvægar og þær, sem þessir sömu bankasrtjórar áttu nýlega, en þá komu saman bankastjór- ar frá Bandaríkjunum, Canada og Japan, auk Evrópusnanin- anna. Því er og baldið fram og haft eftir góðum heiimildum, að mik- ið sé undir því komið, hverja afgreiðslu fái sú tilla©a Bamda- ríkjamanma nýlega að koma á fót skylduvarasjóði bandarískra banka, ef lán á Evrópudollara- markaði fari fram yfir það, sem lánað viar í maí s.l. Júgéslavía fékk gullverðlaunin VESTUR-BERLlN 6/7 Júgó- slavncska kvikmyndin „Rani rad- ovi“, siarn Zelimir Zilnik hefúr gert, hlaut í dag guillbjaimairverð- launin sem bezta myndin á ail- þjóðllegri kvikmyndaihótíð í Vest- ur-Berlín. Júgósfevía var eina sósíallisitarilkið, sem þátt tók í kvikmyindahátíðínni. Að sögn fréttamanna fjallar myndin „Rani nadovi“ um mótmiælaað- gerðir æsikunnar og þá afsa- fenginu mynd seim. sflfkar aðgerðir taka stundum á sdg. Þá er mynd- in sögð gagnrýna kommiúndsta- flökic Júgósfevíu fyrir það að hafa ekki tekizt að sikapa nýtt, sósíalískt þjóðfélaig. Haile Selassie vestur um huf Nýr yfirmaður Sovét flughersins MOSKVU 7/7 — Pavl Katukof, flugmarskálkur, hefur nú tekið við af Konstantín Versjiníin, siem asðsti maður flughers Ráðstjóm- arrílkjanna, að því er Tass-frétta- stofan skýrði frá á sunnudag. Tass sfcýrði efcki frá því, hvemær þessi miammiaskipti hefðu farið fram, en lét þess aðeins getið, að Katiukof fflugmarskólkur hefði sem æðsti maður flughersáns ver- ið viðstaddur móttökuathötfn í Moslkvu til heiðurs bandaríska geimfaranum Frank Borman. ADIS ABEBA 7/7 — Haile Se-^ lassie, keisari Eþíópíu, hélt í dag í fimm da-ga heimsókn tál Bamda- rikjamma, þar sem hiamn mun m. a. rseða við Nixon foirseta. Með- an á heimsóknimmi sitemdur, mum keisarinn reyna að fá Banda- ríkjamenn til þess að auka fjár- festinigu í lamdi sínu, enda á Eþíópía í eimhverjum mestu efnahags/irðuglei kum, sem um getur í sögu lamdsims. Að sögn bamkastjóra þjóðbamkans, er það lokun Súes-skurðarims, sem er aðal orsök þessara erfiðleika. Eftir að hiafa rætt við Nixon forsetia, — það verður á mið- vikudag — mun keisarinn heim. sækja Kennedyhöfða og koma að gröf Martins Luthers Kings í Atlamda í Georgíu. Friðrik tapar ©nn í gærkvöld voru tefldar tvær skákir sem frestað hafði verið í aefingaskák- mótinu og vann Bragi Kristjánsson þá Friðrik Öl- afsson og Björn Sigurjóns- son vann Júlíus Friðjóns- son. Friðrik hefur þá tapað 3 skákum af f jórum í mótinu. Guðmundur Sigurjónss. hef- ur unnið allar sínar fjórar skákir en næstur er Björn Sigurjónsson með 3 vinn- inga. VB MUNIÐ AÐ SYNDA 200 METRANA khrki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.