Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20, ágúst 1972 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3. SPJALLAÐ YIÐ STÓRMEISTARANN GLIGORIC „Skáksamband ykkar bjargaði einvíginu” Júgóslavneski stórmeistarinn Gligoric hefur lengi verið i tölu beztu skákmanna veraldar. En hann leggur stund á fleira en skáklistina eina. Nútímatónlist, bókmenntir, iþróttir, allt eru þetta áhugamál meistarans,og á þau legg- ur hann stund þegar færi gefst frá störfum sem fréttamaður og rithöfundur. Blaðamaður Þjóð- viljans hitti Gligoric að máli síðdegis i gær á herbergi hans að hótel Esju og rabbaði við hann um skák og sitthvað fleira. — Gligoric, hverju sætir það að sumar þjóðir, svo sem Rúss- ar og Júgóslavar,eru snjallari i skák en aðrar? — Það er fyrst og fremst hefð sem úrslitum ræður, fremur en svonefnd lyndiseinkunn þjóða. Ef einhver þjóð eignast nokkra afburða skákmenn, þá er ekki að sökum að spyrja, áhugi gríp- ur um sig meðal almennings og von bráðar úir og grúir af góð- um skákmönnum. Við Júgó- slavar áttum tvo frábæra snill- inga fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Þá komst á skákhefð hjá okkur, sem við höfðum búið að siðan. Hins vegar virðast höfuð- snillingar spretta upp án þess að umhverfi hafi hvetjandi áhrif þar á. Ég fæ að minnsta kosti ekki séð að New York-borg hafi blásið Fischer skákáhuga i brjóst sem slik, og sama máli gegndi um Capablanca á Kúbu. — Hvað um Bandarikja- menn, má ekki búast við að þeir ryðjist sigri hrósandi inn á skákvöll veraldarinnar innan skamms uppveðraðir af frammistöðu landa sins? — Jú,þvi býst ég við. Og þeir eru þegar farnir að æfa sig, hef ég heyrt. Skákeinvigið hér i Reykjavik er i brennidepli frétta viða um heim, og það vekur vitaskuld þvi meiri áhuga þar sem nú eigast Rússi og Bandarikjamaður við. — Hvernig finnast þér einvig- isskákirnar fram að þessu? — Góðar, tvimælalaust prýði- legar, með nokkrum undan- tekningum þó. Áttunda skákin og sú fjórtánda voru vafasam- ar, afleikirnir spilltu þeim. Ann- ars eru afleikiraf þessutagi ekki óeðlilegir þegar svona stendur á. Skákmeistararnir eru þreytt- ir og spenntir, og þá fer oft svona. Ég nefni sem dæmi hið fræga einvigi milli Capablanca og Aljekins i Buenos Aires. 1 byrjun fyrstu skákarinnar lék Capablanca peði i opinn dauð- ann, og tapaði fyrir vikið. Svona mistök koma alltaf fyrir, það er mannlegt að skjátlast. — Fischer kemur með mikla peninga inn i skák. Hvaða áhrif heldur þú að það hafi á þróun hennar? — Ja, það má gera ráð fyrir að „standardinn” hækki. Skák- menn fara vafalaust að vanda sig betur og leggja harðar að sér nú en fyrrum, þegar litlar upp- hæðir voru i boði. — En gæti þetta ekki leitt til þess að skipulögð glæpastarf- semi komi upp i kringum skák- ina, rétt eins og t.d. veðreiðar? — Jú, það er hætt við þvi, að minnsta kosti i Bandarikjunum, En þótt gangsterar ryðji sér til rúms þar vestra, þýðir það ekki að þeir geti vaðið uppi á al- þjóðamótum. Heimsskáksam- bandið kemur i veg fyrir það. — Eru landar þinir heima fyrir nokkuð sárir vegna þess að Islendingar yfirbuðu þá og ein- vigið var haldið hér? — Auðvitað urðu þeir fyrir vonbrigðum. En að öllu saman- lögðu var bezt að halda mótið hér. önnur skáksambönd hefðu misst þolinmæðina og ekki látið Fischer komast upp með moð- reyk. Þá hefði hann farið heim i fússi, og ekkert oröið að einvig- inu. Skáksambandið ykkar bjargaði einviginu og forráða- menn þess hafa staðið sig afar vel. — Hefur þú trú á að Spasský nái sér á strik héðan af? — Tæpast. Fischer er kominn með þrjá vinninga yfir, og lik- urnar á að Spasský vinni eru ekki miklar. Þó eru dæmi þess að málin snúist. Þegar þeir Al- jekin og Euwe tefldu árið 1935 var Euwe kominn þrem vinn- ingum undir, en hann vann þó keppnina. Allt getur gerzt. — En svo við vikjum nú frá einviginu, hvaö hefurðu helzt fyrir stafni þegar þú ert ekki að hugsa um skák? — Ég vinn auðvitað fyrir minu daglega brauði. Undan- farna áratugi hef ég starfað á vegum rikisútvarpsins i Bel- grad. Þar sé ég bæði um skák- fréttir og almennar fréttir og vinn að þáttum um ýmis mál. — En hvað um tómstundirn- ar? — Ég stunda iþróttir, aöal- lega fótbolta og tennis. Svo hef ég mjög gaman af tónlist. Ekki sizt nýju tónlistinni, „undir- ground”- og soul- músik. Ég er mjög hrifinn af tónlistarþróun- inni meðal ungu kynslóðarinn- ar. — Fæstu kannski sjálfur við hljóðfæraleik? — Já, ég spila dálitið á pianó og gitar. Ég gæti vel hugsað mér aö reyna að semja eitthvað á þvi sviði einhvern tima seinna. Nú, og svo les ég tals- vert. — Hvað þá helzt? — Það er svo margt. Thomas Mann, James Joyce, Marcel Proust; nei annars, það þýðir ekkertað vera að telja upp góða og athyglisverða rithöfunda, þeir eru svo margir. Frh. á bls. 15 HEYJAÐ A GAMLA MÁTANN Þótt ótrúlegt sé, þá er þessi mynd ekki 20 til 30 ára gömul. Hún er tekin á sunnudaginn var við litil býli i Selvoginum. Þetta aldraða fólk hefur greinilega ekki látið nútima tækni ná tökum á sér og heyjar enn uppá gamla mátann, með hrifu og hcstrakstrarvél. Sannast sagna þá héldum við að slikt sem þetta tiökaðist ekki f dag og að svona skemmtilega mynd væri ekki hægt að taka árið 1972 án þess að stilla öllu saman upp. (Ljósm. Þjóðviljinn— S.dór)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.