Þjóðviljinn - 04.11.1969, Page 3
iÞftóOJötáag'tLr 4. nöwiamber 1969 — ÞJÖÐVJEJTNN — SlÐA J
Forsætisráðherrar Norðurianda á fundi:
Fundir ráðherra ákveðnir til
lausnar á vandamálum Nordek
STOKKHÓLMI 3/11 — Ráðherranefndir frá fjórum Norð-
url'anda munu koma saman á fundi sem haldnir verða
dag’ana 25. og 26. nóv., 16. og 17. des. og 15. og 16. jan.
til þess að reyna að finna lausn á þeim vandamálum sem
leysa verður áður en efnahagsbandalag Norðurlanda —
Nordek — verði stofnað.
Þetta var ákveðið í dag á
sameiginlegum fundi forsaetis-
ráðherra • Norðurlanda, forsætis
Norðu'rliandaráðs og efnahags-
málanefndar ráðsins.
Forsætisráðherrarnir sem komu
saman á fund í' Stökkhólmi fyr-
ir helginá hafa þá gengið að
sinni frá Nordek-málinu og á
síðasta fundi þeirra á morgun
verður því fiallað eingöngu um
mál sem verða á dagskrá fund-
ar Norð'urlandar'áðs í Reykja-
vík í febrúar.
Eft.ir fundinn í dag var gef-
in út svohljóðandi tilkynning:
„Forsætisráðherrarnir hafa á
fundi sínum 3. nóvember .fjall-
að um skýrslu embættismanna-
Mikið óveður á
Norðurlöndum
STOKKHÓLMI 3/11 —' Gífur-
legt tjón varð í óveðri sem geis-
að hefur siðustu sólarhringa á
Norðurlöndum og í Svíþjóð er
tjónið, metið á um 140 miljónir
s.ka-. eða lúma 2 miljarða ís-
lenzkra.
nefndiarinnar um aukna efna-
hagssamvinnu Norðurlandia.
Forsætisráðherrarnir sem
töldu skýrsluna geta verið grund-
völl frekari siamningaviðræðna
hafa fjallað um hvernig tekið
skuli á þem vandamálum sem
enn eru óleyst i því skyni að
reyna að leysa þau áður en
Norðurland'aráð heldur fuhd
sinn í Reykjavík í byrjun febrú-
ar 1970.
Samkomulag var um að hvert
land skyldi skipa ráðherranefnd
til viðræðnanha undir forystu
forsætisráðherra þess“.
Á fuijdinum í Stokkhólmi mun
ekki hafa verið rætt neitt um
sj álf vandiamálin varðandi
stofnun Nordek og engar nýjar
tillöigur munu hafa verið lagð-
ar fram.
Kongressflokkur IntHamfs
er nú klofínn i tvo hluta
NÝJU DELHI 3/11 — Deilurnar
innan Kongressflokksins á Ind-
landi hafa magnazt svo að nu.
má heita að flokkurinn sé klofinn
í tvo hluta og eru engar horfur
taldar á að hinar andstæðu fylk-
ingar taki aftur höndum saman-
FoiTnaður flokiksins, Nijalin-
gappa, hefur sent Indiru Gandhi
forsætisráðherra bréf þar sem
hann saka-r hana og samstarfs-
menn hennar um vítavert aga-
leyái og óihlýðni gagnvart æðstu
stofnunum flokksins: Það var In-
dira Gandhi sem beitti sér gegn
forsetaefni flokksins og studdi
keppinaut hans sem náði kosningu
Afmæliskveðja
til Jóhannesar úr Kötlum
Vornætur vestur í Dölum
valda sárum trega.
-r ,., \
Blórn á grænum bölum
birtast allavega.
Manstu mykjuangan
úr moldinni á vorin?
Þung er gömlum gangan.
Það grær í fyrstu sporin.
Hár af höfði falla.
Hrynur allt til jarðar.
í Dölum fram til fjalla
fyrst þú gættir hjarðar.
í laut hjá lágum steini
líta mátti drenginn.
Kvað atómljóð í leyni,
ljóð, sem skildi enginn.
Við ljóða þinna lestur
landsins ómar strengur.
Ef gefst nú gömlum fresfur,
góði, syngdu lengur.
Þá opnast undrahallir.
Þú Álfhól lítur beztan.
Ennþá draumar allir
eru fyrir vestan.
Aðalsteinn Gíslason
Jóhannes úr Kötlum 70 ára
Sjötuga skáld, sem ortir ljúfust ljóð,
lýsi hún skært þín bjarta andans glóð;
mig hefur glatt með Ijóðsins listaverki,
lyftir þú hátt því fagra skáldaimerki.
Lilja Björnsdóttir.
með stuðningi allra vinstriafia í
landinu-
I bréfi floikksformannsins eru
rakin uimmæli Indiru Gandhi síð-
an deilurnar hóifust í sumar og
síðan sagtr Allt þetta bendir til
þess að þér óskið eftir að hafa
öll ráð í yðar höndum og enginn
megi gera neinn ágreining- Talið
er líklegt að klofningur flokksins
verði foiTnlega staðfestur þegar
landstjórn hans kemur saman á
fund 22- nóvember.
Vetrarfargjöld
Loftleiða lækka
KHÖFN 3/11 — Danska
fréttastofan Ritzaus Bu-
reau skýrði frá því í dag
að sem svar við ákvörðun
SAS um að lækka far-
gjöld á leiðum yfir Norður-
Atlanzhaf hefðu Loftleið-
ir ákveðið að lækka vetrar-
fargjöld sín. Nýju fargjöld-
in ganga í gildi á miðviku-
dag á leiðunum Kaup-
mannahöfn — Reykjavík
— New York og Lúxem-
borg — Reykjavík New
York. Það er þó skilyrði
fyrir fargjaldalækkuninni
að menn séu ekki skemur
en 22 og ekki lengur en 60
daga í ferðinni. Svissneska
flugfélagið hefur ákveðið
að lækka fargjöld á Norð-
ur-Atlanzhafsleiðinni á
öðru farrými um 22%
★
Þjóðviljinn fékk það
staðfest x gær hjá forráða-
mönnum Loftleiða að það
væri rétt hermt að vetr-
arfargiöldin myndn Iækka.
Nánari tilkynning um
lækkunina er væntanleg.
Stálu hjólbörðum
Tveir menn um tvítugt voru
handteknir af lögreglunni á Sel-
fossi um helgina. ' Höfðu þéir
stolið 5 varahjólbörðum af bíl-
um í Reykjavík. Auk þess stálu
þeir hjólkoppum af einum bíl.
Piltarnir hafa játað-
Zetu gardínubrautir.
Ódýrasta og vinsælasta gardínu-
uppsetningin á markaönum.
meö og án kappa
fjölbreytt
litaúrval
Skúlagötu 61
Sími 25440
Augiýsing
um skoðun léttra bifhjóla í lögsagnarum-
dæmi Reykjavíkur.
Aðalskoðun léttra bifhjóla fer fram sem hér segir:
Fimmtudaginn 6. nóvember n.k. R-1 — 400
Föstudaginn 7. — — R-401 — 700
Mánudaginn 10. — — R-701 — 900
Þriðjudaginn 11. — — R-901 — 1100
Miðvikudaginn 12. — — R-1101 — 1300
Kosnlngar í dag
í borgam USA
NEW YORK 3/11 — Á morgun,
þriðjudag, faira fram kosningar
viða í Bandaríkj'unum og verða
m.a. kosnir borgarstjórar og aðr-
ir embættismenn í um 250 borg-
um með meira en 100.000 íbúa.
Úrslitanna í New York er beðið
með einna mestri eftirvæntingu,
en þar eru þrír í kjöri. í dxxg
var talið að John Lindsay nú-
verandi borgarstjóri myndi sigra
með yfirburðum.
Vopnahlé í Líbanon
— éfriður samt enn
KAÍRÓ og BEIRUT 3/11 — Tilkynnt var 1 Kaíró í kvöld
að fulltrúar stjórnar Líbanons og skaeruliðasamtaka Pal-
estínuaraba hefðu orðið alveg sammála um lausn á öll-
um vandamálum varðandi dvöl skæruliðanna í Líbanon.
Skoðunin verður framkvæmd fyrrnefnda daga að
Borgartúni 7, kl. 9.00 —16.30.
Sýna ber við skoðun að lögboðin vátrygging sé í
gildi. Tryggingariðgjald ökumanns fyrir árið 1969
ber að greiða við skoðun, hafi bað ekki verið
greitt áður.
Skoðun hjóla. sem eru í riotkun í borginni, en
skrásett eru í öðruin umdæmum. fer fram fyrr-
nefnda daga.
Vanræki einhver að koma hjóli sínu til skoðunar
umrædda daga. verður hann látinn sæta sektum
samkvæmt umferðarlögum og hjólið tekið úr lim-
ferð, hvar sem til þess næst.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
3. nóvember 1969.
1 SIGURJÓN SIGURÐSSON.
Buxur - Skyrtur - Peysur -
Úlpur - o.m.fí.
Ó.L. Laugavegi 71 - Sími 20141
Gefin var út tilkynning eftir
sjö klukkustúnda viðræður og
var í henni sagt að „sameiginleg
örlög“ araba krefðust þess að
samband Líbanons við byltingar-
hreyfingu Palestfnubúa einkennd-
ist aif trausti, eimlægni og jákvæðri
samvinnu, en jafnframt verði að
tryggja fullveldi Líbanons-
Vopnahlé — en ófriður
1 gær hafði orðið samikomulag
uim það í viðræðunum í Kaíró
að koma á vopnabléi milli skæru-
liða og hekliðs Líbanons, en þrátt
fyrir vopnahléið var enn ófriður
í Líbanon í dag. í nótt var sprengd
í loft upp olíuileiðsla í eign þanda-
rísks félagis frá Saudi-Afabíu til
haffinar í Líbanon og í dag skipt-
ust Palestínubúar og hermenn Lfb-
anonstjórnar á skotum í haifnar-
borginni Tripoli. Varð skotbríðin
a.m-k. einni konu að bana- öll-
um verzlunum í borginni var
lokað þegar í stað.
Þoturæninginn
ekki framseldur
RÓM 3/11 — Raffaele Minichi-
ello sem rændi TWA-þotunni
fyrir helgina verður leiddur fyr-
ir rétt á Ítalíu og dsemdur eft-
iir ítölskum löigum. Flest bendir
til þess að ítölsk stjórnarvöld
muni neita að verða við kröfu
Bandairíkjamanna að hann verði
framseldur.
TILKYNNING
UM GJALDDAGA
Hinn 15. október féllu í gjalddaga iðgjöld af eftirtöldum trygg-
ingum hjá oss:
BRUNATRYGGINGU HÚSEIGNA,
BRUNATRYGGINU LAUSAFJÁR,
INNBÚSTR Y GGIN GUM
og
HEIMILISTRY GGINGUM
Vinsamlegast greiðið iðgjöldin til umboðsmanna og/eða aðal-
skrifstofu félagsins. Þeir, sem hafa heimilistrygging-u hjá oss,
íá afhenta nýja og víðtækari skilmála fyrir þessari tryggingu
um leið og iðgjaldið er greittv
BRUNABOTAFÉLAG
ÍSLANDS
Laugavegi 103, Reykjavík.