Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 9
8.S1ÐA—ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. ágúst 1972 J. • •■■■■••■•■•■• ■ ■■■■■••«••■■• • • * * * «■•■•■« w r- Likan af þremur háhýsum öryrkjabandalagsins — tengibygging fremst. tima, t.d. fólk sem er hér i Reykjavik til lækninga. Nú, svo þegar öll þrjú húsin eru fullbyggö verður reist tengibygging milli þeirra allra. bar mun verða höfð ýmis konar þjónusta, t.d. lækna- stofur og verzlanir. Aðildar- félögin hafa sinar skrifstofur þar og ætlunin er að hafa þar einnig vinnustofur handa öryrkjum. Býr hér fóik frá öllum sjö félögunum? — Já, öll félögin hafa jafnan rétt. Hvernig er bandalagið rekið og hvernig er það fjármagnaö, t.d. þessar framkvæmdir? — Þetta er sjálfseignarstofnun og bandalagið kaus ákveðna hús- stjórn. öll húsin eru byggð fyrir lán frá Húsnæðismálastjórn, Erfðafjársjóði og Reykjavikur- borg og svo hafa öryrkjar lánað sparifé. Þetta sparifé gerði okkur kleift að hefja framkvæmdir, þvi að allar hinar stofnanirnar krefj- ast veðs, en öryrkjarnir létu sér nægja loforð um húsnæði. Þannig varð líka veðið til fyrir stofnan- irnar. Einnig höfum við fengiö fé- gjafir— allt uppi fimm miljónir i einu. Fáið þið engan rikisstyrk eða styrk frá borginni? — Nei, en við höfum notið vel- vilja allra aðila. Hvað er húsaleigan há hér? — 1 þessu húsi hefur hún verið 3,500 kr. fyrir eitt herbergi i langan tima, og féð fer m.a. i af- borganir lána og vexti. 1 her- bergjunum er eldhúskrókur, og svo fylgir baðherbergi, geymslu- pláss og t.d. þrif á ibúðum sé þess óskað: simi og sjónvarp. Hiti og ljós er greitt sér. Þvi er þó ekki að leyna,að þetta nægir ekki. Hvað er til úrbóta? — Um leið og tekjur öryrkja hækka, þ.e. örorkubætur, þá horfir málið öðruvisi við, en dugi það ekki verður að hækka þær enn meir — en gjafir hafa hjálpað okkur mikið til þessa. Hverjir sjá um rekstur hússins — daglega? — Það gerir hússtjórn, en I henni eru fjórir fulltrúar banda- lagsins og einn frá félagsmála- ráðuneytinu. Aðaldriffjöðurin I þessu og formaður frá upphafi hefur verið Oddur Ölafsson lækn- ir — ef einhver einn á að hljóta mestan heiður af þessum fram- kvæmdum, þá er það hann. Nú, þriðja húsið er i byggingu.og eins og þið sjáið höfum við alltaf byggt með mikilli bjartsýni. Getið þið annað eftirspurn eftir húsnæði? — Nei, hvergi nærri. Til dæmis voru hátt á þriðja hundrað um sóknir að ibúðunum i nýja húsinu, en þær eru 84 talsins. Það hefur heldur ekki linnt hringingum, og viö veröum að athuga, að margt Úr OD®Fg0[fEl[röfl Við sitjum i hægindastóium i skrifstofu öryrkjabandalags ísiands i háhýsi bandalagsins að Hátúni 10. Flestir kannast við há- hýsin tvö, ncðan Suðurlands- brautar á móts við Sjónvarps- húsiö, en færri kannast við þá starfsemi sem öryrkjabanda- lagið annast. Við spyrjum þau Sigriði Ingi- marsdóttur, formann banda- lagsins, og Guðmund Löve, fram- kvæmdástjóra, um starfsemi þess og byggingarframkvæmdir. Hvenær var öryrkjabandalag islands stofnað og hverjir standa að þvi? — Bandalagið var stofnaö árið 1961 og það eru sjö félagasamtök, sem eiga aðild að þvl. Um er að ræða SÍB*S, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Blindra- félag íslands, Blindravinafélagið, Styrktarfélag vangefinna og Qeð- verndarfélagið. Hvenær var hafizt handa með húsbyggingar? — Húsnæðisvandamál öryrkja voru mikil þegar bandalagið var stofnað,og fljótlega var ákveöiö aö bandalagið kæmi upp húsnæði handa öryrkjum. Undirbúningur hófst árið 1964. Þeir bræður Helgi og Vilhjálm- ur Hjálmarssynir teiknuðu húsin og áriö 1966 var fyrsta skóflu- stungan tekin. Húsin eiga að vera þrjú talsins. Hvenær veröur nýbyggingin hér við hliöina á okkur tekin i notkun? — Það verður liklega i október. Segið okkur eitthvað frá þessu húsi hér, sem viö erum nú i. i — Fyrstu ibúarnir fluttu inn árið 1969 og hér eru 70 ibúðir, bæði einstaklingsibúðir og hjónaibúðir. Hins vegar eru aðeins þrjú börn i húsinu, þannig að um stórar fjöl- skyldur er ekki að ræða. Það eru 14 ibúðir, 52 ferm. að stærð, i húsinu og hinar minni, en i nýja húsinu eru 84 íbúðir alls. Er ekki ýmis konar samcigin- leg aðstaða handa ibúum i húsinu? Guðmundur Löve. — Jú, á öllum hæðum eru setu stofur með sjónvarpi. og svo er verið að innrétta matsal á efstu hæð hússins. A neðstu hæðinni er verið að innrétta gistideild, en þar getur fólk búið i skemmri HÁTLJN 10 Sunnudagur 20. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9. Sigriður Ingimarsdóttir. öryrkja býr i húsnæði, sem ekki hentar þeim á nokkurn hátt. Eruð þið með atvinnumiðlun hér, svona meðfram? — Já, það er rétt. Þannig hefur verið allt frá þvi að öryrkja- bandalagið var stofnað, og hefur skrifstofan annazt þetta frá upp- hafi. Hvernig gengur að útvega öryrkjum atvinnu? — Það hefur gengið vel. Menn taka fyrirspurnum vel, en hins vegar er stundum erfitt að finna vinnu, sem hentar, i samræmi við getu. En þetta fólk vinnur jafn vel og aðrir. Sumir þurfa sér- verndaöar vinnustofur,og það eru einmitt slikar vinnustofur, sem i ráði er að hafa i tengi- byggingunni. Það má svo sem segja, að hér á skrifstofunni fari fram allsherjar fyrirgreiðsla og sálusorgun. Við höfum engan félagsráðgjafa — en Guðmundur gegnir þvi starfi eins og öðru. En þurfið þið ekki á félagsráð- gjafa að halda? — Jú, jafnvel tveimur — en nú er verið að stofna slikan skóla og þá er von til þess, að úr rætist. Svo þarf hvert aðildarfélag á öðrum tveimur að halda. Við hyggjum gott til þessa nýja skóla. Fram til þessa hefur félagsráð- gjöf aö mestu verið unnin i sjálf- avinnu, en það væri auövitað ;t að gera miklu meira og ia betur, ef sérfróðir menn u til. itt aðalverkefni okkar er ein- t aö sjá öryrkjum fyrir vinnu auknu félagslegu samneyti. ð samtalinu loknu eru okkur d húsakynni. Við fylgjum þeim Sigriði, Guðmundi og Jóhannesi húsverði um ganga og stiga, og þau sýna nokkrar ibúðir og fleira. Jóhannes býður okkur inn til sin og við heilsum uppá konu hans Guðrúnu. Þau hafa tveggja her- bergja ibúð með eldhúsi til um- ráða. Aðspurð kváðust þau vera mjög ánægð og rómuðu allar að- stæður, enda elskulegt fólk á öll- um hæðum. Næst litum við á setustofu á hæðinni og sagði Guðmundur að fólk notaði sér mikið þessa að- stöðu til þess að hittast og spjalla saman, gjarnan yfir sjónvarpi og dagblöðum. Einnig litum við á einstaklings- ibúð, mjög vel búna eldhúsgögn- um og hreinlætistækjum, og loks á matsalinn tilvonandi á efstu hæð. Þar verður einnig aðstaða til samkomuhalds, jafnvel dans- leikja. Af sólsvölunum, efst, litum við yfir framkvæmdasvæðið og nýja húsgrunninn og sagði Guðmund; ur, að erlendir gestir hefðu rómað mjög tiltektirnar og sagt að hér væri betur búið aö öryrkjum en viða annars staðar i þeirra eigin löndum. Við tókum undir þetta i hugan- um og fengum dálitla sönnun fyrir þvi, hvað hægt er að gera með sameiginlegu átaki og félagsvilja. Aö lokum kvöddum við við- ræðendur vora með þá ósk i huga að ríkisvaldið sjái eftir svo sem eins og andvirði tveggja ráð- herrabila til öryrkjabanda- lagsins. Ari og Ásgeir. „Enn fá menn að sannreyna mátt sameinaðs átaks” Guðrún Ilallgrimsdótlir. Formaður stjórnar Sölustofnunar lagmetis- iðnaðarins er Guðrún Hallgrimsdóttir mat- vælafræðingur. Guðrún lærði i A- Þýzkalandi, lauk prófi þaðan 1968, og kom þá heim og leitaði fyrir sér um vinnu við fiskiðnað- inn. Svo undarlegt sem það kann að virðast með fiskveiðiþjóð okkar, fékk Guðrún ekki vinnu sem matvælafræðingur i fiskiðnaðinum. Guðrún hélt þvi utan aftur og i framhalds- nám, en að ári liðnu hóf hún störf hjá Búvöru- deild SÍS. ,,Ég er ekki viss um að almennt sé vitað hvað matvælafræðingur i raun og veru er, og i hverju menntun matvælafræðings er fólgin. Hvað er matvælafræðing- ur? „Matvælafræði fjallar um mat- væli, þá þætti sem valda skemmdum á þeim og aðferðir til að koma i veg fyrir þær. Min menntun er á sviði eggjahvitu- rikrar fæðu, kjöts og fisks.” „Hvað starfarðu hjá Búvöru- deild SÍS?” „Aðallega við uppbyggingu ný- stofnaðrar kjötvinnslustöövar SIS. Einnig er mikil vinna við uppbyggingu sláturhúsa i nánu sambandi við teiknistofu Sam- bandsins.” „Er formannsstaða i stjórn Sölustofnunar lagmetisiðnaðar- ins fullt starf?” „Nei, það er umframstarf, ööru nafni bitlingur. Stofnunin hefur ráðið framkvæmdastjóra til bráðabirgða;dr. örn Erlendsson, sem sér um daglegan rekstur.” „Hvert er þá starf formanns i slikri stjórn?” „Formaður þarf að vera stefnumótandi, og þó að hann sjái ekki um daglegan rekstur, þá þarf hann samt sem áður að vera vel inni i honum.” „Tekur slikur formaður einn og sjálfur ákvarðanir?” „Ekki nema þá i undantekning- artilvikum, og er þá ábyrgur gagnvart stjórn”. „Hver eru tildrögin aö Sölu- stofnun lagmetisiðnaðarins i nú- verandi mynd?” „Forsagan er nokkuð löng og jafnvel sorgleg á köflum, en ef aðeins er litið til næstu nútiðar eru tiidrög þau, að i fyrrasumar skipaði iönaðarráðherra nefnd til að vinna að málinu. Nefndin hafði hliðsjón af starfi sem Samband islenzkra niðursuðuverksmiðju- eigenda hafði unnið áður. Sölu- stofnun lagmetisiðnaðarins var svo árangurinnn af starfi þessar- ar nefndar.” „Hvernig ér uppbyggingu stofnunarinnar háttað?” „Stofnunin er fjármögnuð með 25 miljón kr. rikisframlagi ár lega i 5 ár. Stjórnin er skipuð 5 mönnum, þrem tilnefndum af ráðherrum, tveim kjörnum af framleiðendum. Að 5 árum liðn- um, þegar rikisframlagið er úr sögunni, breytist skipan stjórnar- innar á þá vegu að þá kjósa fram leiðendur 3 stjórnarmenn, en ráð- herrar tilnefna 2.” „Hvaða rök eru fyrir slikri breytingu á stjórn stofnunar, sem rikið fjármagnar? „Það er ekki rétt að rikið eitt leggi stofnuninni til fé. Stofnunin fær i framtiðinni umboðslaun af seldum vörum framleiðenda, og innfluttum vörum til framleiðsl- unnar þannig aö meö timanum er framlag framleiðenda orðið meira en rikisins, og þeir standa þvi undir áframhaldandi upp- byggingu stofnunarinnar.” „Hver verða svo fyrstu verk- efni stofnunarinnar?” „Markaðsleit og markaðsöflun, uppbygging og mótun starfsins.” „Mun utanrikisþjónustan hlaupa undir bagga með stofnun- inni við markaðsöflun?” „Ennþá er það ekki orðiö. 1 markaðsöflun er margs að gæta, meira að segja þess að auka ekki um of viðskiptasambönd svo und- arlega sem það kann aö hljóma. Undanfari aukinna viðskipta hlýtur að vera framleiösluaukn- ing, og fyrr en hún ér oröin gæti of hröð markaðsöflun verið skað- leg.” „Að hverju snúið þið ykkur fyrst hér innanlands?” „Stofnunin þarf að móta þá þjónustustarfsemi sem hún ætlar að veita framleiöendum. Hún þarf aö hafa hönd i bagga með dreifingu hráefnis. Gæöaeftirliti þarf að koma á stofn, og staðið verður aðtilraunum á sviði niður- lagningar.” „Hvaðan koma peningar til þessa?” „Stofnunin mun fá til yfirráða sjóð, þróunarsjóð, og úr honum verður veitt fé til rannsókna á sviði lagmetisiðnaðarins. Til efl- ingar iðnaðinum sé ég ekkert að þvi að sjóðurinn kosti einhverju til menntunar fólks sem að lag- metisiðju vinnur.” „Hvernig telur þú aö framtiö stofnunarinnar verði bezt tryggð?” „Sölustofnuninni verður áreið- anlega bezt borgið i höndum manna, sem fórnað hafa starfi sinu og þrótti til eflingar iagmet- isiðju i landinu-til þessa dags sundraðir og hver i sinu horni,-en fá nú að sannreyna mátt samein- aðs átaks.” — úþ. Tímamót Tímamótaatburður i sögu lagmetisiðju á is- landi er afstaðin. Komið hefur verið á laggirnar sölustofnun fyrir lag- metisiðju. Ríkisstjórn á íslandi hefur nú í fyrsta skipti tekið á jákvæðan hátt á vandamálum lag- metisiðnararins, og þess má værrta að árangurinn láti ekki á sér standa. Um það, hvers við megum vænta af Sölu- stofnun lagmetisiðnað- arins segir Ragnar Arn- alds í grein í Þjóðviljan- um fyrir skömmu: „Hvers má vænta nú, þegar sölustofnunin er kominá legg? Islending- ar hafa flutt út undan- farin ár um 1200—1400 tonn af lagmeti. Ekki er óraunhæft að gera ráð fyrir að útflutningur lag- metis geti fjórfaldazt á næstu árum og komizt yfir 5000 tonn." Rcett við Guðrúnu Hallgrimsdóttur nuttvœlafrœðing, forrnann stjómar Sölustofmmar hgmetisiðnaðarins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.