Þjóðviljinn - 24.12.1969, Síða 40
40 JÓ'LABLAÐ
i.----------------
hjólpar þurfi. Hver veit, nema
ég eigi eftir að fótbrotna milli
bæja og þú berir mig heim“.
„Ég er ekki að hugsa um
neitt af því, sem þú ert að tala
um“, saigði G-unni „Það er
annað“.
„Hvað er það þá?“
„Þú sagðir, að þig langaði
suður á skóla. Og þó að þú fá-
ir kaup og þó að þú eigir
nokkrar rollur — — “
Helgi brosti. „Það getur vel
verið, að ég fari á skóla. En
svo getur líka verið, að ég fari
aldrei á neinn skóla. Ég er
ekkert að brjóta heilann um
það núna. Þú sást eftir því,
að láta hana Bíldu fyrir skóla-
gönguna þína. Ég ætti nú ekki
að bera minni umhyggju fyr-
ir þér, en þú fyrir skepnunni.
Þú ert þó mannskepna, Gunni
minn“. Helgi hió.
Gunni hló líka. „Og ekki er
ég eins fljótur að gleyma og
þetta óhræsi-“
„Þá komum við heim“.
Þeir sneru heim að bænum.
„Og svo ætla ég að trúa þér
fyrir dálitlu“, sagði Helgi. „Af
því að þú ert svo orðvar. Ég
ætla að reyna að komast á
skóla. En mest langar mig til
að komast á þing. Þá ætla ég
að koma því tii leiðar, að
börn fái að læra. Öll börn. Það
verður að vera kennari í hverri
svedt. Ég hef hugsað um þetta.
síðan ég fór að kenna hérna.
Ég finn. að börn hafa svo gam-
an af að læra“.
„Og þá er bezt að ég verði
ríkur bóndi og eigi stóran bæ“
sagði Gunni. ,,Þá ætla ég að
hafa sitofu frammi, undir bæ.i-
ardyraloftinu, alveg eins og á
Stað. Þar ætla ég að kenna
börnum. Ég ætla að láta þau
sitja á stólum. svo að þau
verðd ekkj þreytt í bakinu. Og
ég ætla að lofa þeim að vera
í skólanum allan veturinn".
,,Ágætt“. sagði Helgi. ..En
hvað heldurðu, að hann Jón
segði. ef hann heyrði til okk-
ar? Hann mundi segja, að þetta
megi ekki verða, fyrr en eftir
miðja næstu öld, að minnsta
kosti ekki í sveitinni. Hann er
svo gamall. að hann skilur ó-
sköp lítið, aumingja karlinn. og
menn venjast því, sem leiðin-
legt er, þangað til þeim þykir
það gott“.
„Það er mér ómögulegt að
skilja", sagði Gunni.
„Og stundum láta þeir veirr
en þeir vita, og verst er það“,
sagði kennarinn. ,,En það verð-
ur ekki ólagið á hlutunum þeg-
ar ég er orðinn alþingismaður
og þú bæði stórbóndi og kenn-
ari, Gunni mdnn“.
Gunni herti gönguna, til þess
að hafa við Helga, og sagði
móður: „En einhvern tíma
verðum við gamlir eins og Jón.
Og hvernig fer þá?“ Helgi
stanzaði og leit hlæjandi á
Gunna. ..Ja, nú veit ég engin
lifandi ráð — ekki nem,a helzt
það, að við vinnum og lærum
eins og vitlausir menn. myrkr-
anna á milli. og verðum bún-
ir að öllu. áður en ellin kem-
ur“.
„Ekki skal ég liggja á liði
mínu“, hrópaði Gunni og tók
sprettinn i ófærðinni. svo að
hann komsit á undan.
Það voru glaðir menn. sem
komu heim að Stórholti. En
enginn vissi, hvers vegna lá
svona vel á þeim.
<v t ). >1
SHHHI
PiHiiÍMÍiiS
FRAMFARIRNAR ERU ORAR
^Tíminn líöur
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA
Iðnaðardeild
Orbaleppar
Samlíkingar í óbundnu máli,
íslenzku, nú á dö'gum eru at-
hyglisverðar. Það brennur
mjög við í skáldsögum, að
allt er „eins og“ þetta, eða
„eins og“ hitt. Þó eir stundum
engin líking skiljanleg. Sólar-
geisli kom einu sinni inn um
glugga „eins og“ konubrjóst.
Þetta entist höfundinum lengi
til frægðar. því að andrikum
mönnum þótti þetta afburða
------------- ----------- <
Oft er það gott,
sem gamlir kveða
Þeir. sem halda því fram.
að andlegt atgervi geti baldið
áfram að þroskast fram á ellli-
ár. benda á: að Dairvin hafi rit-
að Uppruna tegundanna um
fimmtugs aldur,
að Kolumbus hiafi verið nær
sextuaur, þegar hann fann
Ameríku,
að Kant hafi ekki ritað Gagn-
rýni skynseminnar fyrr en um
sextugs aldur,
að Haydn bafi samið Sköpun-
ina nær sjötugur,
að Goethe hafi lokið við að
semja Faust á áttræðisaldri,
að Vanderbilt hafi verið orðinn
sjötíu og þriggja ára. þegar
hann fór að safna auði sínum.
að Churchill hafi geent þing-
störfum fram á níræðisialdur.
Stærsta hjarta
heimsins
Hjartað úr þrjátíu metra
löngum hval er sex hundruð
kíló að þyngd, lungun sex
hundruð kíló, lifrin níu hundr-
uð kíló, hver hryggj arliður tvö
hundruð kíló
snjallt. en sauðsvartur almúg-
inn botnaði ekki í neinu.
Þá er stundum vöritun á því,
að líkingamál sé rökrétt og
sömu líkingunni haldið alla
setninguna út. Dæmi um þetta
er ritdómur í Tímanum:
„ — — Hér skal engin til-
raun gerð til að meta til gild-
is kvæðj Jóns Helgasonar, en
sá skáldskapur er, satt að
segja. ótrúlega fjölbreytilegur
og margslunginn, svo lítill sem
garðurinn er“. (Leturbreyting
mín).
Hvaða garður er þetta? Er
átt við ljóðasafnið? Eitthvað
verður að styðja þá samlík-
ingu. Talað er um, að skáld-
skapurinn sé fjölbreytilegur, þó
að garðurinn sé lítill. Hér hefði
þurft að taka svo til orða. að
í nefndum skáldskap sé gróð-
ur fjölbreyttur. þó að garður-
inn sé lítill. Allir hefðu skilið
það. Þessi garður, svona ein-
angraður, er eins og hvert ann-
að ólán.
Vonandi á ritdómarinn ekki
við það, að skáldið ráðist á
lágan garð með því að yrkja
þessi kvæði. Fjarri því. Grein-
arhöfundurinn segir um eitt
kvæðið. að það eigi „engan
sinn líka í skáldskaparíþrótt,
og furðulega samkveikt þeirri
alþýðle’gu, ísienzku söguskynj-
un. sem leit á og ræddi um
fólk fslendingasagnanna eins
og samtíðarmenn og umeekkst
það beinlínis í daglegu lífi‘.
Langt er hér gengið í Skraut-
mælsku og allt er þetta sagt
í góðum tilgangi. Þess vegna
á þessi dularfulli garður áreið-
anlega að tákna eitthvað gott.
En hamingjan veit. að ég átta
mifj ekki á þeim garði.
Ritdómurinn, sem hér um
ræðir, er óvenjulega „marg-
slunginn" hvað málfar snertir.
svo að notað sé eftiirlætisorð
bókadómiara. En þeir hafa kom-
ið sér upp málfari, sem alltaf
er stéttinni handhægt og til-
kippilegt. (Á svipaðan hátt hef-
ur þróazt eftirmiælastíll, með
hefðbundnum og auðsóttum
orðatiltækjum). Sá sem ætlar
að semja ritdóm, vinnur sér
verkið léttar, ef hann getur í
skyndi gripið til orðanna:
„margslunginn“, „djarfur“,
„sterkur“, myndskyn", „sjón-
fyndni“, „myndvísi", „veru-
leikaskyn", „hlutlægur". ,.and-
læigur“, „innhverfur", „húmor“,
,, tr agikóm í skiur “.
Eftirfarandi orðasambönd eru
tekin úr einum og sama rit-
dómi um aðra bók: — næm-
skynjuð umhverfisiýsing —
hugsar í mjmdskynjunum —
útfærðar myndir — myndvísi
og veruleikaskyn — nýskynjuð
hversdagslýsing — ópersónu-
legur og hlutlægur stíll —
þrjár sterkustu ljóðlínur bók-
arinnar — skynbundin, mynd-
ræn túlkun — stíllinn andlæg-
ur og innhverfur — undan-
bragðalaust ögun stilsins — á-
forgengileg spegilmynd, form-
bundin og nýskynjuð í senn.
Hvað er átt við með því. að
rnaður hugsi í myndskynjun-
um? Er það lof eða last? Er
ekkj hægt að segja þetta um
hvaða bók sem er? Hvað er
andstaða þess að hugsa í mynd-
skynjunum? Hvað er undan-
bravðalaus ögun stílsins?
Ég leit í bókina til þess að
sjá, hverjum væri ögrað með
hverju. Ekki fann ég neitt ann-
að en hófsemd og hæversku. á-
samt góðu, tilgerðarlausu máli,
sem hæfir ágætri bók. Og bók-
in sjálf er víst miklu skiljan-
legri en dulmál ritdómiarans.
Þeir menn tala stundum eins
og véfrétt. — O.G.
S tpmyirir r.
bftí/j/iA íu j
GLAUMBÆR
— Skemmtistaður fyrir unga sem eldri —
Þess vegna leggjum við Köfuðáherzlu á að
Kafa á boðstólum það skemmtiefni, og þær
Kljómsveitir, sem vinsælastar eru meðal
almennings á hverjum tíma.
Matur framreiddur frá kl. 8.
Borðpantanir í síma 11777.
[v 'íbítfjlE'H
33 !oI
I
i ttiLCl J'OiB'l
'Jirni
1: ibni
i nioa #inn
. o éni;
ú íkí 'ir><
GLAUMSÆ
— Skemmtistaður fyrir unga sem eldri —
1
'[ I
' r