Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 2«. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13. EVA RAAAM: AAANNFALL OG AAEYJAVAL — En fyrst þú veizt allt þetta, — af hverju læturðu þær þá ekki finna fyrir þvi og segir álit þitt á þeim? I stað þess að vera notaleg og setja þær i nefndir og þess háttar. Gunda andvarpaði þungan og horfði áhyggjufull fram fyrir sig. — Af þvi að ég er orðin pólitikus og hef beðið tjón á sálu minni. Sjáðu til, það getur komið sér vel að vita eitthvað misjafnt um fólk og lúra á þvi þar til hægt er að nota sér það. Ef til vill þarf ég einhvern tima að fara til Siverts Kroken og segja: Ef þú gerir ekki þetta eða hitt, þá básúna ég yfir allan Tottabæ hvers konar maður þú ert! Skilurðu þetta ekki? Ég skammast min dálitið fyrir það, en það er einmitt svona sem ég hugsa. Og sama máli gegnir um Merete Band og Rigmor Hammerheim. Ef til vill þarf ég á þessu að halda seinna meir, og þess vegna steinheld ég kjafti. Finnst þér ég vera voðaleg? — Já, sagði Brita hrein- skilningslega. — Er það svona að vera pólitikus, Gunda? Gunda kinkaði kolli. — Það gerir mann ekki að góð- menni. En karlmennirnir hafa fint nafn á þetta. Þeir kalla þetta raunsæi. — Þá verð ég að læra það lika, sagði Brita. Meðan hún og Gunda voru með þessar heimspekilegu vanga- veltur á heimleið af hinum ýmsu fundum, masandi og þungt hugsi á milli, sat Sivert Kroken bakvið gluggatjaldið á Stórugötu 12 og horfði á þær rauðeygur og illileg- ur. Allt hafði hrunið i rúst i kring- um hann og tilveran var ekkert orðið annað en egghvasst grjót og steinar sem óhjákvæmilegt var að reka sig á i hverju spori. Og hann sem hafði haldið að Totta væri hreinasta Gósenland fyrir Það er leiðinlegt hve komm- únisminn er kominn á heilann á Styrmi Gunnarssyni. 1 stað þessaðhafa „Staksteina” eins og hvern annan slúðurdálk með ómerkilegu snakki, sem höfundurinn hefði ráðið vel við, gefur að lita þar dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, sömu ofstækis- skrifin um kommúnista, „Staksteinar” er orðinn drep leiðinlegur þáttur, enda er ég viss um að enginn nennir orðið að skoða þennan ótrúlega ein- hæfa sálarspegil höfundarins unga. Ég segi fyrir mina parta, að mikið myndi stak- steinahöfundur njóta sin vel sem dómari i USA eða i Tékkóslóvakiu. þann sem vildi komast áfram i lifinu: Já, honum hafði fundizt hann vera eins og kýr i grænum haga — dálitið baul hér og vingjarnlegt mö þar, og maður var samstundis orðinn formaður i einni eða annarri nefnd. Og siðan var hægt að rölta yfir á æ grænni beitilönd, unz að þvi kom að lenda i bæjarstjórn og jórtra með öllum hinum beljunum. Sitja i bæjarstjórn, já. Það kom að þvi að maður sat þar einfaldlega ekki lengur. Það var ótrúlegt, skelfilegt, hörmu- legt. Það var eins og Sivert Kroken hefði ekki lengur neitt að lifa fyrir. Hann varð harður og bitur og ásjóna hans sem áður hafði verið svo brosmild, varð nú hrukkótt og hörkuleg. Og einn góðan veðurdag fluttist Sivert Kroken aftur til vesturlandsins ásamt Ellinor og syninum Ivari, niðurbrotinn og beizkur maður. En i hjartanu leyndist von um það að byrja upp á nýtt i heima- byggð sinni; það var enginn smákalli sem var að koma heim til sin aftur; hann hafði þó að minnsta kosti verið varaforseti bæjarstjórnar. Siðan var eins og bæjarfulltrú- inn Sivert Kroken hefði aldrei verið til i Totta. Þrotlaust starf hans fyrir bæjarfélagið gleymdist á einum eða tveimur dögum, eld- legar ræður hans á bæjar- stjórnarfundum um aukið fram- lag til strætisvagnanna eða hækk- uð laun til starfsmanna bæjar- félagsins voru geymdar og gleymdar eins og sjálfur hann. Laun heimsins eru vanþakk- læti. Ef til vill geymdist minningin um hann einna lengst i húsi bila- smiðsins. — Nú ertu vist ánægð, sagði Hermann Henriksen við eigin- konu sina eitt kvöldið þegar þau voru að hátta. Þaö var eini timi sólarhringsins sem þau gátu skipzt á orðum, fáeinum kulda- legum orðum, en orðum þó: sam- bandið var ekki algerlega rofið. En hjónabandssamlifið hafði ekki verið tekið upp að nýju, og fjand- inn mátti vita hvort það yrði nokkurn tima eins og Gunda tók til orða. Hún horfði döpur i bragði á föt- in sem hann fleygði frá sér eins og skurðgrafa i ham. — Hermann geturðu ekki iagt fötin þin almennilega frá þér, svo að ég þurfi ekki alltaf að vera að taka til eftir þig? sagði hún gremjulega. — Littu i kringum þig. Það hangir sokkur á lampan- um, inni i stofunni hangir jakkinn þinn, frammi i baðherbergi er skyrtan og bindið og i eldhúsinu fleygðirðu af þér samfestingnum áður en þú fórst á fundinn og skórnir standa óhreinir og óburst- aðir i búrinu. — Af hverju i ósköpunum settirðu þá annars i búrið? — Ég fékk mér brauðsneið og egg að borða, tautaði Hermann önuglega. — Hér er allt úr lagi gengið. Og ég var svo þreyttur i löppunum að ég sparkaði þeim af mér. Gunda andvarpaði. —- Ég hef allt of mikið að gera —- — Þú gætir að minnsta kosti reynt að gera eitthvað hérna heima! Gunda stundi enn á ný. — Nú ertu ósanngjarn, Her- mann. Ég kemst ekki yfir meira en ég geri! Sérðu ekki að ég hef miklu meira að gera en þú? Ég get þetta ekki öllu lengur hjálpar- laust. — Ég er alveg að siigast! — Af hverju ert þú svona þreytt? sagði Hermann fýlulega: hann tók sokkinn af lampanum og lagði hann á stól. — Af hverju ég er þreytt —! Er ég ekkibæjarstjórnarforseti og er ekki bæjarráðsfundur á hverjum miðvikudegi og eilift renneri af fólki hjá mér og þarf ég ekki að mæta á nefndafundum og stjórnarfundum og ráðstefnum og þarf ég ekki að sjá um dæluna alla morgna? Þú hefur ef til vill ekki orðið var við það ennþá, Her- mann Henriksen, sagði Gunda með beisku háði. — Og verð ég ekki i þokkabót að taka til eftir þig og strákana, elda mat og þvo upp og þvo þvott og kaupa inn og meira að segja þvo baðgólfið þegar þú hefur farið i bað? Og svo ert þú að spyrja hvað ég hafi að gera — ! Ég geri að minnsta kosti það sem hann Storhaug gerði áð- ur, fyrir utan allt hitt! Hermann hnussaði fyrirlitlega og sagði að kvenmannsverk væru ekkert i samanburði við vinnu karlmannsins. Konur væru bara að dúlla við þetta og hitt. Þæi tækju aldrei neitt alvarlega. En karlmenn legðu alla sál sina i vinnuna, og guð mátti vita að það var nógu erfitt að vera karlmaður og leggja sál sína i starfið. Og hann gat ekki skilið að hún væri neitt sérlega þreytt — — Og svo fæ ég enga hjálp, sagði Gunda. — Ég er búin að auglýsa i Tottatiðindum, en það vill ekki nokkur manneskja vinna húsverk nú á dögum. — Þú tekur sko ekki eyri af heimilispeningunum i slikt, sagði Hermann ógnandi. Hann var kominn undir sængina og lá þar og horfði illilega á hana. — Þú hefur kallað þetta yfir þig sjálf, og þú verður sjálf að bjarga þér út úr þvi. — Ég hef auðvitað forsetalaun- in min, sagði Gunda. — En það verður ekki mikið afgangs, þegar uppundir helmingurinn fer i skatta og hitt i tilbúinn mat i Sælkeranum. Ég veit ekki nema ég ætti að hækka forsetalaunin ' um tvö eða þrjú þúsund. Hvað segirðu um það? Hermann settist upp og otaði að henni krepptum hnefanum. Hann var svo reiður að hann stamaði. — Þú — þú rétt ræður þvi! Ég skal segja þér aðég tek ekki i mál að konan min mergsjúgi bæjar- félagið! Hann lagðist dasaður út af aft- ur, svitinn perlaði á enni hans og augun voru blóðhlaupin eftir margar andvökunætur og stöð- ugar áhyggjur. — Hvernig gengur annars? spurði Gunda og horfði á hann með áhyggjusvip. Hermann urraði bara eins og reiður og svefndrukkinn bangsi: svo settist hann upp aftur og otaði að henni fingri, sem var dökkur af inngróinni smuroliu: — Þú rakst Sivert Kroken burt! — Rak ég hann, segirðu? Fór hann ekki af frjálsum vilja? Hann fór burt vegna þess að hann þurfti að hrökklast úr bæjarstjórninni. Hefði það ekki verið fyrir þitt tilstilli og þessa kerlingaflokks þins, þá væri hann hér enn, þvi að bæjarstjórnin var hans hálfa lif, skal ég segja þér! Gunda settist á rúmstokkinn og horfði á hann vansæl á svip. — Nei, heldurðu það, Hermann? Kannski langaði hann sjálfan til að verða forseti, það er aldrei að vita: karlmenn eru svo skrýtnir. Rétt eins og það sé eitthvað eftir- sóknarvert! Strit og púl og eilifar áhyggjur. Nei, heldurðu það ann- ars, Hermann? Að hann hafi flutzt burt vegna þess? — Já.hrópaði Hermann sigri hrósandi. — Það gerði hann ein- mitt. Og nú geturðu legið þarna og hugsað um það og iðrazt synda þinna, — þú ótrygga kona sem vildir ekki hlusta á eiginmann þinn, þvi nú ætla ég að fara að sofa. Góða nótt! Þessa nótt lá Gunda lengi and- vaka, snökti ögn niður i koddann og hugsaði um Sivert Kroken. Að visu var hann ógeðfelldur potari, sem erfitt var að láta sér þykja vænt um fyrir sakir verðleikanna, en samt var sorglegt til þess að vita, að hann skyldi verða að flytjast burt, vegna þess að ekki var rúm fyrir hann i bæjarstjórn- inni. Það minnti hana á hinar glötuðu sálir sem á dómsdegi yrði ýtt út i yztu myrkur vegna þess að ekki var rúm fyrir þær i Paradis. Brúðkaup 22. júli voru gefin saman i hjónaband af séra Áreliusi Niels- syni ungfrú Sigfinna Lóa Skarp- héðinsdóttir og Magnús Kristins- son. Heimili þeirra er að Sólheim- um 32. Þann 10/6 voru gefin saman i hjónaband af séra Olafi Skúlasyni ungfrú Sigriður Björg Eiðsdóttir og Sturla Ómar Birgisson bakaranemi. Heimili þeirra er að Snælandi 8, Reykjavik. Studio Guðmundar. bridge Óvenjuleg spilamennska Þriggja granda sögnin [ þessarl gjöf var sögð af fullmikilli bjartsýnl og hollenzka meistaranum Bob Slavenburg tókst heldur ekki að vinna hana. En hann hefði auð- veldlega getað unnið hana, ef öll epilin hefðu legið á borðinu. Norflur ♦ G-5-3 ¥ D-8-5-2 ♦ D-9-4-3 ♦ 9-2 8u8ur Vootur 4 K-4 * D-10-e ¥ K-7-6 ¥ Á-10-9 ♦ Á-8-8 ♦ G-10-7-2 4 A-K-G-8-7 ♦ 10-8-4 AiMtur ♦ A-9-8-7-2 ¥ G-4-3 4 K-5 ♦ D-5-3 Sagnlr: Vestur gefur. Norður— Suður ð hœttunnl. Vestur: Debonnaire. Norður: Kreyne. Auatur: Moura. Suður: Slavenburg. Veatur NorSur Austur Suður paes pase 1 * dobl 2 4 paaa pase 2 gr. pass 3 gr. pase pasa dobl paae pase pass Veatur lét út spaðasexu. Hvemlg hefði Slavenburg getað unnið þesea þriggja granda aögn hvemig eem andstæðlngamlr hefðu hagað vðm- Innl? Svar: Slavenburg fór þessa leið við epilaborðið. Útspilið var sem sagt spaðasex, þristur úr borði, sjöan frá Austri og tekið á kónginn. Síð- an er hjartakóngur látinn út og Vestur tekur á ás sinn, lætur síðan út spaðadrottningu og varnarspil- ararnir felldu sögnina með því að taka þrjá slagi í spaða til viðbótar. Til þess að vinna sögnina hefði þurft að beita heldur óvenjulegri spilamennsku: Suður hefði átt að láta spaðagosann i fyrsta slag, þá lokast fyrir spaðann! Það skiptir engu máli hvort Austur tekur slag- Inn eða lætur hann fara fram hjá sér. Hugsum okkur að hann taki á ásinn og láti aftur út spaða. Suður tekur þá með kónginum og lætur út lághjarta sem Vestri er öll þægð I að láta afskiptalaust. Drottningin I borði tekur slaginn og sagnhafi lætur út tígulþristinn úr borði en sjálfur lætur hann áttuna af hendi. Vestur tekur slaginn, en getur nú ekki komið meðspilara sínum inn og sagnhafi á trygga níu slagi: Einn spaði, eitt hjarta, tvo tigla (kóngurinn fellur f ásinn) og fimm lauf (með svíningu). Happadrjúgt mismæli Þessi skemmtilega þraut sem samin er úr spili sem kom fyrir á móti I Frakklandi fyrir nokkrum ár- um hefði ekki orðið til ef einum spilamannanna^ hefði ekki orðið á mismæli f söfnunum. Norður: ♦ 3 ¥ Á-9-5-4-2 ♦ Á-G-10-8-5-3 4 6 Vestur: Austur: 4 D-9-6 4 10-8-7-5-4 ¥ K-D-G-10-7 y 8 ♦ K-7-6-4 * g 4 8 Jf. G-9-7-5-2 Suður: ♦ K-G-2 ¥ 6-3 ♦ D-2 4 Á-K-D-10-4-3 Sagnir: Suður gefur. Englnn á hættu. Suður: Vestur: Norður: Austur: 1 4 1 ¥ dobl 1 * 2 4 2 4 3 ♦ pass 3 gr. pass 5 41 pass Vestur lætur út hjartakóng. Hvernig á Suður að halda á spll- unum til þess að vinna þessa fimm laufa sögn gegn beztu vöm? Athugasemd um sagnirnar: Allar eru þessar sagnir rökréttar, nema sú síðasta. Eftir yfirboð Vest- urs (eitt hjarta), á Norður að dobla, þvi að annars kann svo að fara að honum gefist ekkí tækifæri til ag sýna fimmlit sinn f hjartanu. Norður lætur siðan vita um tígul sinn, og Suður á að svara þriggja tigla sögninni með þrem gröndum. En vegna skiptingarinnar 6—5 kaus Norður heldur að segja fimm tígla. En þvi miður varð honum á það mismæli að segja „fimm iauf'. Hann uppgötvaði mismæli sitt um seinan, því hann er skyldur til að leiðrétta sögnina þegar í stað (i gömlum spilareglum var m.a. sagt að það yrði að gerast „f sama andardrætti"). En það furðulega kom á daglnn, að fimm tígla sögn var engin von til að vinna, en hins vegar var hægt að vinna fimm laufl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.