Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 6
* j * t. 1 v* *• • + >i v •, *i: %•• •t-..
6. StÐA — ÞJÓÐVILJINNSunnudagur 20. ágúst 1972
UOBVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljarra.
Framkvæmdastjóri: EiSur Bergmann.
Rit8tjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur).
Áskriftarverð kr. 225.00 á rnánuðí.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
FURÐUSAMKUNDAN
Svonefndur alþjóðadómstóll i Haag
hefur kveðið upp úr með niðurstöðu sina
um landhelgismálið. Afstaða dómsins hef-
ur vakið heimsathygli enda er hún væg-
ast sagt furðuleg. Dómurinn kveður upp
úrskurð um kvótakerfi milli deiluaðila
fyrir fiskveiðar við ísland, en þó hefur
dómurinn enga möguleika og enga réttar-
stöðu til þess að kveða upp einn eða annan
úrskurð i þessu efni. 1 þessu kvótamáli
leyfir dómurinn sér meira að segja að
leggja til að Bretar og Vestur-Þjóðverjar
fái að veiða hér við land svo til sama magn
og þessir aðilar höfðu sjálfir krafizt, þann-
ig að „úrskurður” dómstólsins er greini-
lega ekkert annað en það sem kæruaðilar
— brezka og vestur— þýzka rikisst jórnin —
hafa beinlinis pantað að fá.
Þá er afstaða dómstólsins enn furðuleg
vegna þess að enn standa yfir athuganir
milli aðila um hugsanlegt samkomulag
um fiskveiðar við tsland. Niðurstaða dóm-
stólsins og ámælisverð afstaða dregur
verulega úr likum á þvi að samkomulag
náist, þvi að nú munu brezkir togaraeig-
endur verða enn forhertari i kröfum sin-
um en fyrr, veifandi dómnum — enda þótt
hann sé að sjálfsögðu alger markleysa.
Ekki er það siður undarlegt af hálfu
dómsins að kveða upp úr með afstöðu sina
þegar hann hefur ekki enn gert það upp
við sig hvort hann hefur lögsögu i málinu.
Þó stendur skýrum stöfum i samningnum
um dóminn að dómstóllinn megi þvi að-
eins kveða upp svonefndan bráðabirgða
úrskurð að fjarstöddum örðum aðilan
um, að dómurinn hafi áður lýst þvi yfir og
, Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið
telja að íslendingar hefðu átt að senda
fulltrúa til málflutnings á þá furðusam-
kundu, sem kallast alþjóðadómstóll. Hér
er umhrapallegafjarstæðu að ræða eins og
Lúðvik Jósepsson sjárvarútvegsráðherra
benti á i viðtali við Þjóðviljann i gær. í
fyrsta lagi er þetta rakin fjarstæða vegna
þess að alþjóðadómstóllinn hefur enga
lögsögu i málinu, samningnum, sem þar
kveður á um, hefur verið sagt upp og auk
þess var hann sannkallaður nauðungar-
samningur. 1 öðru lagi sýnir niðurstaða
úrskurðað að hann hafi lögsögu i deilu-
málinu. Þetta ákvæði hefur dómurinn að
þessu sinni augljóslega brotið.
Má af þessu öllu sjá hversu fráleit sú af-
staða hefur verið á sinum tima að ætla að
fela slikri furðusamkundu að kveða upp
dóma um stærsta lifshagsmunamál Is-
lendinga, landhelgismálið.
alþjóðadómstólsins að Islendingar áttu
ekkert þangað að sækja. Loks er vert að
benda á að það var enn fráleitt að senda
fulltrúa til dómsins með tilliti til þess að
yfir hafa staðið viðræður um samkomulag
um fiskveiðar i islenzku 50 milna land-
helginni.
Kenning Sjálfstæðisflokksins um þetta
efm er þvi háskaleg skekkja, sem ekki er
vert að eyða fleiri orðum að á þessu stigi
málsins, þegar allt er komið undir sam-
stöðu landsmanna.
HRAPALLEG FJARSTÆÐA
bréf til stj ómvalda
I.andsfcftur!
A landsþingi SIKN, haidiö var
siöastliðið haust i Norræna husinu
var samþykkt áskorun til stjórn-
valda þess efnis aö þau beittu sér
fyrir að viðunandi lausn fengist á
hinu gifurlega húsnæðisvanda-
máli nemenda, sem þurfa að
dvelja fjarri heimilum sinum
meðan á námi stendur.
Yfir vetrarmánuöina stundar
fjöldi fólks, er á lögheimili utan
Stór-Reykjavikursvæðisins, nám
i höfuðborginni. Þessir nemendur
þurfa að öllu jöfnu að leigja sér
húsnæði i Reykjavik. Er það þó
sem kunnugt er hægara sagt en
gert og einnig er húsaleiga (her-
bergisleiga) þungur baggi, ekki
siztvegna þess okurs er hlýtur að
skapast innan hinna kapítalísku
þjóðfélagshátta, þegar eftirspurn
verður meiri en framboð. Af
þessum sökum er hrópanai
nauðsyn á að gripið verði til
þeirra ráðstafana er fullnægja
brýnustu gistirýmisþörf nem-
enda.
Mikið hefur verið ritað og rætt
um hina ljúfu velmegun islenzku
þjóðarinnar. Og sumir jafnvel
viljaö halda þvi fram að tsland sé
land stéttleysinsins. Þetta er svo
fjarri raúnveruleikanum að
varla þarf að eyða bleki né rúmi
til andmæla. En þeir sömu sem
þannig hafa talað eru ýmist borg-
aralegar eiturnöðrur eða pólitisk-
ir rugguhestar. A meðan stór
hluti námsfólks berst örvænt-
ingarfullri baráttu fyrir þeim
sjálfsagða rétti að fá að ganga
menntabrautina, hlýtur hin
marglofaða jafnaðaraðstaða Is-
lendina að vera meiri i orði en á
borði.
Þessi áðurnefnda barátta nem-
enda hefur m.a. falizt i þvi að
reyna að fá gistirými sem rekið
væri i anda félagshyggju og þar
mep spornað fæti við okurbraski.
Hingaö til hefur þessi barátta
verið án nokkurs árangurs, enda
ekki við minni andstæðing að etja
en rotnandi kerfið og blint
braskaraauðvaldið sem þrifist
hefur þar eins og gerlar i rassi.
Sem lausn til bráðabirgða hefur
verið bent á að nýta bæri eitthvert
hótelanna i þeim tilgangi og
beindust augu manna einna helzt
að hótel Esju, sem stendur nær
ónotað þann tima sem skólar
starfa. t beinu framhaldi af þessu
má nefna að þegar hótelið var
byggt voru einhverjir samningar
gerðir milli Seðlabankans og eig-
enda hótelsins, um að þaö skuli
nýttsem heimavist fyrir nemend-
ur á vetrum, en samningar þessir
(hafi þeireinhverjir verið) eru nú
liklega „týndir” og tröllum sýnd-
ir, alla vega hefur fulltrúum nem-
enda ekki tekizt að nálgast þá,
þrátt fyrir mikla eftirgrennslan.
Þegar nefnd á vegum SIKN
leitaði til Friðriks Kristjánssonar
forstjóra og innti hann eftir mögu
leikum á að fá hluta hótelsins sem
heimavist til handa nemendum,
taldi hann það mjög koma til
greina og sagði að af sinni hálfu
væri þetta allt i lagi. Bætti siðan
við að lokum að færi málið i
strand væri við stjórnvöld að sak-
ast en ekki sig. Þessar undirtektir
Friðriks hituðu nefndarmönnum
um hjartaræturnar og glaðir i
bragði lölluðu þeir niður i
Menntamálaráðuneyti til að leita
stuðnings hins háa ráðuneytis. Að
venju brá ráðuneytiö skjótt við og
hafði samband við Friðrik. En þá
var annaö uppi á teningnum. Sá
hinn sami, sem áður hafði tekið
málaleitan nemenda svo vel, taldi
þetta að visu ekki óframkvæman-
legt, en kæmi þó aðeins til greina
ef mánaðargreiðsla hvers nem-
enda næmi 12.000 kr. (tólf
þúsundum!). En þarna stendur
hnifurinn i kúnni.Ef við reiknum
með að sanngirnisgreiösla hvers
nemanda sé u.þ.b. 3000 kr. fyrir
herbergið á mánuði, yrðu stjórn
völd að greiða það sem upp á
vantaði, sem sagt 9000 kr. Það fé
kæmi auðvitað úr sömu vösum og
lánsfé það er gerði hlutaðeigandi
aðilum kleift að reisa hótel Esju,
þ.e. úr vösum almennings. Sem
sjá má telur hr. forstjóri Friðrík
Rristjánsson borga sig betur aö
láta hótelið standa autt stóran
hluta ársins en að leigja það
námsfólki hluta þess á viðráðan-
legu verði.
Annað er það mál sem mikið
hefur verið rætt á meðal nem-
enda, en það er þörfin á sérstöku
mötuneyti fyrir námsfólk. t flest-
um framhaldsskólum i Reykjavik
þurfa nemendur að sækja kennslu
mestan hluta'dagsins. Er þá oft
hvorki timitil að fara heim i mat
né aðstaða tíl að matast i skólan-
um. Um 20—30% þessarra nem-
enda eiga sitt lögheimili úti á
landi og þurfa þvi að kaupa sér
rándýrt fæði, oft i söluturnum og
kaffihúsum Reykjavikur
(Hafnarfirði, Kópavogi, Breiö-
holti, Seltjarnarnesi, Mosfells-
sveit o.fl.)
Auk þeirra er siöan um að ræða
nemendur sem búa allfjarri
skólanum.
Samkvæmt viðræðum við
framkvæmdastjóra Tónabæjar,
virðist mögulegt að koma þar upp
mötuneyti fyrir nemendur skól-
anna þar I grennd, en þeir eru æði
margir. Yrði þar um að ræða lit-
inn tilkostnað og án þess að æsku-
lýðsstarfsemin þar þyrfti á nokk-
urn hátt að biða hnekki af. Það
hlýtur að vera hagkvæmt fyrir
fjárveitingavaldið að styðja
þessa sjálfsögðu hagsmunakröfu
nemenda, þvi aö um leið lækkar
framfærslukostnaður þeirra og
þar með lánsþörf.
t skjóli þess að nú eru flokkar i
stjórn sem kalla sig til vinstri og
vilja leitast viö aö vinna i anda fé-
lagshyggju, eftir þvi sem þeir
segja, og i trausti þess að heilindi
hafi ráðið er þeir skrifuðu eftir-
farandi i málefnasamninginn:
„...menntunaraðstaöa ungmenna
verði jöfnuð” og ,,... komið verði
á viðtækum stuöningi við náms-
fólk...” þá beinum við þeirri
áskorun til ykkar stjórnvalda að
þið komið i veg fyrir að skólaæsk-
an sé gerð að féþúfu fyrir gróða-
braskara.
Við höfum ekki gleymt þvi að
stjórnvöld hafa lofað stóraúkn
um dreifbýlisstyrkjum. En
hversu svo sem þeir kunna að
aukast yrði aldrei um neina
varanlega bót að ræða. Hún yrði
svipuð og ef farið yrði að borga
9000 kr. með hverjum einstökum
nemanda til þess að hann gæti
fengið sér herbergi á hótel Esju!!
Um námslán þarf ekki að tala
innan rikjandi menntakerfis þvi
þau yrðu ekki til að bæta né jafna
námsaðstöðuna né koma i veg
fyrir gróðabrask. Þau kæmu ekki
að gagni nema samfara færi um-
bylting alls þjóðfélagsins.
Að lokum sakar ekki að benda á
að nú standa Hafnarhúðir ónotað-
Frh. á bls. 15