Þjóðviljinn - 13.07.1969, Side 4

Þjóðviljinn - 13.07.1969, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVELJINN — Surmudagiur 13. júilí 1969. Veitingahúsið Valaskjálf Egilsstöðum. # Forstöðukona: Ásdís Sveinsdóttir. # Ferðafólk athugið að í félagsheimllinu Valaskjálf fæst heitur og kaldur matur allan daginn. # Einnig kaffi, brauð, kökur og margt fleira. # Útvegum ferðafólki gistingu. Veitingahúsið Valaskjálf Egilsstöðum — Sími 101. Ferðamannaverzltm að Fagurhólsmýri # Ferðamannaverzlun okkar að Fagurhólsmýri veitir ferðafólki alla þá þjónustu, sem aðstæður leyfa. Seljum þar m.a. kaffi, samlokur. smurt brauð, pylsur o. fl. # Jafnframt viljum við vekja athygli á því, að við starfrækjum útibú á Fagurhólsmýri, sem opið er á venjulegum verzlunartímum. # Á boSstólum eru allar EESO-olíur og benzín. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn í Hornafirði — málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Otgáfufélag Pjóðviljans. Rltstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. AuglýsingastJ.: Olafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust 19. Síml 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10,00. Námsmenn eiga leik yakið hefur almenna athygli að menntaskólanem- ar í Reykjavík hafa látið myndarlega að sér kveða í borgarlífinu. Þetta hefur orðið meir áber- andi með hverju ári undanfarið. Unga fólkið í menntaskólunum hefur gengið fram fyrir skjöldu á fleiri en einu sviði, með þeim árangri, að athafnir þess eru þegar farnar að hafa víðtækari áhrif en flesta grunar. Þetta hefur gerzt á sviði listamála; menntaskólanemar hafa haldið hverja athyglisverða listsýninguna af annarri, leiksýningar þeirra eru að verða atburður sem eftir er tekið, kvikmyndaklúbb- ur þeirra hefur kynnt úrvalskvikmyndir sem ann- ars hefðu ekki sézt. Hungurvakan vakti meiri at- hygli en hundrað greinar og ræður. Hitt er ekki síður athyglisvert að skipulögð ha«fa verið lands' samtök menntaskólanema sem vakið hafa almenna athygli á kröfunum um endurbætur menntaskóla- námsins, með þinghaldi, samþykktum, sambandi við blöð og útvarp og meira að segja með kröfu- göngum og útifundum. Breytingar á menntaskólun- um sem gerðar hafa verið hafa haldizt í hendur •við þessa hreyfingu unga fólksins, og hver veit nema menntaskólafrumvarpið, sem ríkisstjómin sveikst um að gera að lögum á þinginu í vetur þrátt fyrir einróma stuðning stjórnaráiidstöðunnar, hefði orðið með öðrum hætti og kannski beðið á athugunarstigi einn áratug enn ef vitundin um hreyfingu menntaskólafólksins sjálfs hefði ekki ýtt á eftir því; vitundin um að sá tími er liðinn að nem- endur láti bjóða sér lengur menntaskóla með mið- aldaleifum eins og latínuþrælkun og fáránlegu málastagli í alltof mörgum tungumálum Æ‘la mætti að námsmenn háskólans, eldri og þroskaðri, væru ekki eftirbátar menntaskóla- nemanna. Svo fjölmennur er háskólinn orðinn, að eðlilegt væri að verulegra áhrifa gætti frá stúdent- um í menningarlífi höfuðborgarinnar, að þar væru einnig öflugar hreyfingar í hagsmunamálum náms- manna og uppreisnarforysta gegn því, sem staðnað er og úrelt í æðstu skólastofnun landsins. Þessu hef- ur vart verið að heilsa, varla er hægt að segja aö stúdentar hafi á nokkru sviði tekið myndarlegan bátt í menningarlífi borgarinnar undanfarið. Þeir hafa að vísu sótt fram í hagsmunamálum sínum og hlotið aukna íhlutun um stjórn eigin mála, en ekki hefur verið um nokkra almenna hreyfingu og þrótt- mikla að ræða. Þetta á sér ýmsar orsakir. Aðstaða stúdenta margra er þannig, að þeir verða að strita í hvers konar aukavinnu jafnframt náminu og ó- skemmtilega margir heltast úr lestinni af fjárhags- vandræðum. En einmitt deyfðin í félagslegum sam- tökum er skýring á því, að ríkisstjórnin skuli leyfa sér að ráðast á stúdenta eins og gert var með reglu- gerðinni um takmörkun á inngangi í læknadeild- ina; ráðstöfun sem allir ráðherrarnir, öll ríkis- stjórnin var samþykk og ber ábyrgð á. Afturhalds* söm ríkisstjórn þorjr slíkt því aðeins að hún treyst- ir því að stúdentarnir viti ekki hvers þeir megna ef þeir standa saman og nenni ekki að beita því valdi sínu. — s. Múrarar—Húsbyggjentfur Hjá okkur fáið þið hin vinsælu sjávarefni: • SAND OG MÖL .. í steypuna • PÚSSNINGARSAND .. bæði gróían og fínan • SKELJASAND ... til fóðurs, áburðar eða fegrunar. • FYLLINGAREFNI .... í götur og gruima. Kynnið ykkur hagstsstt verð og efnisgæði. Björgun h.f. Vatnagörðum. — Sími 33255. Gistihúsið Hólmavík Hótelstjórn: Pétur Bergsveinsson og Björg Aradóttir. Ferðafólk, ef þér leggið leið yðar norður um Strandir, og þurfið á gistingu að halda, þá er Gistihúsið Hólmavík ætíð tilbúið að veita yður gistingu og veitingar. STARFRÆKT ALLT ÁRIÐ Gistihúsið Hólmavík Sími: 14. VESTFIRZKA HARÐFISKSALAN Seljum fyrsta flokks vestfírzkan harðfisk, freðýsu og steinbít, þurrkaðan við beztu skilyrði í útihjöllum á Vestfjörðum. Seljum einnig inftiþorrkaðan harðflsk, roðlaus ýsuflök T100 og 200 gr. pökkum framleitt af HJALLANESI H.F. VESTFIRZKA HARÐFISKSALAN Grensásvegi 7 — Sími 38030. ;i Framköllun Fljót og gó3 18 GEVAFOTO Koblering afgreiSsla Lœk]artorgi, Stœkkun Austurstrœti 6, R. 51

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.