Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur 20. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15. Mjólkárvirkjun Framhald af bls. 1. t fyrra var auglýst eftir tilboð- um i stiflugerð. Tvö tilboð bárust og var all mikill munur á þeim, og lægra boðinu tekiö, en það var frá Vesturverki h.f. Vegna þess aö aðeins er unnt að vinna við mannvirkjagerð svo hátt uppi 3—4 mánuði á ári, var samið við Vesturverk um vinnu við undirstöður fyrir efsta hluta þrýstivatnspipulagnarinnar, þvi ekki vannst timi til að bjóða þann hluta út, ef takast ætti að hefja lagningu þrýstivatnspipanna nið- ur af fjallinu þegar næsta vor. Þessar framkvæmdir við undir stöður lagnanna er aðeins 4% af heildarverkinu. Aætlað er að út- boð á þvi, sem eftir verður að vinna við virkjunina, fari fram i febrúar, og hægt verði að ganga frá samningum um framkvæmd- irnar i mai-lok á næsta ári. Enn- fremur er áætlað að öllum fram- kvæmdum verði lokið um miðjan mai 1975 og þá verði hægt að setja vélar virkjunarinnar i gang. Miðað við eðlilega fólksfjölgun á Vestfjörðum má ætla að Mjólk- árvirkjunin geti framleitt það rafmagn sem svæðið þarf til neyzlu, framleiðslu og upphitunar allt til ársins 1982. Á öllum Vesfjarðakjálkanum eru nú virkjanir sem framleiða samtals 4 þúsund kilóvött, en eftir stækkun Mjólkarvirkjunar verð- ur raforkuframleiðsla Vestfjarða 9700 kilóvött. oOo Reynt hefur verið að vekja upp tortryggni vegna virkjunarfram- kvæmda við Mjólká, og hefur i þvi sambandi verið talað um að ekki yrði nægur varaforði til fyrir Vestfirði, ef framleiðslan i Mjólk- á stöðvast. Athugasemd 1 þættinum Lesendur spyrja, i blaðinu fyrir skömmu, urðu mis- tök á greiningu lagabókstafs, þar sem úrskurða skal hvort skák- maður vinnur skák, sá sem hefur svart eða hvitt, ef hvorugur mæt- ir til leiks. Guðmundur Arnlaugsson rekt- or tjáði blaðinu i dag, að skýrt væri tekið fram i lögum, að ef hvorugur mætti, töpuðu báðir skákinni. Sá sem hefði svart þyrfti þó ekki að sitja við skák- borðið heldur væri nóg að hann tilkynnti komu sina til dómara. Blaðið hafði samband við Val- garð Thoroddsen rafmagnsveitu- stjóra rikissins og spurði hvað hæft væri i þessum fullyrðingum. Valgarð sagði að alls væru 8 diselrafstöðvar á Vestfjörðum og þær yrðu reknar áfram sem vara- aflstöðvar eftir að Mjólkárvirkj- unin væri komin i gagnið. Þrjár þessara varaaflstöðva eru á suðurfjöröunum, sunnan Arnarfjarðar, en þær gætu fram- leitt 910 kilóvött, en 5 stöðvar á fjörðunum norðan Arnarfiarðar gætu framleitt 1990 kilóvött, svo að samtals geta varaaflstöðvar þvi framleitt 2900 kilóvött. Og nú verða úrtölumennirnir með bæjarlækjasjónarmiðin að bita i það kæsta skötubarð, að sjá framkvæmdum miða áfram viö Mjólkárvirkjun, og bæjarlækjar- sjónarmiðin i virkjunarmálum ekki lengur tekin góð og gild. —úþ Gligoric Framhald af bls. 3. — Er þýtt mikið af erlendum bókum á serbó-króatisku? — Já, reiðinnar býsn. En það er lika mikið um að fólk tali og skilji erlend mál heima. Ég les frönsku, þýzku og ensku, þó mér veiti léttast að tala siðastnefnda málið; þar bý ég að beztum orðaforða. — Þú hefur skrifað allmikið sjálfur ekki satt? — Þaö er talsvert slangur, aðallega þó um skák. Núna er ég að skrifa bók um heimsmeist- araeinvigið. — Nú, einmitt. Hvenær kem- ur hún út? — Um leið og einviginu lýkur. Ég hef setið hér á hótelherberg- inu alla daga og skrifað i grið og erg, auk þess sem ég sendi rfk- isútvarpinu i Júgóslaviu fréttir. Ég hef ekkert komizt út vegna alls þessa skriferíis, þó svo að mig langi til að skoða mig um hér á landi. Það verður vist að biða betri tima, þvi að eg fer til Skopje i Suður-Júgóslaviu og tek þar þátt i ólympiuskákmót- inu um leið og þessu lýkur i Laugardalshöllinni. En bókin min kemur út á ensku óðara og einviginu lýkur. Ætlarðu að lesa hana? Blaðamaður Þjóðviljans lofar að lesa bókina spjaldanna milli, þakkar fyrir spjallið og röltir til dyra. Við kveðjum stórmeistar- ann Gligoric og óskum honum heilla á sviði ritstarfa, tónlistar og skákmennsku. gæ. Landbúnaður Framhald af bls. 11. má ætla að önnur gjöld rikissjóðs til landbúnaðarins, sem hafa á- hrif á rekstur atvinnugreinarinn- ar, hafi verið um 200 miljónir kr. Þannig má telja að um 530 mil- jónum króna hafi veriö varið til að lækka framleiðslukostnað og til greiðslu útflutningsbóta. Sé gengið út frá þeirri tölu, nemur hún um 15% af heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar þetta ár. Til fróðleiks má geta þess, að þegar samanburður var gerður á þvi fyrir nokkrum árum á vegum Búnaðarnefndar, hve miklum hluta slikir styrkir næmu i nokkr- um nágrannalöndum okkar, voru þeir taldir nema: i Bretlandi um 17% af brúttótekjum bænda, i Vestur-Þýzkalandi á milli 20—25% og i Noregi var talið að um helmingur af nettótekjum bænda kæmi frá rikinu. Þá var talið, ef fylgt var svipuðum reikningi, að hér kæmu um 15' ’ heildarverðmæti landbún vara úr rikissjóði og virðis* .ð vera svipað nú. Opið bréf Framhald af bls. 4 ar. Þar er bæði ágætt gistirými og ákjósanleg mötuneytisaðstaða. Nú virðist þó standa fyrir dyrum samningamakk milli Eimskipa- félags Islands og borgarstjórnar um afnot félagsins af húsinu. Þó svo að Hafnarbúðir fullnægi langt i frá þeim hugmyndum er við höf- um gert okkur um fullnægjandi gistirýmis- og mötuneytisaðstöðu skólafólks, þá er einsýnt að ef húsið væri nýtt i þágu nemenda þá væri um mikla bót að ræða. Stjórnvöld verða nú þegar að gera sér Ijóst að við kennaranem- ar munum ekki taka þvi þegjandi og hljóðlaust að öllum okkar málaleitunum um aukiö félag! legt réttlæti, séu að engu hafðar. i krafti einingarinnar munum við yfirstiga þær hindranir sem á vegi kunna að verða og það fyrr en seinna. Landsfeður: Ykkur kanna að undra að sjá þvilikt bréf en skýr- ingin er nærtæk. Nú þegar höfum við reynt allar venjulegar leiðir til að koma okkar brýnu hags- munamálum i höfn. En hvorki hefur gengið né rekið. Þvi er þetta bréf sent til að þið sem með völdin fariö, sjáið að það er ekki nóg að kinka kolli til samþykkis heldur eru það verkin sem tala. Þessu bréfi er ekki aðeins ætlað það hlutverk að hvetja ykkur til dáða, heldur einnig að sýna þjóð- inni fram á hvernig þessum brýnu hagsmunamálum kenn- aranema er háttað. Þvi skorum við á ykkur sem með völdin farið, i þessu tilfelli rikisstiórn og borgarstjórn, að láta ekki flokka erjur né valdadraumapólitik ráða feröinni, heldur sameinast i þvi að vinna að þessum hagsmuna- málum nemenda og þar meö þorra þjóðarinnar. F.h. Námsaöstöðuncfndar, S1K> og Nemcndaráös K.H.l. Þorleifur Friðriksson, form. Nemr.. Valþór Hlöðversson. Ólafur M. Jóhannesson, form. StKN. „Táp og fjör” Framhald af 5. siðu. skemmtilega kvöldstund þeg- ar þessi mynd verður sýnd. Þar að auki ætti það að guil- tfyggja gamanið, að Bessi Bjarnason leikur aðalhlut- verkið i myndinni, Lása fjósa- mann. Margan fjósamanninn er maður búinn að sjá um dag- ana, en ég hygg að Bessi slái þá alia út, og hann var eins og fæddur i hlutverkið. Svo langt gekk grfnið, að aðstoðarfólkið við upptökuna skellti uppúr hvað eftir annað, og það hlýtur að vera dauður maður sem ekki skemmtirsér viðað horfa á þessa mynd. tbúarnir á bæjunum Katr- fnarkoti og Hausastöðum fylgdust af áhuga með upptök- unni, en þeir höfðu lánað sjón- varpinu hús sin og hlað til upp- tökunnar. Hvort þeir hefðu gaman af þessu? — Jú mikil ósköp, það er af- ar skemmtilegt að fylgjast með þessu. Manni finnst þetta nú kanski nokkuö ýkt allt sam- an, en bráðskemmtilegt. Enn var farið að rigna og myndatöku hætt á meöan skúrin gekk yfir, en svo stytti upp aftur, aö enn var rokið til. Það hlýtur að taka á taugarn- ar að standa i þessu kvik- myndastússi, og fyrir þá sem eru með kvikmyndastjörnu- delluna ætti einn dagur við svona upptöku að lækna það mein. — S.dór. Askriftasími Þjóðviljans er 17500 Laugardalsvöllur íslandsmótið 1. deild Mánudagskvöld kl. 19.00 leika FRAM - ÍBK Fram. Islandsmótið. 1. Deild. YALUR - AKRANES Leika i dag sunnudag kl. 16.00. Hvað skeður nú? VALUR Húsbyggjendur — Yerktakar Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina. Stálborgh.f. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480. Skrifstofustúlkur óskast til almennra skrifstofustarfa. Laun skv. kjarasamningi rikisstarfsmanna. Upplýsingar i sima 83200. IiANNSÓKNAItSTOFNUN BYGGINGARIÐNAÐARINS. KELDNAIIOLTI. Útsala— Útsala Útsala hefst á mánudagsmorgun. Góðar vörur. Gott verð. S. ó. búðin N jálsgötu 23. Matráðskona Starf matráðskonu i eldhúsi Sjúkrahússins i Húsavik er laust til um- sóknar. Æskilegt er, að umsækjandi hafi húsmæðramenntun eða starfsreynslu. Upplýsingar um starfið veitir fram- kvæmdastjóri. Umsóknarfrestur er til 30. september n.k. Sjúkrahús Húsavikur. SAMVINNU BANKINN ROBINSON'S ORANGE S<|(JASH má blanda 7 sínnnm með vatni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.