Þjóðviljinn - 24.12.1969, Síða 47
J ÓLABLAÐ — 47
lét nægja að ýta brauðdiskinum
nær honuxn.
— Já, í hans mynd segið þér —
Frú Hansen hrökk við, það var
óhugnanlegt, að hann skyldi geta
lesið hugsanir manns.
— En góða frú Hansen, jafn-
vel fullkomnusm mænneskjur
hafa einhverja smágalla — og
það er hans verk — mannkynið
hefur allt smíðagalla — það hefði
aldrei átt að gefa því leyfi til að
sýna mótþróahneigð! Allt frá
þeirri stund er Adam og Eva
skelltu á eftir sér Paradísarhlið-
inu hafið þið sýnt mótþróa —
þarna var ykkur gefin jörðin til
þess að njóta hennar í sameiningu,
dásamleg jörð með breytilegum
árstíðum og ríkulegum gæðum,
sem nægðu handa öllum — en
ykkur Ieiddist að eiga jörðina
sameiginlega. Þið viljið eiga eitt-
hvað, sem þið getið kallað sér-
eign — og til þess að vera reglu-
lega ánægð þurfið þið að eiga
meira en aðrir! Því, sem guð al-
máttugur ákvað að skyldi vera
eign ykkar allra breyttuð þið í
„þitt" og „mitt". Mitt og meira—
þessi tvö orð heyrast oftast —
aldrei voruð þið ánægð með það,
sem þið fenguð — alltaf þurft-
uð þið að sýna mótþróa — þið
eruð í boltaleik með fyrirskipanir
guðs almáttugs. — Þegar hann
segir: Verði ljós, segið þið strax:
Verði myrkur — að þið skuluð
ekki skammast ykkar! Ykkur var
gefinn bæði heili og hjarta til
þess að nota — en þið nennið því
ekki — þið voruð sköpuð til þess
að vera frjálst fólk — en þið kær-
ið ykkur ekki um það — það er
miklu þægilegra að hugsa ekki
— miklu léttara að láta aðra
hugsa fyrir sig — allra léttast að
láta einn hugsa fyrir alla! Og
skríða svo um eins og maurar!
Heyrðuð þér hvað ég sagði, frú
Hansen, ég sagði: — Maurar!
Jú, frú Hansen heyrði það
mætavel, en hvaða hlutverki þess-
ir maurar áttu að gegna, skildi
hún ekki.
— Frú Hansen, skiljið þér það
ekki? sagði Sankti Pétur. Hann
var auðsjáanlega í mikilli geðs-
hræringu, skeggið gekk í bylgj-
um og augun skutu gneistum.
Þetta er óskammfeilni og móðg-
un við skaparann — yfirgengileg
smekkleysa — hefði skaparinn
ætlazt til að jörðin ætti aðeins að
vera fyrir maura, eitt allsherjar
maurabú — þá hefði hann aldrei
skapað Adam, svo flókinn sem
hann er að allri gerð — og maur-
arnir hefðu orðið herrar sköpun-
arverksins. Maurarnir, sem ekk-
ert geta sagt, aðeins fylgt sínu
frumstæða eðli. — Þið fenguð
meira en eðlishvatir. — Ykkur
var gefið hugsanafrelsi, ef þér
skiljið það, frú Hansen, hugsana-
frelsi!
Hann sló í borðið og frú Han-
sen varð skelfingu lostin. Hvers-
vegna, hversvegna kom hann ein-
mitt til hennar — hversvegna
ekki til hinna stóru? Þeirra, sem
stjórnuðu?
— Ég hef reynt það frú Han-
sen — enn las hann hugsanir
hennar. — Ef maður talar við þá
stóru verður maður að sveifla
handleggjunum og það fellur mér
ekki — og það er heldur ekki
hægt að fara í kröfugöngu með
geislabaug. — Satt að segja var
ég alveg að því kominn að gefa
þetta upp á bátinn og fara heim
— en þá fór að rigna og ég varð
eins og rennblaut tuska, blýfastur
við jörðina — gat með engu móti
hafið mig til flugs — og svo kom
ég hingað til yðar af tilviljun —
ég hélt það væri tilviljun, en í
rauninni hefur það verið vísbend-
ing frá himnum að ég Ienti ein-
mitt hérna— himnesk ráðstöfun!
— Það eruð þið, litlu manneskj-
urnar, sem hugsið skammt eins og
maurar, sem ég á að tala við —
það er þar, sem ég á að byrja —
þetta er líkt og rúllustigarnir, og
þér eruð ein úr hópnum í stig-
anum, frú Hansen — það er þess-
vegna að ég byrjaði á yður, frú
Hansen.
— En ég get ekkert gert, ekki
hið allra minnsta — ég er við af-
greiðsluna allan daginn! — Frú
Hansen barðist á móti af öllum
lífs og sálarkröftum.
— Kæra frú Hansen — eruð
-<s>
Tryggvi Emilsson:
Vlb höfnina
Þar sem mávar svífa á hvítum klæðum
komnir fyrstir hafnargesta á ról,
næturþoka léttum ljósum slæðum
lyftir hátt í fang á morgunsól,
svo það verði sól á hafsins breiðum
svo það birti yfir hafnarleiðum.
Áður leit ég svefntjöld sólarlagsins
sveipa norðurhimin roðans dýrð,
birtast nú í austri eldar dagsins
öll þau tákn í sömu laugum skírð.
Næturhimin brennir burt í skýjum,
bálið rautt sem fagnar degi nýjum.
Varpa sér að hafsins bláu bárum
bjartar stjömur undan heitri sól,
þá er eins og gráti geislatárum
guðsmyndin í ægis tignarstól,
Öldufaldar hátt í tíbrá titra
töfrum hafsins, meðan stjörnur glitra.
Glöggt ég sé við elding augnabliksins
úthafsgúlpinn fjarst við sjónbaugsrönd,
þar í kafi sævarseltu ryksins
sigla fley að glaðri heimaströnd.
Flóinn skreyttur silfri sólarlogans
sendir geisla fram á hvelfing bogans.
Einn ég stóð við hlið á hafnarbakka
hló við degi sól á morgunstund,
en mér gafst ei ró né þögn að þakka
þýðan blæ og kyrrð í sömu mund.
Skipafjöldi þétt að landi liggur,
lífs og fjörs er von um allar bryggjur.
Hefst að imorgni s'fundin starfs og anna,
stundin þegar bryggjan öldukvik
flæðir undan fótataki manna,
falla þá í malarbiksins ryk
þúsund ganghljóð, spor með ótal örvum,
öllum beint að hafnarvinnustörfum.
Ýmist þungt og hægt með hik í spori,
hrynja skóhljóð aldins göngulags,
sem þau hverfi að löngu liðnu vori
í leit um fjöll og heiðar árla dags,
eða skóhljóð létt með borgarbraginn,
beint af augum fram á vinnudaginn.
Fyrr en varir fyllisf hafnairbakkinn,
fæstir skilja vörumagnsins rök,
en þyngstu baggar leggjast létt á klakkinn,
lyftivagninn sér um öll þau tök.
Því finnst mörgum ára og alda byrði
einnar handar tak svo lítils virði.
Vörubílar hrikta hlaðnir þunga,
hringast fram um bakkans öng og þröng,
án þess kikni bak né bresti lunga,
burðarstritsins saga löng og ströng
grefst og hylst í hörðurn malar fjötrum,
heimssagan um þræl í skitnum tötrum.
Köll og sköll í skips og bryggjuhegrum,
skipun hraðans, kraftsins fyrirsögn,
tækniviljinn, frelsið sem vér fengum,
fyrirheitið, eldsins tömdu mögn,
þvinguð til að þjóna, til að strifa,
þróuð til að ráða, fil að vita.
Ge'fur þessi mikli kyngikraftur
körlunum, sem vinna, auð í hönd?
Nei, hann skapar auðmagnið sem aftur
arðrænir, og því er skipaströnd,
hafnarbakkinn, eins og lét að líkum,
lands vors mynd af fátækum og ríkum.
Verkamenn frá vinnu sinni ganga
á vegamótin, þar sem höfn og borg
mætast, eins og skip á ferð 'til fanga,
framundan er strætisvagnatorg,
og ég er einn af þessum þreyttu mönnum,
þegar lýkur dagsins heitu önnum.
þér ekki einmitt rétta manneskj-
an til þess að koma einni Iítilli
kjaftasögu út um allt hverfið? —
Þér látið fáein orð falla, rétt eins
og litlum steini væri kastað út í
stórt vatn, strax taka að myndast
hringir — og þeir verða sífellt
stærri um sig. —
Frú Hansen var gráti nær.
— Nei — nei — ég vil ekki!
— Það er annað mál — ég
bið afsökunar, sagði Sankti Pétur.
Æ, hugsaði frú Hansen, maður
á aldrei að láta sér detta til hug-
ar að þurrka heilagt fólk — og
nú varð hún að losa sig við Sankti
Pétur — hún var hrædd við að I
hafa of lengi Ijós í veitingastof-
unni, hrædd við lögin og lögregl-
una.
— Nei, herra Pétur, þér verðið
að leita að öðru fólki til þess að
tala við, ég hugsa um vinnuna
mína og punktum og basta — og
guð getur ekki haft neitt út á það
að setja —!
Pétur stóð þreytulega á fætur.
— Svona svara allir — ýta öllu
frá sér — burt með alla ábyrgð
— Iáta allt fara eins og verkast
vill — fljóta sofandi með
straumnum.
Frú Hansen var líka staðin upp
og hringsólaði ráðvillt kringum
Pétur.
— Þetta getur svo sem vel ver-
ið, en mér þykir leiðinlegt að
þurfa að segja yður að nú verðið
þér að fara — lögreglan hérna
er svo hræðilega ströng.
Hún reyndi að leiða hann til
útidyranna.
— Og þegar þér komið upp í
himininn — og ef þér skyldúð
hitta manninn minn, þá skilið
kveðju til hans og segið honum
að reksturinn gangi bara vel hjá
mér þrátt fyrir þessa erfiðu tíma.
— Reksturinn gengur vel. —
Pétur horfði á hana mildu augna-
ráði, alveg í gegnum hana.
Frú Hansen tautaði eitthvað
um að maður yrði þó að Iifa.
— Lifa? Kallið þér þetta að
lifa?
Síðan opnaði hann dyrnar og
gekk hægt upp tröppurnar, upp
á gangstéttina. Frú Hansen flýtti
sér á eftir honum, hún ædaði
ekki að missa af að sjá hann stíga
upp til himna.
Hann stóð kyrr á gangstéttinni
eins og minnismerki, sjálflýsandi
og blár með hvítt hár og skegg.
Hann horfði lengi á hana, og
henni fannst eins og allt fólk,
miljónir íbúa jarðarinnar stæðu
í röðum fyrir aftan hana — svo
sagði hann:
— Nú fer ég heim — og segi
guði almáttugum — æ, nei — ég
Ieyfi honum að vera í friði, svo
indæll sem hann er — því nú
skil ég að mótþróahvöt mann-
kynsins er í lagi — þrátt fyrir
allt. Þegar þið eruð búin að vera
nógu lengi maurar hættið þið að
una því. Og þá munuð þið sýna
í þessu andartaki ræskti lög-
regluþjónn sig einhversstaðar í
myrkrinu.
Sanktí Pétur þagnaði — svo
tók hann ofan geislabauginn í
kveðjuskyni og lagði af stað hæg-
um skrefum niður eftir gömnni.
Frú Hansen stóð og horfði á
eftir honum — nú hurfu hinir
skæru litir hans í myrkrinu og
hin himneska tónlist, sem hljóm-
aði frá fellingunum í skykkju
hans hljóðnuðu.
Unnur Eiríksdóttk þýddi.
Magnús E. Baldvlnsson
Laugavcgi 12 - Sínl 22884
HALLDÓR
JÓNSSON
h.f.
HEILDVERZLUN
Hafnarstræti 18
Sími 22170
Zetu gardínubrautir.
Ódýrasta og vinsælasta gardínu-
uppsetningin á markaönum.