Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 5
■ •. Sunnudagur 20. ágúst 1972 ÞJODVILJINN — SIÐA 5. Sjónvarpið vinnur að I kvikmyndun 1 leikrits Jónasar I Arnasonar Lási fjósamaður hefur akveðið að flytjast burt óg er á leiðinni með dót sitt i mjólkurbilinn. Þaö var mikið um að vera hjá Katrínarkoti og Hausastöðum á Álfta- nesi einn daginn i vik- unni þegar okkur bar þar að garði. Þarna var mættur heill hópur frá sjónvarpinu til þess að mynda leikrit Jónasar Árnasonar, ,,Táp og fjör", sem eitt sinn var sýnt i Iðnó. Því miður gekk heldur skrykkjótt hjá hópnum að mynda vegna veðurs. Það rigndi mikið af og til, en það er ekki gert ráð fyrir að rigning sé þegar leikritið fer fram, auk þess sem það gerist allt á einum degi og búið er að mynda hluta ígóðu veðri, þá má ekki allt vera orðið blautt af regni 5 mínút- um siðar. En nóg um það, við snerum okkur „Ég er haldinn sjúklegri skemindarfýsn”, segir Mikki töffari (Arni Blandon). „Einmitt þaö, já”. Lási fjósamaður (Bessi Bjarnason). að leikstjóranum. Magnúsi Jónssyni, í einni rigningarhrinunni og spjölluðum við hann stundarkorn. — Jæja, þetta gengur ekki of vel. Veðrið er að angra okk- ur einsog þú sérð, og við höf- um orðið fyrir nokkrum töfum þess vegna. Upptakan er svona 4ra daga vinna, og við erum þegar búin að vinna einn dag, og ef veðrið skánar, þá fer þetta nú að ganga. — Fellur þetta leikrit vel að sjónvarpsmyndagerð? — Já, alveg sérstaklega. Það gerist allt utanhúss, svo það hlýtur eiginlega að falla betur til sjónvarpmyndagerð- ar en leikhússflutnings. bað má i þvi efni nefna, að það sem hægt er að sýna með myndavélinni verður oft að koma orðum að i leikhúsflutn- ingnum, einmitt vegna þess að það gerist utanhúss. — Hvað eru mörg hlutverk i myndinni? — Þau eru fimm. Aðalhlut- verkið, Lási fjósamaður, verður leikið af Bessa Bjarna- syni. Ebbi bróðir hans verður leikinn af Baldvin Halldórs- syni. Jana kona Ebba er leikin af Margréti Guðmundsdóttur, og Mikki töffari er leikinn af Árna Blandon, ungum og upp- rennandi leikara; og loks er það svo mjólkurbilstjórinn, sem Jón Sigurbjörnsson leik- ur. Þetta er eins og þú sérð hópur úrvals leikara, og ég vona að myndin takist eins vel og efnið gefur tilefni til, en það er mjög gott. Alveg bráð- skemmtilegt, eins og þeir ef- laust muna sem sáu leikinn i Iðnó á sinum tima. — Hvað eruð þið búin að æfa þetta stykki lengi? — Við byrjuðum æfingar uppúr miðjum júli, og það hef- ur verið æft stift siðan og gengið mjög vel. — Ekki eru þetta nú sömu leikarar og léku i leikritinu þegar það var sett upp i Iðnó? — Neþþað er bara einn með núna sem lék i þvi þá, það er Jón Sigurbjörnsson. — Veiztuhvenær sjónvarpið ætlar að sýna þessa mynd? — Nei, mér er nú ekki kunn- ugt um það; ég hef þó grun um að það verði i haust frekar en i vetur. — Þurfti ekki að breyta handritinu eitthvað fyrir myndatökuna frá þvi sem var á sviðinu? — Jú, dálitið þurfti að breyta, og eins styttist það nokkuð. Það er meira sam- þjappað en áður. Og eins kem- ur hér til þetta sem ég nefndi áðan, að með myndavélinni er hægt að sýna svo margt sem segja þurfti á sviðinu. Við höf- um unnið að þessar breytingu isamráði viðhöfundinn, Jónas Árnason, leikararnir og ég. — Þetta er gamanleikrit er ekki svo? — Jú, það er rétt og það meira að segja bráðfyndið, enda eftir Jónas. Nú stytti snögglega upp, og þar með var leikstjórinn Magnús Jónsson rokinn til, enda var hver þurr stund not- uð til myndatöku. Við stöldr- uðum aðeins við og tókum myndir og fylgdumst með upptökunni. Vissulega er þetta gaman- leikur, og ég held að það sé al- veg óhætt að lofa sjónvarps- áhorfendum þvi, að þeir fá Frh. á bls. 15 Magnús Jónsson, leikstjóri. Mikki töffari er leikinn af Arna Blandon.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.