Þjóðviljinn - 13.07.1969, Side 11

Þjóðviljinn - 13.07.1969, Side 11
Sunnudagur 13. júlí 1969 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J J Tékkóslóvakía Pramlhald af 9. síðu óumdeilanlega miðað í þá átt. Málflutningur Husáks á ráðstefn- unni í Moskvu, þar sem hann réðist á þá flokka, er gagnrýndu innrásina, var fyrsta skrefið; hið næsta var birting svonefndrar „skýrslu um ástandið í landinu", sem samin var í ágúst s.l. (fyrir innrásina) af nefnd undir for- ystu þeirra Indra og Kolders og er frásögn ónafngreinds manns íhaldsarmsins en nokkuð annað. „Skýrsla" þessi hefur ekki verið birt opinberlega áður, en vitað var þó um tilveru hennar. í fyrsta tölublaðinu af Rudé Právo, sem út kom leynilega eftir innrásina, er frásögn ónafngreinds meðlims í forsætisnefnd flokksins af fundi nefndarinnar, sem saman kom kvöldið 20 ág. og stóð enn yfir, þegar hersveitir Varsjárbanda- lagsins ruddust inn í Iandið. Þar var skýrsla þessi til umræðu og sætti harðri gagnrýni af hálfu Dubceks, Smrkovskýs og fylgis- manna þeirra, sem töldu hana byggjast að verulegu leyti á rang- túlkunum og fölsunum. Reyndar talar það sínu máli um gildi plaggsins, að ekki skyldi þykja þorandi að birta það, fyrr en kom- ið hafði verið á algerri ritskoðun og girt þar með fyrir alla opin- bera gagnrýni. Að sjálfsögðu er nú orðið erfið- ara en áður að fylgjast með and- stöðuhreyfingunni, en óhætt er þó að fullyrða að hún er ekki úr sögunni. Þungamiðja hennar er og hlýtur framvegis að verða verkalýðshreyfingin, enda þótt forysta hennar hafi reynzt ótraust- ari en margir höfðu gert sér von- ir um. Miðstjórn verkalýðssam- bandsins hefur lýst stuðningi við hina nýju forystu, en stjórnir ein- stakra sambanda eru flestar rót- tækari. Stjórn sambands málm- iðnaðarmanna liefur t. d. haldið uppi andófi, en ekki talið tíma- bært að efna til verkfalla, og því reyht að halda aftur af herskárri aðilum sambandsins. Þau verk- föll, sem átt hafa sér stað — t.d. stundarfjórðungs verkfall í nokkrum fyrirtækjmn í Prag til að mótmæla banni stúdentasam- bandsins — eru því sprottin af frumkvæði verkamanna sjálfra, án nokkurrar skipulagningar ofan frá. Búast má við meiri mótmæla- aðgerðum en hingað til af hálfu stúdenta, þegar háskólar taka til starfa í september og október. Um það leyti verða einnig afleið- ingarnar af hinum nýju efna- hagsráðstöfunum komnar fylli- lega í Ijós. Óhætt virðist þannig að spá því, að baráttan fari harðn- andi með haustinu. Jóhann Páll Arnason. Bæjarfélögin Framihald af 16. siíðu hófst 9. júní s-1. — þar vinna 60—70 manns að .jafnaði. I dag fengu 67 útborgað kaup þar. Þessi frystihús eru tvimælalaust beztu atvinnutækin. I vetur var hér ágætur afli — einkum að þakka hafísnum! — en síðustu daga hefur hann legið í vestanátt og þá fiskast aldrei. Hefur þetita verið reitingsafli að undanförnu- Nú, Sigló-verksmiðjan er stopp sem stendur og hefur verið í 3—4 vikur. Verksmiðjan var búin með sinn kvóta fyrir Rússann en nú er unnið að því að fá viðbót og ætti þá að verða vinna í nokkrar vi'kur. Hins vegar er aðeins unnt að vinna 6—8 vikur úr því hrá- efni, sem verksmiðjan á Og er því wauðsynlegt að tryggja aukið hráefni, en allt er í óvissu ennþá. Maður lætur sér þó detta í hug að reynt verði að tryggja innlendum vinnsluverksmiðjum síldarinnar hráðfni fyrst, áður en saltsíld verður seld út til erlendra verk- smiðja. Þegar Sigló-verksmiðjan er starfrækt vinna þama 70—80 manns. Tunnuverkismiðjan hætti tumnu- smíði 20- júní og hafði þá starf- að í fimm mánuði og framleitt 50 þúsund tunnur. Er þetta minni framleiðsla en stundum hefur verið, og stafar auðvitað af óviss- unni sem enn er með saltsíld í sumar. Nú mun verksmiðjan haifa pantað efni fyrir næsta vetur og er gert ráð fyrir svipuðu fram- leiðslumagni og á þessu ári, vinnu í fimm mánuði á næsta ári einn- ig. Þessi fjögur fyrirtæki eru sann- kallaðir burðarásar atvinnulífsins. En þeir eru oif veikburða- Það sýnir bezt tala atvinnuleysingja og sú staðreynd að fólkinu hefur fækkað á Siglufirði síðustu 20 árin um 2.000 manns! Þetta sést enn- fremur skýrt af þvi að hér er ó- hemjurúmt um húsnæði enda þótt lítið hafi verið byggt á síðustu árum og engin ný íbúð í ár. Við Alþýðubandalagsmenn höf- um flutt ýmsar tillögur til úr- lausnar þessum vandamálum. Við höfum til að mynda lagt til að Sigló-verksmiðjan verði fullbyggð og sett undir sérstaka stjóm. Sem stendur er verksmiðjan aðeins hálfbyggð frá því sem áætlað var og með fuilum afköstum getur hún nú veitt 70—80 manns vinnu, ella 150—160 manns. Það væri mikil atvinnubót, ef slippurinn yrði lagfærður og stækkaður. Þannig væri unnt að gera við smábáta frá ýmsum stöðum á Nörðvesturlandi. Fleira mætti nefna, sem óhjákvæmilega hlyti þó að byggjast á sjávarút- vegi. Staðurinn er það langt frá almennum neytendamarkaði og samgöngur oft svo erfiðar, að vart er við þvi að búast að við getum efnt til iðnaðarframleiðslu í stór- um stíl. Verði ekkert að gert til þess að tryggja rekstur fiskiðnaðar og sjávarafurða blasir við sama ör- deyðan og verið hefur um hríð og er sú staðreynd vissulega al- varleg fyrir Siglulfjörð. En þetta vandamál er unnt að leysa. Við erum vel settir fyrir beztu fiskimðum Norðurlands. Hví ekki að nota sér þá aðstöðu? Frásögn af aflanum í vetur sýnir vel hvaða möguleika við höfum hér og læt ég þessar aflatölur fylgja að lokum: Frá áramótum til 30- júní land- aði togarinn Halfliði 1772 tonnum í frystihúsið, en bátar lönduðu 1734 tonnum. Þar af fóru 600 tonn í skreið. Frystihúsið framleiddi 38 þúsund kassa af freðfiski eða 1000 tonn af tflökum. Inn í þess- um tölum er ekki Isafoldar-frysti- húsið, sem hefur unnið frá þvi að það byrjaði 9. júní um 350 tonn. SAFNARAR! FRÍMERKJASÖFNUN er hvarvetna vinsæl tómstundaiðja, og getur líka verið arðvæn ef rétt er að farið. — Við höf- um frimerkin. MYNTSÖFNUN nýtur hraðvaxandi vinsælda hér sem er- lendis. — Við höfum myntir! PÓSTKORTASÖFNUN er fræðandi og skemmtileg og skapar fallegt safn mynda af okkar fagra landi. — Sér- greinar eins og: Reykjavík — kaupstaðir — fossar — fjöll — eldgos — atvinnulíf — sögustaðir — kirkjur, eru al- gengastar. — Við höfum kortin! „MAXIMUM“-KORT. — Söfnun þeirra sameinar korta- og frímerkjasöfnun á mjög skemmtilegan máta. Þetta er ný söfnunargrein. sem ryður sér nú mjög til rúms í ná- grannalöndunum. — Við sýnum og kynnum hana í verzl- uninni bessa dagana. Við kappkostum að vera jafnan birg af öllu því, sem safnarar þurfa á að halda. — Svo er alltaf eitthvað gott og ódýrt að lesa BÆKUR & FRlMERKI TRAÐARKOTSSUNDI 3 — (Gegnt Þjóðleikhúsinu). Aog B gæöaflokkar MarsTrading Corapanyhf Laugaveg 103 sími 1 73 73 9 ÞRETTÁN DAGA SUMARLEYFISFERÐIR Ferðizt örugglega, skemmtilega, þægilega og kynnizt töfrum öræfanna. Þórsmörk, Skógafoss, Vik í Mýrdal, Skaftártungur, Eldgjá, Fjallabak, Landmannalaugar, Veiðivðtn, ÚLFAR J \ Þórisvatn, Kaldakvisl, Jökuldalur í Tungnafellsjökli, Sprengisandur, Mýri, Goðafoss, Húsavík, Tjör- nes, Hljóðaklettar, Ásbyrgi, Dettifoss, Grímsstaðir, Herðubreiðarlindir, Askja, Námaskarð, Mývatn, JACOBSEN Vaglaskógur, Akureyri, Glaumbær í Skagafirði, AuðkúluHeiði, Kjölur, Hveravellir, Hvítárnes, Gullfoss, Geysir, Laugarvatn, Þingvellir. FERÐASKRIFSTOFA Austurstræti 9 — Góðir, þægilegir fjallabílar, þekktir fjallabi Istjórar, eldhúsbill með kælikistum. Tveir kokkar sjá um fyrsta flokks mat. Kunnugur leiðsögumaður. Góð tjöld. Sími 13499. VIÐ HÖFUM MEÐAL ANNARS: Tvöíalt einangrunargler — einíalt gler í ýmsum þykktum — hamrað gler, margar gerðir — gluggalista — undirburð — gluggasaum og handverkfæri — glerísetningar o. m. fl. Góð bílastæði — Fljót afgreiðsla — SÍMI 12880 — Gluggaþjónustan, Hátúni 4a Veitingaskálinn Ferstiklu Sími 93-2111 Bjóðum ferðafólki ávallt þessa heitu rétti: Vinsamlegast pantið tímanlega. Hamborgara — Kjuklinga — Svínakótelettur — Franskar Veiðileyfi seld. kartöflur o. fl. Höfum einnig á boðstólum: Kaffi — ís — Mjólk — Tóbak LEGGJUM og ýmsar ferðavörur. Ennfremur benzín og oliur. ÁHERZLU Á Ferðafólk athugið: FLJÓTA Leigjum út sal fyrir allt að 100—150 manns, allar veiting- OG GÓÐA ar á staðnum. AFGREIÐSLU FERSTIKLA »

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.