Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 16
UÚOVIUINN Sunnudagur 20. ágúst 1972 Kvöldvarzla lyfjabúðanna vikuna 12,—18. ágúst er i Vesturbæjar Apóteki, Háa- leitis Apóteki og Apóteki Austurbæjar. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Olympíudeilan fer enn harðnandi Brundage hótar hinum óhlýðnu MUNCIIEN 19/8 Al- þjóðlega ólympiu- ncfndin, IOC, hefur beðið fimmtán Afrikuriki að endur- skoða ákvörðun sina um að hætta við þátt- töku i Ólympiuleik- unum i Munchen vegna þess að Ilódesiu er leyfð þátt- taka. Um leið berast fregnir af þvi, að átján þeldökkir handariskir iþrótta- menn styðji ákvörðun Afrikurikjanna og ætli einnig að hætta við þátttöku. Nefndin tilkynnti einnig, að hún styddi forseta sinn, Brundage, i þeirri ákvörðun hans, aö leyfa Ródesiumönn- um þátttöku i leikunum undir brezkum fána, og verða þeir skráðir sem fulltrúar brezkrar nýlendu. Nefndin segir, að ákvörðun rikjanna 15 muni ekki skaða Ródesiu neitt heldur aðeins skipuleggjendur leikanna og hina afrisku iþróttamenn. Meöal þeirra sem búizt er við að pakki niður föggum sinum eru gullverölaunahafar frá fyrri leikum eins og Keino (1500 m hlaup), Namos Biwott (3000 m hindrunahlaup) og Naftali Temu (10.000 m.). Keino, ólympíusigurvegari i 1500 m hlaupi, i ibúð sinni f Nairobi: margir verðlaunamenn hætta við þátttöku. Avery Brundage hefur lýst ólympiuleikum, eigi á hættu þvi yfir að þau lönd, sem nú að fá ekki að taka þátt i þeim i vilja hætta við þátttöku i framtiðinni. Dýrt spaug er listin Listamaðurinn Christo Javacheff er búlgarskrar ættar og hefur eink- um fengizt við að koma firnamiklum dúkum fyrir hér og þar f náttúr- unni. A dögunum tókst honum cftir langa mæðu að strengja 400 metra langt nælontjald yfir gilið Riffle Gap i Colorado. Kostaöi tiltæki þett.a 750 þúsund dollara. En dýrðin stóð ekki lengi — það tók vinda ekki nema dag að tæta tjaldiö i sundur. Aður en af þvf varð var þessi mynd tekin. Flugvélarœningi tekinn Hafði fengið tvær miliónir dollara SEATTLE 19/8. Grímu- klæddur maöur, sem í gær rændi farþegavél í Renó í Nevada og krafðist tveggja miljóna dollara í lausnar- gjald var snemma i morg- un særöur skotsári og hand- tekinn af lögreglunni í Se- attíe. Maðurinn haföi þegar fengið lausnargjaldið greitt i seðlum og gulli, og er þaö hæsta upphæð sem til þessa hefur veriö krafizt i sam- bandi við flugvélarán. Kvaðst hann ætla að nota peningana til aðstoöar vietnömskum börnum, sem hafa orðið örkumla i striðinu. Maðurinn kom hjólandi að flug- vélinni er hún stóð á flugvelli i Renó og ógnaði áhöfninni með byssu. Fyrst lét hann fljúga vél- inni til Vancouver i Kanada og fékk þar greiddan hluta lausnar- gjaldsins og þaðan var svo flogið til Seattle á vesturströnd Banda- rikjanna til að ná i afganginn. Hrikamorð í Noregi KONGSVINGER 19/8. Maður nokkur fannst skorinn á háls i kjallara húss sins á Kongsvinger i Noregi i nótt og skömmu siðar fannst leigubilstjóri, særður um 30 hnifstungum, 25 km. frá bæ þessum. Leigubilstjórinn hafði tekið upp i bil sinn tvo grunsam- lega náunga, sem launuðu honum þennan greiða með þvi að marg- stinga hann hnifum og henda hon- um út úr bilnum. Oku þeir áfram i leigubilnum, sem enn hefur ekki fundizt. Talið er vafalaust að þeir hafi einnig ráðið þeim manni bana, sem fyrst var nefndur. liðsmenn hervernd Nixon og biðj a um MIAMI BEACH 19/8. Um 2000 sérþjálfaðir her- menn hafa slegið upp tjöldum skammt frá Miami og eiga þeir að vera reiðubúnir að berja á andstæðing- um Vietnamstriðsins, sem hafa hótað því að koma i veg fyrir að Repúblikanar geti haldið flokksþing i næstu viku, en á þvi á að ganga frá endurframboði Nixons forseta. Meðan þessu fór fram var stefnuskrárnefnd flokksins að ganga frá kosningastefnuskrá. RABAT 19/8 Innanrikisráð- herra Marokkós staðfesti i gær, að Mohammed Oufkir varnar- málaráðherra hefði verið foringi samsærismanna þeirra sem gerðu misheppnaða tiiraun til að drepa Hassan konung á mið- vikudag. Oufkir framdi sjálfs- morð eftir að samsærið hafði mis- tekizt. Hann hafði verið talinn hægri hönd konungs og hafði sjálfur útrýmt andstæðingum hans af mikilli grimmd. Þar er farið mjög sterkum lofs- oröum um Vietnamstefnu Nixons, sem er köiluð „göfuglynd og tii sóma”. Um leið ásakar stefnu- skrárnefndin McGovern, forseta- efni Demókrata, um að vilja að Bandarikjamenn gefist upp i Vi- etnam, Nefndin veitist aö þeim um- mælum McGoverns, að hann muni ef nauðsyn kréfur betla um að bandarískir striðsfangar i Norður-Vietnam verði látnir lausir. Það verður sagt Nixon for- seta til hróss, að hann mun ekki fremja slik þjóðsvik og aldrei skal bandariskur forseti fara með betlistaf til Hanoi, segir i stefnu- skránni. Þá segir ennfremur að McGovern sé hættulegur einangr- unarsinni sem muni, ef hann fær að skera niður útgjöld til her- mála, veikja stöðu Israels. Repú- blikanarhafa einmitt biðlað mjög til bandariskra Gyðinga að und- anförnu, og koma siðastnefnd ummæli þvi ekki á óvart. Metrakerfið tekið uppí Bandaríkjunum WASHINGTON 19/8. Oldunga- deild Bandarikjaþings hefur samþykkt lagafrumvarp um að tekið verði upp i landinu metra- kerfi. Gert er ráð fyrir að breyt- ingar þessar taki tiu ár — vikja þá fet, tommur, pund og kvartar fyr- ir metrum, kilóum og litrum. Byrjað verður á þessum breyt- ingum innan iðnaðarins. Undir- búningur málsins hefur tekið þrjú ár. Afmælisrit Stein- dórs frá Hlöðum Hinn 12. þ.m. átti hinn landskunni skólamaður og náttúrufræðingur, Steindór Steindórsson frá Hlöðum, sjö- tugsafmæli. I tilefni þess gaf bókaútgáfan Orn og Örlygur út bók með greinum og ræðuru Steindórs, fiestu áður óbirtií Bókin ber nafniö AF SÓLAR- FJALLI og á bókarkápu segir að Steindór hafi lengstum beint sjónum sinum til vors og gróanda og þvi beri bókin þetta nafn. AF SÓLARFJALLI skiptist i fjóra meginþætti, en þeir eru: 1. Landið og náttúran, 2. Minnst samferðamanna. 3. Við ýmis tækifæri, 4. Skóla- kveðjá 1972. Þá er nokkrum kvæðum eftir Steindór dreift um bókina. Fremst i bókinni er Tabula gratulatoria, eða skrá yfir hátt á sjötta hundrað manns sem minntust afmælis Stein- dórs með þvi að taka með á- skrift sinni þátt i útgáfunni. Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri ritar formála að bókinni sem hann nefnir HANN HEFUR BENT A BETRA LAND. Þar greinir Hákon frá æviferli Steindórs og segir m.a. i upphafi formál- ans: „Útgefendur bókarinnar hafa valið þann kost að birta ritgerðir, erindi og ljóð Stein- dórs i þessu afmælisriti, og tel ég það vel farið. A þennan hátt er vikið frá þeirri venju, sem viðgengst þegar heiðra á merka menn, að gefa út bók þar sem hinir og aðrir skrifa um sundurleit efni. Með þessu móti sést þó, að maðurinn á heiður og lof skilið fyrir langt og merkt starf”. Hákon gerir grein fyrir rannsóknum Stein- dórs á gróðurfari Islands og kemst m.a. þannig að orði: „Með rannsóknum sinum hef- ur Steindór þvi fært þjóð sinni heim sanninn um, að hún á betra land en almennt var áð- ur talið”. Bókin er 162 bls.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.