Þjóðviljinn - 24.12.1969, Qupperneq 46
46 — •JÖ'L A B L A Ð
d'
MAURAR
OG
MÓTÞRÓAHVÖT
Kvöld eitt, í svartamyrkri —
það hafði ausrignt alian daginn
og nú var klukkan orðin rúmiega
hálftólf — var barið á blauta
rúðuna í lítilli kjallarakrá.
Frú Hansen leit upp. Hún
hafði verið að reikna út hve mik-
ið hún hefði borið úr býtum yfir
daginn og notaði til þess blýant,
sem hún þurfti í sífellu að væta
með munnvatni. Það var dauða-
þögn í húsinu, og kjallarinn Iykt-
aði af bjórafgöngum og sígarettu-
stubbum, loftið var svo þykkt
og reykmettað að það var á tak-
mörkunum að hægt væri að
greina ljósmyndina af Hansen
sáluga í íþróttabúningi með ótal
heiðursmerki á brjóstinu, hang-
andi yfir legubekknum.
Gegnum þétta rigninguna
greindi hún óljóst gamlan mann,
grátt hár hans var þunnt og
tjásulegt og klesst að höfðinu
vegna bleytunnar, og rytjulegt al-
skeggið klístrað við kragann á
tötralegum frakkanum.
Með einu snöggu handtaki
opnaði hún dyrnar og hálfdró
gamla manninn inn fyrir.
Hún varð að leiða hann að
borðinu og um leið teygði hún
út höndina eftir flösku og glasi-
Hún var eldfljót að opna flösk-
una. Það lá við að hún yrði að
hella ofan í vininn, guð minn
góður hvað hann var langt leidd-
ur! Loksins tókst honum að
drekka svolítið en það leit út
fyrir að það ætlaði ekkert að
hressa hann, hann var jafn ör-
magna og vesældarlegur eftir sem
áður.
Hún reyndi að segja eitthvað
hughreystandi við hann meðan
hún Ieiddi hann að eldinum og
lét hann setjast á stól. Hún lagð-
ist á hnén og hagræddi fótum
hans sem allra næst ofninum. Það
voru annars undarlegir skór, sem
hann hafði á fótunum, líktust ein-
hverskonar bandaskóm, og mjóir
fótleggir hans voru bláir af kulda.
Trúlega var hann einn af þessum
umferðarprédikurum, sem ganga
um og dreifa kristilegum bæk-
lingum meðal fólks. Það skipti
hana engu máli, hann mátti vel
sitja þarna og þorna meðan hún
bjástraði í bakherberginu og bjó
allt undir nóttina. Hún gat haft
auga með honum með því að
láta dyrnar standa í hálfa gátt.
— Guð minn góður, þetta
gamalmennalíf! Frú Hansen
hristi höfuðið vorkunnlát meðan
hún braut saman heklaða rúm-
teppið. Hún hagræddi dýnunni,
hristi upp koddana og raulaði
lágt, það var svo margt sem hún
þurfti að gera áður en hún færi
að sofa. Hún dró stól að fótaenda
rúmsins til þess að hafa fyrir
rúmgafl. Því næst þurfti hún að
vökva blómin, fyrst og fremst
aurelíuna, uppáhaldsblómið, sem
stóð á þrífættri blómagrind. Eins
og móðir, sem gætir að baðvatni
barnsins, stakk hún fingri niður
í moldina á blómapottinum —
en í sömu andrá gerðist eitthvað!
Hún hafði ekki rænu á að taka
fingurinn upp úr moldinni í
blómapottinum, svo áfjáð var hún
að hlusta! Það var einhver að
syngja! Gat það verið hann? Nei,
þetta voru margar raddir — kór
— og eitthvað, sem hljómaði eins
og hörputónar — og barnaraddir
— já, það voru áreiðanlega barna-
raddir. Það undarlegasta var það
að hann sat eins og áður aleinn
fyrir framan eldinn. En hvað var
að sjá þetta! Hann hafði ger-
breytzt í útliti. Tötralegi frakkinn
var búinn að fá bláan Iit, alveg
himinblár. Og þetta var ekki
frakki heldur skykkja. Og hvað
var það, sem hann hélt á í hend-
inni? Það líktist stórum hring —
hann glóði og ljómaði — gamli
maðurinn sat og fægði hann —
hann var úr skíra gulli — og nú
lyfti hann honum yfir höfuð sér
og sleppti honum! En hann sveif
yfir höfði hans í lausu lofti eins
og geislabaugur. Það allra ein-
kennilegasta var þó það að í
hvert skipti, sem gamli maðurinn
hreyfði sig heyrðust raddir og
hljómar, það var eins og hver ein-
asta felling í skykkju hans geymdi
skæra hörpuhljóma og gítarspil.
Þetta var henni um megn. Hún
opnaði dyrnar upp á gátt og
stundi: — Guð minn góður!
Þetta var alls ekki meint sem
ávarp. Maður tekur svona til orða
þegar manni bregður.
Hann leit á hana og sagði:
— Nei, guð almáttugur er ég
ekki — aðeins Sankti-Pétur!
Ekki batnaði ástandið við þetta.
Frú Hansen leitaði leifturhratt í
heilabúi sínu að broti úr sálmi
eða einhverju öðru kristilegu, sem
hún gæti brugðið fyrir sig alveg
á stundinni.
En það var mesti óþarfi, því
næsta setning, sem hljómaði frá
hans himneska munni var tiltölu-
lega jarðnesk — hann sagði ein-
faldlega að hann væri glorhungr-
aður, hann hafði hvorki bragðað
vott né þurrt síðan hann lagði af
stað frá himnum í morgun —
og þvílíkur dagur! Og þvílík
rigning! Hann var orðinn svo
gegnblautur að hann orkaði ekki
að hefja sig upp til himins.
Æ, guði sé lof, nú voru þau
á sömu bylgjulengd, um þetta gat
hún auðveldlega talað við hann,
og á borðið kom flesk, saltkjöt,
Iifrarkæfa og ostur — og svo
auðvitað nokkrar bjórflöskur —
hún valdi tveggja stjörnu bjór, á-
leit að það ætti bezt við.
— Kærar þakkir, sagði Sankti
Pétur, sem nú var seztur í sófann.
— Þetta var alveg framúrskarandi
lifrarkæfa, bjugguð þér hana til
sjálf?
Hún horfði á hann meðan
hann borðaði og þorði ekki að
segja orð. Ef hann átti að flytja
henni einhvern boðskap varð
hann að hefja máls á því sjálfur.
Og það gerði hann líka, en
ekki fyrr en hann hafði þerrað
munn og skegg vandlega — með
pappírsþurrkunni. — Ég ætla
ekki að segja nokkurt einasta
hnjóðsyrði um guð almáttugan,
sagði hann----Hann er ágætur —
kannski svolítið ringlaður — við
því er ekkert að segja, hann hefur
í svo mörgu að snúast — og svo
atorkusamur — og gerir tilraunir
seint og snemma um alla eilífð
— því miður er hann enn á byrj-
endaskeiðinu — hann hefði varla
fengið háa einkunn fyrir sköpun
jarðarinnar og það ergir hann —
og af eintómri óánægju er hann
farinn fjandans til, hinumegin
við vetrarbrautina og þar heldur
hann áfram að gera tilraunir og
þreifa sig áfram. Hann verður sí
og æ að vera að gera tilraunir.
Hann hættir ekki fyrr en honum
hefur tekizt að skapa fullkominn
hnött — það tekur tíma — ja,
þið hérna niðri reiknið í Ijósár-
um svo ég er ekki fær um að
skýra fyrir ykkur hve lengi hann
Smásaga
eftir
KJELD
ABELL
er búinn að vera fjarverandi —
og á meðan setti hann mig til þess
að stjórna í himnaríki — og það
er ekkert létt verk — ég er eins
og undin tuska! Þarna uppi hjá
okkur slást þeir heilögu um
geislabaugana og hérna niðri slást
þeir um ég veit ekki hvað — í
gær var hávaðinn svo mikill frá
jörðinni að ég bað nokkra erki-
engla að sjá um himnaríki fyrir
mig, svo ég gæti farið niður og
athugað hvað um væri áð vera —
en ég varaði mig ekki á því að
þeir höfðu allir merkt vængina á
sér með skjaldarmerki þjóða
sinna, nú það varð að hafa það —
mér fannst ég verða að skreppa
niður — en það geri ég aldrei
aldrei aftur, ég er steinuppgefinn!
Og nú, þegar ég fer bráðum upp
aftur þarf ég að gefa guði almátt-
ugum skýrslu og vonandi verður
hún til þess að hann hættir þess-
um sífelldu tilraunum með nýja
hnetti — mannkynið var vel
hugsað en illa útfært!
Nú, við erum þó sköpuð í
guðs mynd, hugsaði frú Hansen
en þorði ekki að segja það, hún
SKODA ÞJÓNUSTA
Takmark okkar er að veita eigendum SKODA-bifreiða þá beztu þjónustu sem völ er á. • Sala á nýjum og
notuðum bifreiðum á hagstæðasta verði og kjörum. • BÍLASKIPTI. • Varahlutir í allar gerðir SKODA-bifreiða.
EF ÞÉR GETIÐ SANNFÆRT OKKUR UM HAGSTÆÐARI BÍLAKAUP OG BETRI ÞJÓNUSTU, MUNUM VIÐ KAUPA RYRIR YÐUR BÍLINN.
Tékkneska bifreiðaumboðii á Islandi h.f.
SÍMI: 42600
Þjónustuverkstæði SKODA-umboðsins
Auðbrekku 44—46, Kópgvogi, annast alla al-
menna þjónustu við SKODA-eigendur, svo
sem: Uppherzlur, vélastillingar, vélaþvott,
smurningu, þvott og bónun, Ijósgstillingar,
keðjuásetningair o. m. fl.
SKODA-verkstæðið Auðbrekku 44—46,
Kópavogi. Framkvæmum allar viðgerðir og
réttingar á SKODA-bifreiðum, með fullkomn-
ustu tækjum og sérþjálfuðum fagmönnum.
SKODA-þjónusta um allt land. Reykjavík,
Hafnarfirði, Borgarnesi, Stykkishólmi, ísa-
firði, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri,
Húsavík, Egilsstöðum, Hvolsvelli og Vest-
mannaeyjum.