Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJtNN Sunnudagur 20. ágúst 1972 WW/Æ WW//W Æ/Ma W/M/m Háskólabió: FRÖNSK GAMANMYND SÝND NÆSTA MÁNU’ DAG Þaö er ósvikin frönsk gaman- mynd, sem Háskólabió hefur val- ið til sýningar á næstu mánudög- um, „FKABÆRIR FEÐGAR” eftir Claude Berri. Myndin segir frá daglegu lifi ósköp venjulegrar, franskrar fjölskyldu, en það, sem á daga hennar drifur, er, eins og hjá öðru fólki, ýmist kátlegt eða grátlegt, og eins og svo margar fjölskyldur um allan heim lifir þessi i þeirri von, að „hinn stóri dagur” renni upp, það er að sonurinn verði ekki aðeins að manni;heldur miklum manni. Fjölskyldufaðirinn er feldskeri af pólskum Gyðingaættum, sem gerir sér vonir um, að sonurinn feti i fótspor hans en verði þó meiri maður i sinni stétt; en pilt- urinn vill það ekki, hann ætlar sér Yves Robert i hlutverki föðurins að fara i kvikmyndirnar, verða leikari, sem allir vilja sjá. En það veldur sifelldum áhyggjum, að sigurinn vinnst aldrei, allt mis- tekst hjá hinum unga manni og faðir hans tekur það sér mjög nærri. Loks ákveður sonurinn að gerast kvikmyndaframleiðandi og þá sér hann brátt, að ævi sjálfs hans er tilvalið yrkisefni. Við það tekur daglegt lif fjölskyldunnar nýja stefnu, og skal sú saga ekki rakin lengra. Claude Berri er ekki aðeins leikstjórinn, heldur leikur hann og soninn. Berri mun fyrst hafa sézt hér á landi i myndinni „Gamli maðurinn og drengur- inn”, sem var sýnd hér fyrir fáeinum árum, en þar lék Michel Simon aðalhlutverkið. En hlut- verk föðurins i þessari mynd leik ur Yves Robert, einn bézti skoþ- leikari Frakka. Gerard Barray, sem raunar er frægur leikari, eins og islenzkir kvikmyndahús- gestir vita, leikur „stjörnu dags- ins” i myndinni. Nefna mætti fleiri þekkta leikara, en þetta verður að nægja. Hér skal að endingu getið um- sagna nokkurra danskra blaða: Berlingske Tidene: „Myndin er full af hlýju, ólgandi af gaman- •semi. Það er langt siðan maður hefur skemmt sér svona inni- lega”. Svend Kragh Jacobsen. Jyllandsposten: „Kraftaverk, þótt i smáum stil sé,Tilýleg, fögur og gerhugsuð mynd. Maður fær mætur á henni strax i byrjun.” Ib Monty Ekstra Bladet: „Þetta er óvenjulega ljúf mynd;uppistaðan er innileg ást á fjölskyldunni og listinni. Hún er bráðfyndin og maður er feginn að hafa séð hana”. — Knud Schönberg. OL YMPÍUMYNDIN Milos Forman Ef dæma má af öllum undir- búningi að Olympiuleikunum i Miinchen i sumar, er hægt að búast við nákvæmum sjónvarps- myndum af leikunum. En hin opinbera Olympiuleika-kvik- mynd mun skera sig mjög úr fyrri myndum, sem hafa nær allar leit- azt við að sýna keppni i einstök- um iþróttagreinum, og þá verið gerðar sem heimildamyndir. Undantekning er þó hin framúr- skarandi mynd um Tókió-leikana, sem Kon Ichikawa stjórnaði. og svo mætti auðvitað nefna áróð- ursmyndina frægu sem Leni Riefenstahl gerði 1938. Nýja myndin á ekki að fjalla um iþróttakeppnina sjálfa. 11 þekkt- um leikstjórum af jafnmörgum þjóðernum hefur verið boðið að gera 10 minútna mynd hverjum. Þeir hafa algjörlega frjálsar hendur, þeir eiga aðeins að filma eigin hugmyndir um leikana og eitthvað tengt þeim. Kvikmynda- höfundarnir ellefu eru: Milos Forman — Tékkóslóvakiu. Arthur Penn — Bandarikjunum. Yuri Ozerov — Sovétrikjunum. John Schlesinger — Bretlandi. Franco Zeffirelli — Italiu. Claude Lelouch — Frakklandi. Kon Ichikawa — Japan. Mai Zetterling — Sviþjóð. Ousman Scmbene — Senegal. Michael Pfleghar — Vestur- Þýzkaiandi. Koman Polanski — Póllandi. Kafli Arthurs Penn fjallar um hnefaleikarann Bobby Lee Hunter, sem situr nú i betrunar- húsi i Kaliforniu, dæmdur fyrir manndráp. Heyrzt hefur að hann verði látinn laus um tima til þess í kvikmyndir 3 að keppa i olympíuliði Banda- rikjamanna. Penn hefur þegar tekið nokkur atriði i fangaklef- anum þar sem Hunter æfir sig undir eftirliti fangavarðar sem einnig er þjálfari hans. Mynd Zeffirellis á að lýsa hlaupurunum sem hlaupa með Olympíueldinn frá Grikklandi til Mönchen. Zeffirelli ætlar að skoða þá sem einstaklinga og skjóta inn i myndum af kyndla- hlaupi fyrr á öldum. Ichikawa ætlar að nota 35 kvikmyndatöku- vélar i hinar 10 sekúndur sem 100 m. hlaupið stendur yfir. Þeim verður ekki aðeins beint að hlaupurunum, heldur einnig að áhorfendum og viðbrögð þeirra athuguð. Þessar 10 sekúndur vara svo 10 minútur i kvikmyndinni. Þ.S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.