Þjóðviljinn - 26.03.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.03.1970, Blaðsíða 3
Fiimiintudiaigur 26. xnairz 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 Hvernig er málshátturinn ? 7. MYND. , «,..... við Guðjón Framhald af 1. síðu. inga.' Hver eru höfuðmarkmið járniðnáðarmarma með þeirri uppsögn kjarasamninga og kjara- baráttunni sem nú fer í hönd? — Samþykkt fundarins um uppsögn samninga var á þessa leið: „Frarriihaldsaðalfundur í Félagi jámiðnaðarmanna haldinn 23. marz 1970 samþykkir að segja upp gildandi kjarasamningum fé- lagsins við atvinnurekendur. Uppsögn kjarasamninga er á- kveðin til að fá fram nauðsyn- lejgar úrbætur á launakjörum járniðnaðai-manna, bæði með beinni grunnkau pshækkun og einnig með vísitöluuppbótum á allt kaup jámiðnaðarmanna, á- samt ýmsum brýnum leiðrétting- uiji á, kjarasamningum félagsins. Fundurinn felur stjóm og trún- aðarmannaróði að undirbúa til- lö|?ur um breytingar á kjarasamn inp og að hafa samráð við félög málmiðnaðarmanna og skipa- srfiiða' varðandi þá kjarabaráttu, sg|n framundan er.“ JÞes.si samþykkt skýrir sig sjálf, ei| segja má að samkvæmt henni sá markmið okkar með kjarabar- áttunni í vor þríþaett: 1. Það er augljóst að kaupmáttur launa héfur rýrnað verulega síðustu þrjú ár. Þetta verður að bæta upp með grunnkaupshækkunum. 2. Við krefjumst fullra vísitölubóta á öl’ laun járniðnaðarmanna, en vinnuleysis er unwt að stööva landflótiann, ella er hætta á þvi að við missum alla okkar beztu og hæfustu rnenn úr landi. Það kernur svo auk þess til viðbótar þessari grundvallarröksemd, að afkoma þjóðarbúsins batnaði verulega á síðasta ári — Og að lokum, Guðjón, þið undirbúið núna fimmtíu ára af- mæli félags ykikar. — Já, undirbúningur fyrir 50 ára afmælið er í fullum gangi. Gefið verður út rit með ávörpum og viðtölum við nokkra eldri jámiðnaðarmenn. Ólafur Einars- son, sagnfræðingur hefur tekið viðtölin og er ráðgert að afmælis- ritið komi út á sjálfan afmælis- daginn, 11. apríl. Þann dag verð- ur efnt til afmælishófs á Hótel Borg, en þá verða ýmsir félagar sæmdir heiðursmerkjum og nýr félagsfáni, sem Gísli B. Bjöms- son teiknaði verður afhjúpaður. Ég vona að sem allra flestir jám- iðnaðarmenn sjái sér fært að líta við á afmælishátíðinni. — sv. Fór út fyrir Framhalu at 1. siðu, fyrir þvi 1 þingsögunni, að ráð- herra snúist gegn stjórnarfrum- varpi? Með þvi að greiða at- kvæði gegn verðgæzlufrumvarp- inu er Eggert G. Þorsteinsson að greiða atkvæði gegn máli sem jafnframt heyrir undir annan flokksmann hans í ríkisstjóm- inni. Sjávarútvegsmálaráðherra þarf ekki að verða hissa á því, þótt menn sikilji ekki þessi vinnubrögð. Það verður að telj- ast útilokað, að þessi afstaða ráðherrans hafi legið fyrir, þeg- ar ríkisstjómin tók ákvörðun um að fLytja málið á Alþingi sem stjómarfrumvarp. Ef upp- lýsingar hefðu verið fyrir hendi þá um að einn ráðherra í ríkis- stjóminni væri svo andvígur frumvarpinu, að hann hygðist greiða atkvæði gegn því á Al- þingi, er næsta ólíklegt, að mál- ið hefði varið flutt af ríkis- stjóminni... Á opinberum vett- vangi hefur hvergi komið fram, hvorki á Alþingi né annars stað- ar, að Eggert G. Þorsteinsson væri andvígur frumvarpinu. Hann tók ekki til máls við fyrstu umræðu á Alþingi fyrir jólin, og hann tók ekki þátt í 2. um- ræðu á Alþingi sl. fösitudag. Framkoma sjávarútvegsm-álaráð- herra í málinu er svo klaufaleg að með eindæmum er... því er ekki að leyna, að Sjálfstæðis- mönnum hefur stundum fundizt Alþýðutflokkurinn nota sér full- mikið, að hann er minni flokk- urinn í þessu samstarfi og skák- að í því skjóli í afstöðu til mála. Þó hefur þetta gengið stórá- takalaust og skapað meiri festu í íslenzkum stjómmálum en þjóðin hefur átt við að búa um áratuga skeið. En með atkvæði sinu í fyrradaig hefur Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegs- málaráðharra farið út fyrir þau mörk sem eðlileg geta talizt í slíkri samvinnu.“ Ef menn fara út fyrir eðlileg mörk í samvinnu — hvað ger- isf þá? Morgunblaðið ræðst einnig harkalega á Framsóknarflokkinn og skýrir frá því að ríkisstjóm- in hafi reiknað með því að Framsókn myndi veita frum- varpinu brautargengi. Var sú von ekki ástæðulaus, svo mjög sem ýmsir ráðamenn Framsókn- ar hafa beitt sér fyrir hækkaðri álagningu kaupsýslum-anna, þeirra á meðal Þórarinn Þórar- insson. Seinast í gær segir þessi ritstjóri Tímans í forustugrein að fall stjórnarfrumvarpsins þurfi engu að breyta; það sé hægt að hækka álagningu til muna með óbreyttum lögum. Eggjar hann Gylf,a Þ. Gíslason að beita sér fyrir slíkum verð- hækkunum. Á sama tíma og þannig er skrifað um bágindi ka-upsýslu- manna í Morgunblaðinu og Tím- anum birtir Morgunblaðið í gær tvær fréttir um nýtt stóirhýsi sem Silh og Valdi eru að reisa og á að kosta 60 - 65 miljónir Leiðrétting. I framhaildi þing- fréttar á bls. 7 í Þjóðviljanum i gær varð prentvUla um raf- orkuverð. Þar átti að standa: „I Bretlandi er heildsöluverð á raf- orku nú yfir 1 kr. kwst.“ Metár í báðum leik- hásunum í borginns? eins og kunnugt er hefur skerðing kaupmáttarins verið framkvæmd með ákveðnum pólitískum ráð- stöfunum. þ.e gengisfellingum og skerðingu á vísitölubótum á laun. 3 Ennfremur teljum við svo nauðsynlegt að lagfæra á ýmsan hátt^érsamninga iárniðn- aðai-manna. Ég legg áherzlu á þessi þrjú at- riði og tel aö meginröksemdin sé sú, að efnatí'Sgs- og tilverugrund- völlur íslenzku bjóðarinnar verð- ur aðein.s tryggður með þvl að vio höfum sambærileg laun við nýgr.annabíójHmar. Með bættum kaupmætti launa og afnámi at- Blaðinu bárust í gær fréttatil- kynningar frá báðum leikhúsun- um í borginni þar sem frá því er greint að aðsókn að leikhúsum- um hafi verið með miklum ágæt- um í vetur Leikfélagið Leikfélagið hefur að undan- fömu sýnt fjögur leikrit á kvöld- sýningum en það er óvenjulegt og hefur aðeins gerzt einu sinni áður, veturinn 1964—1965, en þá var metár í aðsókn að leikritum leikfélagsins. Aðsókn hefur líka verið með mesta móti í ár og eru þegar komnar 150 sýningar á leikárinu og lítur út fyrir að slegin verði öll met í sýninga- fjölda, en áhorfendafjöldinm hef- ur aukizt að sama skapi. Þjóðieikhúsið Á fjórum fyrstu mánuðum þessa leikárs jókst tala leikhús- gesta Þjóðleikhússins um 4.500 ef miðað er við tvö undanfarin leikár. Nú eru sýnd fjögur leik- rit í Þjóðleikhúsinu. Þannig lítur út fyrir að þetta leikár ætli að verða metár hjá leikhúsunum í borginni. CDTT er bíllinn, sem gengur lengur en hinir 404, verð frá 327.500,00 204, verð 275.600,00 Dýrasti bíllinn, sem við bjóðum, af gerð 504, kostar að- eins 460 þús. og er þá innifalin sjálfskipting og leður- klæðning. Peugeot (framb. pusjó) er bíll, sem hentar okkar aðstæðum. Hafrafell h.f. Grettisgötu 21, sími 23511. Sjómenn og útvegsbændur Kallið er komið, ég undirritaður, mun beita mér fyrir að stofna sterkan og sameinaðan samtakamátt okkar, til að hlutaskipti okkar verði 2-3 sinnum verðmeiri en þau nú eru. — Þetta er hægt ef við tökum einnig að okkur útflutning afurða okkar, — þá mun og einn- ig fossaflið og aðrar auðlindir okkar verða nýttar af landsmönnum sjálfum. — Og einnig munu aðrir laun- þegar njóta góðs af framtaki þessu og er ætlazt til að þið gangið einnig í samtök þessi. Margeir J. Magnússon, vélstjóri, Miðstræti 3-a — Rvík. Hér fylgir á eftir viljayfirlýsing til undirskriftar fyrir þá sem eru samþykkir þessum samtökum. En einfaldur meirihluti samtaka þessara mun skoðast sem samþykki allra meðlima samtakanna. Hr. MARGEIR J. MAGNOSSON, vélstjóri, Miðstræti 3-a Reykjavíkk. £g undirritaður, óska eftir að verða meðlimur í sam- tökum þeim er að ofan greinir, og til staðfestingar um- sókn minni, og útgiöldum samtakanna sendi ég yður kr. 500,00 í peningabréfi. Nafn .................................. Heimilisfang .......................... Staða ................................. Sími — ef er — ........................

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.